Fálkinn


Fálkinn - 02.01.1953, Page 8

Fálkinn - 02.01.1953, Page 8
8 FÁLKINN MALARINN, Alexei Biru- kov, sat á þröskuldinum á mylluhúsinu sínu og tottaði letilega krítarpípuna sína, sem slokknað var í. Þetta var stór og stæðilegur maður um fertugt, og liktist bæði að andlitsfalli og vaxtarlagi þunglamalegu og ruddalegu sjómönnunum, sem unga drengi dreymir um, er þeir hafa lesið ævintýrasögur Jules Vernes. Hann var í gráum brók- um úr grófu hermannavaðmáli og stórum, klunnalegum stígvél- um, en jakkalaus og berhöfðað- ur þótt langt væri liðið á haust og veðrið kalt og hryssingslegt. Þok- an smaug óhindruð inn um ó- hneppt skyrtuhálsmálið, en risa- kroppur malarans virtist vera al- veg ónæmur fyrir kuldanum. Eins og oftast var rautt og skvapmik- ið andlitið þrútið en sviplaust, eins og maðurinn væri nývaknaður af djúpum, draumlausum svefni. Augun voru lítil, grafin í gulgrá- um fitupokum undir svörtum úfn- um augabrúnum, og störðu skuggalega á fyrirhleðsluna á ánni, á sliguð útihúsin og eldgömlu pílviðina, sem stóðu á árbakk- anum og voru svipuðust röð af beinagrindum, sem allt hold var skafið af fyrir löngu. Tveir munkar sem voru ný- komnir að myllunni voru að kepp- ast við að bera stóra rúgsekki af kerrugarmi inn í eina skemmuna, til mölunar. Annar var Kleopa, hár og gráhærður öldungur í ó- hreinum gömlum kufli og með bætta kollhúfu, en hinn Diodor ungi, svarthærður og dökkur á hörund — vafalaust frá Georgíu — í venjulegri gæruúlpu, svo að honum svipaði meira til bónda frá ættarslóðum hans í Kákasus en til guðslambs úr klaustri. Á ó- hreinni, gulnaðri þúfu skammt frá Jevsei, var vikadrengur mal- arans, skegglaus unglingur í göt- óttum jakka, sem var langtum of stuttur honum. Hann var þvi sem næst dauðadrukkinn, vöðl- aði net milli handanna og lét sem hann væri að bæta það. Malarinn sat langa stund án þess að mæla orð, en allt í einu hvessti hann augun á munkana og sagði með hrjúfri hryssingslegri rödd: — Þið þarna munkar! Hvers vegna veiðið þið í ánni? Hver hef- ir leyft ykkur það? Munkarnir svöruðu engu, litu ekki einu sinni á malarann. — Ykkur dugar ekki að veiða sjálfir, heldur látið þið fólk úr kaupstaðnum veiða líka! Eg borga ykkur peninga fyrir ána, og þá á ég fiskinn, skiljið þið það? — Engum er heimilt að veiða í ánni nema mér. Þið biðjið guð frá morgni til kvölds, en ykkur finnst ekki synd að fara út og stela, ha? Malarinn geispaði, þagði um stund, og hélt svo áfram að tauta, öllu fremur við sjálfan sig en til munkanna. —v Þetta er orðin föst venja! Þið haldið að af því að þið eruð munkar, þá verðið þið allir helgir menn, þegar þið hrökkvið upp af, og að landslög og réttur nái ekki yfir ykkur. En ég skal kæra ykk- ur, ég sendi sýslumanninum kæru .... Hann viknar ekki þótt hann sjái skítugar munkahetturnar, en þið fáið gott tækifæri til þess að kynna ykkur hvernig tugthús- klefarnir líta út að innanverðu! Eða kannske get ég afgreitt þetta ANTON TSJEKOV: mál án þess að leita til yfirvald- anna! Ef ég bara næ í einhvern veiðiþjófinn skal hann fá svo rækilegt högg í hnakkann, að hann langi ekkert í fisk fyrr en þá á dómsdegi. — Þú mátt ekki láta svona orð fara þér um munn, Alexei Doro- feitsj, sagði Kleopa mjúkt. — Heiðarlegir menn sem óttasf guð, tala ekki svona, jafnvel við hund, og við erum munkar, þjónar guðs. — Munkar! hvæsti malarinn. — Ef ykkur langar í fisk þá verð- ið þið að kaupa hann af mér, en ekki stela eins og versta þjófa- hyski. — Almáttugur guð varðveiti okkur. Höfum við nokkurn tíma stolið? Kleopa gamli hnyklaði brúnirnar. — Hvers vegna við- hefur þú svona orð? Það er satt að sumir af leikbræðrunum okkar hafa veitt fisk í ánni, en það var ábótinn sjálfur sem leyfði það. Hann segir sem svo, að þú hafir greitt peninga, en ekki fyrir alla ána, heldur aðeins fyrir að mega leggja net við árbakkann okkar megin. Þú fékkst ekki veiðirétt í allri ánni, hún er hvorki þin eða okkar, hún er guðs eign .... — Ábótinn er ekki hótinu betri en þið sjálfir, tók malarinn fram í og barði öskuna úr pípunni sinni. — Hann er engu minni þorpari, hann.......Það er enginn mun- ur á ykkur — ábótanum, þér eða honum Jevsei þarna. Ef ég rekst á hann með veiðistöng í ánni, skal ég sýna honum í tvo heim- ana......... — Þú ert sjálfráður um hvort þú misþyrmir bræðrum vorum. Það yrði okkur til málsbóta í öðru lífi, guði sé lof .... Þú hefir lagt hendur á bæði Vassarion og Antupy, haltu bara áfram með okkur ...... — Þegi þú, vertu ekki að erta hann! sagði Diodor og tók í erm- ina á kufli Kleopa. Gamli maðurinn þagnaði og fór að bjástra við rúgsekkina, en mal- arinn hélt áfram skammavaðlin- um. Hann talaði hægt og letilega, fékk sér drátt úr pípunni við hverja setningu og spýtti oft og rækilega. Þegar veiðistuldinn þraut fór hann að tala um tvo strikapoka, sem munkarnir hefðu svikist um að skiia sér, og nú jós hann yfir þá skömmunum fyrir það. Og næst tók hann eftir því að Jevsei var fullur, og sat auð- um höndum. Og þá lét hann munk- ana eiga sig en öskraði og jós hræðilegustu blótsyrðum yfir strákinn. Munkarnir stilltu sig um hríð, stundu bara þungan, því að þetta gekk alveg fram af þeim. Og loks stóðst Kleopa ekki mátið lengur. Hann spennti greipar og sagði kjökrandi: — Ö, heilagir andar á himnum, engin þjáning er mér þungbærari en að þurfa að koma hingað i mylluna! Þetta er helvíti á jörðu .... dýpsta helvíti! — Þá geturðu látið það ógert að koma! rumdi í malaranum. — Heilaga guðs móðir, ekkert væri mér kærara, en hvert getum við farið annað með kornið? — Þetta er eina myllan í allri sveit- inni, og það veistu eins vel og við. Ef við kæmum ekki hingað yrðum við annað hvort að svelta í hel eða eta ómalað korn. Malarinn var ekki af baki dott- inn og hélt áfram að bölva. Það var orðinn jafn ríkur vani hjá' honum og að totta pípuna sína, sem hann hafði alltaf milli tann- anna. — Þú gætir að minnsta kosti forðast að nefna nafn þess vonda, sagði Kleopa með bænarróm og deplaði augunum vesældarlega. — Þegi þú nú ofurlitla stund, ég bið þig um það í Jesú nafni. Malarinn steinþagnaði, en það var ekki fyrir bænarstað Kleopas. Lítil kona, gömul og kengbogin, góðleg þó að andlitið væri skorpið og hrukkótt og í fáránlega rönd- óttri úlpu, sem var likust randa- flugu á bakið, kom gangandi yfir stífluna. Hún var með pinkil í annarri hendi og stutt kvistótt prik í hinni. — Góðan daginn, gott fólk, guð blessi ykkur, sagði hún smámælt og hneigði sig djúpt fyrir munk- unum. — Drottinn líti til ykkar í náð sinni! Góðan daginn, Aliösja, drengurinn minn. Góðan dag, Jev- sei, góði....... — Góðan daginn, mamma, tók malarinn fram í án þess að líta við gömlu konunni. — Hér er ég komin til þess að heimsækja þig, sagði hún bros- andi og pírði augunum á svip- þungt andlit malarans. — Hefi ekki séð þig svo lengi, drengurinn minn .... Ekki síðan á uppstign- ingardag! Og nú verður þú að taka við mér hvort heldur þér líkar betur eða verr! Heyrðu, mér sýnist þú hafa lagt af, drengur- inn minn........ Gamla konan settist á þröskuld- inn, og er hún var við hliðina á beljakanum syni sínum, varð hún enn líkari randaflugu. — Ekki síðan á uppstigningar- dag, segi ég, á . . hélt hún áfram. — Og það er ekki laust við að ég hafi saknað þín, sonur minn. Hjarta mitt þráði þig, en í hvert skipti sem ég var í þann veginn að leggja í ferðina, þá ýmist kom húðarrigning eða þá að ég varð veik. — Kemurðu úr kaupstaðnum núna? spurði malarinn fúll. — Já, úr kaupstaðnum........ beina leið að heiman. — Þú ættir nú heldur að halda þig heima, með alla sjúkdómana, sem þú hefir í kroppnum, en ekki vera að flækjast um allar triss- ur! Hvaða erindi áttu hingað núna? Ekkert nema að slíta skó- sólunum. — Eg kom til þess að hitta þig! Eg á ekki nema tvo syni, sagði hún við munkana, — þennan hérna og hann Vassili, sem á heima í kaupstaðnum. Aðeins tvo syni og báðum stendur þeim alveg hjartanlega á sama hvort ég dey eða lifi. En þeir eru nú drengirn- ir mínir samt, eina gleðin mín í lífinu. Þeir geta vel verið án mín, en ég mundi ekki geta lifað án þeirra einn einasta dag. En nú ég er farin að verða gömul, heil- ögu bræður, og það er enginn leikur fyrir mig að verða að ganga alla leið til þess að fá að sjá hann — þarna. Nú varð þögn. Munkarnir höfðu borið siðustu sekkina inn í skemm- una og sátu á kerrunni og hvíldu sig. Fyllirúturinn Jevsei sat enn á þúfunni þvældi netinu milli handanna og dottaði á milli. — Þú komst á óheppilegum tíma, mamma, sagði malarinn. — Eg verð að fara til Kariazjino. Viðskipti! Við mylluna

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.