Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1953, Side 8

Fálkinn - 16.01.1953, Side 8
8 FÁLKINN BILL HOWARD var liár vexti og ljós- hærður og virtist þróttmikill er hann kom inn í skrautlegan salinn. En þó var hægt að sjá að honum var órótt og leið illa. Hann sat með hattinn inilli grannra handanna og kraginn á grárri regnkápunni var 'nrettur upp. Þjónninn sem tók á móti honum þegar hann kom, hafði boðist til að taka við kápunni hans, en hinn af- þakkaði. — Eg stend ekki við nema fáein- ar mínútur, hafði liann svarað, og svo flýtti hann sér inn til hins kunna víxlara, sir Burghley, sem sat í djúp- um stól við arininn og ornaði sér á höndunum. Klukkan var 19, og sir Burghley var kominn i smoking eins og hann var alltaf vanur um það leyti. Þó að hann væri ókvæntur og mataðist nær alltaf einn hafði hann sinar venjur og kenjar og var vanafastur mjög. vorum mikið með Turnbull næstu vikur. Ýmist í leikhúsum eða á knatt- spyrnu en þó oftast í kvöldboðum á veitingahúsum. — Sannast að segja, herra How- ard, — get ég ekki skilið hvað mig varðar um þetta. Er eittlivað að taug- unum í yður? — Hver veit nema þér verðið ó- styrkur í taugunum líka, sir Burgh- ley, þegar þér hafið lieyrt það, sem ég þarf að segja yður! Má ég lialda áfram? — Eg vil gjarna hlusta á yður, hr. Howard, en þá verðið þér að komast að efninu sem alira fljótast. Nú kom þjónninn með whisky og sóda, en Howard afþakkaði. En svo snerist honum hugur og hann hellti glasið hálft af eintómu whisky. Hann tæmdi það í einum teyg og hélt svo áfram sögunni. Útvarpið var í sam- bandi og einhver sætsúputenór var að syngja eitthvað um hund, sem hann Howard yppti öxlum og laut fram í hægindastólnum. — Eg vissi að ég mundi aldrei geta það, sir Burghley, og þess vegna gerði ég djöfullega áætlun. Eg hafði numið verkfræði í Cambridge, því að ég vissi að lnin mundi koma mér að not- um í húsameistarastarfinu. Af ein- berri tilviljun kynntist ég þá tíma- sprengjunum — eða vítisvélum, ef joér viljið fremur kalla það svo — og á striðsárunum kynntist ég þessum drápsvéhim betur. í byrjun stríðsins vann ég að þvi að koma þessum sprengjum fyrir í húsum, sem við urðum að yfirgefa, og þetta gerði ó- vinunum mikið ógagn. Þegar húsið var nær fullgert afréð ég að nota mér kunnáttu mína og búa til tímasprengju, sem tæki fram öllum þeim, sem ég liafði gert áður. — Framkvæmduð þér þessa djöful- legu áætlun, herra Howard? Sprengjan í Kirby Street — Eg ætla að leggja spilin á borðið, sir Burghley, sagði Howard með önd- ina í hálsinum, — og ég er yður þakk- látur fyrir að vilja hlusta á mig, — þó að — um líf yðar sé að tefla! ■Hann var óðamála og óstyrkur. — Líf mitt? Nú er ég hræddur um að þér takið of djúpt í árinni, How- ard! — Nei, því fer fjarri. George Turn- bull, sem þér keyptuð þetta hús af, var besti vinur minn, og það vildi svo til að það var ég, sem byggði hús- ið fyrir hann. — Svo að þér eruð liúsameistari? Þér minntust ekki á það við mig i simanum. — Eg gaf mér ekki tíma til þess, sir. Eg varð að flýta mér hingað eins og ég gat, þvi — eins og ég hefi sagt yður, þá er hér um líf eða dauða að tefla. Hann kveikti i vindlingi og liöndin skalf meira, en hönd á hálffertugum manni ætti að gera, — jafnvel þótt honum sé órótt. Svo tók hann til máls og horfði í sífellu á litla marmara- mynd sem stóð á stalli við gluggann. — George Turnbull, sem ég byggði þetta hús fyrir, tók frá mér konuna, sem ég elskaði meira en nokluið annað í veröhlinni. Hún hét Nancy Willi- anis þá, og þegar við hittum Turnbull liöfðum við verið saman í meira en tvö hamingjuár. Hann var ofurlítið eldri en ég, — og mjög ríkur. Sjálfur var ég duglegur húsameistari, en þó ekki þess umkominn að giftast fyrsta kastið. Nancy tók sér það nærri því að hún var orðin þreytt á að vinna fyrir sér. Turnbull var einstaklega vingjarn- legur við mig og réð mig til starfs, sem ég tók fegins hendi því að tekj- urnar af því voru ríflegar. Hann bað mig sem sé að teikna þetta hús og byggja það, og Nancy varð glöð líka. Eg byrjaði á teikningunum og við liafði týnt, en Howard lét ekki trufla sig. — Eg elskaði hana út af lífinu, sir Burghley, og taldi dagana þangað til við gætum gifst. En þegar húsið var hálfsmiðað sá ég fram á, að þetta mundi fara á aðra leið. Hún sem hafði heitið mér öllu, kaus peningana og allt það, sem hægt yrði að fá fyrir þá. Eg man vel daginn sem hún sagði mér það. „Eg er orðin ástfangin af Turnbull,“ sagði liún þurrum rómi. „Eg veit að það bakar þér sorg, góði, en svona er það. Það var óhamingja fyrir þig að við skyldum kynnast Turnbull, en fyrir mig varð það leið inn í annan og betri heim. Eg er lúxusbrúða, eins og þú veist!“ Howard tók málhvild meðan liann var að kveikja sér í nýjum vindlingi, en svo hélt hann áfram: — Eg vissi ekki mitt rjúkandi ráð, sir Burghley, en hélt samt áfram með húsið eins og ekkert hefði i skorist. Vitanlega hætti ég að sjá Turnbull nema í vinnutímanum og sleit öllu sambandi við Nancy. Eg hafðí hitt liana tvívegis eftir þetta, en hún sat við sinn keip. Og svo flaug mér í hug þessi fá- sinna. Eg afréð að drepa bæði Nancy og Turhbull! — Hvað segið þér? Ætluðuð þér að drepa tvær manneskjur af því að þeim þótti vænt hvorri um aðra? Sir Burghley kveikti í vindli og dreypti á glasinu sínu. — Eg viðurkenni að jietta var hræðilegt örþrifaráð, en ég var brjál- aður af afbrýði. Getið þér ekki lnigs- að yður hvernig á stóð? Þarna var ég að byggja húsið, sem unnusta mín átti að eiga heima í, með manninum sem hafði stolið henni frá mér! — Jú, ég get skilið það, — og það hlýtur að hafa verið óttalegt, en morð er alltaf morð. Þér hefðuð átt að sætta yður við hvernig komið var og finna yður betri konu. — Það var einmitt það sem ég gerði, og ég vona að þér hlífið mér þegar ég legg öll spilin á borðið. Þér verðið að lofa mér því að rasa ckki um ráð frani — það gæti kostað yður lifið. Howard leit á úrið sitt. Honum varð órórra með hverri mínútunni, og talaði nú miklu hraðar en áður. — Eg kom sprengjunni fyrir í kjall- aranum hérna í húsinu, sir Burghley! — Eg múraði hana inn í vegginn! Sir Burghley horfði hvasst á hann. — Hvað eruð þér að segja maður? — Er — — sprengjan ennþá hér í húsinu? — Það er einmitt það, sem ég er að reyna að segja yður! Og ég stillti hana á nákvæmlega eitt ár! Sir Burghley liafði staðið upp, fölur sem nár, en Howard bað hann um að setjast aftur. — Yður er óhætt ennþá, sir. Mig langar til að þér heyrið niðurlagið á sögunni. Eins og þér munuð skilja Jiá voruð J)að ekki J)ér, sem ég ætlaði að granda, en þau tvö, sem sviku mig. Turnbull og Nancy giftust og fluttu í húsið, en eins og þér munuð vita dó luin eftir átta mánaða hjónaband. Ef til vill var J)að refsidómur guðs. En Turnbull lifði áfram og ég vissi að hefndin mundi koma yfir hann þvi að sprengjan var enn á sama stað og ég hafði komið henni fyrir. Eg er viss um að enginn liefir getað fund- ið hana. — Þér eruð ekki með öllum mjalla, Howard! Ef hún liefði sprungið þá hefðuð J)ér ólijákvæmilega lent í gálganum! — Ef lnin hefði sprungið? Afsak- ið að ég hlæ, sir Burghley! — Þegar Turnbull var orðinn einn eftir lcærði hann sig ekki um að eiga húsið og seldi yður það. — Eg keypti það fyrir tveimur mánuðum og þóttist gera' góð k'aup. Eg liefi ekki iðrast eftir það. — En þér hafið ástæðu til þess, sir Burghley, því að sprengjan er J)arna ennj)á. Náfölur vixlarinn fór að titra, og velti glasinu þegar hann ætlaði að taka það upp. —• Hvenær-------livenær haldið þér að hún springi? Howard leit á klukkuna. — Hún springur eftir nákvæmlega 25 mínút- ur, sir Burghley, en hlustið nú á l)að sem ég segi yður. Gleymið ekki að ég er kominn hingað til þess að bjarga yður, og ég vona að þér efnið það sem þér hafið lofað — að gera mér ekki mein. Sir Burgliley spratt upp aftur og hrópaði: —• Við skulum komast héðan sem fyrst -— eða eruð þér orðinn brjálaður, maður! — Langt frá því, sir Burgliley! — Það fyrsta sem J)ér verðið að gera er að ná í J)jóninn yðar og biðja hann um að síma til Paddock lögreglufull- trúa, sem er yfirmaður J)essa umdæm- is. Hérna er símanúmerið lians. Þjónn- inn verður að segja símastúlkunni að J)etta sé mjög áríðandi, annars fær hann ekki að tala við liann. Paddock verður að koma og liafa með sér nokkra menn til þess að bægja for- vitnu fólki frá. Meðan þjónninn er að hringja verðið J)ér að aðvara ná- granna yðar, Young skartgripakaup- mann og Percy Graham. Það er viss- ast að þeir fari úr húsum sínum um sinn. Og þegar þetta er gert skuluð þér bjarga því sem J)ér getið úr liús- inu. — Drottinn minn, hvernig á ék að anna 'öllu þessu? — Þjónninn getur hjálpað yður þegar liann hefir hringt, og líka skal ég hjálpa til. Mér finnst mér sé það skylt. — Við getum ekki komið innan- stokksmununum svo langt undan að þeim sé óhætt! Howárd brosti: — Eg hefi hugsað fyrir öllu, svo að tjónið verði eins lítið og unt er. Hann dró gluggatjaldið frá og benti á flutningabifreið frá Jolin Hopkins. —• Hann flytur dótið yðar i geymslu, sir Burghley. Eg skal biðja bílstjórann að hjálpa okkur að bera. Við eigum enn eftir 20 mínútur. Víxlarinn þaut út til að ná i þjón- inn. Þeir voru venjulega tveir, en núna var annar ekki heima. Sir Burghley fékk honum miðann með símanúmerinu. ■— Biðjið Paddock fulltrúa að koma undir eins. Húsið springur í loft upp eftir tuttugu minútur! Svo hljóp hann til nágrannanna og sagði þeim málavexti. En á meðan benli Howard manninum í flutninga- bifreiðinni og það kom á daginn að hann var bæði hjálpsamur og fljót- ur i snúningum. Hann fór að bera J)að verðmætasta úr húsinu ásamt Howard og þjóninufu. — Þið verðið að gera eins og ])ið getið, hrópaði IJoward, því að nú eru aðeins fimmtán minútur eftir. Nú kom sir Burghley aftur og sýndi þeim hvað þeir ætlu lielst að taka. Hann opnaði meðal annars stóran öryggisskáp og tók fram kistil með ættargimsteinum. « — Guði sé lof, sagði hann. — Þeir eru að minnsta kosti 100.000 punda virði! Howard greip gullbikar. Hann náði líka i dýrmætt málverk undir hand- legginn, en J)jónninn bar gamalt kín- verskt postulínsker og marmara- myndina litlu út á bifreiðina. Þegar

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.