Fálkinn


Fálkinn - 23.01.1953, Qupperneq 7

Fálkinn - 23.01.1953, Qupperneq 7
FÁLKINN 7 FRÚ MARSHALL Á ASNA. — Upphafsmaður Marshallhjálparinnar, Ge- orge Marshall fyrrverandi utanríkisráðherra hefir dvalist á eyjunni Capri undanfarið, sér til hressingar, ásamt konu sinni. Á Capri gegnir asninn sama hlutverki og hesturinn hjá okkur, og hefir frú Marshall gert það sér til gamans að reyna þessa reiðskjóta, en Marshall kýs heldur hesta postuianna. — Marshall er formaður stríðsminnisvarðanefndar Bandaríkj- anna og hefir afhjúpað nokkur minnismerki í þessari Evrópuferð sinni. að þú heldur að það fari betur um mig heima í Donegal? — Nei, svaraði Durrance í fullri einlægni. Honum var ljóst að þau hefðu gott af að sjást ekki um tíma. Það liafði verið þeim báðum þolraun að þurfa að leyna livort annað sann- leikanum. — Þegar ég kem aftur frá London í næstu viku get ég sagt af eða á um hvort ég fer til Wiesbaden eða ekki, sagði hann. Durrance þótti vænt um að hann hafði nefnt þetta áður en hann fékk símskeytið frá Calder í Wadi Halfa. Ethne gat ekki dottið i hug að setja ferðalag hans í samband við að hann hafði fengið fréttir frá Feversham. Símskeytið kom síðdegis þennan dag og Durrance fór með það til Etline. Það var aðeins fjögur orð: „Fevers- ham fangelsaður í Omdurman.“ Durrance fékk henni símskeytið og fór svo inn i stofuna til frú Adair. Best að Ethne væri cin meðan hún læsi það. Augun þöndust út. af skelfingu er hún leit á skeytið. Og svo greip hún í handriðið á svölunum til að styðja sig. — Þetta var föður lians og mér að kenna, hvíslaði liún. — Eitthvað verður hægt að gera, sagði Durrance i dyrunum til að láta hana taka eftir að hann væri að koma. — Eg skal einskis láta ófreistað til þess að bjarga vini mínum. Eg skrifa Calder i kvöld. Hann vildi láta hana skilja að hann vildi gera allt sem i hans valdi stæði, fyrir vináttu sakir. Allt í einu sneri hún sér að hon- um: — Er Castleton majór dáinn? spurði hún. — Ef það er Castleton i herdeild Feversliam sem þú átt við, þá féll hann við Tamai. — Ertu alveg viss um það? — Eg var sjálfur viðstaddur þeg- ar það gerðist. — Það var gott að heyra, sagði Ethne. Willoughby höfuðsmaður hafði komið með fyrstu fjöðrina aflur, og það var neisti af von um, að Trench ofursti kæmi með aðra. Harry mundi ekki hafa farið suður án þess að und- irbúa allt fyrirfram. Ef honum tæk- ist fyrirætlunin var gott að liann þurfti ekki að liafa áhyggjur af fjöður Castletons. Hún hataði Castleton af lifi og sál. Durrance átti bágt með að skilja að hún gæti komist svona fantalega að orði. Hann gat stundum verið kald- lyndur sjálfur, þó að í eðli sínu væri hann mildur og mannúðlegur. — Var þér svona lítið um Castle- ton majór? spurði hann. — Eg hcfi aldrei séð manninn. — Og samt þykir þér vænt um að hann skuli vera dauður? — Já, það þykir mér, sagði hún þráafull. Auðvitað var það flósnka af henni að nefna Castleton majór, og Durr- ance tók undir eins eftir þessu. Hann gat ekki gleymt orðum liennar og fór að hugsa betur um þau þegar liann kom heim til Guessens. Þau hjálpuðu honum til að skýra aðgerðir Fevers- hams. Heimsókn Willoughbys og fjöðrin, sem hann hafði haft með sér, höfðu gefið Durrance vísbend- ingu. Hvit fjöður gat ekki þýtt annað en ásökun um bleyðiskap. Durrance gat ekki minnst þess að Harry hefði nokkurn tíma sýnt af sér ragmennsku, og þess vegna átti liann erfitt með að finna sambandið milli hans og hvítu fjaðrarinnar. En hann var ekki í vafa um að eitthvað hefði gerst kvöldið sæla á I.ennon-óðalinu, og að Harry hafði frá þeirri stundu verið rækur úr góðra manna félagsskap. Gat hugsast að hvít fjöður hefði verið send til Donegal og Ethne hefði komist að þvi? Hún hafði þrýst hvítu fjöðrinni, sem hún hafði fengið hjá Willougliby, að sér eins og dýrgrip. Það hafði frú Adair sagt honum. Framkoma Ethne eftir þelta benti til þess að hún hefði öðlast aftur traustið ú fyrri unnusta sínum. En Harry var ekki kominn aftur, svo að líklega höfðu fleiri en Willoughby sakað hann um bleyðuskap. Og Durr- ance var ckki í vafa um hver einn þeirra var. Þegar hann hafði sagt að ef til vill yrði Harry fluttur til Omdurman iiafði Ethne undir eins svarað: „Trench ofursti er í Omdurman.“ Hún þurfti ekki frekari skýringar á ferðalagi Harrys suður í eyðimörkina. Hann fór vafalaust suður i þeim tilgangi að láta handtaka sig og flytja sig til Omdurman. Og ástæðan til að hon- um var svo hugleikið að frelsa Trench úr fangelsinu gat ekki verið önnur en sú að Trench hafði sent honum hvita fjöður. I kvöld skildi Durrance að Castle- ton majór hlaut að hafa verið einn af þeim sem sendi fjaðrirnar. Gleði Ethne yfir því að hann væri dauður gat ekki þýtt nema eitt. Hefði Castle- ton verið lifandi mundi Harry hafa liaft sams konar skyldur við hann. Majórinn liefði vafalaust sent þriðju fjöðrina til Donegal forðum. Nú þóttist Durrance ekki lengur i vafa um að hann hefði ráðið gátuna. Einn maður var til, sem hefði getað sagt honum sannleikann i málinu, en sem hafði neitað að gera það — og mundi vafalaust neita því enn. En Durrance var staðráðinn i að tryggja sér aðstoð hans, og ef hann átti að gera sér nokkra von um þá aðstoð varð hann að láta það skína í gegn að hann vissi þegar allt. — Þegar ég hefi verið í London einu sinni enn get ég heimsótt Sulcli liðsforingja, sagði hann við sjálfan sig. XX. í klúbbnum. Allir i klúbbnum voru á einu máli um að Willoughby væri afar leiðin- legur maður. Hann sagði sögur, sem aldrei ætluðu að taka enda, og sem enginn þráður var i, um fólk sem enginn af hlustendunum kannaðist við. Og það þýddi ekkert að reyna að fá hann til að hætta, því að hann malaði áfram eins og kvörn. Þegar maður hafði lilustað á hann um stund varð maður svo syfjaður að maður hafði ekki framtak í sér til að hypja sig á burt. En þeir sem þekktu hann frá fornu fari höfðu vit á að fara undir eins og þeir sáu hann. Hálftíma eftir að iiann kom í klúbb- inn liafði hann að jafnaði eitt horn alveg út af fyrir sig, þó að fjöldi manns hefði setið einmitt í því horni þegar hann kom. Hann settist nefni iega alltaf þar sem liann sá flesta til að tala yfir. Siðdegis einn októberdag sat hann að venju i horni sinu aleinn þegar þjónninn kom til hans með nafn- spjald. ; Willoughby greip það með áfergju því að hann þráði félagsskap, en allir kunningjar hans voru farnir á „árið- andi fundi“. En þegar hann liafði lesið nafnið var hann auðsjáanlega vonsvikinn. — Durrance ofursti! tautaði hann og klóraði sér i höfð- inu hugsandi. Þvi að Durrance hafði aldrei á ævinni mælst til að fá að tala við hann áður, og hvað vildi hann honuin einmitt núna? Það var svo að sjá sem Durrance hefði orð- ið einhvers áskynja um ferð hans til > Kingsbridge. FEGURSTA BROS í PARÍS. Ýmsir muna nafnið Colette Mars, en svo heitir stúlkan sem gaf Vishjinskij hvíta dúfu á þingi Sameinuðu þjóð- anna í fyrra. Það varð til þess að hún var sökuð um að vera kommún- isti, en tók það þá til bragðs að gefa öllum sendifulltrúum á þinginu dúf- ur. — Nýlega var hún að útbýta dúf- um á ný, en í þetta sinn var það ckki til stjórnmálamanna heldur til þeirra tíu, sem brosa fallegast í París. Hér sést hún ásamt nokkrum af „bros- unum“. META-ÞORSTINN. Frakkinn Jean-Marie ætlar að reyna að komast kringum hnöttinn með áætlunarferðum á skemmri tíma en nokkur hefir gert áður. Vitanlega fer hann eingöngu með flugvélum. Leið- in liggur um Indland, Filippseyjar, Hawai, San Francisco og New York. Núverandi methafi í svona ferðalagi er Ameríkumaður, sem komst kring- um hnöttinn á 4 sólarhringum, 23 tímum og 47 mínútum. Ilinn franski Phileas Fogg sést hér að skoða jarð- líkan áður en hann fer af stað. , — Hver var það sem hrópaði að hér væru mýs?

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.