Fálkinn


Fálkinn - 23.01.1953, Side 12

Fálkinn - 23.01.1953, Side 12
12 FÁLKINN FRAMHALDSSAGA: Karl í krapinu þar sem saltpétursnámurnar eru. ÁSur en hann kom hafði járnbrautarfélagið reynt marga menn í þessari stöðu, en árangurinn var hörmulegur. En þá hafði komið verkfræð- ingur frá Chicago til að leggja innanhússíma í stjórnarráðshöllina, og hann hafði sagt járn- brautarforstjóranum, að engir nema Irar dygðu í þessa stöðu. Af þessari ástæðu hafði John Cafferty verið fluttur inn í landið og settur á fimm gulldollara daglaun. Afleiðingin varð sú að flutningar jukust að mun, járn- brautin var lengd og lestirnar urðu fleiri. En að því er Cafferty snerti varð árangurinn sá að hann beið tjón á sálu sinni. Eins og sönnum Erins syni sæmir fórst Cafferty ekki sem öðrum útlendingum, að 'hann bölvaði Sobrante í sand og ösku. Hann varð gagntekinn af Sobrante undir eins og hann steig fæti á land, og var ófeiminn við •að játa að hann væri horfinn af landinu. Sum- part mun þetta hafa stafað af því að staða hans var einstaklega skemmtileg, fast að þvi eins og fjárhættuspil eða návígi. Því að verðlagið hjá járnbrautarfélaginu var ekki þannig að það áynni stöðunni vinsældir. Frá þeim degi að hann tók við stöðunni og þangað til hann fór var lif hans ekki túskildings virði. Loftslagið í Sobrante mun hafa valdið því að skapfestu Caffertys hnignaði og hann varð hirðulítill um eigin velferð. Því að einn góðan veðurdag tók hann upp á því að taka að sér, án undangenginnar blessunar prestsins, dótt- ur manns sem hét Esteban Manuel Enrique José Maria Pascal y Miramontes, heiðarlegs daglaunamanns, sem varð guðsfeginn að losna við telpuna og spurði ekkert nánar um ráða- haginn. En samkvæmt landsvenju hafði Este- ban eftirlátið Cafferty að taka við allri sinni fjölmennu fjölskyldu og settist sjálfur í helgan stein og hvarf frá starfa þeim, sem hann hafði neyðst til að gegna í mörg herrans ár, og var í því fólginn að salta og bingja nautshúðir í sláturhúsi einu. Þessi byrði hafði orðið svo þung á sjóðum Caffertys að í örvæntingu sinni hafði hann sparkað í tengdaföður sinn (maður verður vist að kalla hann svo) á þann stað, sem skyrtan endar að aftanverðu, og með þessu sparki hafði hann slitið um aldur og ævi þau vináttubönd, sem ávallt höfðu haldið fjölskyldunni saman. Frú Cafferty (til hægðarauka köllum vér hana svo) dó skömmu síðar af barnsförum; og undir eins og hún var komin í gröfina fékk Cafferty sér viku leyfi til að drekkja sorgum sínum. Meðan hann var í því ástandi sem af þess- um sorgardrekkingum leiddi hafði hann heim- sótt „tengdaföður" sinn og ausið yfir hann rogbullandi skömmum. En virðulegur Este- ban Manuel José Maria Pascal y Miramontes vildi ekki taka við þessu ókeypis og þess vegna sparkaði hann í magann á Cafferty. En þá varð honum það á að skjóta úr skammbyssu, og þegar Esteban kom af sjúkrahúsinu mánuði síðar sneri hann sér til dómstólanna og krafð- ist bóta. Rétturinn virti áverkann á tuttugu þúsund dollara og var það talið í samræmi við mannakjötsverð í lýðveldinu Sobrante. Þetta fékk mjög á Cafferty og honum fór að hraka í mannvirðingabrekkunni — deildarstjórinn varð járnbrautaverkamaður, verkamaðurinn snapasendill og sendillinn loks f jörulalli. I þess- um mannflokki hafði hann nú átt heima nokkra mánuði er við kynnumst honum. Og meðan hann var að eyða þeim ævifresti sem djöfullinn og áfengið hafði gefið honum, hafði Þjóðverji nokkur, Leber að nafni, rétt honum hjálparhönd. Leber stjórnaði stóru þýsku heildsölufyrirtæki og var um leið afgreiðslu- maður símans. Vernd sú sem Cafferty naut hjá honum var í því fólgin að hann fékk að sofa í vörugeymsluhúsinu og éta í eldhúsinu hjá honum. *T Áður en don Juan gat heilsað studdi ■ • Mamma Jenks fingurgómnum á var- irnar til að benda honum á að þegja. — Farðu heim til Lebers aftur og komdu svo eftir klukkutíma, hvíslaði hún. — Eg hefi gildar ástæður til að láta það dragast dálítið að símskeytið sé afhent. Don Juan hafði ekki hugmynd um hverjar þær ástæður voru, en hann neri á sér blóð- hlaupin augun og samþykkti. Mamma Jenks ætlaði að loka hliðinu, en don Juan smeygði löppinni í gættina og hvíslaði hás: — Þegar þér biðjið mig um að gera yður greiða, frú, þá væri það ekki nema kurteisi að spyrja mig um leið hvort ég sé ekki þyrstur! — Ætlið ég viti ekki að þér eruð þyrstur! Maður finnur lyktina af þorstanum í margra metra fjarlægð, svaraði Mamma Jenks. En af því að illa stóð á fyrir henni að rökræða um þorsta við don Juan, labbaði hún að • skenknum, hellti aquadiente í glas, en svo heitir svartidauði þeirra þarna i Sobrante, og rétti don Juan það út um gættina. — Yðar skál! sagði don Juan með hæversku. Hann saup úr glasinu í einum teyg, hvíslaði að hann skyldi koma aftur eftir klukkutíma og rölti svo af stað. Þegar hann var farinn smeygði Mamma Jenks sé inn fyrir skenkinn og fékk sér væn- an morgunbitter. Þetta var orðinn vani hjá henni til þess að hjálpa heilanum að starfa fyrstu klukkutima dagsins. — Sussu-sussu, tautaði frúin. — Nú hefi ég verið að kvíða fyrir því í hálfan mánuð að hann laumaðist á burt. Það er sveimér heppni að hann skuli hafa orðið svona hrifinn af myndinni af manninum minum sáluga. Hann segir að hún sé svo lík því sem hann pabbi hans var. En nú er ég hrædd um að skratt- inn hafi hlaupið í hann. Eins og ég líka hefi dekrað við hann til að fá hann til að tolla hérna. Eg hélt að hann væri nú orðinn hag- skapur hérna, og svo kemur þetta símskeyti, sem hann hefir verið að bíða eftir í tvo mán- uði. Alltaf hefir hann verið að jarma yfir þessu símskeyti, sem ekki kæmi, og þess vegna fengi hann ekki peninga. Eg vissi það nú alltaf að þetta var ekki fyrirsláttur hjá honum með símskeytið. Billy er heiðurs maður! Mamma Jenks var ánægð yfir að hafa feng- ið don Juan til að fresta símskeytiskomunni um klukkutíma og fór nú upp í herbergið sitt, klæddi sig og fór svo niður í eldhús, en þar var Carmenlíta farin að eiga við morgunverð- inn. Mamma Jenks skipaði henni áð brasa úr- vals morgunmat handa tveimur, og fór svo fram í gildaskálann og opnaði. Hún þvoði glösin og þurrkaði af skenkinum meðan ofur- langur Jamaicanegri þvoði gólfið og fágaði gluggana. Og nú kom maðurinn, sem allur hugur hennar hringsnerist um, maður sem var réttu megin við þrítugt. Við fyrstu sýn skyldi mað- ur halda að hann hefði verið ættaður frá Kákasus. Hann var langur og grannur en breiður um bringuna, en hörundsliturinn eins og á tæringarveikum Kínverja. Hárið var þétt og hrokkið, en illa greitt. Augun blá en báru þess vott að maðurinn hefði snert af gulu. Munnurinn stór, þykkar varir, sem bentu á að jafnvel þó að málhreimur Williams Geary vottaði að hann væri amerískur borgari mundi þó vagga hans hafa staðið í Irlandi. Hann var með gamlan panamahatt — sorg- legar leifar góðra daga — skælda inniskó úr geitaskinni, í óbleikjuðum og velktum lérefts- fötum, en með bros sem allt veraldarinnar mótlæti hafði ekki getað unnið bug á. Reynd- ur maður mundi hafa giskað á að þessi lura- legi gestur Mömmu Jenks hefði orðið fyrir moskítóbiti og þar af leiðandi fengið væga mýrakoldu, sem lýsti sér í hrollköstunum, sem fóru um hann. — Dulce corazon mio! heilsaði hann þegar inn kom. — Vona að þér hafið sofið vel í nótt, Mamma Jenks, og að yður hafi ekki dreymt illa þrátt fyrir allt appelsínumaukið og frijoles refritos sem þér létuð ofan í yður í nótt. — Sparið þér alla fyndni, Billy, kvakaði Mamma Jenks. — Svei attan, eins og ég sé kærastan yðar! Mikill glanni eruð þér, að koma hér og viðra yður upp við dömu, sem gæti verið móðir yðar! — Dömu á hátindi yndisþokkans og þrjá- tíu og sjö ára, sagði Billy alvarlegur. Hann vissi að húsmóðir hans var talsvert yfir fimmtugt, en írar fara nú svona að því að koma sér í mjúkinn hjá fólki. Og kvenfólk er nú einu sinni svo hégómagjarnt að Mömmu Jenks datt ekki í hug að móðgast af aldurs- ákvörðun Billys. Þvi að Mamma Jenks var eins og aðrar konur. Henni hlýnaði um hjarta- ræturnar við að heyra að hún væri ekki nema þrjátíu og sjö, jafnvel þó að hún hefði ástæðu til að trúa, að orðin væru ekki töluð af fullri sannfæringu. En Billy hafði djúplæga ástæðu til að slá henni gullhamra, þó að hann skamm- aðist sín hálfpartinn fyrir að gera það núna, er hann sat andspænis aumingja kerlingar- fyllibyttunni. En við skulum líta á málið frá sjónarmiði Billys sjálfs og sýna umburðarlyndi. I tvo mánuði hafði hann eingöngu lifað á góð- mennsku og lánstrausti Mömmu Jenks. Hann gat ekki borgað henni peninga en lifði í þeirri von að geta gert það einhvern tíma. En ein- hvern veginn varð hann að lifa þangað til. LJr því að hann hafði ekki gull varð hann að borga henni með gullhömrum, og hún var honum þakklát fyrir það. Þegar maður gengst upp við skjall er erfitt að reka þann á burt, sem skjallið kemur frá. Og þó að Mamma Jenks hefði oft verið í vafa um hvort hún ætti að gefa Billy meira lánstraust þá hafði Billy alltaf afvopnað hana þegar honum lá mest á. Þegar hann hafði hugboð um að Mamma

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.