Fálkinn


Fálkinn - 23.01.1953, Side 14

Fálkinn - 23.01.1953, Side 14
14 FÁLKINN Kista Alexandrine drottningar hefir verið lögð til hinstu hvíldar í graf- stúku Kristjáns X. við hiiðina á kistu manns hennar. Þarna standa kisturn- ar sveipaðar fánum ncðan við hina voldugu marmarakistu Kristjáns IX, og drottningar hans í dómkirkjunni í Hróarskeldu. KROSSGÁTA NR. 889 ALEXANDRINE DROTTNING. Niðurlag af bls. 5. Yfir dyrum einnar aðalkirkju Kaupmannahafnar eru letruð þessi orð: „Guðrækni styrkir rík- ið“. Sé þessum orðum hlýtt, er ríkinu vel stjórnað. Við þetta könnuðust konungshjónin. Þau fóru ekki í felur með trú sína. Það sást, er þau komu hingað til lands, að trúin var þeim hjartfólgið mál. Þess vegna hlýddu þau hér g,uð- þjónustu í hvert sinn, er þau komu hingað. Þau gátu ekki hugsað sér að sleppa kirkjugöngu, er þau voru hér. Hingað komu þau með sonum sínum og tengdadóttur. Drottningin lýsti gleði sinni yf- ir að skilja íslenska prédikun. Mörg tungumál skildi hún og var íslenskan eitt þeirra. En drottn- ingin vildi um fram allt tala um þann boðskap, er fluttur hafði verið. I sögu Dómkirkjunnar geymist fögur minning um kirkjugöngur Kristjáns tíunda og Alexandrine drottningar. Drottningin fyrirvarð sig ekki fyrir fagnaðarerindið. Hún vissi, að frá Drottni öll blessun streym- ir. Skil ég því vel, að drottningin hafði fyrir alllöngu ákveðið, hvernig útför hennar skyldi hag- að. Sálmana hafði hún valið og éinnig þau ritningarorð, sem hljóma skyldu á kveðjustundinni. Valdi hún orðin, er benda á hann, sem er upprisan og lífið, orðin, sem tala um sigurinn á eftir bar- áttunni og þá huggun, sem Drott- in veitir. Otför drottningarinnar fór fram 4. janúar, og er nú kista hennar hjá kistu Kristjáns tíunda í dómkirkju Hróarskeldu. Frá íslandi bárust samúðar- og þakkarkveðjur. Að tilhlutan rík- isstjórnar var minningarguðþjón- usta haldin í Dómkirkjunni, og á ýmsan hátt hefir drottningar- innar verið minnst. En um leið er sú ósk borin fram, að orð þjóðskáldsins megi rætast, er hann í kvæði sínu um Dan- mörku segir: Land þekkir land. Minning Alexandinu drottning- ar skál í heiðri geymd. En þeirri minningu skal fylgja sú bæn, að ávallt megi frjáls Danmörk heilsa frjálsu íslandi, og sameiginleg gleði ríkja, er þjóðirnar báðar njóta friðar og farsældar. Frá Islandi berast kveðjur til Friðriks konungs níunda og Ing- rid drottningar, til Knud ríkisarfa og Caroline-Mathilde prinsessu og allra barnabarna Alexandrine drottningar. Um leið og vér minnumst hinn- ar mætu drottningar skulum vér renna augum yfir hinn þjáða heim og biðja þess, að yfir lönd jarðarinnar megi „réttlætissólin renna upp með græðslu undir vængjum sínum“. Bj. J. FÁLKINN - VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM - Afgreiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út á föstudögum. Áskriftir greiðist fyrirfram. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested. - IIERBERTSprent. * Ailt með íslenskum skipum! * Lárétt skýring: 1. ininnka, 7. úrvals, Í3. snjóbrekk- ur, 14. ein belsta bæjarprýði Reykja- víkur, 16. frostbit, 17. gagnstætt: skarað, 19. ihvíldi, 20. tveir samhlj. eins, 21. bæklingur, 22. gengur úr skugga um fjölda, 24. tveir sam'hlj., 25. kvöld, 27. finnntíu og sjö, 28. evrópskt stórfljót, 30. rak fyrir vindi, 31. skýlaus, 32. svínari (þf.), 33. þvarg, 34. leyndarmál, 35. reigði, 36. skammaryrði, 38. þanin út, 41. fiskur, 42. ábreiða, 45. karlmannsnafn, 46. fædd, 47. nagli, 48. óánægjukliður, 49. árendar, 50. smábarnarúm, 51. tveir sam'hlj., 52. ílát (þf.), 54. guðadrykk- ur, 55. skannnstöfun, 56. keyra, 58. kvenvargurinn, 60. norrænt goð (ef), 61. vogin, 63. gripabygginga, 65. hand- verksmenn, 66. evrópsk höfuðborg. Lóðrétt skýring: 1. fuglar, 2. suð, 3. bálvond, 4. kisu- vopn, 5. hviða, 6. þrannn, 7. óæskileg meðferð, 8. fitli, 9. gripafóður (þf), 10. örsmæð, 11. dugmikill, 12. hátt- jirýði, 13. rabba, 15. lastar, 18. lífs- bjargarsnauður, 21. kveikur, 23. frekja, 26. tíu (þf), 27. steincfni, 29. smá'hlutir, 31. heimatröð, 32. veinaði, 34. sáðland, 35. fjórir samhlj., 36. glys, 37. rifur upp, 38. losar svefninn, 39. sjávardýr, 40. samhlj., 42. aðferð, 43. kunngera, 44. rissa, 46. matarílátin, 47. flan, 49. karlmannsnafn, 50. trjá- tcgund, 53. vaða, 54. leiðarvísir, 57. 'sérhlj., 59. sorg, 60. gróðurblettur, 62. skst., 64. upphrópun. i Drekkið Egils-öl J LAUSN A KR0SSG. NR. 888 Lárétt ráðning: 1. & 5. Betty Grable, 10. sofa, 12. raula, 13. tá, 15. siða, 17. skaut, 19. iða, 21. rass, 23. auga, 24. aða, 26. Líkn, 28. tau, 29. snagi, 31. ár, 33. 33. R.G., 34. las, 35. mak, 37. rú, 39. Ra, 40. aurar, 42. ata, 44. Rask, 48. Pan, 49. usla, 51. næla, 53. par, 55. tvist, 57. taka, 59. R.E., 60. anker, 62. gula, 64. árnafn, 65. rautt. Lóðrétt ráðning: 1. bati, 2. T.S., 3. tos, 4. yfir, 5. gr., 6. ras, 7. auka, 8. blaut, 9. laugar, 11. aðal, 14. áðan, 16. asi, 18. taugar, 20. aðal, 22. S.K., 25. agar, 27. náma, 29. skraut, 30. ísar, 32. raup, 36. krap, 38. útsvar, 41. anar, 43. alinn, 45. an, 46. sæt, 47. klag, 50. aska, 52. akur, 54. reit, 56. tef, 58. ala, 61. rn, 63. au. SKEGGBRODDAR í BLÓMAPOTTUM. Garðyrkjumaður einn á Norður-Sjá- landi hafði þann vana að setja skegg- broddana af sér í einn blómapottinn konunnar sinnar, hvenær sem hann rakaði sig. En það merkilega skeði, að blómið í þessum potti varð 2—3 sinnum stærra en samskonar blóm i hinum pottunum. Vill ekki einhver reyna þetta og sjá hvernig fer? Ameríski sjálfblekungaframleiðand- inn Reynold hefir heitið 25.000 dollara verðlaunum hverjum þeim, sem geti sannað að hinir svonefndu „fljúgandi diskar“ séu til. Reynold og kona hans fóru til Evrópu í haust og þegar þau stigu á land í flughöfn- inni í Orly við París tók þjónn þar á móti þeim og krafðist verðlaunanna. Hann var með fangið fullt af diskum og bauðst til að láta þá „fljúga“. — Hér sjást Reynoldshjónin horfa á þjóninn meðan hann er að sanna að fljúgandi diskar séu ekki hugar- burður.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.