Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1953, Blaðsíða 4

Fálkinn - 20.02.1953, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Hvort md ég bjóða hofli eðate? Sinn er siður í landi hverju. í Etiópiu er kaffið saltað og í Tíbet er þrátt smjör notað í te-ið. í FRUMHEIMKYNNI kafifsins, Etí- ópíu, er það notað sem nautnalyf eingöngu, á sama hátt og áfengi á Norðurlöndum. Kaffið er lútsterkt en borið fram í afar smáum bollum og saltað. Þá þykir fíni kaffikeimurinn og ilmurinn koma betur fram. Etópiubúar leggja kaffibaunirnar í saltvatn, steikja þœr síðan eða „brenna“ á blikkplötu yfir bægum viðarkolaeldi og mylja þær loks í mortéli þangað til þær eru orðnar að fíngerðum salla. Síðan er kaffi- duftið tvísoðið og ögn af salti sett í. Arabar og Tyrkir sjóða kaffi sem er líkara því sem tíðkast bjá okkur. Fyrst er kaffið malað svo nð ]>að verður fíngert sem kókóduft. Sjö skeiðum af kaffi og fimm af strá- sykri er brært saman og á það að nægja í tólf litla mokka-kaffibolla. Þegar vatnið sýður á eirkatlinum er kaffið látið út i og látin koma upp suða á kaffinu þrisvar sinnum. Mynd- ast nú fíngerð froða ofan á leginum og er hún fleytt af og skipt á bollana og kaffinu hellt á þá. Korgurinn er látinn fylgja og er sötraður með. Fólk- ið dreypir á kaffinu í smásopum og lætur líða langa stund á milli. í Evrópu er ekki aðeins sykur nol- aður í kaffi heldur lika mjólk, eða þá rjómi eins og gert er á Norðurlönd- um ef vel á að vera. Þá er kaffið orðið ekki aðeins til hressingar beldur líka næringargjafi, og er þambað í tíma og ótíma, og bæði af börnum og full- orðnum, einkum í sjávarplássum þar sem mjólk er af skornum skammti. Tvimælalaus óliollusta er að þessu kaffiþambi. Læknar segja hiklaust, að bæði hinar sívaxandi tannskemmdir og meltingarkvillar stafi af of mikilli kaffidrykkju, einkum ef kaffið er drukkið mjög heitt, en það gera marg- ir og telja kaffið ódrekkandi nema ])að sé sjóðheitt. Og oft eru ungir krakkar látnir drekka kaffi eins og þá lystir, og meira að segja dæmi þess að i mjólkurleysi sé börnum gefið kaffi á pelann sinn. Vísinda- tilraunir hafa einnig sýnt að fólk getur orðið ófrjótt af of mikilli kaffi- notkun. Það er full átæða til að vara fólk við að gefa börnum kaffi. Uppruni tes og terækt. Te er elst allra þeirra hressingar- lyfja sem nú eru notuð. Kínverjar hafa heiðurinn af því, og samkvæmt munnmælum þeirra er það m. a. Shan- Hung keisari, sem gerði te að þjóðar- drykk. Hann var uppi árið 2737 f. Kr. og var mikill jurtafræðingur. í Búddatrúnni er sú arfsögn að heilagur munkur hafi ætlað sér að vaka á bæn i nokkur ár, en þegar augnalokin lokuðust skar hann þau af sér og fleygði þeim. En upp af augnalokunum spruttu tveir runnar, og laufin í þessum runnum voru þeim mætti .gædd að þau héldu fólki vak- andi. Terunninn líktist mjög kameliunni enda telst hann til sömu jurtaættar. Hann er smávaxinn með dökkgræn- um, gljáandi blöðum, blómið ýmist gult eða með daufum bleikrauðum blæ, og leggur telykt af blóminu. í Kina er það gamall siður að ftekla te innan um risgrjónin á smáhólum eða þúfnakollum, en í Indlandi, JaYa og á Ceylon er teið ræktað á ekrum út af fyrir sig'og nýtísku aðferðir notaðar við ræktunina. Sú aðferð er aðeins aldar gömul, og indverska te- ið þykir ekki nærri eins góð vara og það kínverska. Teræktaraðferð Kínverja er mjög frumstæð. Terunninn er klipptur ár- lega svo að greinarnar dreifist og verði sem flestar og blöðin ])á um leið. En það þarf mikla kunnáttu til að safna téblöðunum. Það eru nfl. yngstu og smæstu blöðin sem gefa best te. í gamla daga var til svonefnt „keisarate", sem liirðmennirnir tindu sjálfir. Það kom aldrei í verslanir því að hirðin notaði það sjálf. En nú er bæði hirð- og og keisaratc horfið. Teið er týnt í apríl—september og bakað og þurrkað jafnóðum. Með því móti fæst hið svonefnda græna te, sem mest er notað i Kína. í þvi er mikið af teíni, sútunarsýru og rcyk- ulum olíum. Kínverjar telja þetta goðadrykk, sem ekki megi spilla með sykri eða mjólk. Svarta teið, sem einkum er notað hér í álfu er látið liggja í rökum svarf- holum og gerjast i kringum 20 tíma. Visnar þá laufið en tekeimurinn kem- ur fram. Síðan er laufið þurrkað og mulið, látið gerjast aftur og er svo þurrkað á ný. Og nú er það nothæft. Teflutningarnir. Frá fornu fari er til nafnið „Kara- vana-te“. Það táknar ekki neina ákveðna te-tegund heldur að það hafi vcrið flutt landveg. Því að ])að er trú manna að te missi besta keiminn ef það er flutt sjóleiðis, hversu yel sem búið er um það — í blýpappír og þéttum kössum. Og blý- og hlikkum- búðir spilla teinu líka. Þess vegna var „rússneska teið“, sem vitanlega kom frá Kína, talið betra en teið sem kom sjóveg frá Kína til London. Indverska teið kom líka sjóveg en bæði það og Austur- Indíate er grófara og ekki eins hragð- gott og teið frá Kína. Svikið te. Te er svikið með ýmsu móti. Bland- að saman við það blöðum af öðrum jurtum, svo sem rósum, glóaldinatré og jasmin, en slik svik þykja tiltölu- lega meinlaus. Verra er það að notað te er stund- um þurrkað aftur og litað svo að það liti út sem nýtt og blandað saman við nýtt te. Oftast er uppsuðuteið litað með berlínarbláu. Hægt cr að ganga út skugga um þessi svik á cinfaldan hátt: væta nokkur teblöð í volgu vatni og núa þeim við hvítan pappír. Ef svartir blettir koma á pappirinn er teið litað. List að drekka te í Japan. 1 Evrópu og Ameríku eru notuð um 500 milljón kíló af tei, þar af hehn- ingurinn í Bretlandi og samveldis- löndum þess. Siðan te kom fyrst til Hollands, Englands og Rússlands eru ekki nema 300 ár, svo að þessi drykkur hefir sannarlega náð útbreiðslu! Það er margs konar háttur á að hita tc. Sá flóknasti er efalaust notaður í Japan. Þar gildir eins konar helgi- siður við tesuðu síðan á 14. öld. Te- suða og teframleiðsla er skólanáms- grein í Japan. Þar er drukkið grænt japanskt te, smámalað og hrært út í bollann fyrir augunum á gestinum,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.