Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1953, Blaðsíða 11

Fálkinn - 20.02.1953, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 SNJÓRINN ER KOMINN og um leið vaknar áhuginn fyrir skíðaferðunum. Þessi 'skíðablússa er úr hindberja- rauðu ullargaberdín. Hún er með einföldu sniði, nokkrar djúpar fell- ingar að framan upp að axlastálinu. Rennilás er að framan, sem hægt er að renna upp kragann, ef kalt er. VETRARPEYSA hentug til skíða- og skautanotkunar. Hún er víð og teygjanleg, prjónuð eins og „stroff“, nema þríhyrnda stykkið upp við háls- málið, það er prjónað slétt. KÖKUUPPSKRIFT. Möndlukaka með sykurbráð (glasúr): 2 egg, 200 gr. sykur, 50 gr. sætar möndlur, 5—6 stk. beiskar möndl- ur, 50 gr. smjörlíki, 1 sléttfull te'sk. lyftiduft, 1 matsk. hveiti, 150 gr. fíngert rasp. Egg og sykur þeytt lengi og síðan er Iiökkuðum (eða smábrytjuðum) möndlum bætt í. Lyftidufti er bland- að saman við hveili og rasp, og því síðan bætt út í, ásamt bræddu smjör- líkinu. Deigið síðan íátið í vel smurt, raspi stráð kökumót og bakað í ca. hálfa klukkustund. Þegar kakan er orðin köld, er hún prýdd með litaðri sykurbráð t. d. má hafa annan helm- ing tertunnar rauðan og hinn grænan. Sykurbráðin er búin til úr sigtuðum flórsykri og hæfilegu magni vatns (ávaxlasafa eða vins) og á að hrærast að minnsta kosti tíu mínútur. 0 Eiginkona skrifar: Eigiomaðurinn og eiginkonan - og jöt þeirra Iíarlmaðurinn getur aldrei skilið hugsanagang konu viðvíkjandi fatnaði .... Hann hugsar aðeins um hvað er þægilegt .... ÆTTU eiginmenn og konur að velja föt sin í sameiningu? Flestar konur, sem ég tala við, kvarta yfir því að eiginmenn þeirra taki aldrei eftir hverju þær klæðast. Ef þær kaupa sér nýjan hatt, þurfa þær beinlinis að bera hann á borð fyrir þá í liá- deginu til þess að þeir taki eftir hon- um. Ef til vill er ég heppin að eiga mann, sem hefur áhuga fyrir klæða- burði mínum — þó er ég ekki viss um það. Gallinn er sá að við 'höfum bæði ákveðnar skoðanir á klæðnaði — og sjónarmið okkar eru gerólík. Hvernig honum finnst ég eigi að klæðast. Kenning hans er — fari öll tiska norður og niður! Finndu snið sem hæfir andliti þínu og vexli og haltu þér við það. Þótt það sé svört peysa og pils, skaltu vera í ])ví, þangað til olnbogarnir eru út úr, eða þangað til það hefir orðið mölnum að bráð, og þá skaltu kaupa nákvæmlega sama búninginn aftur. Konur — segir hann — elta tísk- una eins og bjánar. Ef einhver tísku- teiknara afglapi segir að pilsin eigi að síkka, eltir það 'liver einasta kona. Tískubreytingarnar eru herbragð til þess að fá konurnar lil að fleygja þeim fötum, sem þær eiga og eyða peningum — sem þær mega ekki mis'sa — til þess að kaupa ný, sem svo auðvitað fara þeim mun verr en gömlu fötin. Skiptir það máli hvort þú ert eina konan í hverfinu í víðu pilsi, ef það klæðir þig vel? Þarft þú að staulast um i niðurmjóu stromplaga pilsi, þótt allar hinar geri það? Ef kjóll klæðir þig vel í fyrsta skipti sem þú ferð í hann, hlýtur hann að klæða þig jafnvel i lmndraðasta skiptið. Og hann sver og sárt við leggur að hann hafi ekki myndað sér þessar skoðanir með tilliti til þes's að hann þarf að borga brúsann — hann segir að þetta sé aðeins rökrétt hugsun! Ilvernig mér finnst ég eiga að klæðast. Eg hefi enga löngun til að elt- ast algjörlega við nýjustu tískuna. En ég verð dauðleið á að klæðast sama liti og sama sniði dag eftir dag, enda þótt honum finnist það fara mér vel. Takist mér að finna flik samkvæmt nýjustu tísku, sem fer mér vel og er líkleg til að endast, þangað til tískan breyti'st næst, vil ég heldur kaupa hana en nákvæmlega sams konar kjól og ég hefi verið í undanfarin tíu ár. Auk þess fær enginn karlmaður nokkurn tímann skilið þá undursam- legu tilfinningu sem gagntekur hverja konu, þegar hún klæðist nýjum kjól, sem lítur út fyrir að vera þúsund króna virði — jafnvel þótt hann hafi ekki kostað nema hundrað. — Við viljum líka gjarnan láta öfunda okkur af fötum okkar, en engin kona myndi öfunda mig af svartri peysu og pilsi 'hversu vel sem það færi mér. Hvernig mér finnst hann eiga að klæðast. Hvers vegna getur hann ekki, að minnsta kosti einu sinni á fimm ár- um, keypt sér ný samstæð föt i stað stöku brúnu sportjakkanna og gráu oxfordbuxnanna, sem hefir verið eia- kennisbúningur hans, síðan ég man fyrst eftir honum? Eg kæri mig auð- vitað ekki um að hann gangi um eins og lifandi auglýsing fyrir skraddara, en ég gæti ósköp vel af'borið einhverja breytingu frá brúna og gráa litnum, sem hann klæðist ófrávikjanlega hvern einasta virkan dag ársins. Hvers vegna eru karlmenn eiginlega svona 'hlægilega íhaldsamir í klæða- burði? Hálsbindi. Eg löngu hætt að mynda mér nokkra skoðun á þeim. Þegar við vor- um trúlofuð var venja mín að eyða mörgum klukkustundum í að velja hálshindi til afmælisgjafa og jólagjafa handa honum. En ég komst brátt að raun um að eina tækifærið sem hann notaði þau við, var þegar hann fann ekki beltið sitt og vantaði eitthvað til að halda buxunum uppi! Hvernig honum finnst hann eiga að klæðast. I sams konar föt og hann var í fyrra, hitteð fyrra og árið þar áður. Þægileg, segir hann — það er það sem fötin éiga að vera! Að minnsta kosti 'hefir hver meðalmaður ekki efni á að hugsa um annað. Hann veit að hann verður lengi í fötunum sínum eftir að þau eru orðin of gömul til að vera falleg. Og sá er kosturinn við stöku jakkana og bux- urnar að það er hægt að endurnýja annað hvort! Væri ekki skrýtið, segir hann, ef skyrtan mín gægðist niður úr botninum á buxunum, sem ég yrði að vera í, af því að ekkert annað pass- ar við jakkann? Samstæð föt færu dálaglega með heimilisfjárhaginn! En þrátt fyrir þennan skoðanamun vil ég gjarnan hafa hann með þegar ég kaupi mér föt. Það kemur fyrir að við finnum eitthvað sem við erum sammála um, og þá veit ég að a. m. k. ein manneskja er ánægð með val mitt. Og ef ég fer með honum þá getur hugsast að ég fái hann einhvern tim- ann til að kaupa ljósgráar buxur í stað dökkgrárra .... Lausl. þýtt. Nýstárlegur samkvæmiskjóll úr hvítu silkitafti og svörtu flaueli. Hann er ákaflega fleginn og f fljótu bragði er ógerningur að ímynda sér hvernig honum er haldið uppi. Snið hans yfir brjóstin og saumarnir niður að mitti munu eiga drýgstan þátt í því, en þau smáatriði cru algert „hernaðarleynd- armál“ Heimstískuhússins í París. Stúlkan sem ber kjólinn virðist að minnsta kosti ekki hafa neinar áhyggjur! :% Óvenjulega fallegur ullarkjóll til daglegrar notkunar. Takið eftir hinu vel sniðna V-laga hálsmáli með stórum kraga og hornum. Pilsið er prýtt vösum á mjöðmum og tveim röðum hnappa. CGLA DPyKKUR VITIÐ ÞÉR að tannbursta er öruggast að hreinsa á eftirfarandi hátt: Blandið nokkr- um teskeiðum af brintoverilte eða formalin i kalt vatn og látið burst- ann standa í þessari upplausn eina klukkustund. Tannburstinn verð- ur þá tandurhreinn og engin hætta er á að hárin linist eða leysist upp, eins og oft vill verða þegar sjóðandi vatn er notað.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.