Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1953, Blaðsíða 3

Fálkinn - 20.02.1953, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 ÍSLENSKIR SJÓMENN HEIMSÆKJA AÐALBÆKISTÖÐVAR SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA. — Skipshöfnin á Tröllafossi heimsótti aðalbækistöðv- ar Sameinuðu þjóðanna í New York 16. desember síðastliðinn. Mynd þessi var tekin við það tækifæri í einu hinna litlu fundaherbergja. í miðju eru þcir Thor Thors fulltrúi íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og sendiherra í Bandaríkjunum, og Eymundur skipsstjóri á Tröllafossi. Við þetta tækifæri voru teknar upp til flutnings heima á íslandi jólakveðjur skipsmanna til vina og vandamanna heima. — Ljósm.: UNATIONS. HANN SPILAR LÍKA TENNIS. Þessi tennisleikari sem hefir slegið boltann, hefir orðið frægur á sínu sviði, þótt ekki sé hann tennismeist- ari. Það er nefnilega enginn annar cn fiðlusnillingurinn Jascha Heifetz, sem er að liðka sig þarna, á tennis- velli í Kaliforníu. LÍKA í BURMA. — Það er leiðinlegt þegar frumþjóðir stæla flónskupör hvítra manna, en vitanlega er það eðlilegt. í Burma hafa þeir t. d. haft fegurðarsamkeppni og kusu „miss Universe" og „mr. Ditto“ líka. Hérna sjáið þið framan í þau. Nýtt vandamál. Starfsmaður hjá borgarstjórninni í Stokfchólmi er kominn í klípu út af tengdamóður sinni. Hún dó nefnilega eins og tengdamæður gcra alltaf á endanum, og hann bað skrifstofu- stjórann sinn um þriggja daga leyfi til að fara við jarðarförina. En nú vandaðist málið. Skrifstofustjórinn vissi, að þessi maður var búinn að missa konuna, og nú var spurningin: hafði tengdamóðirin ekki iiætt að vera tengdamóðir mannsins um leið og konan hans dó. Það munaði nfl. því, að ef hún taldist tengdamóðir hans þá átti hann kröfu á að fá fríið með fullu kaupi, en annars skyldi það dregið frá vinnudögunum. Nú sitja fróðustu menn á ýmsum skrif- stofum borgarinnar með sveitta skalla og reyna að komast að því rétta i málinu, en vitanlega er rannsóknin búin að kosta miklu meira en þriggja daga vinnu. SNARRÆÐI. — Albert Gunter, 46 ára bílstjóri frá London bjargaði nýlega bílnum sínum og farþegunum frá slysi með því að herða á honum á Tower Bridge, þegar brúarhlerarnir voru að fara upp. Hér fær hann verðlaun fyrir snarræðið. KNATTSPYRNA Á HESTBAKI. Lögreglan í Vestur-Berlín getur fleira en stjórnað umferðinni og elt uppi glæpamenn. Einu sinni á ári heldur hún íþróttasýningu og þar fær al- menningur að sjá lögreglumennina sem íþróttamenn. — Myndin er frá síðustu sýningunni á Ólympíuleik- vanginum, þar sem lögreglan keppti í knattspyrnu á hestbaki. ÞRÍR HINIR BESTU. Heimsmeistarakeppni í listhlaupi á skautum var nýlega háð í Davos í Sviss. Hér sjást þrír liinna bestu. Talið frá vinstri eru það James D. Grogan frá Bandaríkjunum (annar), hinn 19 ára gamli Bandaríkjamaður Hayes A. Jenkins (sigurvegari) og ítalinn Carlo Fassi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.