Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1953, Blaðsíða 3

Fálkinn - 06.03.1953, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Btindur fluamaiur bjargar li|i sinn. Ken Schechter var einn í flusvél yfir Norður-Iíóreu, rænulílill og blindur. Flugsveitin Gulu djöflarnir frá flug- flugvélamóSurskipinu Valley Forge var i árásarleiSangri yfir NorSur- Kóreu. 1 árásarákafanum skeyttu þeir lítið um skótliríSina úr loftvarna- byssunum. Allt í einu heyrði fiug- maöurinn á einni vélinni, Howard Thayfer frá Los Angeles, í viötæki sínu, að hrópað var: „Eg er blindur! f guðs hænum, hjálpaðu mér! Eg er blindur!“ Tháyer svipaðist um. Langt fyrir ofan sig sá liann, að flugvél stefndi óeðlilega heint upp á við. Hann skiidi undir eins, að allt gæti ekki veriö með felldu. Ef flugmaðurinn væri særður, ihlyti þetta von hráðar að enda með skelfingu, ef flugvélin liækkaði sig öllu meira. Thayer á- kvað að reyna að hjarga flugmann- inum ef nokkur tök væru á. „Hailaðu ]tér fram — hallaðu þér fram,“ kallaði Thayer í senditækið. „Eg er á leiðinni upp.“ Hann bjóst til að hækka flugið í cinu vetfangi. Enginn reykur sást úr efri flugvélinni, sent gæfi til kynna, að kviknað liefði í vélinni. En hún hækaði flugið sífellt og nálgaðist óð- um hinn hættulcga skýja'bakka. „Þetta er Thayer — þetta er Thayer! Beygðu þig áfram! Flýttu þér!‘ Ný heyrði hinn særði flugmaður ljoðin. Það var Ken Schechter frá Los Angles. Kúla úr loftvarnabys.su hafði hæft flugmannsklefann. Sjálfur hafði Schechter misst meðvitundina. Ósjálfrátt hafði hann hallað sér aftur á bak og dregið hæðarstýrið til sin. Meðvitundarlítill, hlindur og með hlæðandi sár stefndi hann sifellt upp á við i flugvél, sem hann lrvorki sá, né gat stjórnað. Nafnið Thayer var það fyrsta, sem hann greindi, er hann tók að ranka við sér. Ef einhver gæti hjargað lífi hans, eins og komið var, þá var það vissulega Thayer, herbergisfélagi hans um horð í Valley Forge. Schechter ýtti •hæðarstýrinu frá sér, þótt hann væri ekki kominn til fullrar meðvitundar. Af líkamstellingunum fann hann, að flugvélin hafði tekið stefnu niður á við. Eftirleiðis yrði liann að gera það eitt, sem Thayer sagði honum. „Dragðu hæðarstýrið lítið eitt til þin,“ heyrði hann Thayer segja ró- lega. „Við getum rétt okkur af núna.“ Thayer flaug í 100 feta fjarlægð frá liinni löskuðu flugvél Schechters. Hann sá, að flugmansklefinn var sundurtættur og allt ‘þar á tjá og tundri. Sdheohter var hræðilegur i framan. Enni og augu voru ötuð blóði og sprengjuhrot hafði tætt sundur liægri kinn hans. „Guð minn góður, hvernig getur liann verið á lífi svona til reika?“ spurði Thayer sjálfan sig og það fór ónotahrollur um hann. Scheohter reyndi að einbeita sér að því verkefni sem fyrir höndum var. Honum tókst að ná í malpoka sinn. Hann fann vatnsílátið, náði tappanum af og hellti vatni yfir höf- uðið á sér. Eilt augnablik sá hann í móðu mæláborðið fyrir framan sig. En svo sá hann ekkert. Haijn var blindur aftur. „Hjálpaðu mér niður, Howie! Hjálp- aðu mér niður, Howie,“ sagði hann. „Það er Roger. Slepptu sprengj- unni,“ skipaði Thayer. Sá hluti spregjufarmsins, sem eltir var, féll til jarðar. Thayer gekk úr skugga um, að ekkert væri eftir. „Við ‘höldum suður, Ken,“ sagði liann við Sohechter. Beygðu aðeins meira. Svona. Þetta er gott.“ Thayer talaði viðstöðulaust, en hugsaði djúpt um leið. Fyrst kæmi Wonsan. Ef þeir kæmust þangað, gæti Ken ef til vill lent á sjónum nálægt einhverjum tundurspillinum. Það var efst i huga hans, að Schechter þ.vldi ekki mikinn blóðmissi til viðbótar, svo að vinda yrði bráðan bug að lendingu. „Við höldum til Wonson, Ken. Það styttist óðum.“ Ekkert svar. Thayer horfði á flugmannsklefann i hinni vélinni. Schechter var að reyna að hella vatni yfir höfuð sér, en hann var nú orðinn mjög máttfar- inn. Blóðrennslið niður kverkar hon- um var óþægilegt og hann ætlaði livað eftir annað að kasta upp. Honum syrti f.vrir augum. „Hjálpaðu mér niður, Thayer!“ Það var áköf bæn í röddinni. „Það er Roger. Við nálgumst Won- san nú óðum. Vertu viðbúinn að skella þér niður á sjóinn.“ „Nei, nei. Eg vil ekki skella mér í sjóinn. Hjálpaðu mér!“ Hann var ákveðinn. Það er ein óhugnanlegasta tilfinn- ing flugmanna, að eiga að nauðlenda á sjónuni og þurfa að reyna að bjarga lifi sínu þannig. I þetta skipti skildu báðir, hve djarft væri teflt, þar sem Schechter var svo máttfarinn, að litlar líkur væru til þess, að honum tækist að komast út úr vélinni, áður en hún sykki, þótt lendingin gengi vel. Nei, Soheohter vildi freista þess að lenda á sléttri strandræmu eða einhverju bersvæði inni í landi. Ella kysi hanri dauðann. Thayer skildi hann. Nokkru síðar sá hann bandarískt beitiskip skjóta á heri kommúnista í landi. Þeir nálg-1 uðust yfirráðasvæði hcrja Sameinuðu þjóðanna. „Við erum yfir viglínunni núna, Ken. Við höldum til Geronimo. Vertu hughraustur!" Geronimo var dulnefni flugvallar þrjátíu nrilur sunnan víg- línunnar. „Roger.“ Rödd Scheohters var þrótt- litil. „Treystirðu þér að fljúga þangað, Iven?“ „Hjálpaðu mér niður, ella verður þú að taka dótið mitt í þína vörslu.“ Sérhver flugmaður fyllir ut skýrslu, þar sem hann meðal annars nefnir á- kveðinn mann til að annast persónu- lega muni sína, ef hann fellur i har- daga. Schechter og Thayer höfðu nefnt hvor annan. Tlvayer skipaði Sehechter að beygja til hægri. Hann ætlaði ennþá að freista þess að ná til Geronifno. Nokkru síðar sá hann, að höfuðið á Sohechter var orðið mjög máttlaust og fylgdi að mestu hreyfingum flug- vélarinnar. „Þá er að hrökkva eða stökkva," hugsaði Thayer með sér. „Hann deyr innan fárra mínútna, ef liann fær ekki aðhlynningu. Honum var ljóst, að þeir komust aldrei til Geronimo. Hann svipaðist um eftir lendingarstað. Framundan virtist honum vera lík- legur staður. „Kenny, við lækkrim flugið til að lcnda. Beygðu þig fram. Lækkaðu hægri vænginn." Hann horfði á flug- vél SoheOliters fullur kvíða. Ennþá framkvæmdi hann fyrirskipanirnar. Opna svæðið framundan sást nú betur. Það var „Jersey Bounce", ónot- aður flugvöllur sunnan víglínunnar. Þar voru engar flugvélar að fráskild- um leifum af skrokkum ónýtra véla. Hann kom auga á bifreið. Tveir eða þrír menn fylgdust með flugi þeirra. „Við nálgumst „Jersey Bounce", Ken. Vð 'skulum lenda.“ Siðan gaf Tliaeyr honum nákvæmari fyrirmæli um lendinguna. „Roger. Eg er tilbúinn," svaraði Schechter veikri röddu. Máttur hans þvarr nú óðum. Thayer virti fyrir sér flugbrautina, sem ekki var steinlögð, og leit siðan á laskaða flugvél Schechters. .-Etti hann að freista þess að láta Ken lenda þarna eða reyna að komast til stærri flugvallar? „Við reynum að lenda hér eða hvergi annars," sagði hann við sjálfan sig. Thayer gaf honum ýtarlegar fyrir- skipanir við lendinguna. Meðal ann- ars sagði hann honum að setja hjólin niður, en 'hann sá cftir þvi á auga- bragði. Til allrar hamingju hlýddi Iíen heldur ekki ])eirri skipun, því að hann var ekki svo sljór, að hann vissi ekki, að nauðlending er öruggari, ef hjólin eru uppi. Úrslitastundin nálgaðist. Allt hafði gengið að óskum. Siðasta átakið var eftir. Framhald á bls. 14. Flódio í Ewglandi. Myndin hér að ofan er tekin, þegar Churchill híður Gromyko sendiherra að flytja Rússum'])akkir Breta fyrir gjöf l>á — 90.000 stcrlingspund — sem þeir hafa 'sent 'hinu bágstadda fólki á flóðasvæðunum. Fé þessu hefir verið safnað með almennri fjár- söfnun, og tilkynnt hefir verið, að fé verði einnig safnað handa Hollend- ingum vegna flóðatjónsins og Persum, en þar fórust nýlega 900 manns í jarðskjálfta. — Að neðan til hægri er mynd af skóladreng, sem hjálpað hefir til við björgunarstarfið í Cley í Norfolk, en til vinstri sjást hermenn róa milli húsa á eynni Canvay í mynni Tliames, en hún fór alveg í kaf. Þeir eru að svipast um eftir fólki í nauðum, en á þessum slóðum drukknaði fjöldi manns.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.