Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1953, Blaðsíða 12

Fálkinn - 06.03.1953, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN FRAMHALDSSAGA Karl í krapinu 12. — Þau kostuðu sextán dollara í Salt. Lake City, en það verður að hafa það — ég get ekki fleygt yður út alstripuðum. — Annars held ég að ég hætti við að henda yður út. — Var það ekki það, sem ég sagði? Verið þér nú góður drengur og sleppið mér. Þér eruð svo harðhentur. — Já, ég get gert það, en ég aflæsi yður hérna inni meðan ég fer til skipstjórans. Hann getur líklega útvegað skyrtu, kyndarabuxur og skóræfla handa yður. Og svo setur hann yður í land áður en við komum út úr fljóts- mynninu. Ef hann gerir það ekki skal ég sjá til þess að þér mokið kolum það sem eftir er ferðarinnar. — En ég er Andréw Bowers og stýrimaður- inn hefir fengið farmiðann minn og hann gild- ir eingöngu á fyrsta farrými. — Það stoðar ekki! Eg get sannað að þér séuð alls ekki Andrew Bowers, að þér séuð ekki þjónn minn, og að ég hafi ekki keypt farmiðann handa yður. En nú getið þér gengið fyrir skipstjórann í náttfötunum mínum og reynt að sannfæra hann um að þér séuð ekki laumufarþegi. Reynið þér það! — Jæja, það er hugsanlegt að þér hafið betur, sagði gesturinn og skreið upp í rúmið aftur. — En væri ekki hentugra að þér tækjuð gott og gilt loforð mitt um að ég borgi yður útgjöldin innan tveggja tíma, eftir að við kom- um til Buenaventura? Eg hefi aldrei verið kolamokari áður, og ef skipstjórinn sendir mig ofan í eldstóna, þá hafið þér tekið að yður ábyrgð á lífi mínu. Þá verð ég að fara í land í Buenaventura að öllum ásjáandi og tveimur tímum síðar verður askan af mér flutt í leir- krús í Cathedrál de la Vera Cruz. — Hver skrambinn! tautaði Webster. — Þá ábyrgð get ég ekki tekið á mig fyrir skítna fimmtíu dollara. Nú var drepið á dyr og þjónn kom inn: Hringduð þið hérna? — Já, ég var að hringja, sagði Webster. — Látið þér okkur fá tvö glös og eina flösku af besta víninu, sem þið eigið hérna um borð. Eg held varla að það sé vert að gera tilraunir með þennan golden frizz. Þjónninn fór og unglingsbros uppljómaði andlitið á Andrew. — Já, ég gefst upp, sagði Webster. — Við skulum fá okkur glas og reyna að kynnast bet- ur. Og svo verðið þér að gera yður að góðu klefann minn, náttfötin mín, vindlingana mína og bækurnar mínar. Þér eruð gestur minn, og þér skuldið mér ekki neitt, nema kannske að sýna mér trúnað. En ég ætla ekki að gera þá kröfu til yðar heldur. Hann rétti Bowers höndina. — Herra Webster! sagði ungi maðurinn hrærður. — Eg er illa að mér í orðsins list, svo að ég á ekki orð til þess að lýsa þakklæti minu. Eg viðurkenni að þér eigið heimtingu á að ég sýni yður trúnað, það má ekki minna vera. Eg heiti...... — Nú, þér heitið Andrew Bowers, það dug- ir í bráðina .... — En . .. . ? — Ekkert en núna. Eg hirði ekki um hver þér eruð. Þegar ég minntist á trúnaðinn var það viðvíkjandi smávægilegri atriðum. — Jæja, spyrjið þér bara! — Eruð þér amerískur borgari? — Nei, ég er Sobrantíni. — Þér hafið sagt mér að þér væruð ekki þorpari. Og þess vegna eruð þér ekki að strjúka frá Bandarí'kjunum? Það var víst ekki annað að en að þér áttuð ekki fyrir fargjald- inu, svo að þér urðuð að ná í einhvern, sem gat borgað það fyrir yður? Þar af leiðandi get ég ályktað að yður hafi legið mikið á að kom- ast til Sobrante, og að afgreiðslumaðurinn hjá Eimskip muni vera kunningi yðar. — Alveg rétt. Hann vissi hvernig á stóð. — Og það var njósnað um yður. Þér gátuð ekki komist'frá New Orleans með venjulegum hætti, það varð að gerast á laun? Þegar ég pantaði báða farmiðana að þessum klefa og af- greiðslumaðurinn vissi að þjónninn, sem átti að fá annan farmiðann, var ekki til, þá tók hann það ráð að gera yður að þjóni mínum. Hann sagði yður hver ég væri og hvar ég ætti heima. Og þér sömduð við bílstjórann og ók- uð mér til skips. Og í bílstjóragervinu og með farangurinn minn tölduð þér líklegt að þér gætuð komist um borð án þess að óvinir yðar, sem stóðu við landganginn, tækju eftir. Andrew Bowers kinkaði kolli. — Haldið þér að það hafi tekist? spurði Webster. — Eg veit ekki, herra Webster, en ég vona það. En hafi þeir séð mig fara um borð þá kemur herlögreglan á skipsfjöl undir eins og við komum til Buenaventura, og svo .... Hann yppti öxlum. — .... fer askan yðar í dómkirkjuna? Andrew Bowers stakk hendinni undir kodd- ann og dró fram tvær skammbyssur og leður- tösku fulla af skotum. Hann athugaði byss- urnar gaumgæfilega og stakk þeim svo undir koddann aftur. — Eg skil Andrew, sagði Webster. — Jæja, ég held að ég mundi helst vilja deyja með vopn í hendinni líka. En við skulum vona að þér komist hjá því. En meðal annarra orða: hvers vegna hentuð þér bílstjórafötunum fyrir borð? — Eg hafði ekkert við þau að gera. Eg gat ekki sýnt mig í þeim á þilfarinu hvort eð var, því að þá hefði undir eins verið tekið eftir mér. Eg vil yfirleitt ekki eiga á hættu að rekast á neinn á leiðinni og þess vegna vil ég helst fá að halda mig hérna í klefanum. — En eitthvað verðið þér að hafa utan á yður þegar þér farið í land? — Þess þarf ekki. Við komum til Buena- ventura síðla kvölds og liggjum í sóttkví um nóttina. Eg hleyp fyrir borð og syndi í land. Eg stíg fæti á fósturjörðina jafn nakinn og ég kom úr móðurlífi. Það er vitanlega ekki hættulaust — vegna hákarlanna. — Eta þeir menn? — Já, og það er krökkt af þeim í höfninni. — Þér verðið veikur ef þér liggið hérna í klefanum allan tímann. — Eg er veikur. Eg er með snert af inflú- ensu og þess vegna verð ég að láta færa mér matinn hingað. Það kostar auðvitað ofurlítið þjórfé aukreitis, en ég vona að yður verði ekki skotaskuld úr því, þangað til ég get borgað vð- ur aftur. — Það er eins gott að þér fáið nokkra doll- ara strax, sagði Webster og rétti honum tíu dollara í silfri. — Það leggst í mig að þér séuð viðriðinn einhverjar stjórnmálabrellur þarna í Sobrante, en það kemur mér ekki við. Eg er i fríi og hefi ekki annað að gera en að skemmta mér. Og ef ég kemst að raun um að þér séuð jafn skemmtilegur og mér hefir vmst til þessa, þá skal ég reyna að gera mitt til að þér drep- ist ekki úr leiðindum hérna í klefanum. Við skulum tala um allt annað en kaupsýslu og einkamál og láta það heita svo sem þér séuð þjónn minn, Andrew Bowers. Því minna sem ég veit um yður því færri skýringar þarf ég að gefa, ef svo kynni að fara að þér hyrfuð skyndilega. Ágætt! sagði Andrew Bowers. — Þér eruð maður eftir minu höfoi. Þakka yður innilega fyrir! \ ÁÐUR en Webster hafði farið frá New • Orleans hafði hann símað Billy Geary og sagt honum að hann mundi koma með „La Estrellita“. Og þessi frétt kom yfir Billy eins og ateypiregn yfir skrælnaðan akur. Hann hafði verið með Dolores Ruey á hverjum ein- asta degi síðan hún kom til Buenaventura. Ef hann hefði ekki óttast að hún yrði leið á honum mundi hann hafa heimsótt hana tvisv- ar á dag. Nú hafði hann verið með henni einu sinni daginn, sem hann fékk símskeytið frá Webster, en honum fannst samt að hann mætti til að finna hana aftur og segja henni tíðindin. — Halló, Dolores! kallaði hann með ung- gæðishættinum, sem honum var laginn. — Var það ekki það, sem ég sagði alltaf? Sá bíður aldrei of lengi sem góðs bíður. Nú hefi ég frétt af Webster! — Góðar fréttir, Bill? spurði Dolores. Henni hafði fallið vel við Bill siðan hún sá hann í fyrsta skipti. Og það var orðin vika síðan hún var farin að kalla hann Bill, því að henni fannst ungum Bandaríkjamanni fara það nafn svo vel. — Veslingurinn, hann hefir fengið matar- eitrun, sagði Billy. — Þeir urðu að bera hann úr lestinni í San Louis og dæla upp úr honum. En nú er hann víst búinn að jafna sig, að minnsta kosti er hann um borð í „La Estrell- ita“, fyrsta skipinu sem kemur til Buena- ventura. Þessum þúsund dollurum, sem Webster hafði sent Billy, hafði honum gengið furðan- lega að koma í lóg í ánægjulegum samvistum við Dolores. Höfuðborgin í Sobrante hefir að vísu ekki margvíslegan unað að bjóða, að minnsta kosti ekki frá amerísku sjónar- miði, en Dolores hafði notið góðs af því sem til var. 1 landi sem setur jafn glögg mörk milli hreins og blandaðs blóðs og þarna var gert, var Billy alls ekki gjaldgengur í samkvæmis- lífinu. Hann heilsaði hverjum manni með handabandi hvort hann var blár við naglræt- urnar eða ekki. Og maður sem hafði gleymt svo eftirminnilega að hann var hvítur var skiljanlega enginn aufúsugestur hjá fyrir- fólkinu í Sobrante, sem eigi viðurkennir aðra en afkomendur hins óblandaða Kastilíukyns. Fyrsta skiptið sem Billy sýndi sig á Strand-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.