Fálkinn


Fálkinn - 13.03.1953, Blaðsíða 8

Fálkinn - 13.03.1953, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN VIÐ James Bellamy bjuggum sam- an í Grammeroy Park. Bellamy var ungur og efnilegur rithöfundur, orðheppinn, glæsimenni og greindur. En ég var blaðamaður við Republican og skrifaði um flesta glæpi, sem framdir voru í New York. Einn daginn var ég sendur á Natan, gott og kyrrlátt gistihús nálægt Was- hington Square. Lögreglan taldi að glæpur hefði verið framinn þar. Ann nokkur Wilson og Robert bróðir henn- ar höfðu flutt í gistiliúsið kvöldið áður ásamt Herbert Horton einka- njósnara. Njósnarinn var með þeim vegna þess að ungfrú Wilson 'hafði erft mikið verðmæti í skartgripum, og hafði einmitt verið að vitja þessa arfs hjá málafiutningsmanni fjölskyid- unnar. Hún hafði farið með þessa dýru gripi með sér, þótt málaflutningsmað- urinn réði henni frá þvi. Það var orðið áliðnara en svo að hægt væri að koma þeim í geymslu í banka, og síðasta brautarlestin heim til Stam- ford var farin. Þess vegna fór Horton með 'systkinunum á gistihúsið, til von- ar og vara. Þau fengu þrjú herbergi á efstu hæð, út að götunni. Herbergin lágu samhliða, en ekki innangengt á milli þeirra. Númerin voru 21, 23 og 25. Ann Wiison fékk herbergið í miðið, Horton nr. 21 og Robert nr. 25. Þegar þau höfðu komið sér fyrir iangaði Ann í boila af tei. Bróðir liennar þurfti að skrifa bréf og sat kyrr í 'herberginu sínu. Þess vegna fékk hún honum skartgripina til geymslu og fór niður i gildaskálann. Horton var líka kyrr í sínu herbergi. Ármaðurinn sá hana fara inn i veitingasalinn og hálftíma síðar sá hann hana koma út þaðan og fara í lyftuna upp. Þerna sá hana koma út úr lyftunni á ef'stu hæð og ganga að herbergisdyrunum sínum. Skömmu siðar heyrði þernan sárt neyðaróp sem hún taldi koma úr herbergi Ann Wilson. Þernan stóð sem steini lostin og starði á dyrnar. Horton og Robert komu æðandi og reyndu að komast inn í nr. 23, en dyrnar voru læstar. Þeir hrópuðu og börðu á hurðina en fengu ekki svar. Þegar Horton leit við kom hann auga á þernuna og spurði livort hún hefði séð ungfrú Ann fara inn í her- bergið. Robert tók öxi úr eldvarnar- skáp á þiíinu og braut hurðina. Ilorton hljóp inn með skammhyssuna á lofti en stansaði forviða þegar hann kom inn úr dyrunum. Robert gægðist yfir öxlina á honum. Herbergið var mannlaust og þar var allt i röð og reglu. Kápa Ann hékk í skápnum, þar sem hún hafði hengt hana þegar hún kom. Allt virtist vera með sörnu ummerkjum og þegar hún fór út. Glugginn var hespaður að innanverðu. Horton áleit að þeim hefði skjátlast og að ópið hefði komið úr öðrum stað, þó að þernan fullyrti að 'hún hefði séð ungfrú Ann fara inn. Ro- ■bert fór niður til að athuga hvort systir hans væri ennþá í veitinga- salnum. Hann kom aftur að vörnm spori, náfölur, og sagði að ármaður- inn hefði horft á Ann fara upp i lyft- íinni. Ármaðurinn þekkti hana vel, því að liún hafði oft verið á Natan áður. Þeir fóru að spyrja þernuna nánar og hún fullyrti enn að hún hefði séð stúlkuna fara inn í herbergið. 'Horton athugaði dyrnar vandlega, opnaði gluggann og lokaði honum. Óhugsandi að komast þá lciðina, egg- sléttur múrveggur beint niður og hvergi stallar eða fótfesta. Engin leið út úr herberginu nema um dyrnar og ekki að sjá að neitt handalögmál hefði orðið í herberginu. Yfirleitt ekkert sem benti til að nokkuð óvenju- legt hefði átt sér stað. En Ann 'hafði farið inn í herbergið, hljóðað, og ekki komið út aftur! En hins vegar var ómögulegt að hún hefði farið inn úr Jiví að Ihún var þar ekki nú. Loks kom- ust þeir að þeirri niðurstöðu að Ann ;hefði alls ekki komið upp aftur, þrátt fyrir það sem ármaðurinn og þernan 'sögðu. Hún hlaut að hafa farið út úr gistihúsinu. Þeir biðu hennar allt kvöldið og nóttina en hún kom ekki. Klukkan fjögur hringdi Horton til lögregl- unnar. Lögreglan yfirlieyrði vitnin og rannsakaði herbergið, en árangurinn varð samur og áður. Hér var ekki um morð að ræða heldur dularfullt hvarf. Vitanlega hafði stúlkan Itorfið nauðug, annars hefði hún látið liróður sinn vita. Nú var hafin umfangsmikil rann- sókn. Allar lögreglustöðvar í New York fengu lýsingu á Ann Wilson, en hvergi fundust spor eftir hana. Eg 'kom ekki heim fyrr en eftir miðnætti, og Bellamy var háttaður. Eg háttaði undir eins en þegar ég var nýsofnaður hringdi siminn. Það var fréttaritstjórinn við Republican. „Farið þér til Natan undir eins. Þeir hafa fundið ungu 'stúlkuna — myrta!“ wHvar fannst hún?“ hrópaði ég í simann. ,yHún var hak við tunnustafla í kjallaranum. Einhver af vinnufólkinu á gistihúsinu fann hana þar af til- viljun. Flýtið yður eins og þér getið! Eg bið með að láta blaðið fara i press- una þangað til ég hefi fengið greinina yðar.“ Eg klæddist í snatri. Bellamy kom út í náttslopp. „Hvaða háttalag er þetta — að vekja mann á þessum tima?“ tautaði hann. „Mér er ómögu- legt að sofna aftur þegar ég er vakinn um miðja nótt. Hvað gengur nú á?“ Eg sagði honum frá því í sem stytstu máli. „Og hvaða staðreyndir hafa þeir að styðjast við?“ spurði hann og teygði úr sér i hægindastólnum við arininn. Þegar ég setti upp hattinn vissi hann allt sem ég vissi, og þegar ég fór út úr dyrunum sagði hann: „Eru allir sakamálahlaðritarar jafn vitlaus- ir og þú ert?“ Einn starfsmaðurinn á gistihúsinu, William Graham, hafði falið whisky- flösku bak við tunnurnar í kjallar- anum. Þegar hann fór að vitja flösk- unnar nokkru síðar, fann hann líkið af 'stúlkunni. Ilann gerði lögreglunni orð, og þeg- ar ég 'kom í gistihúsið Natan var kominn þar lögreglufulltrúi, sem var að yfirheyra Grahain. Fulltrúinn var að sleppa honum þegar Graham bað uin að mega bæta nokkrum orðum við framburð sinn. „Mig langar til að segja yður dá- lítið, en ef ég segi frá því neyðist ég til að játa á mig óleyfilegt atliæfi, sem ég hefi gert mig sekan í. Eg skal gefa yður mikilsverðar upplýsingar ef þér lofið því að kæra mig ekki.“ „Hvað er þetta óleyfilega?“ „Þér ætlið þá ekki að kæra mig?“ „Nei, látið þér það fjúka,“ sagði fulltrúinn. „Eg er áfengis'smyglari og er vanur að geyma það sem ég kemst yfir bak við þessar tunnur. Kvöldið sem stúlk- an hvarf voru .... e-eh .... við- skiptavinir hjá mér. Þeir konni niður i kjallarann til að taka þar kassa með gin-flöskuni, sem ég hafði útvegað þeim. Kassinn stóð bak við tunnurn- ar, þar sem ég fann stúlkuna. En hún var þar ekki þá — ekki það kvöhlið. Eg faldi whiskyflösku í kjallaran- uni klukkan fimm í morgun er ég fór að vinna, en stúlkan var þar ekki þá heldur. Eg fann hana ekki fyrr en eftir miðnætti, þegar ég fór að vitja um flöskuna." Fulltrúinn kveikti sér í vindlingi og sat þegjandi um stund. Loks spurði hann: „Getið þér svarið að hún hafi ekki verið þar klukkan fimm?“ „Er hugsanlegt að nokkur hafi komist ofan í kjallarann án þess að tekið væri eftir því?“ „Já, það er hægðarleikur. Kjallar- ínn er stór um sig.“ Upplýsingar Grahams gerðu málið enn flóknara en áður. Lögreglan komst nú á þá skoðun, að Ann Gra- ham hefði farið upp í herbergið. Eg hafði aldrei verið í vafa um það. Hún hafði farið inn og einhver sem hafði falið sig inni hafði 'slegið hana í rot og flúið með hana. Ann hlaut að hafa séð mórðingjann áður en hann sló hana, úr því að hún ililjóðaði. En hvernig komst hann út úr herberginu? Ein önnur leið var úr hcrbcrginu en ómöguKgt að fara hana. Þernan var úti í ganginum og Horton og Wilson komu hlaupandi út undir eins og þéir Iieyrðu hljóðið. Það voru ekki einu sinni liðnar þrjár mínútur þegar þeir brutu hurðina. Á þessum þremúr mínútum hafði morð- inginn komist undan með líkið! Og daginn eftir hafði hann komið aftur og falið líkið í kjallaranum! „Hann getur ekki hafa falið sig i gistihúsinu," sagði fulltrúinn. „Við Horton rannsökuðum hvern þumlung daginn sem hún hvarf. Hann hlýtur að hafa falið sig utanhúss og komið aftur með lí'kið í kvöld.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.