Fálkinn


Fálkinn - 13.03.1953, Blaðsíða 11

Fálkinn - 13.03.1953, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 Xlngbarnið er sfdlfsiœður einsiaklingur en ekki siundaklukka. SNOTUR HVERSDAGSKJOLL. Hann er úr gráröndóttu ullarefni og er sérstaklega skemmtilegur vegna þess að randirnar eru látnar mætast sitt á hvað. Þær liggja lóðrétt í pilsinu og axlastálinu en mætast í odda í blússunni að framan. Pilsið er mjög vítt og rykkt undir belti og klæðir mjög vel ungar grannvaxnar stúlkur. Tískan í ár. Síddin: Tískufréttir utan úr heimi liermg að pilsin 'hafi síkkað aftur. J>au eru nú allt að sjö cm. síðari en í fyrra, ca. þrettán cm. frá gólfi. En lögun þeirra Jiefir ekki tekið neinum breytingum svo að teljandi sé. Þröng pils eru enn mjög í tisku, sérstaklega þegar um dragtir og kjóla er að ræða. Pils, ineð vídd frá mjöðmum eru einn- ig mikið notuð, en pils sem ná aðeins niður á miðjan kálfa sjást varla lengur. Skór: Við síðu pilsin eru notaðir nettari skór og enn liærri hælar en undanfarið ár, allt að 7—10 cm. háir. Samkvæmiskjólar eru mjög efnis- og iburðarmiklir, undirkjólar oft með grind eða stoppi á mjöðmum. Sumir samkvæmiskjólanna eru svo síðir að aftan að þeir dragast við gólfið. Flauel er mjög mikið notað til sam- kvæmisklæðnaðar, oft með perlum og öðrum útsaumi. Hattar eru anargir litlir og eru bornir sem kórónur uppi á höfðinu. Ennfremur eru þeir margir gulir eða með einhverju gylltu. Áhrifa krýning- arinnar væntanlegu, gætir meira en litið í ihattatískunni. Kápur eru yfirleitt víðar og oft óhnepptar en haldið saman að fram- an. Margar kápur eru kragalausar með liningu í hálsinn. Hálsmálið virðist alltaf vera að hækka, peysur og kjólar virðist brátt ætla að ná upp undir höku. Blússur og peysur með víðum stuttum ernuun og flegnu hálsmáli sjást varla, heldur eru þær mjög háar í hálsinn og með löngum ermum. Þessi tíska er þó ekki sögð vera vetrarfyrirbæri, 'heldur er búist við að hún færist enn lengra i þessa átt með sumrinu. Það má segja að það sé að bera í bakkafullan lækinn að koma með kenningar um barnauppeldi, þvi að eins og allar ungar mæður vita er ógerningur að tiléinka sér öll þau hollráð sem vingjarnlegir nágrannar, mæður og tengdamæður eru fúsar til að gefa þeim ungu og óreyndu. Þó liggur við að nýjustu kenningar í þessum efnum færist óðfluga aftur í það horf sem barnauppeldi var fyrir áratugum síðan. í erlendu blaði birt- ist nýlega eftirfarandi grein. Meðferð ungbarna er nú að verða með öðrum hætti en verið hefir und- anfarin ár. Móðirin er nú hvött til að láta sig engu skipta hinar ströngu reglur um máltíðar ungbarnsins á ákveðnum tímum, og henni er enn- fremur sagt að koma fram við barn sitt sem litinn einstakling en ekki vél- knúinn skilningslausan hlut. Mæður, sem hafa reynt aðferð þessa, hafa þá reynslu að börnin eru glaðari og barnsgráturinn minnkar. Reynslan hefir sýnt að grátur ung- barnsins stafar oftast af því, að upp- eldi iþess er að einhverju leyli ábóta- vant. Kenningin um skilyrðislausa hlýðni við reglur um matargjöf á vissum tímum hefir ríkt alltof lengi. Algeng- ast hefir verið að halda sér við tim- ana: sex að morgni síðan tíu, tvö, sex og síðast tíu að kvöldi. Vakni svo barnið glorhungrað kl. 4 um nótt, hefir verið venja að gefa þvi soðið vatn og ætlast til að það geri sér það að góðu, eða ]iví er ætlað að grenja lállaust til sex. Engin móðir í öllu dýraríkinu býð- ur afkvæmi sínu upp á það sama og hin skynsemi gædda mannvera, sem sé að láta barnið sitt bíða eftir matar- gjöf, vegna þess að ákveðin klukku- stund er ekki runnin upp. Afleiðing þessa misheppnaða aga er svo það, að barnið er svo'örþreytt eftir grátinn, þegar stund máltiðar- innar er runnin upp, að það sofnar eftir fyrstu sopana án þess að drekka nægju sina. Og innan skamms glaðvaknar það aftur og hiður um meira með nýju grátkasti. Lífið verður þessu barni Stöðug gremja og óánægja og getur spillt fyrir traustum tengslum móður og barns síðar meir. Ennfremur gleypir barnið loft, þegar það grætur lengi og loflið orsakar sára kveisu- stingi og enn meiri kveinstafi. Nýjustu kenningar segja: Látið barnið sjálfrátt um matmálstíma sinn. Því er gefið þegar það vaknar og bið- ur um mat. Fyrstu sólarhringina má búast við að það þurfi að gefa því 6—7 sinnum yfir daginn og að minnsta kosti einu sinni um miðja nótt. En með hverri vikunni verða mál- tiðarnar sjálfkrafa strjálari, og barn- ið venur sig venjulega sjálft á fjögra tíma timabilið og sefur hverja nótt í einum dúr. Börn, sem ráða matmálstíma sínum sjálf, drekka venjulega fylli sína. Þau sjúga hægt og rólega, gleypa ekki loft og taugakerfi þeirra er á engan hátt misboðið. Mæður sem nota þessa aðferð hafa einungis ánægju af ungbarninu. Þær hafa meiri mjólk handa barninu — þar sem þær liafa minni áhyggjur og þurfa sjaldan að hlusta á barnið gráta. Ennfremur er minni hætta á brjóstabólgum, vegna þess að barnið drekkur jafnan áður en til óþæginda ltemur. En það er ein regla, sem bæði ung- börn og eldri börn verða að sætta sig við, það er að segja sú regla að fara snemma í háttinn. Börn þurfa mikinn svefn til að verða hraust og sterkbyggð, það ætti því að vera ófrávíkjanleg regla á hverju 'heimili, að börn fari snemma í rúmið. Kökuuppskriftir. ÍSTERTA (baked Alaska). Terta sú er hér um ræðir er ákaf- lega bragðgóð og óvenjuleg, en hún hefir þann ókost að það verður að útbúa hana að nokkru um leið og hún er notuð, og helst að ljúka henni — en það reynist .vissulega sjaldan erfitt að þeirra dómi sem einu sinni hafa bragðað hana. Mörgum virðist afar ótrúlegt að hægt sé að láta tertu með is á milli inn i heitan bakara- ofn, en sé uppskriftinni vandlega fylgt og Jiess sérstaklega gætt að eggjahvíturnar hylji alveg kökuna má búast við góðum árangri. Fer upp- skriftin hér á eftir: Rjómaís, frystur i tertumóti. 2 köku'botnar, helst úr svonefndu svampkökudeigi (sponge cake). 4 matsk. flórsykur. Lagið ís á sama 'hátt og venjulega, en frystið hann eins fljótt og vel og ísskápurinn leyfir. Þegar komið er að því að nota tertuna á að þeyta eggjahvíturnar mjög vel, bæta flór- sykri út i og þeyta cnn um stund. Látið síðan annan kökubotninn á trébretti, ísinn þar ofan á og síðan hinn kökubotninn. Þekjið síðan kök- una mjög yel með eggjahvítunum, engin göt mega myndast, síst á hlið- unum meðfram ísnum. Kökunni sið- an brugðið inn í mjög heitan ofn (450 F) og látin standa þangað til eggjahvíturnar eru Ijósbrúnar. Síðan er tertan færð af brettinu á disk og borin á borð samstundis. Hér fara á eftir tvær uppskriftir af svapmpköku. ÓSVIKIN SVAMPKAKA. 1 bolli hveiti, % tesk. salt, rifinn börkur af hálfri sítrónu, lVa tesk. sitrónusafi, 5 eggjarauður hrærð- ar ljósar og léttar, 5 eggjahvítur, 1 bolli sykur. SÍÐUR INNISLOPPUR. Ilin fræga Madame Schiaparelli er höfundur þessarar sérkennilegu flíkur. Inni- sloppar sem þessi njóta mikilla vin- sælda víða um heim sem kvöldbún- ingur húsfreyjunnar heima fyrir. Þessi sloppur er úr köflóttu flaueli, með víðum ermum og litlum kraga. Hann er þröngur í mittið en rykking- ar á mjöðmum mynda mikla vídd , í pilsið. Hveiti og salt sigtað saman fjórum sinnum. Stífþeytið eggjahvíturnar, bætið sykrinum í smátt og smátt og siðan rauðunum, sem áður eru þeytt- ar ásamt sitrónuberki og safa. Síðan er hveiti stráð i smám saman. Bakist í meðalheitum ofni (350 F) í allt að því eina klukkustund. SVAMPKAKA NR. 2. 1 bolli hveiti, 1 V‘i tesk. lyftiduft, % tesk. salt, % matsk. sítrónu- safi, 2 egg, aðskilin, 1 bolli sykur, 6 matsk. heitt vatn. Deigið lagað á sama hátt og í ósvik- inni svampköku, nema hvað vatni er bætt saman við egg og sykur áður en hveitið er látið saman við. Frúin: — Hvernig dirfðust þér að kyssa hana dóttur mína úti á svölun- um i gærkvöldi. Kandídat: — Það er von að þér spyrjið. Eftir að ég sá liana við dags- birtu skil ég ekki hvernig ég hafði djörfung til þess. FLJÓTVIRKT OG HENTUGT er að þurrka prjónaflíkur á þann hátt er myndin sýnir. Með þessari aðferð er lítil hætta á að flíkin aflagist, eins og annars vill oft verða með prjóna- fatnað, og auk þess þornar hún fljótar en ella.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.