Fálkinn


Fálkinn - 20.03.1953, Síða 7

Fálkinn - 20.03.1953, Síða 7
FÁLKINN 7 „Eg hefi hugmynd sem er milljón króna virði.“ „Hvað á hún að kosta?“ „Fimmtíu-kall.“ Hann tók höndunum fyrir andlitið og þorði ekki að líta upp fyrr en Idrís kom til þeirra og sagði þeim að fara til vinnunnar. Hvorugur þeirra vissi hvað þeir gerðu í púðurgerðinni þennan dag. Það eina sem þeir vissu var að hver tími var eilífð. Loks var komið kvöld. — Við geymsluskúrana, sagði Trench. Þeir beygðu inn í fyrsta sundið sem þeir komu að. Á horninu stóð maðurinn með eldspýturnar. — Eg heiti Adbul Kader, sagði hann, — og ég á að hjálpa ykkur til að flýja. En það er ekki hægl sem stendur. Það lá við að Trench liði út af þegar hann heyrði þetta. — Hvers vegna er það ekki hægt? spurði Feversham stamandi. — Eg kom með þrjá úlfalda til Omdurman, en tveir þeirra eru dauð- ir. Hvíti maðurinn í Suakin lét mfg fá peninga, en ekki nóga. Eg gat ekki leigt úlfalda til vara. Ef þið viljið senda bréf með mér til hvíta manns- ins og biðja hann að fá mér tvö lnindruð pund, skal ég koma þessu i ■ kring, og koma aftur eftir þrjá mánuði. Trench sneri sér undan svo að Feversham sæi ekki framan í hann. Aldrei hafði liann búist við að upplifa svona erfitt augnablik. Þctta var allt svo ljóst fyrir honum. Abdul Kader vildi ekki leggja neitt i hættu til að lijálpa þeim. Hann ætlaði að ferðast fram og aftur milli Suakin og Omdur- man meðan Feversliam fcngist til að skrifa bréf og biðja um meiri peninga. En hann mundi aldrei koma flóttan- um í framkvæmd. — Eg hefi ekkert til að skrifa með, sagði Feversham. Abdul Kader tók upp blað og blý- ant. — Fljótt! sagði hann. — Skrifið þér fljótt, svo að ekki verði tckið eftir okkur! Feversham skrifaði, þótt honum væri ljóst að það var þýðingarlaust. — Þarna er bréfið, sagði hann og rétti Abdul miðann. Svo tók hann undir handlegginn á Trench og þeir leiddust burt þegjandi. Þeir komu út úr sundinu og slög- uðu áfram með bæjarmúrnum. Sól- in var gengin til viðar. Á vinstri hönd glitraði í ána, næst landi var hún ólívugræn, fjær rósrauð og grasgræn við hinn bakkann. Stjörnurnar fóru að koma fram á himninum og i austri var orðið dimmt. Úr bænum innan múrsins heyrðust fáránleg trumbu- slög. Báðir voru niðurlútir og horfðu niður fyrir fætur sér. Þeir voru lam- aðir af örvæntingu eftir síðustu von- brigðin. Feversham gat ekki hugsað um garðinn heima, og Trench datt ekki í hug brjálæðið, sem hann hafði verið svo liræddur við. Þeir gengu hægt og mæltu ekki orð. Það var eins og hlekkirnir væru orðnir tífalt þyngri. Þeir voru svo sinnulausir að þeir tóku ekkert eftir að Arabi nokk- ur köm í humátt á eftir þeim. En nú sagði Arabinn ofur lágt: — Úlfáldarnir !)íða í eyðimörkinni, líu mílur beint í vestur. Hann sagði þetta svo lágt að menn- irnir tveir gátu ekki skilið það. Arab- inn endurtók orðin, og Feversham leit upp. Loks rann upp fyrir Eng- lendingnum hvað þetta þýddi — og nú bar hann kennsl ’á ókunna mann- inn. — Abou Fatma! stundi hann. — Þei, svaraði Abou Fatma. — Úlfaldarnir bíða. — Núna? — Já, núna. Trench hallaði sér upp að múrn- um með augun aftur. Andlitið var ná- fölt. Það virtist ætla að líða yfir hann. Feversham tók undir handlegg- inn á honum. — Er það satt? stundi Trench upp. Abou Fatma hélt áfram áður en Feversham gat svarað: — Haldið þið hægt áfram. Dragið kápurnar yfir höfuð og vefjið þessum druslum um öklana, svo að ekki hringli í hlekkj- unum. Snúið við og komið svo aftur, farið heint niður að ánni fyrir neðan geymsluhúsfn. Þar skal ég bíða með mann, sem getur sorfið af ykkur hlekkina. Hyljið vel á ykkur andiltin og stansið ekki á leiðinni. Hann heldur að ])ið séuð þrælar. Hann rétti þeim tuskur og svo hvarf hann. Þeir gengu hægt í áttina til fang- elsisins. Það varð dimmara á meðan. Svo settust þeir og vöfðu druslunum um fæturna. Og enn varð myrkrið svartara. Svo sneru þeir við sömu leiðina og þeir höfðu komið. Trumbuslátturinn var orðinn háværari en áður og ljós sáust á víð og dreif í bænum. Þegar þeir komu niður að ánni var aldimmt. Þar stóðu Abou l'atma og smiðurinn. Hann svarf sundur hlekkina þegjandi. — Eltið þið mig, sagði Fatma. — Það er ekki tunglsljós í kvöld. Hve langt verður þangað til þeir sakna ykkar í fangelsinu? — Ilver veit. Kannske hefir Idris saknað okkar nú þegar. Kannske gerir hann það ekki fyrr en í fyrramálið. Fangarnir eru svo margir. Þeir hlupu upp árbakkann, gegn- um dimmustu göturnar og yfir kirkju- garðinn. Fyrir handan kirkjugarðinn stóð mannlaust hús. En maður sat fyrir utan dyrnar og stóð upp þegar þeir komu. — Biðið þið! sagði Abou Fatma og hvarf inn í lnisið með manninn með sér. Þeir komu aftur að vörmu spori með sinn úlfaldann livor, og létu þá leggjast. — Farið þið á bak! sagði Abou Fatma stutt. — Haldið þið vel i taum- ana á meðan. — Eg kann þetta frá fornu fari, sagði Trench. Feversham settist fyrir aftan hann, en Arabarnir tvímenntu á liinum úlf- aldanum. — Tíu milur vestur, sagði Abou Fatma og sló í úlfaldann sinn. Ljósin i bænum hurfu að baki þeim og trumbuþyturinn liljóðnaði. XXVII. Suðurkrossinn hverfur. Kaldur gustur hlés á norðan. Úlf- aldarnir voru í góðu skapi og fóru greitt. — Þetta gengur of seinl! sagði Trench og beit á jaxlinn. — Nú hefir Idris kannske uppgötvað að við erum horfnir. — Jafnvel þótt svo væri þarf tals- verðan tima til að undirbúa leitina, svaraði Feversham. Þeir verða að ná sér i úlfalda, og svo er orðið dimmt. Orðin voru hughreystandi en samt var hann sjálfur alltaf að líta við í áttina til bjarmans yfir Omdurman. En honum fannst huggun að heyra ekki lengur í trumbunum. Þeir voru sjálfir í landi þagnarinnar og þar getur maður komist fljótt áfram og alveg hávaðalaust. Það var alls ekki óhugsandi að leitarmenn væru á harða spretti rétt fyrir aftan þá. Feversham leit við og rýndi út í myrkrið. Hann bjóst við að gi'illa í hvítan vefjarhölt þá og þegar. En Trench leit aldrei við. Hann starði frumundan sér og beit á jaxl- inn. Það var enginn vafi á að hann var miklu hræddari en Feversliam. Hann þorði blátt áfram ekki að líta aftur og gat ekki um annað hugsað en hvað leitarmennirnir væru komnir langt. Hann hrökk við þegar Feversham sagði eitthvað og bætti svo við án þess að lita til baka: — Hvað er þetta? Meira var ekki sagt fyrr en tvær verur komu fram úr myrkrinu og Abou Fatma sagði lágt: — Instanna! Þeir stöðvuðu úlfaldann og létu hann leggjast á linén. — Eru hinir úlfaldarnir ekki hérna? spurði Abou Fatma. Arabarn- ir hurfu strax og komu að "Vörmu spori með fjóra úlfalda. Svo voru liöfð reiðtygjaskipti i snatri. — Eru þesSir góðir? spurði Fev- ersharn meðan hann hjálpaði til að leggja á úlfaldana.' — Frá Anafi, svaraði Abou Fatma. — Flýtið ykkur! Flýtið ykkur. Hann starði látlaust í austur og hlustaði. — Hvar eru vopnin? spurði Trench. — Eru þa uhérna? ■ — Þú skalt fá þau rétt strax, svar- aði Abou Fatma, en Trcnch var að tryllast af óþolinmæði. Hann var enn ókyrrari en hann hafði verið á leið- inni. —- Höfum við nóg af skotfærum? spurði liann óðamála. STÆRSTU BOÐORÐIN í HEIMI. — Því fcr fjarri að þeir sem lært hafa boðorðin tíu breyti eftir þeim. Sum- ir gleyma þeim fljótt. Og sumir hafa aldrci lært þau. En þeir sem koma í bæinn Murphy í North Carolina í Bandaríkjunum komast ekki hjá að sjá þau. í brekku við veginn eru þau letruð með tveggja metra háum bókstöfum úr hvítum steini. Og uppi á hæðinni sést Nýja testamentið.— Á myndinni sjást fulltrúar frá kirkju- söfnuðum úr 15 fylkjum Bandaríkjanna í heimsókn í Murphy.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.