Fálkinn


Fálkinn - 20.03.1953, Side 11

Fálkinn - 20.03.1953, Side 11
FÁLKINN 11 GRÍSKUR SAMKVÆMISKJÓLL. Tískuteiknarinn sem teiknaði kjól þennan hefir auðsjáanlega sótt hug- myndina til Forn-Grikkja. Kjóllinn er úr gulu crepe-efni og perlusaum- aður yfir brjóstið. Sláið sem liggur yfir aðra öxlina er áfast við efri hluta kjólsins og gefur honum sérkenni- legan svip. Rilsið er slétt að framan en lagt í lausar fellingar að aftan. KRÝNINGARHÁRGREIÐSLA. — Það má með sanni segja að hárin rísi á höfðinu á stúlkunni, sem þessi mynd er af, og liggur eflaust við að sama megi segja um hverja stúlku sem hugsar til þess að bera aðra eins hár- greiðslu. Hárgreiðsla þessi er samin í tilefni af væntanlegri krýningar- hátíð í London. Ilárið er Iátið mynda eins konar kórónu úr nokkrum jafn- stórum lokkum og demants- eða perlu- bandi brugðið utan um. Það er aug- ljóst a.ð þa,ð hefir þurft kynstrin öll af hárlími og öðrum hjálpargögnum til að halda hárgreiðslu þessari í skorðum. Lítill drengur segir frá. Ttlamma $lmgir mig. Stundum flengir pabbi mig. Mamma flengir mig líka. Þau trúa á flenging- una. Þau gera það bara þegar þau eru reið yfir einltverju. Eg veit ekki af hverju. í dag var ég að búa til sandkökur. Eg ])urfti eina dós af vatni úr kran- anum. Það liclltist af vatninu á gólfið, svo að ég þurfti svolítið meira vatn. Marnma þurrkaði gólfið og gaf mér hálfa dós af vatni. Það var bara nóg i eina köku. Eg fór inn og klifraði upp á stól við vaskinn. Eg fyliti tvær dósir. Mamma sagði: „Ekki láta hurðina skellast þegar þú ferð.“ En hvernig átti ég að fara að því með báðar hendur fullar? Mest allt vatnið helltist niður úr annarri dósinni, svo að ég þurfti meira vatn. Eg fór inn nieð stóru fötuna mína lil að fá nóg, og þunnt gamalt glas á vaskborðinu brotnaði. Eg setti fötuna á gólfið til að tína upp gler- brotin. Mamma kom inn og rak fót- inn i fötuna. Þá helltist vatnið niður og ég þurfti meira vatn. Meðan mamma fór að sækja gólftuskuna klifraði ég aftur upp á stólinn cn stóllinn rann til og ég datt. Mamnia æpti af þvi að ég hellti dálitlu vatni á gólfið, ekki nærri eins miklu og hún þegar hún sparkaði í fötuna, og hún setti mig og fötuna út fyrir og sagði: „Reyndu ekki að koma inn eftir meira vatni.“ Hún sagðist hafa liiifuð- verk og ælla að leggja sig. Brátt vantaði mig xneira vatn en ég mundi hvað mamma sagði svo að ég fyllti stóru fötuna mína af sandi og bar dósalokin, dósirnar, kassana, skóflurnar og skeiðarnar inn í ehl- hps. Bara pínulítill sándur fór á gólf- ið. Þá var allt hjá mér og ég þurfti ekki að sækja vatn. Eg lagaði kök- urnar á borðinu hennar mömmu og lét sykur á þær. Sykurinn fór ekki til spillis. Eg skóf alltaf ])að sem var afgangs ofan í sykurboxið aftur. Eg lét eina köku í ofninn. Ofnhurðin skall niður og sló kökuna úr hendinni á mér. Þetta gerði hávaða. Þegar ég leit upp liorfði mamma á mig. Hún var reið á svipinn. Mamma flengdi mig. Eg veit ekki hvers vegna. Pabbi segir að það sé stundum vont að skilja mönunu. Þegar mamma flengir mig segir pabbi: „Þú veist að þetta gerir ekkert gagn.“ Þegar pabbi flengir mig segir mamma: „Þetta gerir ekkert gagn eins og þú veist.“ Þau eru tvö og ég er hara einn. Eg vildi að þau gerðu það oftar bæði i einu. Pab'bi kom seint heim úr vinnunni. Mamma sagði: „Ilvað hefurðu verið að gera allan þennan tima?“ Hann sagði: „Bíllinn var í ólagi og svo sprakk hjá mér.“ Mamma sagði: „Mér er alveg sama, en hvers vegna hring- irðu ekki og lætur mig vita?“ Pabbi tuggði dálitla stund og svo sagði hann: „Þessar steiktu kartöflur eru ekki eins á bragðið og hjá henni niömmu." Mamma sagði: „Hvers vegna varstu þá þá ekki kyrr hjá henni?“ Pabbi sagði: „Mamma hefir aðeins einn galla, hún hrýtur." Það stóð i mömmu og hún sagði: „F'áðu mig ekki lil að hlæja, ég hefi átt í brösum við strákinn í allan dag.“ Pabbi sagði: „Hvaða strák?“ „Þennan strák þinn,“ sagði inanuna. Hún benti á mig. „Jæja,“ sagði pahbi. „Hvernig fyndist þér að eignast lít- inn bróður?“ Eg sagði að ég vildi heldur litla systur svo að ég gæti tek- ið i hana. Mamma stóð upp og bað: „Guð fyrirgefi mér, ég veit ekki hvað ég geri.“ Pabbi rótaði í bárinu á mér. „Þú skalt fá lítinn bróður og vera ánægður með hann.“ Hann stóð upp og kyssti mömmu svo að hún færi ekki að gráta. Eg býst við að Jiann hafi verið þreyttur því að hann fór út og lagðist undir bilinn. Þegar pabbi lagar eitthvað hjálpa ég honum. Eg tók lítinn hamar til að laga vatnskassann á bílnum. Eg barði á hann nokkrum sinnum til að reka burt flugu. Pabbi skreið undan bílnum og sagði: „Allt í lagi, bann lekur hvort sem er, en má ég fá skrúfjárnið snöggvast?“ Hann tók hamarinn minn og fór aftur undir bílinn. Hann skildi eftir stóra dós með olíu í svo að ég fór að hella olíu inn í mótorinn. Pabbi rak hiifuðið undan bílnum og hann var svartur í framan af olíu. Ilann sagði: „Sonur sæll, þessi olia er of óhrein lil að láta hana á bílinn. Hvers vegna ferðu ekki og' hjálpar henni möininu?" Eg tók nokkra hamra lil að laga þvottavélina hennar. Eg var að byrja á þvottavélinni þegar mannna kom og tók af mér stóra hamarinn án þess að segja orð. Eg sagði: „Hvað ætlarðu að gera við hamarinn, ég þarf að nota hann til að laga vélina." Hún sagði: „Það endar með, að ég nota hann á kollinn á þér. Þá kom pabbi og sagði: „Ertu með skrúflykilinn minn, góði?“ Hann tók hinn hamarinn minn. Hann sagði: „Hefir ])ú nokkuð verið að nota raf- magnsborinn minn?“ Eg sagði nei og hann fann rafmagnsborinn og skreið aftur undir bílinn. Snúran á raf- magnsbornUm festist undir dekkinu. Þegar pabbi togaði í fór innstungan út úr veggnum. Hann sagði: „Hver skrambinn, enginn straumur." Ilann fór að selja snúruna á boriiin og ég setti innstunguna í aftur. Það varð dynkur þegar pabbi rak hausinn upp í hilinn. Hann kom á fleygiferð út undan bílnum. Hann hoppaði upp i loftið hvað eftir annað og hristi aðra bendina. Hann æpti: „Fari ])að i sót- svart, logandi hurðarlaust!“ Eg hoppaði líka upp og hristi hend- ina. Eg hló og sagði: „Fari það í sót- svart, logandi hurðarlaust!" Pabbi flengdi mig. Eg veit ekki hvers vegna. Hvað myndi pabbi gera ef hann tryði á flengingar? NÝTÍSKU HANDTASKA. — Þessi handtaska hefir það fram yfir aðrar töskur að sameina fallegt útlit og gagnsemi. Ilún er með þrem hólfum og rúmar vel allt það sem í kven- tösku þarf að vera. Hún er búin til úr mjúku kálfskinni. Þeir vitru segja . . Ein vél getur unnið starf fimmtiu meðalmanna, en engin vél getur unnið starf eins afburðamanns. — Elbert Hubbanl. ❖ Eg vildi heldur búa með konunni sem ég elska á syndum spilltri jörð en eiga við himnaríkissælu að búa með eintómum karlmönnum. — Robert G. Ingersoll * Maður er miðaldra, þegar ’hann hættir að hugsa um hvernig hann eigi að standast freistingarnar og fer að hugsa um hvort hann fari á niis við þær. ' * Ef karlmaður elskar þig, getur engin tekið 'hann frá þér, en elski hann þig ekki, þýðir ekkert að loka hann inni til ])ess að hann sjái ekki ncina aðra. , — Mary Luytens. * Sömu gallar sem okkur finnst ó])ol- andi í fari annarra, finnst okkur ekkert athugavert við í fari okkar sjálfra, þeir eru okkur engin byrði, við sjáum ])á ekki .... — La Bruyere. * Það á við bæði um ástamál og bók- mennlir, við undrumst oft hvað aðrir geta valið sér. — Andre Maurois. * Þrár maður lieldur ekki fast við skoðanir sínar — þær halda honum. — Pope. * „Herra forstjóri, gjaldkerinn er horfinn.“ „Hafið þér gætt í peningaskápinn?" „Já, en hann var þar ekki.“

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.