Fálkinn


Fálkinn - 20.03.1953, Page 12

Fálkinn - 20.03.1953, Page 12
12 FÁLKINN Karl í krapinu — Hvernig vitið þér það? — Vitnið neitar að svara til að þaka sér ekki refsingu. — Gott og vel. Þá höldum við áfram. Það eru miklar líkur til að þér verðið milljóna- mæringur hér í Sobrante, en þér skuluð vara yður á svarthærðum manni, sem reynir að bregða fæti fyrir yður. — Hvaða .svarthærða manni. Allir dagóar eru meira eða minna svarthærðir. — Það er ekki í mínum verkahring að fara út í þess háttar aukaatriði, herra Webster. Eg get aðeins gefið bendingar en svo verðið þér að ráða gáturnar sjálfur. Lukkan beið yðar í Bandaríkjunum, sé ég, en þér fóruð á burt frá henni og tókuð ráði vinar yðar um að leita hennar hérna. Nú iðrist þér líklega eftir þetta og eruð að hugsa um að senda digrum, gömlum manni símskeyti. Hann vaggar þegar hann gengur. 1 símskeytinu munuð þér afturkalla ákvörðun yðar um að hafna tilboði, sem snertir atvinnu. En það er orðið of seint. Digri maðurinn hefir ráðið mál- inu til hlunns, og þér verðið að vera áfram í Sobrante ef þér viljið græða peninga til að bæta yður þetta tjón. Ja, svo held ég það sé ekki fieira, hr. Webster. Hann starði á hana, undrandi, aðdáandi og forvitinn. — Nú, sagði hún. — Hefi ég sagt nokkuð skakkt? — Þér hafið verið afar dugleg, af viðvan- ingi að vera, en ég er hinn vantrúaði Tómas. Eg verð að stinga fingrunum í naglaförin, svo að segja, áður en ég trúi. Hvað snertir gamla digra manninn sem vaggar þegar hann gengur, þá hugsa ég að fullkomin spákona gæti sagt mér hvað hann heitir. — Jæja, ég er ekki nema viðvaningur, eins og þér orðið það, en ég gæti reynt það. Eigum við að veðja tíu dollurum um að ég geti nefnt upphafsstafina í nafninu hans? Hann starði forviða á hana. Þetta var merkilegasta stúlkan sem hann hafði nokkurn tíma hitt. Hann þóttist nærri viss um að hún mundi vinna dollarana ef hann veðjaði, en það var sannarlega tíu dollara virði að ganga úr skugga um hvort hún hefði yfirnáttúru- lega dulargáfu, eða hvort hún væri að gabba. Svo tók hann upp gömlu vasabókina sína og lagði tíu dollara seðil á borðið. — Já, ég skai veðja, sagði hann. — Fangamark mannsins er E. P. J. — Hvert í heitasta .... Hann stóð upp. — Þegar þér biðjið um teið þá ætla ég að biðja um að fá mitt kalt. Eg þarf kælingar við eftir þetta, sagði hann. — Hérna eru tiu dollararnir yðar. — Þökk fyrir, sagði hún og stakk seðlinum inn á sig. — Eg er mjög fátæk, skal ég segja yður, og lítið dregur vesælan, bætti hún við og smellti fingrunum eins og dansstelpa. — Og hvað kostar svo spáin? spurði hann. — Finnst yður að ég eigi skilið borgun fyrir hana? — Auðvitað! — Ja-á .... e .... ef .... ef ... . Hún þagnaði og varð vandræðaleg og glápti á tærnar á sér. — Segið þér bara til — hvað á ég að borga? — Jæja, úr því að þér hafið tekið Billy frá mér í kvöld, þá gangið þér kannske í hans stað .... ef yður finnst ekki of mikils kraf- ist. Þegar við höfum borðað þá væruð þér til með að leigja bíl og aka með mér út Strand- götuna. Það eru hljómleikar þar í kvöld. — Þó svo það væri það síðasta sem ég ætti að gera á ævinni, ungfrú Ruey! hrópaði hann. Jafnvel ekki tilhugsunin um Billy gat aftrað honum frá að taka þessu boði. ÞAU SÁTU við teborðið þegar þeim • var litið upp við það að gengið var léttilega um húsagarðinn. Og til þeirra kom maður með rifinn hatt á eldrauðu og úfnu hárinu. Að öðru leyti var hann í rifinni skyrtu, sem ekki var girt ofan í strigabuxurnar, og í ilskóm úr kaktustægjum, sem aðeins fá- tækustu menn nota. — Heyrið þér, hver er það sem kemur þarna? spurði Webster. — Það er einn af kunningjum Billys, ein ástæðan til að hann nýtur ekki álits hér í Buenaventura, hvíslaði Dolores. — Hann ætl- ar sjálfsagt að tala við okkur. Maðurinn kom upp á svalirnar, tók ofan hattinn og hneigði sig með kastilianskri kurteisi. — Afsakið að ég dirfist að ganga fram fyr- ir yður, ungfrú, sagði hann. Hún brosti til þessa drykkjuræfils og Webster ætlaði að losna við hann með því að fleygja í hann skildingi, en Dolores sagði, í ekta ameríkönsku gamni: — Herra Webster, þér verðið að kynnast don Juan Cafetéro, bon vivant og borgara í Buenaventura. Don Juan, leyfið mér að kynna yður fyrir vini okkar, herra John Stuart Webster, frá U.S.A Herra Webster er félagi Williams Geary vin- ar okkar. En don Juan þekkti svo vel stöðu sína í mannfélaginu að hann dirfðist ekki að koma nærri öðrum eins höfðingja og Webster. — Það var herra Webster sem ég þurfti að tala við, sagði hann. — Hvað var yður á höndum, maður minn? spurði Webster. — Leyfist mér að spyrja yður, hvort þér, herra Webster — þegar þér voruð í New Orleans — lentuð í tuski við digran, svartan fant, með ör undir hægra auganu? Webster rétti úr sér og horfði nú á þennan glataða son Erins með meiri athygli en áður. — Já, það er alveg rétt, sagði hann. — Nú, er ekki þetta ný sönnun fyrir spá- dómsgáfu minni, greip Dolores fram í. Munið þér að ég varaði yður við svörtum manni, sem mundi reyna að bregða fæti fyrir yður? — Er yður illa við að segja mér hvað þér gerðuð við dónann? spurði don Juan. — Á sunnudaginn var hitti ég þennan mann og félaga hans, er þeir voru að ráðast á ungan, óvopnaðan, hvítan mann. Daginn eftir hittumst við við landganginn á „La Estrellita". Hann var að reka nefið ofan í það, sem mér einum kom við, svo að ég tók í nefið á honum og dró hann á því þangað til hann skrækti. Og til þess að gefa honum betri ráðningu reytti ég nokkur hár úr skegginu á honum. — Eg gæti hugsað mér að þér hafið móðg- að hann eftirminnilega, sagði don Juan. — Nú skal ég segja yður nokkuð. Eg er vinur Ignaz Lebers, sem rekur stóra verslunarhúsið í Calle San Rosario. Leber er líka umboðs- maður símafélagsins, og þegar ég er ekki of fullur ber ég út símskeyti fyrir hann. 1 morg- un kom rigningarskúr, eins og þér hafið kannske orðið var við. Þá var ég að bera út skeyti og var kominn upp að stjórnarráðs- höllinni þegar demban kom. Eg sá hvergi nokkurn varðmann, svo að ég fór inn í varð skýli og ætlaði að bíða af mér skúrina. Eg hafði drukkið nokkur glös af aquadiente áð- ur en ég fór, svo að ég varð syf jaður og blund- aði. Eg veit ekki hve lengi ég hefi sofið, en ég vaknaði við að einhver var að tala inni í port- inu og hafði hátt. „Hann heitir Webster og dvelur á Hotel Matao,“ heyrði ég að einhver sagði. „Hann er stór og sterkur, svo að þið skuluð vara ykkur á honum. En þið 'verðið að hafa gát á honum, og ef svo ber undir að þið hittið hann einan á afviknum stað, þá verðið þið að ganga þannig frá honum að hann sletti sér aldrei framar fram í málefni don Felipes framar. Eins og nú er ástatt get- um við ekki þolað að nokkur gringo sé að abbast upp á leyniþjónustu okkar, og þegar hann í tilbót leyfir sér að móðga yfirboðara okkar er mál til komið að tekið verði mál af líkkistu handa honum.“ — „Si, si, mi generále!“ sögðu þá hinir. Og svo þrammaði hershöfðinginn inn í höllina en hinir héidu áfram upp eftir götunni. — Þér vitið þá hverjir þetta voru? spurði Webster. \ — Já, og ég þekkti þá vel. Annar er ridd- araliðsforingi og heitir Francisco Arredondo, o^ hitt var José Benevides höfuðsmaður, besta skammbyssuskytta og skylmingamað- ur í hernum. Það var hann sem drap Gonzales hershöfðingja í einvígi í mánuðinum sem leið. — Hvernig lítur þessi Benevides út? — Hann er hár og spengilegur með lítið yfirskegg og demantshring á hægri hendi. Hann er hvítari á hörund en Sobrantínar ger- ast. Verið var um yður ef þér hittið hann í bænum, því að hann reynir áreiðanlega að ybbast upp á yður. Og farið helst ekki út einn á nóttinni. — Þakka yður fyrir, don Juan. Getið þér sagt mér fleira? — Það var nú eiginlega fleira, en herra Geary sagði mér að ég skyldi ekki minnast á það við yður. Það gerðist dálítið þegar ég fór út með honum í bátnum hans Lebers, til að taka á móti yður. Webster fór til hans og klappaði honum á öxlina. — Don Juan, ég fer bráðum til Banda- ríkjanna aftur. Langar yður til að koma með mér? Það kom skuggi á vot augun á don Juan, og hann hristi höfuðið. — Þegar ég er fullur hérna þá skiptir enginn sér af því, sagði hann. En í Bandaríkjunum yrði ég settur í Kjall- ann á hverjum degi. Þakka yður fyrir, herra Webster, en ég verð víst hérna þangað til yfir lýkur hjá mér.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.