Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1953, Blaðsíða 4

Fálkinn - 24.04.1953, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN IV. grein. „Eg var farþegi á Titanic44 Með þessari grein lýkur frú Dorothy Evans hinni áhrifaríku frásögn sinni af „Titanic“-slysinu. / Skelfingaróp frá sökkvandi skipi. Björgunarbáturinn færðist iengra frá „Titanic“, en við gátum samt fylgst með því sem gerðist þar, vegna þess að tunglsljósið var svo bjart. Við sáum fleiri og fleiri kasta sér í sjóinn og alls staðar heyrðust kvein og néyðaróp. Var Henry einn þeirra, sem svamlaði í ísköldum sjónum? Eða beið hann enn um borð i þeirri von að „Titanic“ mundi fljóta þangað til skip kæmu til bjargar? En nú rák- um við öll upp hljóð við þá hræðilegu sjón sem birtist okkur. Skipið stóð að Iieita matti upp á endann, var augnablik í þeim stellingum og stóð cins og skýjakljúfur upp úr hafinu, en fór svo að sökkva, sogaðist hægt niður fyrst í stað en svo hraðar og Iiraðar. „Það sekkur .... það sekkur ....“ Samhljóða hróp þúsund barka, sem öskra nærri því eins og villidýr. Og svo hverfur „Titanic", stærsta og dýrasta skip í heimi, sjónum okkar niður í undirdjúpin. Þetta var eins og óhugnanleg felumynd. Fyrir einu augnabliki var skipið þarna — livar er það nú? En það lifir ennþá í því angistarópi sem klýfur loftið, í stun- um og korri deyjandi og særðra. Þau óp berast til okkar úr sömu áttinni sem „Titanic" hvarf. Það er skipið sjálft sem veinar og allir hinir taka undir. Sumir vilja kannske skýra þetta hljóðfræðilega og scgja að ópið hafi komið þegar loftið var að pressast úr skipinu. En við heyrðum öll veinið í „Titanic“ um leið og það sökk í djúpið. Þegar „Titanic" hafði stungið stafn- inum niður brustu milligerðirnar i skipinu og farmurinn hrundi niður, vélarnar í skipinu sömuleiðis og af þessu varð gnýrinn. Ennþá sáust ljós loga í skipinu, svo slokknuðu þau og koniu svo aftur eitt augnablik, siðan varð allt dimmt og skipið sökk. Klukkan var nákvæmlega tuttugu mínútur yfir tvö. Litli björgunarbát- urinn okkar hossaðist á öldunni sem kom frá skipinu, en við vorum svo langt undan að okkur var engin hætta búin. „Hjálp! Hjálp!“ Heilan klukkutíma heyrðust ópin og veinin úr sjónum, þar sem hundr- uð manna börðust við dauðann. En það voru ekki nema fáir sem varð bjargað — og skelfingaróp liinna dauðadæmdu urðu að samfelldum klið i loftinu. Svo fækkaði ópunum smám saman, en þessir tveir eilífðar Iiálf- tímar voru svo óhugnanlegir að sum- ir björgunarbátarnir urðu að færa sig sem lengst burt, svo að fólkið sem á l)eim var skyldi ekki missa vitið. í einum bátnum fór fólkið að syngja hástöfum til að hcyra síður ópin. Kona kom á reki rétt fram lijá bátn- um okkar, augu liennar voru upp- glennt og starandi og hún var með mislitan klút um höfuðið. Við gátum ekki tekið við henni því að of margt var orðið i bátnum okkar, en skammt frá var bátur með fáu fólki. Nr. 1 stóð með hvítum stöfum á stafninum. Við bentum á bátinn og hrópuðum til konunnur að reyna að komast að honum. Við bentum og kölluðum en fólkið í nr. 1 virtist ekki heyra til okkar. Báturinn okkar kom nærri hafísjakanum og út við sjóndeildar- hringinn sást annar. Einn þeirra þriggja sem Barr skipstjóri á „Caro- nia“ hafði varað „Titanic" við. Skip! — Skip Um klukkan þrjú sáum við eitthvað dökkt úti við sjóndeildarhringinn. Það var skip. Augun í okkur brunnu, við spenntum greipar og báðum um björg- un. vSkyldi skipið taka eftir okkur? Vissi það að „Titanic“ hafði farist? Nú kom skipið nær og nær, en okkur fannst það fara hræðilega liægt. Eftir á fréttum við að.þetta skip, „Carpat- hia“ bét það, var á leið til okkar á fullri ferð. Þetta var fyrsta skipið sem kom á vettvang, því að loftskeytamað- urinn á „California", sem var miklu nær okkur, hafði farið af verði rétt áð- ur en „Titanic" byrjaði að senda neyð- armerkin. „CaIifornia“ var lítið skip og hafði aðeins einn loftskeytamann, og þetta kostaði 1500 mannslíf. Lík- lega liefðu flest þeirra bjargast ef loftskeytamannsklefinn hefði ekki verið mannlaus þegar slysið varð. Á „California“ liöfðu meira að segja sést flugeldarnir frá „Titanic", en þeir héldu þar, að þetta væru norðyrljós. Og engum datt í hug að „Titanic" •— skipið sem ekki gat sokkið — sendi frá sér neyðarmerki. Við sátum og biðum þarna í bátnum og loks var skipið komið svo nærri að við gátum lesið nafnið: „Carpathia". Við vorum ekki tekin um borð fyrr en'eftir tvo tíma og þá voru þar fyrir tuttugu farþegar úr björgunarbát nr. 2. Smátt og smátt fjölgaði um borð í „Carpat- hia“, og skipsmennirnir horfðu á okk- ur eins og vofur úr öðrum heimi. Þeir voru afar hjálpsamir, farþegarnir létu okkur eftir klefana sína og skipslækn- irinn gaf róandi lyf og sprautur. Mörg okkar höfðu fengið kal á hendur og fætur. „Carpathia" tók kringum 900 manns um borð, flesta úr björgunar- bátunum. Þeim bafði aðeins tekist að bjarga sjö lifandi úr sjónum. „Carpat- bia“ lá þarna í marga klukkutíma og lét björgunarbáta sína leita. Síðar kom vélskipið „Mount Temple" og síðast „California“. Loftskeytamaður- inn þar hafði frétt um slysið klukkan fimm um morguninn. Eg leitaði hátt og lágt og vonaði að finna Harry, en sú leit varð ár- angurslaus. En Joe, litli drengurinn fimm ára, sem ég hafði í fanginu þeg- ar ég fór frá borði í „Titanic" sleppti mér ekki. „Þú lofaðir mér að mamma skyldi koma bráðum,“ sagði hann og ég svar- aði ósjálfrátt: já, hún kemur! Það blæddi úr fótunum á mér, en ég tók ekki eftir því. Það var ekki fyrr en ein af konunum, sem var með- al farþcga á „Carpathia" hafði farið með mig inn í klefann sinn og þvegið mér um fæturna og breitt yfir mig sæng í rúminu sínu, að ég fór að hugsa eðlilega. Nú fyrst gat ég grátið. Aldrei hefði mig grunað að ég mundi gráta þannig i brúðkaupsferðinni minni. Þarna lá ég í ókunnum klefa á ókunnu skipi — og Harry var horfinn. „Þér hittið manninn yðar vafalaust í New York,“ sagði einliver og reyndi að hugga mig. Blóm á sjónum. „Harry er ekki um borð i þessu skipi, en það voru flciri skip, sem björguðu fólki,“ sagði ég. ,,Já, en reynið þér nú að sofa.“ Eg fékk sprautu i handlegginn, svo dansaði allt fyrir augunum á mér en síðan varð allt dimmt og liljótt. Það var mánudag 15. apríl sem „Carpat- hia“ liafði tekið okkur um borð, en um kl. 4 síðdegis á fimmtudag kom- um við á höfnina í New York. Þar biðu þúsundir manna og fjöldi af sjúkrabdlum, hjúkrunarfólki og lækn- um. Við biðum marga klukkutíma áð- ur en við fengum að fara í land. Fólk- ið á hafnarbakkanum fór að ókyrrast og urðu óeirðir þar. Lögréglan skarst i leikinn. Eg fann ekki Harry, hann var ekki í hópi þeirra sem höfðu bjargast, en eina gleði fékk ég i allri örvænting- unni: ég gat afhent drenginn móður hans. Frú McAllen hafði bjargast, svo að Joe litli hitti mömmu sína. Spurn- ingunuin rigndi yfir okkur: „Þér vor- uð á „Titanic". Þér munuð ekki vita hvað varð að manninum mínum — konunni minni — barninu mínu?“ Eg varð að hrista höfuðið því að ég gat engu svarað. Faðir minn sótti mig til New York, hann vildi ekki láta mig verða eina á heimleiðinni. Við fórum með þýsku skipi, en ég liefi gleymt bvað það hét. Mér var sama um allt, ég var dauð ðr ÉH i IDIMÍ 700 bréf skitnaðarsök. Ameríski hermaðurinn Arthur Mar- ques, sem er í Kóreu, sagði nýlega félögum sínum frá því að hann héfði fengið 515 bréf frá vinstúlku sinni í Kaliforníu á fimm mánuðum, en á sama tíma hafði hann se-nt henni ö7(i bréf. Það er ekki að sjá að hermenn- irnir í Ivóreu hafi mikið að gera úr því að þeir geta skrifað fjögur kær- ustubréf á dag. En þó að þetta sé mikið er það alls ekki met. í hjónaskilnaðarmáli í Bandaríkj- unum voru lögð fram 700 bréf, sem kvæntur maður hafði skrifað vin- stúlku sinni. Efni bréfanna var þess eðlis að eiginkonan fékk skilnað und- ir eins. Maðurinn hennar hafði skrifað hjákonunni sex bréf á dag að meðal- tali. Tsjaikowski, Jónskáldið mikla, var iðinn bréfaskrifari. Hann skrifaði Nadeju von Meck 5000 ástarbréf. Franska Jeikkonan Juliette Druoet var ástfangin af Victor Hugo og þeirri ást lýsti hún fyrir skáldinu í 15.000 brennheitum bréfum. Það er ekki bægt að gera ráð fyrir að bréfin bafi verið löng úr þvi að þau voru svona mörg. Lengsta ástarbréf sem nokkurn tima hefir verið skrifað er geymt í British Museum. Það var einn af sendimönnum Elísabetar drottningar sem skrifaði unnustu sinni þetta bréf, sem var 400 blaðsíður og um 500.000 orð. — Napoleon var vanur að skrifa í símskeytastil þegar liann sendi Jósefínu sinni línu. Meðan honum þótti vænt um hana sendi hann henni bréf á hverjum degi, 60—80 orð. Mussolini skrifaði Petracci vinkonu sinni líka á hverjum degi. En Nelson lávarður lét duga að senda sinni út- völdu eitt bréf á viku. Nunnan strauk með 95.000 kr. I þorpi skammt frá Bio de Janeiro stofnuðu nunnur klaustur, og héldu þar samkomur og söfnuðu gjöfum til liknarstarfsemi. En þegar að var gáð kom það á daginn, að páfinn liafði afnumið klausturregluna sem nunn- ur þessar töldu sig til, fyrir hundrað ■árum. Það kom á daginn að allar nunnurnar voru falskar. Og einn góð- an veðurdag hvarf abbadisin og með henni allir peningarnir sem safnast höfðu, tæplega 100.000 krónur. Eitt barn á mánuði. Ungur maður í Eskilstuna, sem er kvæntur og átti eitt barií með kon- unni, eignaðist fjóra króga utan hjá í fyrra. Sá fyrsti fæddist i mars, annar í apríl, þriðji í maí og fjórði i júní. Býður nokkur betur? og fann að ég nnindi aldrei verða glöð framar. Eg keypti blóm í New York og þriðju nöttina sem við vorum á sjónum læddist ég út á þilfarið og fleygði blómunum í sjóinn. „Vertu sæll, Harry — ástin mín!“ Rósirnar flutu dálitla stund, svo sá ég þær ekki framar. Fjörlutíu ár eru liðin siðan „Titan- ic“ fórst. Nú er ég 63 ára og timinn læknar öll sár. En skelfingarnóttin 15. apríl 1912 liefir brennt sig svo inn í meðvitund mdna, að ég sé hana fyrir mér jafn glöggt og hún hefði verið í nótt sem leið. E N D I It.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.