Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1953, Blaðsíða 9

Fálkinn - 24.04.1953, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 þegar ljósmyndarinn ætlaði að taka mynd hafði tónsnillingurinn mikli barið í myndavélina svo að hún hraut langar leiðir út á gólfið. Og nú var Brairubinsky horf- inn án þess að blöðin hefðu fengið nokkra línu og því síður mynd af honum. Frammi í salnum ágerð- ist hávaðinn sí og æ, og einn gagnrýnandinn sagði við fram- kvæmdastjórann: — Farið þér inn og segið eitthvað við fólkið. — Já, segðu eitthvað! hrópaði frúin í geðshræringu. Framkvæmdastjórinn vogaði sér inn á nýjan leik. Enginn mað- ur 'hafði farið út, og loks kyrrðist svo í salnum að manngarmurinn gat fengið hljóð. — Dömur og herrar! byrjaði hann. — Við biðjum alla um að afsaka, en v. . . . ehe .... hm .... Herra Brairub- insky varð því miður að yfirgefa okkur strax .... En við megum ekki gleyma því að við höfum fengið tækifæri til að heyra þenn- an sniliing í heila tvo tíma.. Já hm .... hljómleikunum er lokið! Hann brosti ofurlítið og hypj- aði sig út aftur. Áheyrendur tóku þetta gilt. Þeir voru þegar búnir að hamast svo mikið að nú fyrirgáfu þeir Brairubinsky, — af því að lista- menn eru stundum svo einkenni- legir í háttum. En hvernig fer með veisluna? andvarpaði kona framkvæmda- stjórans. — Ætli hann geri ekki vart við sig á eftir, sagði framkvæmda- stjórinn og reyndi að sýnast ró- legur, þó að hann væri allt annað. SÍÐAR vitnaðist að Brairub- inski hafði komið með járn- brautarlest áður en flugvélin kom og hann hafði fengið afgreiðslu hjá tollmönnunum áður en það komst upp hver hann var. Þegar öll móttökunefndin kom á flug- völlinn og blaðamennirnir, var hinn frægi maður horfinn inn í borgina fyrir löngu. Klukkutíma eftir að hljómleikunum lauk var stór peningaupphæð afhent rit-v stjóra eins blaðsins í borginni. „Borgun fyrir skemmdir á ljós- myndavél“, stóð á blaði sem fylgdi. En áður en viðtakandinn hafði áttað sig var sendillinn sem kom með peningana horfinn. Þegar Brairubinsky kom til borgarinnar setti hann mest af farangri sínum í geymslu á járn- brautarstöðinni og gekk svo út til að skoða bæinn. Hann hafði ekki annað meðferðis en litla handtösku með kjólfötunum sín- um. Sem ungur og ókunnugur píanóieikari hafði hann einu sinni komið í þessa borg með umferða- hljómsveit og nú ætlaði hann að rifja upp endurminningarnar. Hann lét hattinn slúta svo að hann þekktist síður, og honum hló hugur í brjósti yfir að hafa leikið á móttökunefndina. Þegar hann hugsaði til framkvæmda- stjórans og áheyrendanna hló hann eins og skólastrákur, sem hefir leikið á kennarann sinn. Veðrið var indælt og fuglasöng- ur og vor í lofti og Brairubinsky komst áður en hann vissi út úr miðbænum og í garðgöturnar í úthverfinu. Hann vék úr vegi fyrir börnunum sem léku sér á gangstéttunum og brosti vin- gjarnlega til hinna fullorðnu, sem hvorki datt í hug að Ijós- mynda hann eða fá rithöndina hans eða spyrja hvaðan hann væri eða hvert uppáhaldstónskáld hans væri. Aðeins á einum stað sá hann hvíta, stóra auglýsingu með rauðu letri: „Mesti píanó- leikari samtíöarinnar! Brairub- insky! Allt uppselt á hljómleik- ana! Hann mun hafa gengið kring- um klukkutíma eða vel það, þeg- ar honum fannst hann verða að snúa við inn í borgina aftur og hitta móttökunéfndina. En þá heyrði hann hljóma út um opinn glugga, veika tóna úr Appas- sionata. — Hvílíkur leikur — mikið er þetta hræðilegur leikur! Meistarinn nam staðar. — Þetta undraverk tónlistarinnar — í c-dúr — spilað með einum fingri! Snillingurinn stóð nokkrar sekúndur og hlustaði. Svo sneri hann við og gekk upp að húsdyr- unum. Tónarnir þögnuðu þegar hann hringdi dyrabjöllinni. Létt, hikandi fótatak heyrðist fyrir innan dyrnar, og lítill tíu ára drengur stakk hausnum út um gættina en hrökk til baka er hann sá manninn fyrir utan. — Varst þú að spila? sagði listamaðurinn byrstur. Drengur- inn horfði forviða á hann en Brairubinsky var fljótur að af- ráða hvað gera skyldi. Ef dreng- urinn skyldi ekki orð hans þá átti hann kannske ihægt með að skilja tónlist hans. Hann ýtti drengnum til ’hliðar, fleygði af sér frakkan- um og hattinum og fór inn í stof- una. Fyrst leit hann hikandi kringum sig. Nei, þarna var eng- inn til að trufla. Drengurinn stóð frammi við dyr. Brairubinsky sneri sér að honum og brosti. — Komdu nær, ég ætla að spila fyrir þig! Drengurinn skildi 'hvorki orðin né hitt, að hann var að lifa merki- legustu stundina á ævi sinni. En honum óx hugur er hann sá manninn brosa, og þegar gestur- inn settist við hljóðfærið færði drengurinn sig nær. Appassionata! Brairubinsky lét lygilea t - en satt þó ★ ★ ★ Yngstu foreldrar Norðurlanda eru 27 ára — samtals. — Og bæði á barns- meðgjöf af ríkisfé. í hinum fornfræga stað Uppsölum í Svíþjóð gerðist það undur 25. nóv- ember síðastliðinn að þrettán ára gömul stúlka ól barn, en faðir barns- ins var rúmlega fjórtán ára. Þessir ungu foreldrar eru þannig- ekki eldri en svo að foreldrar þeirra fá barns- meðlag frá ríkinu með þeim í tvö ár enn. Meðlagið er að vísu ekki hátt, aðeins 72.50 sænskar krónur á árs- fjórðungi. En eftir að nýja barnið bættist i bópinn vex meðlagið um 72.50 á mánuði fyrir þessa ungu fjölskyldu. Barnið fæddist á fæðingarstofnun i Uppsöium og móður og barni heilsast vél. Barnið var stúlka og vóg 3,4 kiló — eða rúmlega 13'A mörk að gömlu tali. Móðirin er nú orðin 14 ára, hún átti afmæli á gamlaársdag. En faðirinn er fæddur 17. niars 1938. Hann hefir lok ið barnaskólanámi og er orðinn lærl- ingur hjá verslunarfyrirtæki. Fulltrúi barnaverndarnefndarinnar, sem hefir liaft afskipti af þeim, telur engan vafa á, að þetta kærustupar mundi halda saman framvegis. Þau liafa þekkst rúmt ár og elska hvort annað „út af lifinu", segir hann. Þegar hinn ungi faðir var spurður af blaðamönnum um framtíðaráætl- anirnar, svaraði hann ofur fullorðins- lega: — Við höfum nú eiginlega ekki hugsað mikið um framtíðina. Barna- verndarnefndin vill láta okkur gefa einhverjum barnlausum 'lijónum hana dóttur okkar, en við höfum ekki af- ráðið hvort við gerum það. Við skrif- umst á daglega og erum ákveðin í þvi að verða hjón. Eg vil ekki segja yður ennþá livað barnið á að heita. Þetta er sænskt met og líklega Norð- urlandamet líka. Að visu eignaðist tólf ára gömul telpa í Svíþjóð barn fyrir nokkru, en þar var faðirinn miklu eldri. Fyrir 40 árum kom það fyrir í Kaupmannahöfn að 13 ára gamail mjólkursendill eignaðist barn með 15 ára stúlku. Sá viðburður varð frægur fyrir það, að þegar hinn ungi faðir kom á spítalann til að liilta barns- móður sína, var krakkinn hágrenj- andi, en faðirinn lét sér hvergi bregða fingurna leika um nóturnar. Það voru orðin mörg ár síðan hann hafði leikið þetta lag síðast. Appassionata ......... Hann gleymdi hvar hann var, að hann hafði ruðst inn í ókunnugra hús, einmitt á sama tíma sem 'honum bar að vera á öðrum stað .... Og listamaðurinn lék af meiri til- finningu en hann hafði gert nokk- urn tíma áður, tækni og andagift runnu í eitt. Þarna voru engir áheyrendur nema litli drengurinn sem stóð há hljóðfærinu, þetta var ekki fest á neina grammófón- plötu eða gleypt af hljóðnema út- varpsins. TVEIR FORSETAR. — Eisenhower stendur hér alvörugefinn fyrir fram- an líkneski hins mikla fyrirrennara síns, Abrahams Lincoln, meðan tveir liðsforingjar leggja krans frá Eisen- hower á fótstallinn. Athöfnin fór fram á afmæli Lincolns, og voru þá liðin 144 ár frá fæðingu hans. og fór að liugga barnið, með þessum orðum: „Hvorfor væler du saadan, min dreng? Far er jo hos dig!“ (Hvers vegna orgaðu svona, drengur minn? Sérðu ekki að hann pabbi þinn er hjá þér). Þessa setningu notaði hinn ágæti kímnileikari Frederik Jensen á Nörrebros Teater, með góðum árangri í næstu „revy“ sinni. Ef atburðurinn i Uppsölum hefði gerst einhvers staðar í löndunum ná- lægt miðjarðarbaug, hefði iiann ekki vakið neina athygli. Þar þykir ekki nema sjálfsagt að börn giftist tíu ára, eða svo, til dæmis í Indlandi. En hér telst saga 13 ára móður og 14 ára föðurs til viðburða. Og hún hefir það umfram söguna um sjö-burana i Chile, sem flaug um alla veröld nýlega, að hún er ekki lygi lieldur dagsönn. — • Og úr því að farið er að tala um barneignir er rétt að segja aðra sögu, þó að luin sé orðin gömul. Mektar- bóndi í sveit eystra átti barn með sonardótlur sinni. Ef það liefði verið dóttir lians, þá hefði það heitað blóð- skömm, og bæði fengið stranga refs- ingu eða jafnvel líflát. En hvorugt þeirra vissi, að þau voru skyld, því að barnið hafði verið rangfeðrað. Það er trú manna, að börn ná- skyldra gefist ekki vel, en verði úr- kynjuð, gagnslaus, og stundum fá- eða liálfbjánar. En ekki varð því til að dreifa i þetta skipti. Barnið, sem út af þessu hlaust varð snemma efnis- maður og síðan dugnaðarbóndi. Af ætt haris i fjórða lið cr margt fólk á lifi nú, þegar þetta er skrifað (árið 1897). Eru þeir afkomendur víða um land, og einn þeirra hefir fengið heið- ursverðlaun úr Styrktarsjóði Kristjáns konungs níunda fyrir jarðabætur, upptök að márgvíslégum framförum í sveit sinni. Hann dó liáaldraður, og þótti jafnan fyrirmynd allra manna að likamsprýði og háttvisi, þó að stundum deildi haftn á prest sinn, og túlkaði heilaga ritningu á annan veg en hann.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.