Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1953, Blaðsíða 10

Fálkinn - 24.04.1953, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN Hróar og Helgi Framhaldsmyndasaga fyrir unglinga. 1. Einu sinni var kóngur í Dan- mörku sem Hálfdan liét. Drottningin hans var dáin og einkadóttir hans gift Sævari jarli. Sævar var voldug- asti maður í ríkinu, næst kónginum. Hálfdan'var góður konungur. Hann stjórnaði landinu með hyggindum og mildi, fólkið elskaði hann og allir voru vinir hans. Reginn, einn af hans tryggu þegn- um, átti heima skammt frá höllinni ásamt konu sinni og börnum. Reginn fóstraði tvo unga syni konungs_ Hró- ar og Helga. Reginn kenndi drengj- unum allt, sem ungir menn þurftu að kunná í þá daga. 2. Hróar og Helgi áttu skemmtileg- asta daga á sumrum. Þá kiifruðu þeir í trjánum, stukku yfir lækina og syntu i sjónum. Stundum sigldi Reginn með þá langt til liafs, og Helgi var fljótur að læra að haga seglum. — En Hróar hafði mest gaman af að vera á hest- baki. Drengirnir áttu örvar og boga og skildi og sverð, hæfilegt við vöxt þeiíra. Þeir æfðu sig i vopnfimi að hætti fullvaxinna manna. Þegar vetraði voru kynntir lang- eldar í konungshöllinni. Og þeir Hró- ar og Helgi lærðu að rista rúnir í tré. Rúnirnar voru notaðar á sama hátt og bókstafirnir núna. 3. Hálfdan kóngur átti bróður þann er Fróði hét. Var hann kóngur í næsta ríki og öfundaði Hálfdan, því að ríki Fróða var minna en Iians. Þeir voru litlir vinir, þvi að Fróði var jafn illur og slægur sem Hálfdan var góður og hreinskilinn. Eina nótt, er Helgí var tíu vetra en Hróar tólf, réðst Fróði kóngur á bróð- ur sinn í Hleiðru. Hálfdan kóngur var í svefni og allir lians menn. Fróði setti vörð við allar útgöngudyr og bar svo eld að húsum og vildi brenna bróður sinn inni. Hálfdan kóngur freistaði útgöngu, en féll. Bauð Fróði hirðinni þá grið, ef lnin vildi sverja sér lvollustueiða. 4. Meðan á orustunni stóð tókst Regin að bjarga sveinunum Hróari og Helga út um leynigöng. Héldu þeir niður að víkinni og fóru hljóðlega, því að Reginn vissi að Fróði mundi drepa sveinana ef hann næði þeim. — Þeir fundu bát í vikinni. „Hvert skal nú halda, fóstri?“ hvíslaði Helgi. „Út í eyjar til Vífils," svaraði Reginn. — Eg er mikið svartsýnn þessa dagana. í hvert skipti sem vinkonur konunnar minnar fá sér eitthvað nýtt, vill hún endilega eignast það sama. — Eins og þú hafir ekki efni á að veita henni það? — Það er nú svo. í gær fékk besta vinkona hennar sér nýjan mann! * Hún iét ljósmynda sig á rústum forngrisks musteris. — Þér megið ekki láta bílinn minn sjást á myndinni, segir hún, -— þvi að þá heldur hann pabbi vafalaust að ég hafi ekið á húsið! * Nærsýnn maður var boðinn í mið- degisverð. Klukkutíma eftir að hann hafði kvatt kom húsbóndinn fram í ganginn og þar stóð gesturinn enn, með hatt og í frakka. Hann virtist mjög viðutan. — Hvað er þetta? spurði húsbónd- inn, — stendurðu hér enn? — Já, svaraði sá nærsýni, — ég missti gleraugun mín og gat ekki séð sjálfan mig i speglinum, svo að ég hélt að ég væri farinn. * — Þið piparsveinarnir eruð alltaf óánægðir með lífið. Giftu þig — þá ertu minnsta kosti ánægður þegar þú ert ekki heima. Vitið þér...? vas-x að venjulegt samtal hljómar helmingi sterkar en þytur í skógi. Hljóðstyrkurinn er mældur í ein- ingum, sem eru kallaðar „fón“, og er þá miðað við það hljóð, sem er svo veikt, að eyra mannsins getur aðeins skynjað það. Það er vitanlega mis- jafnt hvað fólk talar hátt þegar það talar saman, en meðalstyrkur raddar fólks sem talar saman er 40 fón. Hins vegar er styrkur þytsins í skóg- artré ekki nema 20 fón. Liðsforingi sem skipar brýnir röddina svo að hún verður tvöfalt sterkari en venjuleg samtalsrödd, eða 80 fón. að gerðar hafa verið í Ameríku sérstakir rafmagnslampar (per- ur), sem cyða ólykt í eldhúsum eða stofurn? Þetta cr ekki gert með efnum sem drekka í sig vonda loftið eða fram- leiða aðra lykt til að eyða því, heldur valda geislarnir frá perunni því að súrefnið í loftinu breytist í ozon, en þessi lofttegund eyðir slærnu lofti. Þessar lofthreinsunarperur geta brunnið samfleytt í hálft ár. NÚ MÁ SÓLIN KOMA! — Ennþá er snjór og kuldi á Norðurlöndum, en þessi unga stúlka er farin að búa sig undir vorið og hefir keypt sér bæði sólgleraugu og sólhlíf. LEIKKONA í HÁLOFTSFLUGI. Franska filmudísin Simöne Renan er að kynna hér þrýstiloftsflug um þess- ar mundir, í tilefni af því að hún á að leika í mynd sem gerist að nokkru leyti í jetflugvél. — Hér sést hún með útbúnað sinn áður en hún fer í fyrstu háloftsferðina. Vegna krýningar Elísabetar Breta- drottningar hafa alls konar minja- gripir komið á markaðinn. Þessi stúlka, sem við sjáum hérna, hefir valið sér höfuðklút með mynd drottningarinnar. FÁLKINN - VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM - Afgreiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út á föstudögum. Áskriftir greiðist fyrirfram. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaitested. - IIERBERTSprent. (^RBEITSAMT 1 i. ' ----— L „Það er ekki bráðnauð- synlegt að það sé vinna — það er fyrst og fremst staða sem mig vantar.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.