Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1953, Side 3

Fálkinn - 29.05.1953, Side 3
FÁLKINN 3 ‘Pióðleikhúsið: La TrnvmtA Aðulhlutverk: ' Hjördís Schymberg, Einar Kristjánsson og Guðmundur Jónsson. Hjördís Schymberg. HIN víðkunna ópera Verdis „La Travíata“ var flutt i fyrsta sinn i Þjóðleikhúsinu föstudaginn fyrir hvitasunnu, við mikla hrifningu á- heyrenda. Um þessar mundir eru liðin rúm 100 ár frá því að þessi ópera var flutt i fyrsta sinni, en það var í Fen- eyj-um 0. mars 1853. Þá liafði Verdi samið samtals 18 óperur áður, har á meðal „Iiigoletto“, sem fiður hefir verið flutt hér í Þjóðleikhúsinu við miklar vinsældir. ASalh'lutverkin í „La Travíata" leika og syngja sænska hirðsöngkon- an Hjördís Schymberg, sem fer með hlutverk Violettu af mikilli snilld. Einar Kristjánsson er fer með hlut- verk Alfredo vísigreifa ástmanns Vio- lettu og Guðmundur Jónsson er fer með hlutverk Giorgio Germont, vísi- greifa faðir Alfredos. Aðrir leikendur og söngvarar í óperunni eru Svanhvít Egilsdóttir, Guðbjörg 'Þorbjarnardóttir, Guðmund- ur II. Jónsson, Ævar Kvaran, Einar Eggertsson, Jón Sigurbjörnsson, Mari- us Sölvason, Þorlákur Halldórsson og Sighvatur Jónasson. Þjóðleikhúskór- inn aðstoðar við sýninguna, og hljónir sveitina skipa liljóðfæraleikarar úr Sinfóniuhljómsveitinni og hljómsveit Þjóðleikhússins. Hljómsveitarstjóri er dr. Victor Urbancic, en leikstjóri Simon Edwardsen. Leiktjalda- og búningateikningar hefur Lárus Ing- ólfsson gert. Meðal viðstaddra á frumsýningunni voru forsetahjónin. Var söngvurunum afburðavel tekið af áhorfendum og aðalsöngvararnir, þau Hjördis Scliymberg, Einar Krist- jánsson og Guðmundur Jónsson köll- uð fram á sviðið i lok hvers þáttar, og í sýningarlok voru iþau ákaft hyllt. Bárust þeim að lokum fagrir blóm- vendir, og ennfremur barst hljóm- sveitarstjóranum og leikstjóranum blóm. Um söng þeirra þremenninga er óþarft að fjölyrða. Hann var lirífandi og fágaður eins og vænta mátti, en bæði Hjördis Schymberg og Einar Kristjánsson hafa oftsinnis áður leik- ið þessi lilutverk í „La Traviata", og getið sér frægð fyrir, enda er söngur þeirra og leikur mjög hrífandi og snart áhorfendur. Guðmundur Jóns- son syngur þarna aftur á móti í fyrsta sinn í þessari óperu, og nnin enginn hafa orðið fyrir vonbrigðum af frammistöðu hans, frenmr en í „Rigoletto", þar sem segja >má að hann hafi „slegið í gegn“. Hin þróttmikla rödd lians yfirgnæfir hljómsveit og kór, og framkoma hans öll á sviðinu einkennist af hógværð og smekkvisi. Önnur sönghlutverk voru iýtalaust af hendi leyst, og sýningin því sam- felld og heilsteypt — fullkominn leik- hússigur, sem vitnar um það, að Þjóðleikhúsið liefir ekki reist sér hurðarás um öxi, þótt það taki til flutnings þessa frægu ópéru með nær eingöngu islensku söngfólki, en eini erlendi söngvarinn í óperunni er Hjördís Schymberg. Óperan „La Traviata“ >er í fjórum þáttum og er óperutextinn eftir Francesco Maria Piave. Fyrsti þáttur gerist lieima hjá hinni fögru Violettu. Það er gestaboð hjá henni og meðal gestanna er ungur gjörfilegur maður, Alfredo Geromont vísigreifi, en hann fellir ástarhug til Violettu. 1 sam- kvæminu virðist Violetta allt í einu ætla að falla í öngvit, en hún er mjög heilsutæp, og verða gestirnir mjög kvíðafullir, en hún fullvissar þá um að þetta muni liða frá. Gestirnir fara þá inn í danssalinn, en hún verður ein eftir í stofunni. Alfredo kemur til hennar og tjáir henni, að hann hafi miklar áhyggjur út af hinu gálausa iiferni hennar, og hvetur liana til þess að binda enda á hið taumlausa skemmtanalíf, sem hún hafi' hvorki lieilsu né sálarþrek til þess að þola. um þriggja mánaða skeið óbrotnu, en ástriku lífi, fjarri glatimi og gleði heimsins. Þangað keniur Annina her- hergisþerna Violettu, frá París, þar sem lnin hefir verið að seija skraut- gripi og aðrar eignir Violettu, til þess að standast straum af rekstrarkostn- aði sumarbústaðarins. En ennþá skortir fé, svo að Alfredo ætlar sjálf- 'ur til Parísar til þess að útvega féð, en biður Anninu að láta Violettu ekk- ert vita um erindi sitt. Þegar Alfredo er farinn, kemur Violetta fram á sviðið og er nú lát- laus í klæðaburði, og eirðarleysið í svip hennar og fasi er liorfið. Hún fer að lesa póstinn, meðal annars boðs- bréf frá gamalli vinkonu, Flóru Bervoix, sem ætlar að halda mikla veisiu þá um kvöldið. í sama bili tilkynnir þjónninn að gest hafi borið að garði •— það er Giorgio Germont, faðir Alfredos. Hann vill að Violetta og Alfredo bindi skjótan enda á þetta hneykslanlega ástarævintýri. Violetta heyir harða baráttu með sjáifri sér og ])egar Giorgio Germont er farinn hripar hún Flóru hréf, þar sem liún kveðst þiggja heimboð henn- ar um kvöldið. Hún ætlar einnig að fara að skrifa Alfredo, en í sömu mund kemur hann inn. Hann vill fá að sjá 'bréfið, en Violetta færist undan. Hann liefir einnig sínar áhyggjur við að striða, því hann hefir nýlega feng- ið þykkjuþungt bréf frá föður sínum. —Violetta segist ætla að fleygja sér fyrir fætur föður hans og grátbiðja hann um að stía þeim ekki sundur, Úr 3. þætti. Hjördís Sehymberg og Guðmundur Jónsson. Hún verður snortin af umhyggjusemi iians, og hann tjáir lienni ást sína. Vioietta segir honum þó, að hollast muni fyrir hann að gleyma sér, enda telur lnin sjálfa^sig jafnólíklega til þess að breyta um líferni og að færa fórnir á altari ástarinnar. Um leið og lnin kveður Alfredo réttir liún honum sa-mt blóm og segir að liann megi ekki koma aftur i heimsókn fyrr en það sé fölnað. Ástarjátning Alfred- os iiefir liaft sterk áhrif á liana, og luin fer að velta þvi fyrir sér hvort þessi hreina og einfaida ást, sem hana dreymdi sem barn, eigi raun- verulega eftir að verða að veruleika. En svo visar iuin þessum iiugsunum á bug. Hún er eins síns liðs í París, og ekki búin öðrum vopnum en feg- urð sinni og yndisþokka. Hún á því ekki annars úrkostar en að kasta sér út í tryllta hringiðu næturlífsins i Paris. Þegar annar þáttur hefst, hefir orð- ið stórfelld breyting á liögum Violettu og Alfredos. Þessi þáttur gerist i fögr- um sumarbústað i Auteil, skannnt frá Paris, þar sem elskendurnir liafa lifað og hún spyr Alfredo hvort liann elski sig af heilum huga. Hann játar því en hún lieldur samt áfram að gráta. Hún fer út í garð og kveðst ætla að biða þar eftir honum, meðan þeir feðgarnir ræðist við, en litlu síðar kemur þjónninn með þær fréttir, að Violetta sé lögð af stað til Parisar í vagni sínum. Síðar kemur sendiboði með bréf frá Violettu. — Alfredo yfir- bugast af sorg, þegar liann hefir lesið fyrstu iínurnar, og þegar iiann snýr sér við, stendur faðir lians frammi fyrir honum. Alfredo kastar sér i faðm hans, og Giorgio Germont reynir að hughreysta son sinn, og vill fá hann með sér heim til æskustöðv- anna, þar sem lífið hafði ávallt leikið þeim í lyndi. Alfredo sest við skrif- horð Violettu og rekur þar augun i boðsbréfið frá Flóru Berviox til Violettu. Hann ímyndar sér nú að Douphol barón, hafi lokkað hana til sin á ný, og liraðar sér til Flóru og hyggst liefna harma sinna fyrir liið ímyndaða ístöðuleysi og ótryggð Violettu, en hlustar ekki á fortölur föður síns. Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.