Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1953, Síða 4

Fálkinn - 29.05.1953, Síða 4
4 FÁLKINN ORGUNN einn snennna i júní 1952, réttu ári fyrir krýninguna stóð Elísabet drottning í krýningar- skikkju föður sins á steinþrepunum við Kensington Palace, sömu þrepun- um, sem Victoria drottning gekk morguninn sem iiún var krýnd fyrir 115 árum. Gullvefurinn i skikkjunni, með arnarmyndum og táknmynduni. féll vel við líkama hinnar ungu konu, og Mary ekkjudrottning liorfði á- nægjulega á liana, Elisabet bafði ekið til Kensington Palace, sem nú er safnahús, tii þess að bera saman krýningarklæði föður síns og Victoriu langa-langiimmu sinnar, síðustu ríkjandi drottningar i hásæti Bretlands. Og í Kensington Palace beið Mary ekkjudrottning, sem ])á var orðin 86 ára og er nýlátin. Elísabet kyssti ömmu sína, sem tiorfði á meðan hún var að prófa krýningar- klæði Victoríu, sem voru alltof stutt. Victoría var lítil vexti. Drottningin á ekki aðeins að velja sér krýningarskrúða: hún verður líka að æfa sig i að vera fljót að skipta um föt, því að hún hefir tvisvar fataskipti að nokkru leyti meðan á athöfninni í Westminster Abbey stendur. Silki- kjóltinn, sem liún verður i, undir karmosinrauðu og skarlatrauðu skikkjuni verður saumaður nýr handa henni. Victoria drottning var í al- hvítum kjól en minna var af gim- steinum á honum en kjólum fyrrver- andi drottninga. Þá var liún í hvítum silkisokkum með fangamarki sínu ísaumuðu með gutl])ræði, og á purp- urarauðum flauelsskóm með rósum, og skjaldarmerki Englands á tánum. Imperial State Crown, gerð uppruna- lega handa Victoríu drottningu, er úr silfri en gyllt, og vegur 3 pund. Hana notar drottningin í síðasta þætti krýn- ingarinnar. — Að neðanverðu: Gull- sporarnir og „Hringur Englands". St. Edwards-kórónan, sem er notuð fyrst við krýninguna, en er 5 pund á þyngd. Ilíkiseplið, kross-veldissprotinn og dúfuveldissprotinn. Kryeingín í Lomdom Síðari grein Elísabet verður í hvítum kjól, lítið ísaumuðum, en úr þykku silki, og sjálf hefir hún valið munstrin að þvi sem sáumað verður i hann. Sokkarnir verða hvítir og úr silki, en skórnir með hálfháum hælum. Droitningin notar ávallt þægilega skó. Hún ákveður líka sjálf livernig hár- ið verður greitt, en við greiðsluna verður að taka tillit lii hve langt fláuelsreimin í kórónunni gengur nið- ur á höfuðið, og að hárið aflagist ekki er hún hefir fataskipti og setur kórón- una upp eða tekur hana ofan. Hár- greiðslan fer fram kvöldið fyrir krýn- inguna. Krýningarundirbúningur drottning- arinnar liófst undir eins og faðir hennar var kominn í gröfina. Drottn- ingin er nfl. látin ráða fram úr öllum hugsanlegum atriðum sjálf og ]iún ræður öllu um fyrirkomulagið og segir hertoganum af Norfolk fyrir verkum', ákveður hvaða maður geri livert verk o. s. frv. Hún samþykkir allar áætlanir sjálf eða hafnar þeim. Þcgar hún verður krýnd, 2. júni, sem sjötta rikjandi drottning Englands og 41. þjóðhöfðingi siðan Vilhjálmur Normannakonungur lagði undir sig England, er það mikill undirbúningur, sem liggur að baki. Trúarþýðing krýningarinnar. Krýningin er ekki fyrst og fremst glæsilegur sjónleikur og söguleg sýn- ing, heldur mjög hátíðleg trúarathöfn. Dómprófasturinn í Westminster Abl)ey, Alan C. Don býr drottninguna undir krýninguna og leiðbeinir henni um helgisiðina sem lienni fylgja. En eiðurinn sem drottningin vinnur er persónulegt heit hennar og þess vegna ræður liún orðalagi þess sjálf. Með sínum eigin orðum lofar liún að halda landslög, vernda mótmælendakirkj- una og þjóna réttlætinu. Krýningarathöfnin, sem tekur 2% tíma er alvarleg athöfn, i nánu sam- bandi við sakramentin. Krýningar- siðirnir eru mjög margbrotnir, og það tekur langan tíma að læra þá. Drottningin þarf að vísu ekki að taka til máls nema fimm sinnum, auk ])ess sem hún vinnur eiðinn, en hún verður að læra livernig hún á að hreyfa sig og livar hún á að koma inn á milli, og það er enginn hægðarleikur, því að það eru 45 'bænir og ræður, sem erki- biskupinn af Kantaraborg þylur. Allt það sem drottningin hefir kringum sig og hvernig hún á að notg það, er langur bálkur. Hún verður að muna hvenær liún á að flytja sig milli þriggja stóla, og líka á hún að nota þrjú mismunandi knéföll. Tvisvar verður hún að hafa fataskipti. Og tvær kórónur verður hún að láta setja á sig. Fyrri hluti krýningarinnar. Drottningin kemur til Westminster Abbey i karmosinrauðri kápu, „Crim- son Robbe of Estate“, gengur inn eftir kirkjugólfinu og inn kórinn að svo- nefndum „játningarstól" — „Recogni- tion Cbair“, sunnan við háaltarið. Þar fellur liún á kné og biður bæn áður en hún gengur að krýningarstólnum, „Coronation Chair“, sem einnig er nefndur „St. Edwards Chair“, en und- ir honum' liggur hinn nafnkenndi Scone-steinn, sem stolið var fyrir nokkrum árum, en kom aftur í leit- irnar í Skotlandi. Nú snýr hún sér til austurs, vésturs, suðurs og norðurs til að taka á móti viðurkenningu ])jóð- ar sinnar. Svo snýr luin aftur að , Recognition Chair“, og þar hefst altarisgangan. Siðan gengur hún fram að altarinu og vinnur krýningareið- inn, með höndina á Biblíunni, og svarar þeim spurningum, sem helgi- siðirnir gera ráð fyrir. Síðan fellur hún á kné, kyssir Biblíuna og undir- ritar krýningareiðinn. Snýr síðan aftur að krýningarstólnum til að und- irskrifa annað skjal, „The Declara- tion“ — yfirlýsinguna. Þetta er fyrsti og einfaldasti hluti athafnarinnar. Drottningin hverfur nú inn i St. Edwvards kapelluna, bak við háaltarið og fer í eins konar rykkilín, Colobium Sindonis, sem er skósíður, hvítur linsloppur með knipplingum, en utan yl'ir það fer hún í skósíða tuniku, gullsaumaða. Kemur hún því næst fram að báaltarinu berhöfðuð, sest í krýningarstólinn og fellur svo á kné til ]>ess að láta smyrja sig. Orn úr gulli, með viðsmjöri í er borinn fram og út um nefið á honum er viðsmjör- inu liellt í „krýningarskeiðina". Bisk- upinn vætir tvo fingur í viðsmjörinu og smyr clrottninguna. Nú snýr drottningin sér fram og sest í krýningarslóiinn, og næst eru henni færðir „gullsporarnir" og „gim- steinasverðið" en ])etta eru tákngripir riddaraærunnar. Drottningin snertir þessa gripi og því næst ber erkibisk- upinn þá upp að altarinu. Því næst stendur drottningin upp og nú færir dómprófasturinn í West- minster Abbey liana í þau tvö krýn- ingarplögg sem eftir eru: fyrst Armilla-una, sem er gullofin stutt- kápa, og utan yfir hana í svellþykka krýningarkápuna. Hún er líka gull- ofin, útsaumuð með arnarmyndum. Þegar hirðmarskálkurinn liefir lineppt kápunni i hálsinn, er krýning- arskrúðinn allur — að undantekinni sjálfri kórónunni. Tignardjásnin afhent. Þessi þáttur er táknrænn. Drottn- ingin situr í krýningarstólnum og erkibiskupinn af Kantaraborg afhend- ir lienni ríkiseplið. Það er tákn hins veraldlega valds drottningarinnar, en hún má ekki gleyma að skila erkibisk- iipnum því aftur. Síðan dregur erki- biskúpinn hring á baugfingur hennar á liægri liendi, „brúðkaupshring Eng- lands“. Þegar hringurinn er kominn á fing- urinn dregur drottning lianska á liægri hönd. Þetta á að tákna milda hönd við álagningu skatta á þegnana! Með þessari hendi tekur hún svo „Kross- veldissprotann", tákni liins konung- lega valds og réttlætis. í vinstri hönd fær hún annan veldissprota minni, með dúfu með útþöndum vængjun á endanum. Sá sproti er tákn rét* látrar mildi. Og svo kemur sjálf krýningin, ])f tiðlegasta augnablik allrar atl)afna» innar. Erkibiskupinn lyftir St. Ed- wárdskórónunni' hátt og setur hana svo á höfuð drottningarinnar. Helgi- siðirnir mæla svo fyrir að á sama augnabliki skuli allir viðstaddir l)rópa: „Guð varðveiti drottningúna“. Allir aðalsmenn skulu setja upp kór- ónur sinar, lúðrar gjalla og síðan

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.