Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1953, Blaðsíða 5

Fálkinn - 29.05.1953, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Filipus hertogi af Edinborg. drynja skotin frá fallbyssunum í Tower. MeS fimm punda þunga kórónuna skal drottningin nú ganga upp þrepin að hásætinu, „Throne Chair“, til þess að taka á móti hollustueiðum þegna sinna. Sá fyrsti sem mun falla á kné fyrir henni og kyssa hönd hennar, verður líklega Filipus bóndi hcnnar, hertogi af Edinborg. Eftir hann kemur erkibiskupinn af Kantaraborg og svo aldursforsetar allra flokka aðalsins.. Eftir að hollustiieiparnir iiafa verið unnir gengur drottningin að liáaltar- inu. Þar tekur hún af sér St. Edwards- kórónuna, sem lnin mun aldrei setja upp framar. Hún fellur á kné og fær- ir kirkjunni offur sitt. Síðan setur hún Lipp silfurkórónuna, „Imperial State Crown“, sem vegur „aðeins“ þrjú pund og snýr aftur að hásætinu til að taka á móti blessuninni. Og svo er sjálf krýningin búin. Drottningin hverfur af.tur inn í St. Edwards-kepellúna og fer nú í skar- latsrauðu skikkjuna, Imperiai Robe. Svo kemur hún fram aftur með kórónuna á höfði, kross-veldissprot- ann í hægri hendi og rikiseplið í vinstri. Og þannig gengur hún út kirkjugóifið og stígur inn í gyllta vagninn. Hérna sjáið þið fjóra af þeim átta reiðmönnum, sem sitja hesta þá, sem spenntir verða fyrir vagn Elísabetar drottningar, þegar hann ekur um götur Lundúna við krýningu Elísa- betar drottningar. Drekkið^ COLA Spur) DKVKK Bóndinn illi í Hurum. I Hurum í Noregi bjó endur fyrir löngu bóndi nokkur, sem alræmdur var fyrir ágirnd og illa meðferð á heimilisfólki sínu. Nokkru áður en hann dó varð hann ósáttur við eista son sinn, sem átti að taka við jörðinni eftir hann. Missættið var út af iijá- ieigubónda hans, sem gamli maður- inn vildi byggja út. Þótti honum mað- ur þessi svíkjast undan kvöðum þeim sem á honum hvíldu og standa illa í skiium með afgjaldið eftir jarðnæðið. Fin sonur bónda, sem var meira góð- menni en hann mælti gegn útbygg- ingunni og tók svari hjáleigubóndans. Gamli maðurinn varð reiður og bölv- aði sér uppá að „sá ræfill“ skyldi ekki fá byggingu á þumlungi af sínu landi. — Hann reyndi á banasænginni að fá son sinn til að lofa sér að byggja manninum út, en sonurinn lét ekki bifast. „Jæja, ef þú gerir ekki eins og ég segi þér þá kem ég aftur,“ sagði gamli niaðurinn. Og rétt á eftir sálaðist hann. — Og nú hófust ýmis konar kynjalæti á bænum, barsmið milli þilja og annar óþverri. Einn morguninn þegar næstelsti sonurinn og nokkrir vinnumennirnir komu út á hlað, stóð sá gamii við fjalhöggið. Einn vinnumannanna ællaði inn að sækja elsta soninn en þá iivarf sýnin. Um morguninn hafði annar maður séð hann ganga heim að bænum. — Nótt- ina fyrir aðfangadag fór hestakvörn- in að snúast af sjálfu. sér, svo að neistaflug varð úr tannhjóíunum. Og þau voru glóheit jiegar kvörnin stað- næmdist aftur. — Á annan dag páska sat sumt af heimiiisfólkinu inni í stofu og var að segja sögur. Heyrði það ])á vein innan úr herbergi því sem gamli bóndinn hafði oft setið í meðan liann lifði. Heyrðist þetta greinilega. Skömmu síðar heyrðist hræðilegt óp og korr á eftir, líkast og einhver væri að kafna. Elsti son- urinn var staddur i stofunni meðan þetta gerðist og var hljóður og náföl- ur. En þegar ópið kom féll hann í ómegin. Hann hafði þekkt rödd föð- ur sins. — En eftir þetta hættu öll kynleg fyrirbæri þarna á bænum. Prestur nokkur kom illa undirbú- inn i stóiinn, svo að ræðan varð talsvert sundurlaus. Hann var að tala um Jóhannes skírara. „Já, látum okkur líta dálítið nánar á þennan mann, kæru bræður og systur. Líf hans var einá1' og vitnis- burður éins Jesú lærisveins. Já, en getum við sett hann á bekk með læri- sveinunum? — Var hann ekki miklu meira en lærisveinn? Eða eigum við að setja hann hjá spámönnunum eða guðspjallamönnunum? — Nei, liann var miklu meira en spámaður og guð- spjallamaður. — Kæru álieyrendur! Hvar eigum við að setja hann?“ Þá stendur bóndi einn upp úr sæti sínu og segir með bylmings rödd: „Þér getið sett hann hérna, þvi að nú fer ég!“ Meðhjálparanum fannst að hann yrði að vita þetta framferði, stöðvar bóndann og hvíslar: —- Ertu frá vit- inu, maður? — Nei, ég er frá Lambhaga, svarar bóndinn og strunsar út. Jane Russel KJÓLLINN, sem Jane Russell er í i myndinni „Helvíti Kínastarndarinn- ar“, er svo þungur, að í liléum milli myndinni „Helviti Kínastrandarinn- liífa kjólinn upp i axlirnar. — Þær Marilyn Monroe og Jane Russell léku nýlega saman í myndinni „Gentle- men Prefor Blondes“. Sagt er, að samkomulagið hafi ekki verið betra en svo, að legið hefði við slagsmáium. Svo hörð var samképpnin milli þeirra um að verða aðalstjarna myndarinn- ar. Gárungarnir segja, að mesti met- ingurinn hafi verið um það, hvor þyrfti að hylja nekt sína minna til þess að ná valdi á væntanlegum sýn- ingargestum. — Jane Russell er fædd 1921 í Minnesota. Það var auðkýfing- urinn Howard Hughes sem kom henni á framfæri í kvikmyndaheiminum. Áður var hún starfsstúlka á lækninga- stofu og fyrirmynd ijósmyndara. Vesalings fjandinn. Biskupinn var á yfirreið og átti tal við lieiðursbóndann Geirmund um ástandið í söfnuðinum og einkum sið- ferði unga fólksins. — Eru piltar og stúlkur mikið á gangi saman? Geirmundur gat ekki neitað því. — Piltarnir fylgja kannske stúlk- unum heim? — Stundum kemur það sjálfsagt fyrir, svarar Geirmundur. — Og fara jafnvel með þeiin upp á svefnloftið? Geirmundur gerði hvorki að játa þvi eða neita, og nú segir biskupinn loksins: — Það er kannske svo að þeir sofi lijá stúlkunum? — Ætli það geti ekki komið fyrir, svarar Geirmundur. — Jæja, þá liggur sjálfur fjandinn á milli þeirra. — Geri hann það, þá þori ég að fullyrða að það muni vera nokkuð þröngt um liann, þann gamla, segir Geirmundur liæglega. VERÐLAUNAÞRAUT: »KjRversha dœgradvölin« Verðlaun kr. 500.00 og kr. 200.00 Hér eru 2 mýndir nr. 15 og l(i í Kínversku dægradvölinni sem skýrð vár'í 13. tbl. Fálkans. - 17. 18. Fáið ykkur kassá af myndskreyttu aluminiumplötunum, sem fást í mörg- um verslunum og glímið við verð- launaþrautirnar með því að gera úr þeim myndir þær, sem Fálkinn birtir. Verslunum og öðrum úti á landi, er bent á að liægt er að panta Kín- versku dægradvölina hjá Leikfanga- gerðinni Langholtsvegi 104 og Heildv. Vilhelms Jónssonar, Miðtúni 50 sími 82170. Sent verður í póstkröfu út á land ef óskað er. Takið þátt i keppninni. Látið ekki ráðningu á neirini mynd falla niður. Eva Bartok. í Arthur Rank mynd, sem ungverska fegurðardísin Eva Bartok leikur í, er hún tákn lífsgleðinnar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.