Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1953, Side 8

Fálkinn - 29.05.1953, Side 8
Hgeiuir í Cbícago Lögreglusaga JAKE MULTON drakk viskíglas- ið í botn og ýtti því þegjandi til Pete, sem fyllti það aftur. Jake kinkaði kolli og renndi augunum yfir salinn, sem var í þoku af tóbaksreyk. — Hann hef- ir verið á veiðum í kvöld og það var gerðarleg veiði, sem hann var að eltast við. Það byrjaði með því að Henry fannst í ánni með heilt kíló af blýi í skrokknum. Kvöldið áður hafði 'hann sést með stelpunni hans Sam Duncan. Og það er nú svo með hann Sam og hyskið hans að það er alls ekki hættuiaust að kankast við það, og ekki bætti það úr skák að Henry var lög- reglumaður. Jake taldi víst að þetta væri gamla sagan. Stelpan komin úr einhverju afdalaþorpi að vestan, og hélt að hún mundi geta komist á græna grein í Ohicago. Einhver dómaraafglapi í fegurðarsam- keppni hafði líklega sett í hana grillur. Og svo hafði hún lent hjá Sam Duncan, sem kunni að meta fallegar stelpur og vissi hvernig hann átti að hafa á þeim tökin. Varla var hún svo vitlaus að hún sæi ekki hvers konar atvinnu þeir .stunduðu, Sam og kumpánar hans, og svo hafði hún tekið það ráð að kjafta frá. Jgeja, Henry fékk tækifæri til að gefa skýrslu, og Jake sagðist þora að éta hattinn sinn upp á að ;líf stelpunnar væri ekki meira virði en pund af maís. Jake þótti vænt um að húsbóndi hans hafði falið honum þetta er- índi, Honum var ekkert óljúft að tala við þennan náunga, sem hafði fengist við Henry. Hann vissi að stelpan hans Dun- cans kom oft í krána hans Pete, og svo framaríega sem þeir höfðu ekki nú þegar „farið í ferð með hana“ mundi hún koma hingað, og þá voru kumpánarnir sjálfsagt á næstu grösum. Jake varp önd- ínni, Hann vissi nóg um Sam til þess að geta komið honum í raf- mangsstólinn sex sinnum, en það yar erfitt að fá kviðdóm til að trúa því. Sam var séður. Hann hafði alltaf fjarverusönnun á tak- teinum, og hann hafði góð sam- bönd. Jake leit aftur kringum sig, Hann hafði sex aðstoðarmenn, sem sátu á víð og dreif um sal- inn. Þeir kunnu allir að halda á skammbyssu, hann hafði válið þá sjálfur. Mikið mátti vera ef ekki yrði volgt hérna inni í kvöld. HANN sá hana undir eins og hún kom inn á milli glerhurðanna. Og það fyrsta sem honum datt í hug var: „Mikið ljómandi er stelpan falleg!“ Hún var með eldrautt hár og græn augu, og í svörtum kjól sem var svo nærskorinn að það var líkast og hann væri límd- ur Við bjórinn. Það var engum vafa bundið að þetta var stelpan hans Sam Duncans. Hún kom og settist við hliðina á Jake og gaf Pete bendingu. — Einn Martini, ungfrú Carry? sagði Pete. Hún kinkaði kolli og tók sér vindling úr gullhylki. Taskan hennar var þung, það skall í þeg- ar hún setti hana frá sér á drykkjuborðið. Þegar Pete var farinn sagði Jake: — Það er ekki hollt að ganga með skammbyssu í tösk- unni sinni, litla mín! Stúlkan leit á hann, fokvond, og roðnaði. Jake sá að það fór henni vel. Hann færði sig nær henni og stakk hendinni í vasann eftir Jögreglumerkinu, Hún lét sem hún sæi það ekki og leit und- an aftur. — Þér voruð að tala við Henry Mills í gær, sagði Jake. Stúlkan sneri sér að honum, nú var hún náföl. — Hvað eigið þér við? sagði hún. — Hlustið þér nú á, sagði Jake. — Þér sögðuð Henry ýmislegt um Sam Duncan og bófana hans. Sam hefir komist að þessu og svo gerði hann ráðstafanir til þess að Henry gæti ekki gefið lögreglunni skýrslu um það sem þér sögðuð honum. Hann fannst í morgun með sex skot í bringunni. — Það er annars skrítið að þér skuluð leika lausum hala ennþá. Eg held það sé best að þér segið mér það sem þér vitið, — áður en það verður of seint, bætti hann þjösna- lega við. Stúlkan leit á Jake. Aug- un voru stór. — Eg veit ekki neitt, ég get ekki sannað neitt, sagði hún, — en ég held að Sam hafi verið við- riðinn þetta sem gerðist í Michig- an Lane. Eg 'held það hafi verið Sam sjálfur sem skaut varðmann- inn. Jake virtist verða vonsvikinn. — Það er alltaf svona með Sam, sagði hann. — Aldrei hægt að sanna neitt. Hann tók langan drátt úr vindlingnum og hélt áfram: — Það stoðar ekkert að láta yður eina mæta Sem vitni. Sam hefir duglega, samviskulausa málaflutningsmenn, þeir geta undið málið þannig að þið hafið orðið ósátt og þess vegna séuð þér að reyna að ná yður niðri á honum. Og þá verða málalokin þau að yður verður stungið inn fyrir rangan framburð og sví- virðilega árás á saklausan mann. Þér getið ef til vill bjargað lífi yðar með þessu móti, en við ná- um ekki tangarhaldi á Sam. Jake góndi út í bláinn um stund, svo leit hann á stúlkuna og sagði: — Hann er víst vitlaus eftir yður? — Já, svaraði hún ofur blátt áfram. —■ Eg held hann mundi aldrei sleppa mér með góðu. Það er víst ástæðan til að hann hefir ekki .... Hún þagnaði og það fór hrollur um hana. — Veit Sam að þér gangið með skammbyssu? spurði Jake. — Já, svaraði hún. — Hann gaf mér hana sjálfur á afmælisdag- inn minn, hún er skráð á mitt nafn. Eg hefi leyfi til að bera vopn. Sam annaðist um það. Jake tæmdi glasið sitt, svo renndi hann sér niður af kollu- stólnum. — Eg kem aftur eftir dálitla stund, sagði hann. Hann varð að skerpa gáfurnar en honum var það ómögulegt með 50 kíló af lambaketi við hliðina á sér. Hann reikaði að borðinu sem Burns lögregluþjónn sat við, með hræðilega jarðarberjarauðan kokkteil fyrir framan sig og leið bölvanlega í smokingfötunum. Það var ekki orðið áliðið en ekki nema fátt gesta á staðnum ennþá. Auk Jake-mannanna munu hafa verið þarna 30—40 gestir. Jake athugaði þá hvern af öðr- um, en gat ekki fundið neinn, sem ástæða væri til að forvitnast um, og svo ranglaði hann aftur a.ð af- greiðsluborðinu. Best að tala of- urlítið betur við þessa Carry- stelpu. Lítill og digur maður var að tala við stúlkuna. Hann var í stór- köflóttum fötum með bláum röndúm, og meira þurfti ekki til að Jake yrði uppsigað við ná- ungann. Þegar maðurinn leit við sá Jake að hann var með fjólu- blátt hálsbindi og þá tók útyfir. Náunginn tók stúlkuna undir arminn og þau gengu fram að dyrunum. Jake stóð kyrr og dáð- ist að vaxtarlaginu og hreyfing- unum. Hann gaf Burns bendingu og hélt í humátt á eftir þeim. SAM stóð með hendurnar í vös- unum og horfði á rauðhærðu stúlkuna. Hann var herðabreiður, hár og grannur og dálítið lotinn. Andlitið var heillandi og lék um það ungæðislegt bros, en augun voru dauð — ísköld og dauð. — Jæja, Carry, þú hefir gam- an af að kjafta frá, sagði hann og glotti út í annað munnvikið, Fyrrum hafði hún töfrast af þessu brosi. En nú vakti það viðbjóð hjá henni. — Þú veist hvernig fór fyrir Henry, hélt hann áfram og bros- ið varð breiðara. Hún fann til svima og ógleði. —Mér hefir dottið í hug að láta þig fara sömu leiðina, hélt hann áfram, — en ég er svo hjartagóð- ur, — ég skal gefa þér tækifæri . .. , Brosið hyarf og nú kom harðneskja í andlitið, — Eg skal gera þig svo háða mér að þig langi ekkert til að kjafta frá oftar, hvæsti hann. Hann dikaði fram og aftur um gólfið nokkrum sinnum, svo sneri hann sér að henni aftur. — Þú þékkir Slim, sagði hann. — Hann er farinn að verða dálítið erfiður, það er langt síðan mér datt fyrst í hug að losna við hann. Það er mátulegt verk handa þér. Hann slökkti vandlega í vindl- ingsstubbnum, svo tók hanp í handlegginn á henni og fór með hgna út á götuna og inn í stóra bifreið. Þar sátu tveir inni fyrir, Þessi ökuferð var eins og mar- tröð. Sam sat við hliðina á henni. Hann ríghhélt um handlegginn á henni og slakaði ekki á eitt augna- blik. Hún sá uppljómaðar göturn- ar eins og í þoku. Ekki hafði hún neina hugmynd um hve lengi þau óiku, en hún tók eftir að þau voru komin út fyrir borgina. Bifreiðin sveigði út af aðalbrautinni og nam loks staðar fyrir utan stórt skuggalegt hús. Hún vissi að hún hafði komið þarna áður, — vissi að Slim átti heima þarna. Mennirnir tveir urðu eftir í bílinum en Sam fór út og hringdi dyrabjöllunni. Það leið eilífðar- timi þangað til Slim opnaði. Sam hrinti stúlkunni inn á undan sér og læsti hurðinni eftir sér. Slim horfði spyrjandi á þau, svo sneri hann frá án ;þess að segja

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.