Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1953, Side 10

Fálkinn - 29.05.1953, Side 10
10 FÁLKINN Hróar og Helgi Framhaldsmyndasaga fyrir unglinga. 20. Hróar og Helgi náðu í eldibrand og innan skannns logaði skógurinn kringum húsið. Rétt á eftir kom Sæv- ar jarl og Signa systir drengjanna og föruneyti þeirra út um bakdyrnar. Sævar sagði: „Ekki eigum við Fróða konungi neina hjálp að gjalda." Bráð- um stóð höllin í ljósum loga. Þá vakn- aði Fróði. Hann stundi þungann og sagði: „Draum hefir mig dreymt, sem ekki spáir neinu góðu. Einhver sagði: „Nú ert þú heima ásamt liði þínu, Fróði konungur.“ Eg spurði: „Hvar heima? .... Og þá var svarað: „Hér heima hjá HeE... heima hjá Hei....!“ Og við það vaknaði ég. Áð- ur en konungur hafði lokið orðinu heyrðist Reginn syngja fyrir utan: „Hér er Reginn og Hálfdans vinir. Hinir hraustu menn eru Fróða fjend- ur.“ 21. Undir eins og konungur heyrði að Reginn var að syngja hljóp liann til dyranna. En alls staðar logaði og alls staðar voru vopnaðir menn. „Hver hefir kveikt í húsunum?“ spurði Fróði. „Það höfum við gert, svaraði Helgi. „Eg vil sættast við þig,“ kaliaði konungurinn. „Þið ákveðið sjálfir hve mikið ég greiði í skaðabætur." En Helgi hrópaði á móti: „Þú sveikst bróður þinn og átt enn hægra með að svíkja okkur. Við trúum þér ekki. Þú sleppur ekki lifandi út því að líf þitt skaltu gjalda fyrir Hálfdan. f Nú færði Fróði sig frá dyrunum. Ilann ætlaði að komast út um leyni- dyr en þær voru læstar. Og Reginn stóð fyrir utan þær með mikið tið. Konungur hörfaði undan og lét lifið í eldinum. 22. Þegar Fróði var dauður þökk- uðu drengirnir öllum þeim, sem höfðu Iijálpað þeim. Þeir þökkuðu Sævari jarli og Regin fóstra sínuin og öllum hinum, sem enn mundu Hálfdan kon- ung. Drengirnir gáfu þeim öllum gjaf- ir. Þeir lögðu undir sig allt ríkið og tóku allar eignir Fróða. Daginn eftir kom fólk saman á þing- staðnum. Og Hróar var kjörinn til Louis Pasteur Myndin af Louis Pasteur, hinum mikla velgjörðarmanni mannkynsins, sem þið sjáið hérna, er tekin af frægu mál- verki af honum, sem finnski málarinn A. Edelfelt gerði. — í næsta blaði byrjar myndasaga af jiessum fræga vísindamanni, sem lifði 1822 til 1895. Þar verður sagt frá uppgötvun, sem hann gerði mannkyninu til hagsbóta, og þó að hann sparaði Frökkum og mannkyninu yfirlcitt milljarda franka, þá dó hann bláfátækur. Hann helgaði vísindunum allt sitt líf, og síðustu orðin, sem hann sagði við samverka- menn sína voru þessi: „II faut Trav- ailler“ — eða blátt áfram: „Starfið"! Drekkið^ COLA Sfur) DJty/CK Skordýrabanar atvinnulausir. Yfir 100 menn í Wien, sem hafa haft atvinnu af því að eyða skordýr- um í húsum hafa nú ekkert að gera, vcgna þess að þeir hafa verið of vand- virkir á árunum eftir stríð. Má heita að kakkerlakkar, veggjalýs, flær og lýs séu ekki til í Wien lengur. Skor- dýraeitur jiað, sem nú er notað, er svo áhrifamikið, að óþrif eru ekki nema á 20. hverju heimili. Nú hafa þessir atvinnuleysíngjar tekið upp „stórdýraveiðar" í staðinn, og hafa ofan af fyrir sér með því að veiða rottur og mýs! AMERÍSK °9 hús9A0nAÁMœði Tílýiasta tiska konungs. Helgi vildi helst fara í vík- ing. Hann fór marga frægðarför og varði strendur Dana fyrir mörgum óvinum, svo að Hróar gat ríkt í friði alla sína daga. Sögulok. & 1 Bankastrœii 7

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.