Fálkinn


Fálkinn - 12.11.1953, Page 6

Fálkinn - 12.11.1953, Page 6
6 FÁLKINN SKOTIÐ Á DANSMEYNA. Egypska dansmærin Dawlath Soli- man, sem stundum hefir verið nefnd í sambandi við Farúk, sýnir listar sínar í Miinchen um þessar mundir. Þar var nýlega skotið á hana á leik- sviðinu og særðist hún, en þó ekki alvarlega, því að matbaun mun hafa verið í byssunni en ekki blýkúla. — Hér sést Soliman með plásturinn á öxlinni. EINS OG ELDFJALL. — Þegar gúmmí brennur gýs upp þéttur reyk- ur. Þetta fékk slökkviliðið í París að reyna fyrir nokkru, er það var kvatt til að slökkva bruna, sem orðið hafði í haug af útslitnum bílbiirðum. Hér sést slökkviliðið við gúmmíhauginn, sem spýr reyk eins og eldfjall væri að gjósa. LEIKUR Á ALS ODDI. — Margareta litla er fljót að skipta skapi eins og börn á hennar aldri. Ilérn liggur auðsjáanlega vel á henni. Spennandi ástar- og leynilögreglusaga eftir Phyllis Hambledon. Leyndnrmnl (8) sHstroono ur og sólpallinn fyrir ofan okkur. Snögglega sáum við óvænta sýn — sýn, sem hafði jafn hressandi áhrif á okkur og vatnsglas á þýfstan mann. Ung stúlka og ungur maSur stóðu skammt frá okkur og spjölluðu og hlógu. Unga stúlkan var Helen í fallegum bláum kjól. Ungi maðurinn var okk- ur ókunnur, en hann var mjög mynd- arlegur að sjá — hár og herðabreið- ur með ljóst hár. Hann hélt báðum höndum um hendur Helen. „Þú ert sannarlega orðin fullorð- in,“ sagði hann. „Finnst þér það?“ sagði Helen. „Veistu það ekki sjálf?“ „Ne-i — ég hugsaði ekki út í það. Þú ert það raunar líka.“ „Þú ert yndisleg." Þau hlógu bæði. Eg er næstum viss um að þau vissu ekki sjá'lf að hverju þau voru að hlæja. Við Martin brost- um ósjálfrátt. Eg sá nú að mér hafði ekki skjátlast þegar ég komst að þeirri niðurstöðu að Helen væri fögur. Vang- ar hennar voru rjóðir og augun glamp- andi og hún líktist ekkert þeirri Helen sem við höfum haft fyrir aug- um siðan við komum til Bláskóga. Þetta var ef til vill besta lækningin fyrir hana, hugsaði ég. Eg tók eftir ]jví, mér til mikils hugarléttis, að hún virtist meira að segja hafa gleymt Toby í bili, hann snerist utan um þau án ])ess að honum væri nokluir gaum- ur gefinn. Þau litu við og komu auga á okk- ur. Ungi maðurinn leit vingjarnlega lil okkar og Helen kynnti hann. ,.Má ég kynna Julíus Hocker — hr. og frú Motcomhe.“ Við skiptumst á nokkrum luirteisis- orðum. Júlíus var á svipinn eins og eitthvað óvænt og yndislegt hefði hent hann. „Eg hefi ekki séð Helen siðan við vorum hæði litil. Eg var með móður minni i Ameríku öll stríðsárin.“ „Eg get ímyndað mér að hún hafi breytst mikið,“ sagði Martin. „Það hefir hún sannarlega,“ sagði .Túlíus. „Hún var Inngt frá því að vera sArlega falLegt barn, þegar ég man eftir henni!“ „Hún hefir jafnvel kannske verið með spöng á tönnunum,“ sagði ég. „Það getur meira en vel verið," sagði Júlíus. •,Nei, þakka þér fyrir!“ sagði Hel- en. „En ég man að þú varst alltaf með sorgarrendur undir nöglunum. Mamnia þin sagði alltaf ....“ Suzy hafði heyrt til okkar og kom nú frá húsinu til móts við okknr. Ilún lcom þegar auga á .Túlíus, en mér virt- ist Iiún ekki jafn hrifin af að rifja upp gömirl kynni og Helen. Engu að siður var hún mjög kurteis við hann og sagði að það gleddi sig að hafa þau í nágrenninu liann og móður hans. Hún sagðist vonast til að hitta ])au sem oftast. Mér virtist samt kurt- eisi hennar nokkuð yfirborðkennd. „Eg verð eflaust svo þaulsætinn hjá ykkur áður en lýkur að þið neyð- ist til að fleygja mér á dyr. Eg ætl- aði annars að byrja á að votta ykkur samúð mína vegna hins hörmulega atburðar, sem hér hefir skeð. Mamma er sigrátandi og veit ekki sitt rjúk- andi ráð af sorg.“ „Þakka þér fyrir,“ sagði Suzy. „Komdu Helen, monsieur Dugand þarf að tala við þig.“ Systurnar gengu heim að húsinu, Július stóð kyrr og horfði á eftir þeim. „Suzy liefir alltaf sagt henni fyrir verkum,“ sagði hann. „Frá mínu sjónarmiði hlýtur að vera mesta böl að eiga eldri systur. Sem betur íer á ég ekki neina. Helen virðist talsvert niðurdregin! Hefir hún ekki verið veik? Þetta áfall hlýtur að seinka bata hennar. Henni hefir alltaf þótt svo vænt um frú Frenier." „Þetta var og er hræðilegt áfall fyrir hana,“ sagði ég. „Eg mun gera mitt ýtrasta til að dreifa huga hennar. Eg álit einnig að það sé til mikillar blessunar fyrir hana að þér eruð hér, þér og maðurinn yðar. Þér virðist vera svo huguisam- ar og móðurlegar — frú Motcombe." Þetta fannst mér einum of mikið! Eg sá útundan mér að brosið á Martin náði yfir allt andlitið, en Július ór- aði augsýnilega ekki fyrir því að orð hans væru á nokkurn hátt móðgandi. „Jæja, ég verð að koma mér heim. Eg kom aðeins til að bjóða góðan dag- inn.“ Hann stökk yfir girðinguna sem að- skikli landareignirnar, og við gengum heim að húsinu. Suzy kom til móts við okkur. „Eg fékk Helcn lil að fara upp á loft og leggja sig,“ sagði lnin. „Hún mátti ekki við meiri geðshræringu í dag — og ekki bætti þessi framhleypni ungi maður úr iskák.“ Af einhverjum óskiljanlegum ástæð- um grömdust mér þessi orð Suzy. Ef til vill rifjuðu þau upp fyrir mér ummæli Júlíusar um ráðríkar systur. „Eg hehl þér skjátlist Suzy, ég er viss um að Helen hefir gott af að umgangast hann. Hann hefir lag á að dreifa huga hennar frá þvi sem hér liefir skeð.“ „Eg er þeirrar skoðunar. Læknarnir fullyrða að Helen þarfnist algerrar hvildar og megi ekki við geðshrær- ingu. Ilana skortir algerlega jafnvægi og taugastyrk eins og er og hún væri vís fil að verða ástfangin af strákn- um, og afleiðingin verður sú að geðs- munir hennar bila á ný — sér i lagi ef liann vill ekkert með hana hafa.“ „Mér virðist ekkert benda til að hann gæti ekki endurgoldið þær til- finningar," svaraði ég. Þegar öllu var á botninn hvolft var ég tuttugu og sex ára en Suzy aðeins tuttugu og tveggja, og ég sá því enga ástæðu lil að láta liana ráða skoðun- um mínum. „Þú hefir aðeins þekkt Helen í einn sólarhring," sagði Suzy. Hún fór inn í húsið. Martin leit á mig og gerði sig sekan um að hlæja. „Þarna fékkstu það sem þú þurftir með!“ sagði hann ertnislega. „Eg efast ekki um að þér sé skemmt, en ég er ekki þeirrar skoðunar að ég hafi á nokkurn hátt látið i minni pok- ann.“ „Eg hafði mestu skemmtun af að sjá með eigin augum hvað tvær konur eru fljótar till að flá andúð hvor á annarri." „Eg hefi enga andúð á Suzy, en mér væri kært ef hún sparaði sér eitthvað af þessu daðri við þig.“ Mér var vel ljóst að þetta var það heimskulegasta, sem eiginkona gat sagt. Mér hefndist líka fyrir það. „Finnst þér i raun og veru að hún geri það?“ spurði Martin uppveðrað- ur. Hann var svo ósvifinn að vera hreykinn og upp með sér. Hann vihli gjarnan fá þetta endurtekið. „Mér er ekki alls varnað ef piltagulli á borð við Suzy líst vel á mig,“ skein út úr svip hans. Eg hefði aldrei bú- ist við sliku af Martin. Framkoma bans, að viðbættum ummælum Július- ar, olli mér sívaxandi gremju. Eg hafði aldrei áður kennt afbrý'ði- semi. Framkoma Suzy á dansleikn- um í St. Helier hafði ekki vakið minnstu afbrýði hjá mér. Mér varð allt i einu ljóst að afbrýðin er ólg- andi afl sem koilvarpar öllum góðum ásetningi og vísar , skynsamri hugsun á bug. Á þessari stundu fannst mér ég gæti klórað úr Susy augun. „Heldurðu annars, í alvöru að tala að lienni Htist vel á mig,“ sagði Martin og virtist skyndilega ekki ári ehlri en Júlíus. „Hún biður ])ig áreiðanlega að skrif- ast á við sig áður en vikan er 1 iðin!“ fullyrti ég. Hamingjan veit hvernig þessum umræðum licfði lyktað, hefði Boudet ekki komið út rétt í þessu. Eg heils- aði honum sérlega hlýlega. Hann var einnig mjög vingjarnlegur og tók strax til að æfa sig í enskunni. Veðrið var töfrandi fagurt i dag, sagði hann, og mjög ömurlegt að þurfa að nota slík- an dag til réttarkrufnings. Réttar- höldin eftir líkskoðunina áttu að hald- ast næsta dag. Hann lét í Ijós óslc um að við fengjum ekki ])að álit, að LOFTVARNABYRGI — KIRKJA. Stóru loftvarnabyrgi úr steinsteypu, sem var byggt í Diisseldorf-Herdt á stríðsárunum, hefir nú verið breytt í guðshús og heitir nú „Kirkja hinna hcilögu sakramenta". í þessari ein- kennilegu kirkju komast fyrir 1100 manns.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.