Fálkinn


Fálkinn - 12.11.1953, Side 10

Fálkinn - 12.11.1953, Side 10
10 FÁLKINN Úr Suður-Afríkuferðinni 1947. Peter Townsend kapteinn er að koma úr útreiðartúr með Margaret Kose snemma morguns. Svo að kynni l>eirra eru gömul! MARGARET ROSE III. GREIN. ÞROSKAÁRIN. Arið 1947 var sældarár í ævi Mar- garet llose. Hún var 17 ára, stríðinu var iokið, og árin finim, sem hún og Elizabeth ihöfðu dvalist i Windsor- höll, voru aðeins endurminning. Fólk ól í brjósti nýjar framtíðarvonir. Öllu ungu fólki fannst friðurinn glæða nýjar framtíðarvonir, ekki síst Margaret Rose, sem var svo lífsglöð, en hafði haft svo litil tækifæri til að njóta lífsins í uppvextinum. Á stríðsárunum hafði hún stundum verið með iiðsforingjunum, sem héldu, viirð eða höfðu æfingar við höllina. Ungu mennirnir voru stundum boðnir í tedrykkju og j)á var dansað og farið í leiki. Margaret Rose komst fljótlega upp á að tala fullorðinslega og eðli- lega við dansherra sína. Og þeir sögðu lienni frá þvi sem á dagana dreif er þeir höfðu ieyfi — frá ieikritum er þeir höfðu séð i London, og frá því sem talað var um á kaffihúsum og í náttklúbbum. — Hvað er náttklúbbur? spurði prinsessan. ■Hún hefir eflaust hugsað sér að það mundi vera miklu skemmtilegra að koma i náttklúbb en að „fara i te“, sem ifram tit þessa hafði verið ])að skemmtilegasta sem hún þekkti. En ])að var sitthvað að drekka te eða fara i náttklúbb, ek'ki síst á stríðs- árunum. En undir eins og stríðinu lauk greip Margaret Rose fyrsta tæki- færið sem bauðst til að kynnast hinu fræga grldaskálalífi stórborgarinnar. Það var frænka Georgs V., Ena Spán- ardrotting, sem bauð henni í hádegis- verð á gildaskála i fyrsta sinn. Prins- essan var lrrifin, eins og hvcr önnur stúlka hefði orðið á hennar aldri, yfir því að fá að koma á veitingastað. Þegar Ena drottning simaði til Margaret Rose og spurði hvort hún kysi fremur að borða á einkasa'l á II. hæð eða almennum gildaskála, svaraði hún áköf: Æ, viltu láta okkur borða í gildaskálanum. Mig langar svo til að sjá allt fólkið! Eg held að þessi fyrsta koma liennar á veitingahús hafi haft mikil áhrif á hana. Þarna var sýnishorn af því lífi, sem hún hafði svo oft heyrt sagt frá. Vitanlega hafði hún „séð fólk“ fyrr, en ekki í þessu umhverfi. Fyrir einu ári hafði hún gegnt skýldustarfi án allrar aðstöðar frá konungsfjölskyld- unni. Þá hafði hún heimsótt tvo skóla- barnaklúbba i London, sem voru að safna handa sjóðnum „Bjargið börn- unum“. Og þegar hún var 14 ára hafði hún haldið fyrstu ræðu sína opinber- lega, til barnanna i Margaret Rose- skólanum i Windsor, en þá var móðir hennar með henni. Og hún hafði líka séð margit fólk daginn sm hún og smá- hesturinn hennar, „Gipsy“ unnu silf- urbikarinn á hestasýningunni í Windsor. En þetta voru opinberar athafnir, sem hún sjálf var virkur þáttur i, og hún vissi að luin átti von á nógu slílui í framtíðinni. Það var eitthvað annað að mega koma á opinbera s-iði eins og hver önnur manneskja. Þar gat hún bæði „séð fólk“ og hugsað sér að hún væri ekki annað en ein af mörgum. Það var árið 1947 sem Margaret Rose fór í hina frægu ferð til Suður- Afríku með konunginum og drottn- ingunni. Þá kom hún fyrst fram í um- liverfi á heimsmæiikvarða og fólk hlaut að veita henni at'hygli. MARGARET ROSE hafði um fleira að hugsa um þær mundir en ferðina sem fyrir höndum var. Hún hafði sem sé orðið þeS'S vör, að systir hennar var farin að veita ungum sjöliðsfor- ingjá sérlega mikla athygli. Það er mjög sennilegt að Margaret Rose hafi tekið cftir þessu fyrr en nokkur annar. Það er ekki sennilegt að prinsess- urnar tvær hafi tekið eftir þessum bráðmyndarlega skólapilti ])egar hann kom fyrst til London. Þetta var skömmu eftir að fjölskylda hans hafði orðið að flýja land, og þá Ijafði Philip prins af Hetlas verið sendur til Lon- don. Hann var frændi Louis Mount- batt'en lávarðar, sonarsonur hinnar miklu sjóhetju markgreifans af Mil- ford Haven, og sonur hins landræka Andresár prins, bróður Grikkjakon- ungs. Pliilip prins kom oft til London þegar hann átti fri frá skólanum, og bjó þá stundum í Kensingston Palace. Hann var barnabarn Alexöndru fyrrum Bretadrottningar, og var ekk- ert útlendingslegur í háttum né útliti. Hann var heimavanari í Englandi en á ættjörð sinni, Hellas. Hann ólst upp á þann hátt, sem títt er um enska pilta, var hár vexti og bláeygur og duglegur i cricket. Þegar hann var átján ára hætti hann i menntaskólanum og fór í sjóliðsforingjaskólann í Dartmouth. Tveimur vi'kum eftir að hann byrj- aði námið kom Georg konungur VI. í 'heimsökn í skólann. Þegar konungs- snekkjan sigldi inn liöfnina og kon- ungur og drottning stigu á land stóðu sjóliðsforingjaefnin í fylkingu og her- mannastellingum, en áttu bágt með að leyna hrifningu sinni er þeir sáu prinsessurnar tvær, sem höfðu fengið að ’fara með foreldrum sínum. Þær voru báðar í pastelbláum kjólum og með stráhatta á höfðinu. Elizabeth gróðursetti tré á skóla- lóðinni og Philip prins stóð og horfði á hana á meðan. Þegar konungsfjöl- skyldan fór aftur stýrði Philip einum bátnum, sem fylgdi konungsskipinu út úr höfninni. Elizabeth prinsessa var fjórtán ára er þetta gerðist og Margaret Rose níu. Striðið skatl á aðeins sex vikum sið- ar. Næsta skipti sem Elizabetli hitti prinsinn var liann orðinn kapteinn og hafði tekið ])átt í sjóorrustunni við Matapan og hafði ])ótt ganga mjög hraustLega fram. í þetta skipti fengu þau tækifæri til að vera saman og Elizabeth prins- cssu þótti gaman að hitta nýliðann aftur, sem uppkominn mann og fræga sjóhetju, Elizabeth fór líka að fullorðnast. Á snyrtiborðinu liennar í Windsor- 'höll var allt í einu komin mynd af Philip Mountbatten í einkennisbún- ingi. Margaret Rose brosti og varð hrifin er liún sá myndina. Því að henni fannst mikið til. þessa unga manns koma. — Eg er handviss um að hún er skotin i honum, Crawfie, sagði hún einhvern tíma við mig og dep'laði augunum. Og nú fór fólk að pískra. Elizabeth og Philip sáust saman í leikhúsum, og hlöðin fóru að minnast á þau. Skömmu siðar var Philip boðinn með konuhgsfjölskyldunni til Balmoral. Og þar átti konungur tal við hinn unga sjóliðsforingja, undir fjögur augu. Það er víst, að ákvörðunin var tekin þá, en ekkert látið uppi um málið fyrr en eftir Suður-Afriku- ferðina. En rneðan þetta var að gerast reyndi Margaret Rose að sjá og upp'lifa eins mikið og hægt væri af ])eirri veröld, sem hún hafði heyrt svo mikið talað um, og sem Philip vissi svo mikið um, þvi að hann átti marga vini í leikhúsaheiminum, meðal iistamanna, rithöfunda og annars þess háttar fólks. Margaret Rose varð mjög áhugasöm um listdans. Hún var si og æ i miðdegisverðum og danssamkom- um á stærstu gildaskálunum í London. Og vegna þess hve hún var smekk- lega klædd varð hún sjálfsögð fyrir- mynd að tískunni meðal ungu stúlkn- anna i London. / | ; ! EN HÚN hafði lí'ka alvarlegri störf- um .að sinna. Áður en hún fór i Af- ríkuferðina varði hún miklum tima til að kynna sér sögu Suður-Afríku og siði og einkenni þjóðflokkanna þar. Hún fór nieira að segja að læra afríkönsku, hlendingsmál hollensku íhúanna. Af bréfum þeim, sem hún skrifaði mér í ferðinni var auðséð, að þessi undirbúningur hennar hafði stórum létt henni skilninginn á því, sem bar fyrir augu og eyru, svo að hún hafði rniklu meira gagn af ferð- inni en ella mundi. Það er sagt um Margaret Rose að hún hefði getað orðið hvað sem hún vildi, þvi að hún er svo fjölhæf og a'llt liggur opið fyrir henni. Af hréf- um hennar til mín, úr Afríkuferðinni, sannfærðist ég til dæmis um, að hún gæti orðið ágætur rithöfundur. Þegar ég las hinar lifandi lýsingar hennar á fossunum við Victoriavatn, var líkast og ég sæi þetta furðuverk fyrir mér. Maður verður að ganga marga kilómetra gegnum regnvotan skóg uns komið er að úðabeltinu, sem sýnir hvar fossarnir eru. Þennan úða legg- ur upp af fossunum — og ])ess vegna er loftið sífellt rakt þarna. Margaret fór i baðföt og gamlan kjól utan yfir, þegar hún kom í regnskóginn. Og svo setti hún upp sjóhatt. Til þess að sjá fossinn varð hún að ganga fram á klettabrúnina og gægjast fram af, niður í hyldýpið. Henni fannst þetta dásamleg sjón — tryllingsleg vatnskynstrin, sem steyptust fram af berginu eins og hvítir fjaðraskúfar. Margaret lýsti þvi svona: „Þetta var brennandi sjóðandi vatnsgusutrylling- ur, og manni datt ósjálfrátt í hug hvítt og ískalt helviti." 1 bréfunum sagði hún mér lika frá öllu því, 'Sem sig hefði langað til að taka þátt í. Hana langaði mikið til að fara ofan i gullnámu og kynnast tilverunni og vinnunni þar. En engum hafði skilist að unga prinsessu mundi langa til slíks. En henni tókst að fá leyfi til þess að fá að standa lijá eimreiðarstjóranum í lestinni sem flutti konungshjónin, og sj'á hvernig ifarið var að stýra henni. Hún setti það ekki fyrir sig þó að þarna væri kalt og sótugt og mikil'l hávaði; þvert á móti, henni þótti afar gaman að þessu, og lnin lék á als oddi þegar hún fékk að kippa í snúruna á eimblístrunni. Og hún fékk lika að. fara til Zulu- 'lands til að sjá svertingjana dansa. Og zulu-stelpurnar urðu svo hriifnar af að sjá prinsessuna," að það lá við að þær trylltust. — Jæja, svo að þær dansa „boogie- woogie“! sagði Margaret Rose. Framhald í næsta blaði. 5.000 ára gömul brauð. Egyptsluir visindamaður hefir efna- greint stórt brauð, sem fannst í graf- 'hýsi og er sannanlega 4—5 þúsund ára gamalt. Hann komst að þeirri nið- urstöðu að B-bætiefnin í brauðinu hefðu haldist óskert. Brauðið var úr grófu méli, svipað grahamsbrauðum.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.