Fálkinn


Fálkinn - 12.11.1953, Page 12

Fálkinn - 12.11.1953, Page 12
12 FÁLKINN FRAMHALDSSAGA: 19. Þeie eískuðu hanei tveír. Skáldsaga eftir Anne Duffield. hérna. Eg gæti hugsað mér að kaupa óðal í Frakklandi, til dæmis í Provence. Rósalinda hafði játað því öllu. Því fyrr sem þau giftust því betra. Cairo yrði engin sælu- staður meðan hún væri trúlofuð prinsinum. Vinir hennar mundu hneykslast þó að þeir neituðu að vísu ekki að umgangast hana. Ali prins var meiri áhrifamaður en svo. En vin- irnir gátu sýnt vanþóknun sína með svo mörgu móti. Rósalindu varð hugsað til atburðanna i klúbbnum og það fór hrollur um hana. Jú, hún vissi hvernig þetta mundi verða. Ali vissi auðvitað líka hvernig það mundi verða, og það var vafalaust þess vegna sem hann vildi giftast sem fyrst og fara til útlanda. Hún var innilega þakklát honum fyrir hugul- semina, og er þau sátu þarna saman á svöl- unum í morgunsólinni fannst henni vinirnir í Cairo ekki skipta neinu. Skoðanir þeirra og háttalag gátu að minnsta kosti engu breytt um það sem mest var um vert: ást prinsins til hennar! ÞEGAR Rósalinda var komin upp í herbergi sitt um kvöldið kom Iris inn til hennar. Þær höfðu ekki hitst einar allan daginn, og Rósa- landa hafði ekki heldur gert neitt tii að verða ein með henni. Iris settist á rúmstokkinn og sagði, kæru- laus eins og hennar var vandi: — Eg vona að þú hatir mig ekki fyrir það sem ég sagði í gærkvöldi? — Eg ætti að minnsta kosti að gera það, svaraði Rósalinda rólega. — Það var iubba- legt að ætla að bjarga sér þannig, Iris. — En það var eina leiðin til að bjarga mér. Fred var brjálaður af afbrýði. — Eg veit það. En hvað um mig? — Æ, prinsinn hjálpaði þér svo vel úr klip- unni. Nú grunar Fred ekkert framar. — Það var gaman að heyra það, sagði Rósalinda háðslega. En háðið beit ekki á Iris. Hún hélt áfram, með hugann við sjálfa sig eina, eins og vant var: — Auðvitað er ég þér ákaflega þakklát. Mér þykir leitt að þetta kom fyrir, en ég skil ekki enn hvers vegna Fred þurfti að vakna einmitt þá stundina? Hann svaf eins og steinn þegar ég fór út. Jæja, það er gagnslaust að hugsa meira um það. Og hvað þig snertir þá er þetta ekki annað en málamyndatrúlofun. Þið getið sagt hvoru öðru upp undir eins og við komum til Cairo, — ég á við að Fred fer bráðum heim .... — Eg hefi ekki hugsað mér að segja upp, svaraði Rósalinda. — Hvað segirðu? Iris spratt upp. — Áttu við að þú ætli .... — Eg ætla að giftast Ali prins. — Drottinn minn! Dettur þér í hug að hann nenni að halda þessum leik áfram? — Það er enginn leikur. Ali prins hefir beðið mig um að verða konan sín og ég hefi svarað jái. — Eingöngu af því að hann bjargaði þér úr kröggum í gærkvöldi! Ertu orðinn vitlaus, Rósalinda? Rósálinda brosti. — Ali elskar mig. — Þi g ! — Já, ég hefi vitað það lengi, en hann hefði aldrei fengið ástæðu til að biðja mín — ef ég hefði ekki flækst í þessar „kröggur11, sem þú kallar, i gærkvöldi. — Hann elskar þig? Iris starði á hana tryll- ingslega. Augnablik var andlit hennar jafn gersneytt öllum fríðleik og jafn andstyggilegt og það hafði verið kvöldið áður. Rósalinda tók eftir þessu og gat ekki að sér gert að hún kenndi í brjósti um hana. Þó að Iris væri bæði spillt og siðlaus, var enginn vafi á því að hugur hennar til prinsins var ósvikinn. — Mér þykir það leitt — en það var mér að kenna að hann var svona mikið með okk- ur, sagði Rósalinda. Iris hló gjallandi. — Svo að það var þín vegna .... Hún sneri frá henni og færði sig nær dyrunum. En — þykir þér vænt um hann? Hún skellti á eftir sér hurðinni og Rósa- linda var ein. Mundi henni takast að trúa því sjálf að lokum, þó að hún segði það hvað eftir annað við aðra, að hún elskaði Ali prins? Rósalinda vafði morgunsloppnum betur að sér og opn- aði gluggann. Fyrir utan var garðurinn, laugaður í tunglsljósi. Hús prinsins var eins og dimmur skuggi fyrir handan. Þar sást hvergi ljós í glugga, prinsinn var ekki kominn heirn enn- þá, hann sat niðri í gestasalnum og var að tala við Green. En hvar voru hinar dömurnar. Voru þær farnar að hátta? Og hvernig mundi ævi hennar verða þegar hún væri orðin kona prinsins og húsmóðir hérna? Mundi hún nokkurn tíma verða heimavön hér? Hún hugsaði til hússins fyrir handan litlu skítugu kofana, sem stóðu í þyrpingum fyrir utan múrinn sem var kringum aldingarðinn fagra. Rósalinda skalf og hún færði sig frá glugg- anum. I kvöld fannst henni garðurinn ekki vera fagur, friðaður lundur heldur drunga- legur annarlegur skógur, sem hún vildi helst komast út úr. Hvað var það sem faldi sig þarna úti í myrkrinu? Eins og svar við spurningu sinni heyrði hún klukknahljóm úr fjarska eilífðarsönglið úr turninum í þorpinu barst inn til hennar með blænum. — Allah! — Allah! — Allahu Alcbur! Allt í einu og án þess að hún gerði sér ljóst hvers vegna það var, fleygði Rósalinda sér á rúmið og grét eins og barn sem hefir villst. Ömurinn úr þorpinu hljóðnaði, aðeins ekki og kvein Rósalindu rauf næturþögnina. AGATHA AUGLÝSIR TRÚLOFUNINA. Þau héldu til Cairo snemma morguninn eftir. Rósalinda sat í litlu, opna tveggja manna vagninum prinsins en hin óku á eftir í stóra Daimler-bílnum. Ali vafði voð utan um Rósa- lindu og sagði umhyggjusamur: Eg vona að þér verði ekki kalt? Það hefði kannske verið hyggilegra að þú hefðir sest í hina bifreið- ina, en mig langaði svo til að hafa þig hjá mér. Það var hik á höndunum sem vöfðu værð- arvoðinni að henni og dimmu augun hans voru nærri hennar. Rósalindu varð órótt og hún varðist að horfast í augu við hann. Ali brosti viðkvæmur en færði ekki hendurnar til. — Þú ert eins og smáfugl, sagði hann, — þú ert svo fljót að verða hrædd. Þú verður að venja þig af að vera hrædd við mig. — Eg er ekki hrædd, Ali. — Augu þín segja annað. Þau tala mál hræðslunnar. — Nei, Ali, ég er ekki hrædd, endurtók hún og horfði í augun á honum. Svo brosti hún og sagði alvarleg: — Eg er bara ekki búin að jafna mig. Þetta hefir gerst svo fljótt að ég hefi ekki vanist á að vera trú- lofuð ennþá. Hún hallaði sér fram og tók um höndina á honum. — Þú mátt ekki halda að ég sé ekki sæl, Ali, en það er aðeins þetta, að það er svo ótrúlegt að ég skuli vera trú- lofuð — og meira að segja þér! 1 gær var ég fátæk, foreldralaus og vinalaus telpa, i dag er ég trúlofuð prins! — Rósalinda, ástin mín! Hann laut niður að henni og kyssti hana á ennið. Svo rétti hann úr sér og hló glaður: — Nei, ég verð að reyna að muna að við erum ekki ein! Þau töluðu ekki mikið saman á leiðinni. Vegurinn var mjór og varhugaverður og prins- inn varð að hafa gát á stýrinu. Rósalinda sat þögul og starði beint fram. Hún tók ekki eftir þvi sem þau óku fram hjá og hafði ekkert gaman af að sjá allar þessar undar- legu verur, sem viku úr vegi fyrir bílnum, eins og hún mundi hafa gert áður. Ilugur bennar var annars staðar. Hamingjusöm? Auðvitað var hún ham- ingjusöm, sagði hún við sjálfa sig. En hvað kom þá til þess að hún fór að gráta í gær- kvöldi? Voru taugarnar að biia? Mundi aldrei gróa yfir endurminninguna um John? Nei, hún rétti úr sér. — Eg er kveif, hugsaði hún með sér. — Eg má ekki láta svona hugsanir ná valdi á mér. Þetta má ekki endurtaka sig. Hin bifreiðin var alltaf rétt á eftir þeim, og þegar þau komu á leiðarenda í Cairo hopp- aði Agatha undir eins út og bauð prinsinn ao koma inn og borða hádegisverð með þeim. Ali prins þakkaði fyrir og innan skamms sat allur hópurinn yfir borðum. — Og hvað er nú næsta mál á dagskrá? spurði Agatha. — Á ég ekki að setja trúlof- unina í blöðin? í „Gazette“ eða „Sphinx“? En Ali var ekkert áfram um það. Hann vildi láta skyldfólk sitt vita um trúlofunina áður. — Eg skil, sagði Agatha. — Þér eigið svo marga ættingja og líklega veit enginn þeirra neitt um þetta ennþá nema móðir yðar. En ég hefi hugsað mér að hafa móttöku hérna á morgun, og þá mun ég að minnsta kosti mega segja nánustu vinum okkar þessi gleði- tíðindi. Rósálindu varð órótt og hún horfði bænar- augum á prinsinn, en hann misskildi hana og sagði rólega: — Það væri heillaráð!

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.