Fálkinn


Fálkinn - 12.11.1953, Side 13

Fálkinn - 12.11.1953, Side 13
FÁLKINN 13 Eftir dálitla stund hafði Agatha af nær- gætni sinni rekið alla fjölskyiduna út úr salnum, svo að Rósalinda og prinsinn gætu verið ein. Ali sagði við hana: — Eg skil að þér fellur ekki vel að trúlofun okkar sé til- kynnt. Það verða sjálfsagt engin gleðitíðindi vinum þínum, en .... — Ekki þínwn vinum heldur, tók Rósa- linda fram í. — Eg er smeykur við að þú hafir rétt fyrir þér, en þegar á allt er litið kemur þetta mál okkur einum við. — Já, og einmitt þess vegna vildi ég óska .... — Að við giftum okkur í kyrrþei og hyrfum á burt, áttu við? Rósalinda kinkaði kolli. — Nei, sagði hann einbeittur. — Það væri ósæmileg framkoma. — Já, náttúrlega, sagði hún lágt. — Eg veit að þetta verður þrekraun fyrir þig, en ég held að þú standist hana, hélt hann áfram. — Þú ert hugrökk stúlka, Rósalinda, það hefir þú þegar sýnt. Og Rósalinda skildi að jafnvel þó að hann elskaði hana mundi hann aldrei beygja sig fyrir óskum hennar ef honum fyndist þær ó-hyggilegar. Nú hafði -hún hitt fyrir sterk- ari vilja en sinn eiginn og varð að læra að hlýða. En henni þótti það ekki að öllu leyti miður. Hún fann að öryggi var í að láta hana ráða, áður hafði hún orðið að standa á eigin fótum og taka allar ákvarðanir sjálf. Það var ágætt að aðrir bæru ábyrgðina. — Eg skal ekki kikna, sagði hún i fullri einlægni. — Eg veit það, svaraði hann og tók um hönd hennar. — Þú getur ekki kiknað. Hann dró -hana að sér og nú veitti hún ekki við- nám. Agatha hafði boðið öllum vinum sínum í Cairo til kokktei'ldrykkju daginn eftir, líka Kitty, og nú heilsaði Rósalinda 'hikandi öll- um dömunum, sem -höfðu látið eins og þær sæu hana ekki í klúbbnum. Sem gestir Agöthu gátu þær ekki annað en heilsað Rósalindu á hennar eigin heimili. Allir gestirnir höfðu safnast saman í stóra salnum. Ali prins kom með þeim seinustu. Þegar Agatha gaf Tew merki smáll í kampavínstöppunum og nú voru glösin borin á milli. Allt skvaidur þagnaði og gestirnir horfðu forviða á Agöthu, sem iét á sér sjá að 'hún hefði eitthvert stórtromp í bakhendinni. Loksins höfðu allir fengið glös og Agatha sagði: — Eg óska að þið drekkið skál Rósalindu Fairfax og Ali prins, sem nú hafa opinberað trúlofun sína! Rósalinda stóð út við gluggann. Hún var föl en bar höfuðið -hátt. Prinsinn hafði fært sig til hennar um leið og kampavínsflöskurn- „Ilefirðu ekki séð hann Jón?“ — „Jú, liann stendur þarna.“ ar voru opnaðar. Nú varð leiðindaþögn eitt augnablik. Yngsta -fólkið var fljótast að jafna sig og óskaði til -hamingju með háreysti, aðr- ir pískruðu en elsta fölkið glápti á þessi tvö sem stóðu við gluggann, eins og það gæti ekki trúað að Agatha segði satt. Prinsinn var ró- legur og þakkaði brosandi fyrir hamingjuósk- irnar, en Rósalinda var fálát. I-Iún sá hvernig Kitty glápti á hana, brosti fyrirlitlega og gaut augunum til vinkvenna sinna. Helen og Bill Maitland reyndu ekki að leyna hve hissa þau voru og óskuðu mjög formlega til hamingju. Aðeins yngsta fólkið virtist sjálfu sér líkt, — því stóð alveg á sama um þetta. Flest af því voru nýgræðingar í Cairo og gerði sér ekki grein fyrir hvað svona trúlofun var. Rósa- linda brosti þakklát til þeirra. Eftir að fólk hafði jafnað si-g eftir þessa óvæntu fregn fór það að gerast háværara. Kampavinið og kokkteilarnir sem Tew bland- aði áttu eflaust nokkra sök á því. Allir drógu vel á bátinn af sandvíkurbrauðinu, kökun- um, ávöxtunum og hnetunum, og svo var að sjá, að minnsta kosti á yfirborðinu, að gestirnir hefðu sætt sig við fréttina. Að vísu hafði sumar eldri frúrnar langað til að segja meiningu sína og straunsa burt, en mennirnir þeirra depluðu augum til þeirra svo að þær fóru gætilega. Ekki kom þeim -við hvað Rósa- linda gerði, og Ali Yussuf var voldugri maður í Cairo en svo að þær gætu látið eftir sér að móðga hann. Ali prinsins, öruggum og veraldarvönum fríð-leikismanninum, veittist létt að koma fram sem ástfanginn og nýtrúiofaður maður. Rósa- linda var venju fremur hljóð en tókst að leyna því hve illa hún kunni við sig þarna, og hélt sig jafnan hjá prinsinum og þeir eftirtektar- sömustu sáu að hún lét hann halda í höndina á sér. — Hann er vitlaus eftir henni, pískruðu gestirnir. — Þetta er ótrúlegt — en 'hún um það! Hún er nógu gömul til að sjá að hún gerir sig ekki að athlægi! Heldra fólkið í Cairo blaðraði um trúlof- unina í samkvæmum — og kvað upp sinn dóm. Kona prins A-li skyldi aldrei vera boð- in i samkvæmi nema við einstaka tæki-færi — formsins vegna. Ensk heimili sem máli skiptu yrðu lokuð henni framvegis, að minnsta kosti í Egyptalandi. Það var almannarómur. Rósalinda hafði vitað þetta fyri-r og ekki liðu margir dagarnir þangað til -hún skildi hve víðtækar afleiðingarnar voru af ráða- breytni -hennar. Með al-ls konar móti, stund- um mjög opinskátt og stundum hjúpað, sýndu fyrrverandi kunningjar henni hvernig þeir litu á athæfi hennar. Rósalinda sagði við sjálfa sig að sér gerði það ekkert til, en skemmtilegt var það ekki. Helen og Bill töluðu við hana og reyndu með öllu móti að fá hana til að slíta trúlofun- inni. Þetta var einna sárast, en Rósalinda var föst í rásinni. Hún endurtók hvað eftir annað að hún elskaði prinsinn og ætlaði að giftast honum — og fullvissaði þau um að hún bæri engan kvíðboga fyrir framtíðinni. Þessu lauk svo að þau hættu fortölum sín- um, sannfærð um að hún elskaði prinsinn. — Þegar á allt er litið er prinsinn mjög ólík- ur öðrum innfæddum mönnum, sagði Helen við vinkonu sína, — hann er göfugur maður og mun gera henni alit til geðs sem hann getur. Green gamli tálaði við hana iíka, en tókst ekki betur en öðrum og varð að gefast upp og hrista höfuðið því að Rósaiinda lét engan bilbug á sér finna. En Agatha var stórhrifin og alls ekki hissa á trúlofuninni, og lét ekk'ert tækifæri ónot- að til að sýna þeim nýtrúlofuðu sóma — eða gefa þeim tækifæri til að vera einum. Suzette sagði ekkert — en hún hugsaði þeim mun meira. Sjálf gekk Rósalinda ákveðnum skrefum fram leiðina sem hún hafði kosið sér, afráðin í því að koma áformi sínu fram. Hún ætlaði sér að gera Ali hamingjusaman, og aldrei skyldi hann fá að vita að hún var ekki ham- ingjusöm sjálf. Ali umgekkst hana enn með mestu varúð, en hann tók eftir því að -hún sýndi minni og minni mótstöðu þegar hann dró hana að sér. Armar hans voru sterkir og það var líkást og þeir yrðu -henni öruggt athvarf gegn þeirri harðbrjósta veröid, sem hún hafðist við í. Henni fannst hún örugg þegar hann var ein- hvers staðar nærri, og hún átti aðeins eina ADAMSON Hann hafði gleymt áburðinum gegn mý- bitinu.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.