Fálkinn


Fálkinn - 19.11.1953, Page 8

Fálkinn - 19.11.1953, Page 8
8 FÁLKINN # Lykillinn að hjarta hennar I'AÐ var vorþeyr i loftinu þó að enn væri ekki komið nema fram á ein- mánuð, og alls staðar ís og snjór þar sem sólin náði ekki til. Og á kvöldin var jafnan frost og meinhált fyrir gangandi fólk, sem ekki liafði tæki- færi til að hreyfa sig fyrr en á kvöldin. Hilde Bjerke hafði setið innilokuð i moilulofti á skrifstofunni allan dag- inn og öfundaði fólkið sem gat veitt sér að ganga út fyrir hæinn i góða veðrinu. í matartimanum um hádegið, sem ekki var nema þrjú kortér, hafði hún ótal mörgu að sinna auk matar- ins. Hún liurfti að koma sokkum í viðgerð, kaupa meira garn í peysuna sem hún var að prjóna, sækja kjói, sem ihún Ihafði komið í hreinsun og margt fleira. Svo að ekki urðu nema fímm mínútur efti'r til að sleikja sól- ina undir næsta húsvegg við skrif- stofuna. Það var á þessum fimm mínútum sem Hans Borg „uppgötvaði“ hana. Hann sagði á eftir við félaga sína í bankanum að margt hefði hann séð failegt um dagana, hæði heima og erlendis, en aldrei neitt jafn full- komið. „Hárið eins og spunnið gull, skil- urðu, og augun eins og djúp fjalla- vötn. Hörundið eins og .... glitskel, og aldrei á ævinni hefi ég séð önnmr eins augnhár! Eða vöxtúrinn! Því geta engin orð lýst! Hún var í ein- földum, gráum útifötum og með sam- litan flókaihatt með blárri fjöður, alls ekkert áberandi en samt leit hún út eins og greifadóttir!" Þá er ég illa svikinn ef það er ekki hún Hilda frænka min sem hann hefir séð! luigsaði Erik Ström með sér, en ég skal ekki afhjúpa iiana. Hann hefir ekki nema gott af að vera á glóðum um stund. Hann iheldur alltaf að hann geti komið, séð og sigrað. En upphátt sagði hann: „Hver veit nema hún hafi verið greifadóttir. Hví skyldu þær ekki mega standa undir húsvegg og sleikja sólina eins og aðrir? Kannske hefir hún skroppið út til að ná sér i bíó- miða ..“ „Nci, ihún var áreiðanlega skrif- stofustúlka. Hún leit á klukkuna áður en hún nam staðar til að njóta sólar- innar, og eftir 5 mínútnr leit luin aft- ur á klukkuna. Og þá var eins og henni brygði við og hún hljóp við fót yfir torgið. Eg verð að kynnast henni. „Þú verður að auglýsa," sagði Erik ögrandi. „Unga stúlkan, með hár eins og spunnið gull og augu eins djúp og fjallavötn o. s. frv.“ „Hún mundi aldrei svara auglýs- ingu!“ sagði Hans Borg, — hann renndi ekki grun í að Erik var að draga dár að honum. Honum var blá- köld alvara. Það er að segja — hann efaðist ekki um að hann gæti töfr- að hvaða stúllui sem vera skyldi, ef hann bara gæti náð tali af henni. En hvernig mátti það ske? „Jæja, ef ekki dugir að auglýsa verðnr þú að lifa í voninni um að hún sleiki sólina oftar, þarna á sama stað,“ sagði Erik hughreystandi. Hann ætti bara að vita, hugsaði Erik með sér, — að greifadóttirin . . . .ég fann að minnsta kosti lykil .... lykilinn að hjarta þínu .... hans ætlar að borða miðdegisverð hjá okkur í dag! Nú varð svo mikil ös i bankanum að þeir höfðu engan tima til að tala um einkamál, og það var ekki minnst meira á hinn fagra sóltilbeiðanda þann dagínn. En vfir miðdegismatnum sneri Erik sér að hinni fríðu fræn'ku sinni og spurði livort hún hefði sieikt sólina á torginu um daginn. Hún leit forviða á hann og svaraði að hún hefði staðið þar réttar fimm mínútur. „En hvers vegna spyrð þú um það?“ „Það stendur svoleiðis á því, að við höfum fengið nýjan kvennabósa i bankann, og hann gekk um torgið þegar hann var að koma úr hádegis- matnum. Og eftir lýsingunni sem hann gaf á fegurðardrottningunni sem hann sá, datt mér i hug að það hefði verið þú. Hvernig varstu klædd?“ „Heldurðu að ég tiafi margs konar ldæðnað dags daglega?" sagði hún og hló. „Eg var í gráa jakkanum og með hattinn með fjöðrinni — það hangir hérna frammi í ganginum.“ „Þetta sagði hann einmitt — og hér eftir áttu á hættu að ráðist verði á þig. Hann svifst einskis til að kynn- ast þér.“ Hilda hló og spékoppar komu í „glitskeljakinnarnar". „Það er naumast að þú tekur djúpt í árinni, Erik,“ sagði lnin. „En þakka þér fyrir að þú aðvarar mig. Hvernig lítur þessi maður út?“ „Það er ekkert úl á útlitið á honum að setja, og reyndar ekki heldur á manninn að öðru leyti. En hann tek- ur eftir fallegum stúlkum og heldur að hann geti gert þær áslfangnar af sór, ef hann aðeins fái að kynnast þeim. Iiann getur víst ekki imyndað sér að nokkur stúlka geti haft nokkuð út á hann að setja. Hann er hár og herðibreiður og 'ljóshærður. Eg lél hann vitanlega ekki á mér slíilja, að stúlkan sem hann var að dásama gæti verið frænka mín. Eg býð ekki í mig daginn sem hann kemst að því.“ „En livað þú ert ertinn, Erik,“ sagði konan háns. „Eg man nú þá tíð að þú varst svona Jika, en þú hefir víst gleymtiþví. Undir eins og einhver hefir fest sér stiilkuna með giftingar- hring og öllu tilheyrandi verður hann svo sjálfbirgingslegur og iítur niður á aðra. Eg er viss um að Hans Borg — því að það mun vera hann sem þú ert að tala um — er mesti myndar- piltur og vel þess verður að kynnast honum.“ „Eg skal heilsa honnm frá þér og segja honum það,“ sagði Erik og og gretti sig framan í konuna sína. „Eg skal bjóða honum heim á sunnu- daginn." „Já, því ekki það. Og við biðjum Hildu um að koma lika. Og vilji hún ekki halda kynnunum áfram ]iá hefir hún einhver ráð til að losna við hann, ef ég þekki hana rétt.“ „Ne-já-nei . ...“ sagði Hilda, cn það var ekki hægt að skilja hvort það var sunnudagskoman eða það að losna við manninn aftur, sem hún átti við. „Á'lltaf skaltu spilla ánægjunni fyr- ir mér,“ sagði Erik. „Eg sem hafði hugsað mér að hann skyldi verða nokkra mánuði að leita slúlkuna uppi.“ En hvernig sem það nú var þá kom- ust hau samt að málamiðlun. Erilc átti að fá gamanið og Þyri átti að fá sinu framgengtlhvað sunnudagsboðið snerti .... Hilda gekk að því eftir nokkurt þóf að leika hlutverk i gamanleik Eriks. „Ertu við nokkuð sérstakt bundinn á sunnudaginn?“ spurði Erik hann á föstudeginum, er þeir urðu samferða úr bankanum. „Sunnudag .... nei, ekki svo að ég muni.“ „Kannske þú viljir borða miðdegis- matinn hjá okkur. Konan mín bað mig um að spyrja hvort þér jiælti góð hreindýrasteik." „Já, hún er afbragð,“ sagði Hans. „Heilsaðu konunni þinni og þakkaðu henni boðið.“ Svo kom þeim saman um að fara út í göngu saman fyrir miðdegisverðinn, til að auka matarlystina. Á sunnudagsmorguninn hiúngdi Erilc til Hans og sagðist því miður ekki geta komið á tilsettum tima, og stakk upp á að fresta göngunni um einn klukkutíma. „Eg þarf að heimsækja kunningja sein liggur veikur, fyrir utan bæ, við Holmenkollen, en ef þú nennir get- urðu ekið þangað og hilt mig þar. Hans hafði ekkert við það að at- liuga. Þeiir töluðu um að hittast þar klukkan tvö. Hans fór ekki með spor- brautinni heldur gangandi og kom nokkru fyrir tímann á staðinn. En honum brá heldur cn ekki i brún er Erik kom með hina fögru sólardís frá torginu. ITún var ennþá fallegri núna en þá! Hvernig hafði Erik náð í hana? „Þarna ertu þá! Eg fór að undrast um þig!“ kallaði Erik er hann sá Hans. Og þegar hann kom að honum hvislaði hann: „Þessi ungfrú þefir týnt lyklakipp- unni sinni. Það gerðist i gærkvöldi. Það var svo mikil hálka að hún datt — einmitt hérna. Og líklega hefir hún misst lyklana þá. Eg sagði henni að kunningi minn sem var á ferli hér í gærkvöldi hefði fundið lyklakippu. Þarna hefir þii leik á borði. Þú getur vitanlega ekki að þvi gert þó að það séu ekki réttu lyklarnir sem þú fannst. Því að þetta er hún, eins og þú sérð.“ „Heiðursinaður ertu!“ sagði Hans og gekk til hinnar fögru ókunnn. Þeg- ar hann færðist nær henni veifaði hann lyklakippu. „Eg heiti Hans Borg,“ sagði hann. „Eru þetta yklarnir sem þér misst- uð?“ Hilda lét sem hún heyrði ekki riáfn- ið en fór að skoða lyklaria nákvæm- lcga. „Þökk fyrir,“ sagði hún. „Þeir eru þarna allir með tölu. „Hve mikið

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.