Fálkinn


Fálkinn - 05.12.1953, Blaðsíða 7

Fálkinn - 05.12.1953, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 á, við hverja hún átti. Nunnan sem hafði farist i ioftárásinni á klaustrið hafði ilieitið systir Theresia. „Vesalings Heien mín!“ Suzy talaði blíðlega og innilega við hana og hélt handleggnum utan um hana. En Heten hrisli liana af sér og rétti úr sér i rúminu. „Eg sá hana,“ hrópaði hún aftur og rödd hennar var skerandi af geðs- hræringu. „Eg segi ykkur satt að ég sá hana með mínum eigin augum. Hún stóð við fótagaflinn á rúminu og horfði á mig. í j)elta skipti var ekki um martröð að ræða. Hún var þarna! Eg veit vel að þið trúið mér ekki, en ég sver að ég segi satt. Rosalind, ég er ckki geðveik, trúðu mér!“ Þeir Denis og Pierre höfðu einnig bætst í hópinn. Og nú var það Denis sem tók til máls. „Stilltu þig, Helen!“ sagði hann. „Þú segist hafa séð systur Theresíu. Hvað- an kom hún?“ „Þaðan! Dyrnar opnuðust og hún kom út. Sjáið bara, þær eru enn opnar.“ Hún benti á einn hinna griðarstóru Bretagne-skápa. Hann var greinilega nógu stór til að hægt væri að fela sig í honum. Denis gekk að skápnum og hreyfði hurðina. Eg skildi strax til hvers þegar ég heyrði að það brakaði í hjörunum. Brakið hlaut að geta vak- ið 'hvern sem var af værum blundi. Hann sneri sér að Suzy. „Heyrðir þú ekki neitt? Herbergin eru samliggjandi svo að þú ættir að liafa lieyrt eitthvað.“ „Eg tók svefnmcðal í gærkvöldi,“ sagði Suzy, „ég er raunar varla vökn- uð enn. Auk þess hygg ég að það hafi ekki verið neitt að hcyra. Helen hefir verið að dreyma — eins og svo oft áður. Helen mín, þú komst í geðs- hræringu í gær og þess vegna hefir þig dreymt illa. Systir Theresia var ])ér svo góð að hún myndi sist allra vilja hræða þig.“ „Eg sá hana!“ sagði Helen. „Mig var ekki að dreyma! Eg sá hana mjög greinilega. Það blikaði á kross- markið, sem hún bar alltaf á brjóst- inu — og perlubandið hennar. Eg veit að ég sá hana. Eg veit það!“ „Jæja, hún er að minnsta kosti horfin núna,“ sagði Suzy. „Þú sérð að hér er cnginn nema við. Reyndu að hvíla þig, Helen mín. Eg skal leggja mig ihérna hjá þér.“ Hún sneri sér að okkur hinum. „Hún verður óróleg aftur ef hún liefir svona marga i kringum sig,“ Við sjáum hérna franska leikkonu og kabarettstjörnu, Georgette Any að nafni, þar sem hún stendur við þvottabala, en svo er mál með vexti, að hún leikur þvottakonu í kvikmynd með Bing Crosby. sagði hún. „Viljið þið ekki fara núna.“ Hún hélt áfram og raddblær hennar bar vott um reiði. jjNei, heyrðu nú Denis!“ Denis hafði, án þess að spyrja um leyfi, farið inn í herhergi hennar og dregið gluggatjöldin frá glugganum. Itann tyllti sér meira að segja á rúm- ið sem hún var nýstaðin upp úr •— ])að sáum við öll. Það virtist næstum brot á almennu velsæmi. „Það má vera að hér hafi aðeins verið um draum að ræða,“ sagði hann. „En ég vildi gera að tillögu minni að húsið yrði rannsakað — húsið mitt,“ bætti hann við byrstum róini. „Eins og þér þóknast," sagði Suzy. Það fór ihenni mjög vel að vera reið, „Mér er sarna hvað þú gerir ef þú lætur okkur í friði." „Eg vil ekki hafa þig hjá mér!“ hrópaði Helen. „Eg vil aðeins hafa hana RosaIind!“ „Heten, nú ertu eigingjörn og heimtufrek,“ sagði Suzy. „Eg skal vera hjá henni,“ sagði ég. Mér var auðvitað ekki meira en svo gefið um aðdáun Helenar á mér, en i þetta skipti var mér ómögulegt að synja bón hennar. Rúmið hennar var vissulega nógu stórt fyrir tvo. „Jæja, þú ræður því, Helen,“ sagði Suzy. „Það var engu síður leitl að þú skyldir verða til að vekja alla í hús- inu.“ Hún fór inn í herbergi sitt til að fara i eitthvað utan yfir sig og kom að vörnm spori aftur. Og þá var það að augu mín opnuðust fyrir því að karhnennirnir horfðu allir á liana. Eg var í þokkalegum og verkleg- um slopp, en sloppur Suzy var einn þéirra sem fremur beina athygli að vaxtarlaginu en hylja bað — og ég áttaði mig nú fyrst á því, að, áður en hún fór í liann, hafði hún aðeins verið i rósbleikum næfurþunnum nátt- lcjól. Sloppurinn var einnig mjög gagnsær og karlmennirnir litu hana auðsjáanlega ekki allir sömu augum. Augnaráð Denis var kuldalegt og hæðinislegt en augnaráð Martins ........? Eg gat varla láð honum það, hún var vissulega fögur á að líta. Undarleg sársaukakennd gagntók mig. Allt annað hvarf úr huga mér, nunnan eða öllu heldur draumur IJelenar um nunnu, Helen sjálf, Josephine, sem rétt í þessu var að gefa Helen að drekka úr könnu. Eg skynjaði aðeins augu Martins sem hvíldu á Suzy, hinu fagra vaxtarlagi hennar. Eg áttaði mig á, að hann myndi sennilega hafa horft svona á hana frá því að hún fyrst kom inn i herbergið. Martin, sem ég hafði alltaf talið mig svo vissa um að það liafði aldrei hvarflað að mér að tortryggja hann á nokkurn hátt. Eg hafði alltaf verið viss um að hann elskaði mig og enga nema mig! Allt var nú að færast í cðlilegt horf. Helen drakk mjólkina, sem .Tosephine hafði fært henni. Pierre var farinn og hann hafði engu síður en Josep- hine verið skoplegur á að líta. Hún hafði hó verið í náttfötum en hann hafði hins vegar verið klæddur sið- um náttjakka og niður undan honum bíöstu við sjónum beinaberir Toðnir fætur. Það leit því út fyrir að það væri konan sem bæri buxurnar i hjónabandinu þvi. Eg var einnig sannfærð um að hún væri húsbóndinn á heimilinu að meira en ]>ví leyti! Martin hætti að stara á Suzy og sneri sér snöggt frá henni. Denis skipulagði húsrannsóknina og Martin hjálpaði honum. Þeir yfirgáfu her- bergið en við — Helen, Suzy, Josep- hine og ég urðum eftir. Það var tekið að l)irta af degi, máninn var að hverfa og fuglarnir hófu söng sinn. „Hún sofnar núna,“ sagði Suzy lágt við mig. „Josephine lét svefnmeðal i mjólkina.“ Helen sofnaði von bráðar og Suzy fór inn í herbergi sitt og lokaði dyr- unum gætilega. En mér kom ekki dúr á auga, ég var glaðvakandi þegar Josepiiine færði mér morgunkaffið. „YKKUR ætti ekki að verða skota- skuld úr að komast til botns í þessu,“ sagði Martin. Þetta var síðar um daginn. Sólin var þegar liátt á lofli og það var mikil umferð um flóann fyrir neðan okkur. Ileien svaf enn og Denis var farinn til Dinard. Við Suzy, Martin og ég sátum á sólpallinum og drukkum ávaxtadrykk úr háum glösum. Við Martin höfðum ekkert talað saman einslega. Eg hafði sótt fötin mín meðan hann var i baði, hann hafði að vísu kallað til rrtín, en ég hafði ekki svarað honuin. Hugur minn var enn í uppnámi og ég átti bágt með að gera mér grein fyrir tilfinningum mínum. Það var hræðilegt — ég hafði aldrei áður þekkt slíkt sáiarástand i hjónahandi minu. Það gat auðvitað átt sér stað. að það væri óeðlilegt að hjónaband okk- ar hafði verið algerlega án missættis, ])að var ef til vill tími til kominn að eitthvað yrði til að raska ró okkar. Eg tók eftir iþví að Martin forðað- ist að líta á Suzy. Hann hefði getað sparað sér það ómak, þvi að nú var hún í bláum síðbuxum og hvítri peysu — hún var ekki fáklædd í þetta skipti. „Það er ekkert tii að komast til botns í,“ sagði Suzy fremur gremju- lega. „Eg hefi þegar- sent eftir lækn- inum. Helen þarf auðsjáanlega að fara aftur á heilsuhælið. Þetta, sem kom fyrir í nótt, var einmitt það sama og kom fyrir áður en luTn fór á heilsuhælið í fyrra skiptið — hún sá systur Tlifresíu í draumi.“ „Vissu allir um þann draum henn- ar?“ spurði Martin. „Flestir hér í húsinu að minnsta kosti. Hvers vegna spyrðu?" „Það er hugsanlegt að hér hafi raunverulega verið um veruleika að ræða,“ sagði Martin. „Það iiefði ein- hver getað klæðst nunnubúningi til að hræða hana.“ „Hví skyldi nokkur gera það? í hvaða tiigangi?“ hrópaði Suzy. „ITver gæti verið svo svivirðilegur?" „Það hefi ég ekki hugmyml um,“ sagði Martin. „En mér virlist Helen mjög sannfærandi. Og hefði einhvér hrotist inn til að stela væri ekki fá- anlegri hetri dularhúningurl“ „Eg er öldungis sannfærð um að hér hefir ekki verið um neinn að ræða. Þú skilur þetta ekki Martin. IJelen hefir alltaf fundist hún eiga sök á dauða systir Tcresíu. Nóttina sem loftárásin var gerð vöktu nuiin- urnar nemendurna og fylgdu þeim niður i loftvarnabyrgið. Helen hljóp. upp á loft aftur eftir bænabókinni sinni — það var bók sem móðir okk- ar hafði átt — og systir Thercsia hljóp á eftir henni. Þær voru rétt að koma inn í ioftvarnarbyrgið þegar sprengj- an féll — systir Theresia var á eftir og var ekki komin inn úr dyrunum. 'Hel- en fékk voðalegt taugaáfali og hún stagaðist í sifellu á þessum orðum: „Bara að ég liefði ekki snúið við eftir bænabókinni minni.“ GÁFAÐ MANNSLÍKI. — Þessi merki- lega vera, sem ungi maðurinn er að horfa á er mannslíki — robot — sem hefir verið skírt mr. Magnetron Hann er eitt af furðuverkunum á stórri úi- varpstækjasýningu, sem nýlega var opnuð í Earls Court í London, og getur svarað ýmsum spurningum, sem lagðar eru fyrir hann. Þetta eru pólskir þjóðdansarar, sem eru að sýna listir sínar í London. Þau eru bæði landflótta. BLAÐALJÓSMYNDARINN STARFAR. Fólk gerir sér tæplega ljóst hve hættulegt starf blaðaljósmyndarans getur verið stundum. Þessi ljósmynd- ari er að vísu elvki í liættu þegar myndin var tekin, en hann fékk ann- að verkefni erfiðara, nfl. að fylgjast með 6.500 mílna löngum bifreiðakapp- akstri á vegleysum Ástralíu. Það er þess vegna sem hann hefir fengið sér rykgrímu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.