Fálkinn


Fálkinn - 05.12.1953, Blaðsíða 12

Fálkinn - 05.12.1953, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN FRAMHALDSSÁGA: 22. Þeir elsftuðu hunu tveír. Skáldsaga eftir Anne Duffield. svo mikilli varúð, nú hélt hann svo fast að það lá við að hana kenndi til .... Allt vilja- þrek hennar hvarf, og hún hallaði sér upp að honum og gleymdi umhverfinu .... Hvorugt þeirra sagði orð meðan þau voru að dansa, í meðvitund beggja var þetta milli- bilsástand, nokkurra augnablika sæla sem þau stálu, og sem hlaut að enda þegar tón- arnir þögnuðu. Fætur þeirra fylgdu hljóm- faliinu og fingurnir þrýstust saman án þess að þau vissu hvað þau gerðu, og þegar hljóm- sveitin þagnaði slepptu þau hvort öðru eins og feimin 'börn og sögðu ennþá ekki orð. Hljómsveitin byrjaði nýtt lag og aftur seidd- ust þau í dansinn, þögul eins og í dásvefni. Þegar dansinum lauk liðu þau hvort frá öðru aftur, og John sagði formlega: — Þökk fyrir dansinn. Má ég bjóða þér eitthvað að drekka? — Já, þökk fyrir. Þau gengu eins og brúður hlið við hlið inn í krána. John bað um drykk og lyfti glasinu móti 'henni: — Skál, Rósalinda! Svo hélt hann áfram samræðunni: — Margt fólk hér í kvöld! — Já. Rósalinda dreypti á glasinu og setti það frá sér aftur. — John .... Röddin var lág og hikandi: — Það var fallega gert af þér að dansa við mig. — Hvers vegna segir þú það? — Eftir það sem hefir komið fyrir .... — Góða Rósalinda, datt þér i hug að ég kynni ekki að bíða lægra hlut! Og yfirleitt er alveg ástæðulaust að auglýsa okkar einka- mál fyrir allri Cairo. — Já, vitanlega. Hún þreif glasið og tæmdi það. Hún þráði að hljómsveitin byrjaði aftur, en jafnframt óttaðist hún það að hann byði henni í nýjan dans jafnmikið og hún kveið fyrir að hann yfirgæfi hana. Hjarta hennar barðist svo hart að hún .hélt að hann hlyti að taka eftir því, og höndin skalf. John stóð við hliðina á henni, háttvis og sítalandi. — Eg afber þetta ekki, hugsaði hún með sér og bað þess innilega að dansinn byrjaði áður en hún færi að gráta. Og í sömu and- ránni heyrðist hljómlistin. Jöhn fór með henni inn í danssalinn aftur, hneigði sig og sagði: — Þökk fyrir dansinn, Rósalinda — og svo fór hann. Hún sá hann fara yfir þvert góifið og bjóða Suzette í dans. Þegar þau liðu út á gólfið sneri. hún sér frá og laumaðist út. Hún gat ekki staðið þarna ein og enginn virt- ist ætla að bjóða henni í dans. Það var mannlaust í fatageymslunni og Rósalinda hneig niður á stól og tók höndunum fyrir andlitið. Hún hafði dansað við John! Þau höfðu þrýst sér hvort að öðru — eins og skipbrotsfólk á eyðihólma. Augnabliks vitfirring — og svo allt úti — um aldur og ævi. — Við megum ekki dansa saman oftar. Eg afber það ekki. Eg afber ekki neitt lengur. Hvernig á ég að þreyja þetta kvöld. Og hvern- ig á ég(að halda áfram að lifa — eftir þetta? — Eg elslca þig, John, ég elska þig...... SUZETTE OG JOHN. John dansaði við Suzette. Fallegt par, hugs- aði Agatha með sér og brosti ánægjulega, og það voru fleiri en hún sem höfðu augun á háa tígulega manninum og hinni fríðu, dökk- hærðu stúlku. Hún var í bleikrauðum kjól og fyrir það varð litarháttur hennar sjálfrar enn gleggri. Það var annarleg ró yfir henni í kvöld. Hún var ekki sama lífsglaða, hávaða- sama og borginmannlega stúlkan sem Cairo- hafði smám saman vanist — og sætt sig við. Hún virtist eldri og rórri. John tók líka eftir þessari breytingu, og kunni betur við Suzette en áður. — Þú ert svo falleg i kvöld, fallegri en venjulega, sagði hann og brosti. — Er ég það? Suzette háði baráttu við sjálfa sig. John féll vel við hana, og honum gæti fallið enn betur við hana — og nú var Rósalinda enginn Þrándur í Götu framar .... Eg gœti sigrað hann .... og hvers vegna ætti ég ekki að sigra hann? Hvers vegna á ég að bera um- hyggju fyrir Rósalindu? Hún hefir ráðið sinni leið sjálf. En Suzette var ærlegri en svo að hún vildi fara á bak við Rósalindu, jafnvel þó að þær elskuðu sama manninn. Myndin af Rósalindu í rúminu, fölri og útgrátinni, var skýr í huga hennar. Nei, hún gat ekki .... Suzette staðnæmdist allt í einu í miðjum dansinum og sagði stutt: — Við skulum koma svolítið út. Mig iangar til að tala svolitið við þig í næði. Þau fóru út á svalirnar og að bekk sem stóð inni á milli rósarunnanna. — Hvað er þér á hjarta? spurði John er þau voru sest. — Hvers vegna lætur þú Rósalindu gana út í aðra eins bölvaða flónsku og að giftast prinsinum? Suzette gusaði oðunum út úr sér. John rétti úr sér og sagði ergilegur: — Eg skil ekki hvað þú átt við. Eg hefi eklcert vald á Rósalindu. — Æ, drottinn minn! Suzette ieit á hann og dæsti. — Þið gerið mig vitlausa. Þú ert alveg jafn ótækur og hún er. Þú elskar hana, en samt situr þú rólegur og horfir á að hún giftist öðrum. — Eg er engu ráðandi um þetta. Rósalinda er sjálfri sér ráðandi, svaraði hann þurrlega. — En þú elskar hana, gerirðu það ekki? — Þetta er samviskuspursmál og nærgöng- ult. Hann svaraði í iéttum tón, en það var auðheyrt að honum fannst þetta slettireku- háttur af Suzette. Suzette hélt áfram hin rólegasta: Þú þarft ekki að svara. Eg veit að þú elskar hana. — Ef þú veist það þá finnst mér best að láta þessa spurningu falla niður og tala heldur um eitthvað annað. — Nei, það getum við ekki. Eg náði í þig hingað til 'þess að segja þér dálítið, og þú verður nú að iáta svo litið að hlusta á mig, jafnvel þó að ég verði að halda þér hérna með valdi. — Naumast að þú ógnar! Jæja, ég skal sitja kyrr og hlusta á þig. Hún sá í myrkrinu að hann brosti, en augun voru raunaieg. Nú gat ekkert stöðvað Suzette. — Þú átt ekki skilið að ég segi þér neitt — og reyndar ekki hún heldur, ef ég á að segja sannfæringu mína. Af öllum þrákálfum sem ég hefi fyrir hitt, eruð þið þeir verstu. Reyndar ert þú sá versti, John. Eg skil ekki hvernig blindur þrákálfur getur setið í stöðinni þinni . . . .! — Heyrðu, Suzette, tók John fram í. — Hvað hefi ég unnið til þess að fá svona skammadembu ? — Þú lætur Rósalindu giftast Ali prins. — Eg get ekki afstýrt því. — Hefurðu reynt það? — Já, og það mistókst algerlega. — Eg vissi það, sagði Suzette alveg óvænt. — Eg vissi að hún hafði sent þig burt áður en við komum í gær. — Suzette, heyrðu mig .... — Hvers vegna fórstu? Hvers vegna gerð- iröu ekkert? — Hvað átti ég að gera? Rósalinda hafði tekið sína ákvörðun. Eg felli mig ekki betur við þetta hjónaband en þú gerir, og ef ég á að vera hreinskilinn þá vildi ég heldur vita hana dauða en gifta tyrkneskum prins, iafnvel þó að hann heiti Ali Yussuf. En ég stend vopnlaus uppi. Rósaiindu .... þykir .... vænt um hann! — Hefir hún sagt þér það? — Já. — Og þú trúðir henni? — Vitanlega. Mér finnst allt benda á þetta. Rósalinda 'hefir verið svo lengi hér í land- inu að hún þekkir allar aðstæður — og veit hvað hún færist í fang með svona hjónabandi. Ekkert nema ofurást getur komið stúlku eins og Rósalindu til að fremja annað eins glap- ræði. — Sagði hún þér hvernig það atvikaðist með þessa trúlofun í fyrstu? John starði á hana felmtraður. — I fyrstu? endurtók hann. — Já, það er einmitt það, sem mig langar til að tala við þig um, sagði Suzette með áherslu og svo sagði hún honum frá samtali sínu við Rósalindu. — Eg veit ekki nákvæm- iega hvað gerðist inni hjá prininum, en þar hlýtur að hafa orðið einhver uppsteit um nóttina, og ég er ekki í vafa um að þessi trú- lofun varð til út af Iris — til að bjarga henni. Hún játaði það líka sjálf. — Iris .... John var orðinn fölur. — Sú böl .... — Já, það er hún, skaut Suzette inn i. Hún hefir alltaf verið svona. Eg mundi aldrei hafa hreyft hönd né fót til að bjarga henni, en Rósalinda hefði ekki verið sjálfri sér lík ef hún hefði ekki komið þarna fram eins og engill. Og auðvitað þóttist hún verða að standa við orð sín. Og af því að þú hafðir yfirgefið hana eftir rimmu .... — Já, það er eftir þá rimmu, sem hún komst að þeirri niðurstöðu að sér þætti vænt um Yussuf, sagði hún .... — Um Ali Yussuf! Ertu alveg steinblindur, John! Rósalinda elskar þig meira en allt ann- að í heiminum. Hún hélt að þú hefðir yfir- gefið sig fyrir fullt og allt, og þegar þú komst til baka núna — eftir að hún hafði heitbundist Ali — gat hún ekki risið undir því sem á hana hafði verið lagt .... — Ó, Rósalinda — Rósalinda! stundi John og tók báðum höndum fyrir andlitið. En nú var það Suzette sem fölnaði. Það

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.