Fálkinn


Fálkinn - 26.02.1954, Blaðsíða 13

Fálkinn - 26.02.1954, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 Þær vissu að herbergi sem var miklu minna en drottningarherbergið, en samt stærra en nokkurt af herbergjunum heima hjá Önnu. Hann talaði svo rólega og eðlilega að hún gleymdi um stund því, sem hún hafði átt svo bágt með að skilja — að hún var gift þessum manni — og gift með alveg sérstökum skilmálum. „Jæja, er það hérna sem þú átt að sofa?“ ,,Já. Ef þú sérð draug þá er ekki annað en kalla á mig.“ „Þú heyrir það ekki. Þú ert svo langt und- an og svo sefur þú auðvitað eins og steinn.“ „Ég ætla mér að taka vel eftir öllu sem gerist fyrir innan þínar dyr. Vertu óhrædd — ég skal verða fljótur að gegna ef þú kailar.“ Hann talaði i sama glaðlega tóninum og áður. En svo ieit hann upp frá töskunni, sem hann var ao taka upp úr, horfði á hana og það var eitthvað í augnaráði hans sem kom hreyfingu á blóðið í henni og hún kafroðnaði. „Ég .... ég var auðvitað að gera að gamni mínu. Ég er alls ekki myrkfælin!“ Anna hvarf inn til sín og lagði aftur hurð- ina. Til þess að hafa eitthvað fyrir stafni og reyna að lægja umrótið, sem í sál hennar var, afréð hún að taka upp úr töskunni sinni líka. En svo mundi hún að hún var búin að þessu og dótið hennar lá í röð og reglu á snyrti- borðinu. Og þá gat hún ekki fundið annað betra að gera en að bursta á sér hárið. Hún var að því þegar John kom inn til hennar aftur. Hún sá mynd hans í speglinum og flýtti sér að koma hárinu i lag aftur. „Þegar við komum til London aftur vil ég að þú farir til fyrsta flokks hárgreiðslustofu og látir greiða hárið á þér með nýju móti — skil í miðju. Ég held að það fari þér miklu betur en þetta. Spurðu Vivian!“ Það fór fyrst ánægju-ylur um hana, en þegar hann nefndi Vivian, var hann fljót.ur að hverfa. Vivian! Jæja, það var þá hún sem átti að umskapa hana, hún átti að verða stæling á Vivian til þess að geta orðið John að skapi! Hvers vegna vildi hann giftast mér? hugsaði hún með sér, auðmýkt og sár. Hvernig datt honum í hug að vilja giftast mér — úr því að hann hafði hana? Nú var drepið á dyrnar og inn kom full- orðin stofustúlka með hvíta svuntu og hvíta hettu. „Lafði Melton sendi mig til að hjálpa yður til að hafa fataskipti fyrir miðdegis- verðinn!" „Æ, það er óþarfi,“ sagði Anna. „Ég er vön að klæða mig hjálparlaust.“ „Ég tók upp úr töskunni yðar og tók eftir að það var ekki nema einn kvöldkjóll." Það var eitthvað í rómnum, sem olli því að Anna leit við. „Afsakið að ég segi það, en lafði Melton og ungfrú Vivian nota talsvert .... hm, .... íu m y n cl Hvar er eigandi hestsins? viðhafnarmeiri kjóla, því að það verða svo margir gestkomandi. Og á eftir koma allir sem starfa í höllinni inn til að heilsa nýju frú Melton.“ Anna saup hveljur. „Það var leiðinlegt .... ég hefi aðeins þennan eina kjól með mér.“ Stofustúlkan hneigði sig og gekk til dyra. „Afsakið að ég minntist á þetta, en mér datt' í hug . .. . “ „Það var fallega hugsað, en ég get ekki gert neitt við þessu.“ Anna reyndi að sýna á sér eitthvað sem líktist bi’osi. En þegar hún var orðin ein horfði hún kvíðafull á gamla, gráa silkikjólinn sinn. Gráan eins og herskip. gráan, leiðinlegan og heima- saumaðan fyrir tveimur árum. Og þó hafði efnið verið gefið henni af góðum hug .... Heima í Little Cople hafði verið göm- ul kona, rúmfastur sjúklingur, sem faðir henn- ar hafði stundað í mörg ár. Hún hafði verið yndislegasta gamla konan, sem hægt var að hugsa sér, og Anna hafði oft setið við rúm- stokkinn hennar og talað við hana. Frú Smythe hafði átt systur, sem sjaldan sagði vinsamlegt orð, og þess vegna hafði Anna orð- ið forviða er hún kom með krans þegar gamla konan dó. „Ég veit að systir mín hefði óskað að þér fengjuð þetta efni til minningar um hana. Einu sinni hafði hún ætlað það í brúðarkjól handa sér .... en skipið, sem unnusti hennar var stýrimaður á, fórst, svo að brúðkaupið varð aldrei. En þér skuluð eiga þetta silki til minningar um hana.“ Anna kom heim með böggulinn með silkinu og Moira hafði athugað það vandlega. „Svona vandað silki sést ekki nú á dögum. En verst hvað liturinn er leiðinlegur! Þú verður eins og þrumuský í þessu, Anna!“ Anna hafði saumað kjólinn sjálf, og þegar hún fór í hann í fyrsta sinn sá hún að systir Framhald í næsta blaði. FÁLKINN - VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM - Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út á föstudögum. Áskriftir greiðist fyrirfram. - Ritstjóri: Skúli Skúlason. Fram- kv.stjóri: Svavar Hjaltested. - HERBERTSprent. Hún vissi nákvæmlega hvaða gallar voru á kjóln- um, vissi hve leiðinlegur liturinn var, að hann var of víður um mittið og ermarnar þröngar að framan. Hana hafði lang- að að skilja hann eftir í Little Cople, en hafði þó haft hann með sér því að þetta var eini siði kjóll- inn, sem hún átti. Það var aldrei að vita....... „Nei, það var ekki hægt. Og það hefði verið miklu verra að hafa eng- an síðan kjól — en verst var þó að eiga að mæta augnaráði lafði Melton og Vivian í þessum kjól! Að því var liún þegar John kom inn aftur. Hún sá hann í speglinum og flýtti sér uð setja upp hárið aftur. ADAMSON Rjargvætturinn verður að flýja. Copyriehi P I. B. Boa 6 Cop*nhagen

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.