Fálkinn


Fálkinn - 26.02.1954, Blaðsíða 15

Fálkinn - 26.02.1954, Blaðsíða 15
FÁLKINN 15 gardurinn okkar .«► Xarlöflurœktin og hnúðormarnir Eins og kunnugt er fundust kart- öfluhnúSormar á allmörgum stöðum í Reykjavík, HafnarfirSi, Akranesi, Eyrarbakka, Stokkseyri, Vík í Mýr- dal og Vestmannaeyjum sd. haust. Drógu þeir sums staðar verulega úr uppskeru. Þeir berast einkum með kartöflum og verkfærum, en geta líka borist með fótum manna og dýra og búfjáráburði, sem plöntuleifar og alls kyns rusl lendir oft saman við. Og þeir lifa árum saman í moldinni og berast auðveldlega með henni og plöntum með rót úr sýktum görðum, t. d. káljurtum og öðrum plöntum til gróðursetningar. Landbúnaðarráðuneytið bannaði s. 1. haust að flytja kartöflur af liinu sýkta svæði (sem var frá Mýrdalssandi um Suður- og Vesturland að Skarðs- heiði), til annarra landshluta. Jafn- framt var bannað að geyma útsæði með matarkartöflum á liinu sýkta svæði og varað við að taka frá til útsæðis kartöflur úr sýktum görðum. Rúnaðardeild Atvinnudeildarinnar var falið að gefa út reglur og leiðbeining- ar um varnir gegn kartöfluhnúðorm- um. Samkvæmt þeim reglum má ekki rækta kartöflur í sýktum görðum næstu 5 árin eftir að hnúðorma liefir orðið vart. Ekki má nota útsæði úr sýktum görðum, né flytja þaðan jurtir með rót til gróðursetningar. Garð- yrkjuverkfæri, sem notuð hafa verið í sýktum görðum, má ekki nota ann- ars staðar nema eftir vandiega sótt- hreinsun, t. d. með sjóðandi vatni. Forðast ætti að rækta kartöflur í plöntuuppeldisstöðum á hnúðorma- svæðunum. Er þess vænst að menn hjálpi til að útrýma hnúðormaplág- unni með þvi að fylgja nákvæmlega fyrirmælum Landbúnaðarráðuneytis- ins og reglum og leiðbeiningum At- vinnudeildarinnar. Rannsókn á görð- um verður haldið áfram að sumri. Völ mun vera á nægu, heilbrigðu útsæði, t. d. að norðan. Þar er það líka laust við myglu. Gamlir garðar eru jafnan varasam- astir, enda hafa hnúðormar aðeins fundist í gömlum görðum. Aldamótagarðar I. og gróðrarstöðv- argarðarnir í Reykjavík liafa reynst mjög mikið hnúðormasýktir. Verður að hætta þar aliri kartöfiurækt næstu árin. Best væri að breyta þeim i fag- urt graslendi, en ella má t. d. rækta þar kál, gulrætur o. fl. Sama gildir um sýkta einkagarða og önnur sýkt svæði hvar sem er á landinu. Ingólfur Davíðsson. f,i;f,f,f,i,',',fS,',',',i,',',','S,','S,',',',',',',', Yfirlýsing Að gefnu tilefni vil ég upplýsa eftirfarandi: Hin eftirsóttu sófasett, sem Bólsturgerðin, Brautarholti 22, hefir nú á boðstólum, heitir „Nýjasta Maxgerðin". Grindurnar í þessi sett hefi ég teiknað og séð um smíði á fyrir fyrirtækið, en ég er þar verkstjóri yfir allri grinda- smíði. Sófasett sem aðrar verslanir hér í bæ hafa á boðstólum og kalla „Nýjustu Maxgerðina“, eru eftirlíkingar sem ég ber ekki ábyrgð á grindunum í. MAX JEPPESEN húsgagnasmíðameistari hjá Bólsturgerðinni. Eins og ofanrituð yfirlýsing ber með sér, þá eru það við einir sem framleiðum þessi margumtöluðu sófasett. Við viljum um leið benda á, að hjá okkur starfa einungis fær- ustu fagmenn. Kaupið húsgögnin hjá okkur, þið eruð þá örugg með að fá fyrsta flokks vöru. Bólsturgerðin I. JÓNSSON h.f. Brautarholti 22. Símar 80388 — 82342. 'sfSS,',',i,fS;i,i,'i',',','SS'',',',',i,','S,'SS,fSS,','SSS,iS,f,',',',iS}-'SSS>W'S>i>iiÍi Hún: — Ætli það sé mögulegt að betlarinn þarna sé blindur. Ég gaf honum 50 aura og hann sagði: „Hjart- ans þakkir, fagra frú!“ Hann: — Þá hlýtur hann að hafa verið blindur. Hún: — Vertu ekki að hræsna. Heldurðu að ég viti ekki hve margar stúikur þú varst í þingum við áður en þú giftist? Hann: — Þú ættir að vera upp með þér af því. Ég liefi alltaf fylgt regl- unni: „Prófaðu alla hluti og notaðu það besta.“ — Við skulum skoða hvað er i skartgripakassanum, sem við náðum í, sagði innbrotsþjófurinn við féiaga sinn. - Ég má ekki vera að þvi. Við getum lesið það í blöðunum á morgun. Hraðfrystivélar HýjuiM í ísltnshom iMi tléðinn hefir hafið framleiðslu hraðfrystivéla. Fyrstu vélarnar hafa þegar verið afgreiddar frá verksmiðjunni. Takmarkið er að fullnægja þörfum hraðfrysti- húsa og sláturhúsa hérlendis með ÍSLENSKUM HRAÐFRY STIVÉLUM. HéÖins-hraðfrystivél. VélsMÍðÍan 'Uéðinn /i.|.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.