Fálkinn


Fálkinn - 26.02.1954, Blaðsíða 14

Fálkinn - 26.02.1954, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN LITLA SAGAN. Frh. af bls. 11. — Þú .... þú .... — Ég hefi ekkert fleira að segja þér, Jean, og þú œttir heldur ekki að segja meira — ekki einu sinni við Ethel. Eg skal hlifa þér, en það kostar 250.000 franka! — Ég hefi enga 250.000 franka, og þú ........ — Þú átt sjálfsagt liægt með að útvega þá, Jean. Lögreglunni er ekk- ert vel við fjárþvingara, og þú liefir frest til morguns. Dupont steig nokkur skref aftur á bak — svo sneri hann frá og gekk rólega í áttina til borgarinnar. Skamnit frá heið Lucille í bílnum. — Heldurðu að liann borgi, Maur- ice? — Tæplega. En ég liugsa að hann reyni að komast úr landi. Undir ölltim kringumstæðum er mér borgið, og þú ert góð stúlka. Góð og gáfuð! Hérna eru 50.000 frankar — þú hefir til þeirra unnið. Ilún kyssti hann á kinnina og stakk peninguiium i töskuna sína. Og svo brunaði bíllinn inn í borgina. S O R A Y A . Framhald af bls. 5. eru í útreiðartúr, tæpum þrem vikum eftir trúlofunina. Þati hafa farið af baki og liggja i grasinu og horfa á himininn og góðveðursskýin sem eru þar á siglingu. En þó er eins og henni liði ekki vel í dag, hún er þreytt en getur ekki gert sér grein fyrir livað er að. Þau ætla að borða miðdegisverð með foreidrum Iiennar og bróður í húsinu við Elbrusgötu, og um kvöldið eiga að verða dálitlir hljómleikar þar heima. Soraya elskar hljómlist, bæði klassiska og nýja. — Þú gerir svo mikið fyrir mig, Mohammed, segir hún af þakklátum hug, — svo mikið til að ég njóti lífs- ins og mér líði vel. Eg finn það á þvi smæsta sem því stærsta. — Það er vegna þess að ég elska þig, svarar hann mjög alvarlegur. — Ekki veit ég hvernig færi, ef eitthvað kæmi fyrir og ég missti þig .... Það er líkast og þessi orð séu fyrir- boði jiess sem koma skal. Útreiðin endar með skelfingu. Það er rétt svo að Soraya getur setið á hestinum, og í bílnum heim verður luin að segja sjahnum að lnin sé mikið veik. Hún getur ekki gengið upp stig- ann heima hjá sér. Sjahinn verður að bera hana. Hún svitnar og skelfur á vixl. í skyndi er liflækninum gert orð, doktor Agadin, og eftir stutta at- hugun segir hann að hún verði að hafa ró og megi ekki bragða mat. Hún má ekki einu sinni dreypa á vatni og jió kvelst hún af jiorsta. Sjahinn stendur ráðþrota við rúmstokkinn og horfir á hana verða meðvitundarlausa. Ilún þekkir liann ekki og heldur ekki nióður sina. Nóttin eftir var hræðileg. Doktor Agadin hefir náð í nokkra erlenda lækna, sem eru staddir í Teheran. Finini læknar, frægir sérfræðingar frá Evrópu bera saman ráð sín en geta ekki jrekkt sjúkdóminn. Agadin hefir sína skoðun á málinu, en dirfist ekki að segja hver hún sé. Hann er kunn- ugur sjúkdómunum í Persiu. ER ÞAÐ EITRUN? Fréttin um sjúkdóm hinnar ungu furstadóttur berst eins og eldur í sinu. Vinir konungsins votta honum hlut- tekningu sína, en andstæðingar hans breiða út óhróður og svívirðilegar lygar. Sumir segja að hún hafi fengið eitur, aðrir að hún liafi verið með ólæknandi sjúkdóm þegar hún kom til Teheran. En jiegar Agadin kemur næst og sér sjúklinginn liggja sinnu- lausan og fálma höndunum, og athug- ar hörundslitinn kveður liann upp úr með livað að sé: taugaveiki, eins og hann hafði grunað strax. Hann getur sér þess til að hún hafi drukkið meng- að vatn. Meðgöngutími taugaveikinnar eru átján dagar, og í dag er átjándi dagurinn síðan hún kom til Persíu. l’il jiess að mótmæla hviksögunum gefur Agadin strax út opinbera til- lcynningu um að Soraya hafi smitast af taugaveiki sama daginn sem lnin kom til Persiu. Á hverjum degi eru henni færð ný b!óm frá sjahinum, á hverjuin degi situr hann timum saman við.sjúkra- fceðinn án jiess að geta talað við kon- una sem liann elskar. En hann bíður jiolinmóður, jiví að á þessum erfiðu timum minnist hann orðanna sem liann sagði forðum: „Ekki veit ég hvernig færi ef eitthvað kæmi fyrir og ég missti liig!“ Fögnuði hans, daginn sem hún liekkti liann aftur, er ekki unnt að lýsa. Hann sundlar af gleði og þakk- læti. Svo kemur að jiví að hún getur talað nokkur orð við hann og hann dirfist að taka um tærða og veika hönd hennar. En ekki þorir hann að trúa á bata fyrr en viku siðar, að Agadin segir lionum að nú sé það versta afstaðið. Og tveimur mánuðum síðar er Soraya orðin sæmilega hress. BRÚÐARKJÓLLINN. Samkvæmt límatali kristinna manna er nú komið að jólum. í fyrstu var áformað að brúðkaupið væri um jólin, en jiað reyndist ógerningur. Dr. Agadin ræður eindregið frá livi að brúðkaupið verði dagsett enn. Soraya er svo máttfarin að hún má ekki einu sinni hugsa um brúðkaup, livað jiá meira. Og svo er taugaveikin lika var- hugaverður sjúkdómur. Fólki getur slegið niður. Sá eini sem verður feginn frestin- um er Dior tískukonungur. Lengi liafa tuttugu lúsiðnar saumakonur keppst við að sauma djásnið mikla, sem verða skal brúðarkjóll Persadrottningar. Einhvern tíma í byrjun nóvember náði hann í Danielle tískugyðju til þess að sýna henni teikningu að kjólnum ásamt Simone forstöðukonu í brúðar- kjóladeildinni. Ilior segir að þessi kjóll eigi að verða meistaraverk sitt og að Danielle skuli ekki jiurfa að máta aðra kjóla meðan jiessi sé á döf- inni. En ekki má Danielle fitna á nieðan. — Ég leyfi mér að óska yður til hamingju, Danielle, segir tískukon- ungurinn. — Þetta er tigið embætti, sem fáir hljóta. — Dögum saman hefi ég setið yfir teikningunum að Jiessum kjól. Eg fleygi þeim, teikna aftur og fleygi svo aftur .... Þessi kjóll á að vcrða eins og austurlandaævintýr. — Ilvað á ævintýrið að kosta, for- stjóri? spyr Simone. — Samkvæmt núverandi útreikn- ingum mínum kostar liann krlngum milljón franka, segir Dior og baðar út höndunum. — Eruð þér farinn að selja með af- slætti? Simone er neyðarleg. — Auglýsingarverð, dömur mínar. Auglýsingarverð. Þetta er gjöf en ekki gjald. BRÚÐKAUPIÐ ÁKVEÐIÐ. í janúar 1951 sló Sorayu niður, eins og læknarnir höfðu óttast. Hún er viku að jafna sig aftur. Þetta tefur. Lárétt skýring: 1. hátí'ða, 4. ofviðri, 12. vantar ekki, 13. leik, 14. gælunafn jif., 15. fanga- mark, 1C. lifi, 17. sæki um, 18. sýsla, 19. vegur, 20. næ í, 21. mannsnafn, 22. stök, 24. áhaldi, 25. hreinsar, 20. baktöluð, 27. íláti, 28. áræðin, 29. spil, 30. erindi, 31. hnoð, 33. ending, 34. meinsemd, 35. á neti, 36. tónn, 37. ösla, 38. mál, 39. mannorð, 40. óska, 41. reiður, 42. deig, 43. snarfari, 44. box, 45. íþrótt, 46. risa, 47. sáðland, 48. eldur, 49. hljóð, 50. óhljóð, 51. lengra, 52. einmitt, 53. ofbauð, 54. stífur, 55. stórá, 56. prúðbúnum, 57. blásandi. Lóðrétt skýring: 1. fjöllin, 2. festi, 3. tveir eins, 4. ferðalag, 5. vafi, 6. tveir eins, 7. með- ráða, 8. fleti, 9. bætti við, 10. tónn, 11. segir upp, 13. ullarlagðurinn, 16. drykkurinn, 17. hræði, 18. vond, 19. afstaða, 20. lieitstrengdu, 21. viðvan- ingur, 23. hvíldir, 24. gras, 25. skemmd- ur, 27. frysta, 28. klúður, 30. illmenni, 31. flestir, 32. iðnaðarkona, 34. lát, 35. ferð, 36. áræðin, 37. í legubekk, 38. mjög, 39. alltaf, 40. helgistöðum, 41. útspýjuð, 42. hangs, 43. lofs, .1. E. 44. gegnsær, 47. tóma, 48. lautum, 50. herbergi, 51. gift, 52. seint, 53. fæddi, 54. fangamark, 55. kyrrð. LAUSN Á SÍÐUSTU KROSSGÁTU. Lárétt ráðning: 1. mýri, 4. tafarlaust, 12. err, 13. kala, 14. ausu, 15. Ia, 16. liöll, 17. kuti, 18. fá, 19. alla, 20. masa, 21. kul, 22. natin, 24. sala, 25. mold, 26. utan, 27. sílt, 28. tafl, 29. nið, 30. aumt, 31. bóna, 33. ur, 34. kuli, 35. jieli, 36. ór, 37. rusl, 38. liref, 39. Ire, 40. lina, 41. jirær, 42. flón, 43. hefð, 44. krit, 45. klóin, 46. rit, 47. knár, 48. Jiræl, 49. at, 50. dúar, 51. tröð, 52. N.N., 53. kubl, 54. brim, 55. lag, 56. aðalbláber, 57. námu. Lóðrétt ráðning: 1. melónunni, 2. ýra, 3. rr, 4. tala, 5. all, 6. fa, 7. rausa, 8. lúta, 9. asi, 10. uu, 11. tjald, 13. Köln, 16. hlin, 17. kalt, 18. full, 19. atað, 20. malt, 21. kofa, 23. atir, 24. simi, 25. mani, 27. sull, 28. lólf, 30. ausa, 31. beer, 32. þrenningu, 34. kund, 35. Jirær, 36. örói, 37. rift, 38. Jirír, 39. ilól, 40. leit, 41. Jirár, 42. flæð, 43. hraka, 44. knall, 45. kröm, 47. kubb, 48. þrír, 50. dul, 51. tré, 52. nam, 53. ka, 54. bb, 55. la. Nú er sjahinn farinn að ókyrrast. Hann verður að taka tillit til þjóðar- innar. Það er persnesk þjóðtrú að ekki megi halda brúðkaup skömmu eftir miðjan febrúar. Þess vegna þarf Jietta brúðkaup brúðkaupanna helst að verða ekki seinna en í annarri viku febrúar. Hvað á sjahinn að gera. Eins og vant er leitar hann ráða hjá Chams systur sinni. Og svo kveður hann læknana á sinn fund: — Herrar mínir, segir hann. Má ég spyrja ykkur: er konuefnið mitt svo hraust að hún geti tekið Jiátt í dálitlum mannfagnaði. Hann minnist ekki einu orði á brúð- kaup. — Mannfagnaði, segja læknarnir. Þeir halda að Jietta sé ofur lítil fjöl- skylduveisla. Lí'klega til að fagna Jivi að Soraya sé að skríða saman. Þeir ráðfæra sig hverir við aðra um stund. — Yðar hátign! segir Agadin loks. — Ef þetta er engin stórveisla og stendur ekki mjög lengi. En auðvitað verður að fara varlega. Daginn eftir stóð i öllum blöðum að brúðkaup sjahsins Mohammed Reza Pahlevi og Sorayu Esfandiary Bakht- iary fari fram 12. febrúar 1951. I næsta blaði: Brúðkaupið mikla. AFMÆLISSPÁIN. Framhald af bls. 3. náinni framtíð. Fjárhagur Jiinn verð- ur góður og þú getur leyft þér ýmis- legt, sem Jiú hefir ekki haft efni á áður. Varastu að leita eftir fjárliags- legum ávinningi á viðskiptasviðinu. 15. jan. — Nýir vinir og ný áhuga- mál fá vaxandi þýðingu. Aukið öryggi í fjármálum og kyrrlátt einkalíf mun þó setja svip á líf þitt í rikum mreli í framtiðinni. Drekkið^ COLA 'Spur) DJty/CK

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.