Fálkinn - 05.03.1954, Blaðsíða 10
10
FÁLKINN
Vitið þér...?
að eftirspurn eftir kakaói er svo
mikil á heimsmarkaðnum, að ekki
verður fullnægt?
Stærstu kakóframleiðslulönd eru
Gullströndin, Nígeria og Brazilia, sem
samlals framleiða % allrar heims-
framleiðsiunnar.
VD.44-3T
að enn eru 16 Iönd, þar sem kon-
ur hafa ekki kosningarétt?
Þau eru: Afghanistan, Columbia,
Honduras, Irak, Jordan, Libanon,
Libýa, Liecbtenstein, Nicaragua, Para-
guay, Persía, Saudi-Arabia, Svissland,
Yemen, Egyptaland og Etiópía (en
þar. og i Saudi-Arabia er enginn al-
mennur kosningaréttur til).
að pappírsræmurnar sem Banda-
ríkjamenn nota við hátíðleg tæki-
færi til að kasta út úr gluggunum,
nema stórfé?
Þegar MacArtbur hershöfðingi kom
heim frá Japan var fleygt svo miklu
af bréfrænnim til hans þar sem hann
fór um göturnar, að þær vógu samtals
3.249 smálestir. Þetta svaraði til
farms á tvö þúsund vagna og andvirði
pappirsins var um 300.000 krónur.
PÍNA, PUSI OG SIGGI SVARTI
1. mynd. Meðan Pína og Pusi leita í skóginum, situr veslings Siggi svarti
inni í skúrnum og grætur. — 2. mynd: Úh! Siggi svarti er hræddur við allar
]>essar pöddur. — 3. mynd: En hvaða dýr er þarna bak við kassann? — 4.
mynd: Það er mús. Við hana er Siggi svarti ekki hræddur. — 5. mynd: Nú
byrjar niúsin að naga gat á vegginn. — 6. mynd: Og svo hleypur hún út —
gegnurn gatið. — 7. mynd: Nú var ég heppinn, hugsaði Siggi svarti. Þarna
kemst ég lika út. — 8. mynd: En höfuðið er of stórt — því miður.
J O N N I. Framhald af bls. 9.
hjá hættustaðnum. Hann hljó dálítinn
spöl enn, hoppaði svo og veifaði eins
og sprellikarl. Hann gat ekki hrópað
lengur, kom ekki upp nokkru hljóði.
Eða kannske yfirgnæfði hávaðinn í
lestinni hljóðið.
„Guð hjálpi .... hjálpi öllu fólkinu
í lestinni! Láttu lestarstjórann sjá
mig, láttu ....“ Hann hoppaði, bað-
aði handleggjunum. „Góði Iestarstjór,
sjáðu mig .... góða lest, aktu ekki
yfir mig .... góði guð, hjálp, hjálp
Það hvein í blístrunni á eimreiðinni,
hemlarnir voru settir á svo að hvein
og ískraði í öllu, vagnarnir snarstöðv-
uðust svo að farþegarnir köstuðust
til og frá, glös og bollar brotnuðu og
kvenfólkið æpti af hræðslu. Lestar-
stjórinn bölvaði og aðstoðarmaðurinn
hans kom hlaupandi til að sjá hvernig
hefði farið um vitlausa barnið á braut-
arteinunum.
Jonni liætti að hoppa og handlegg-
irnir héngu máttlausir. Lestin hafði
þá stöðvast! Ilún stóð grafkyrr fáeina
metra fyrir framan hann. Jonni góndi
á hana — honum fannst hann ekki
trúa að þetta væri satt. Svo létu hnén
undan og hann hneig niður á tein-
ana.
Það var gripið höstuglega í öxlina
á honum. „Hvað ert þú að flækjast
hérna á teinunum? Þetta hefði getað
farið illa. Skilurðu það ekki, bjálfinn
þinn? Ha! Skilurðu það ckki?“
Jonni rankaði við sér þegar hann
heyrði skammirnar. Hann stóð hægl
upþ, leit fast á manninn og sagði djarf-
I ega:
„Jú, ég skil það,“ sagði bann með
áherslu, „komið þér hérna og sjáið!“
Nokkru siðar var Jonni kallaður
upp að kennarapúltinu í skólanuni og
kennarinn festi á brjóstið á bonum
heiðurspening fyrir snarræði, og af-
henti honum fjárupphæð, sem fólkið
í lestinni hafði safnað saman handa
honum.
„Mér þykir vænt um að ég fékk
að lifa jietta, Jonni,“ sagði kennarinn
alvarlegur og hélt svo dálitla ræðu
um dirfsku og fórnfýsi yfirleitt. Svo
stóð allur bekkurinn upp og hrópaði
húrra, og foreldrar Jonna, sem höfðu
komið til að vera viðstödd, þurrkuðu
sér um augun. Er Jonni fór með heið-
urspeninginn og settist í sætið sitt.
Hann liitaði í eyrnáflipana og fór hjá
sér. Honuni fannst þetta litið betra
en vera flengdur.
En þegar hann leit upp og sá augun
til hægri og vinstri fann hann að þetta
var þó eitthvað annað. Nii gat hann
horfst í augu við hvern sem var, og
krakkarnir íitu öðru vísi til hans en
áður. Nú var liann ekki útskúfaður
og einmana. Hann var í mannfélaginu.
Já, það var hann I Meira að segja virtur
þegn í mannfélaginu.
:— Hérna eru tvær pillur. Takið aðra
þegar þér farið að sofa, og hina ef
þér skylduð vakna í fyrramálið.
— Þegiðu bara! Ég heimta að fá
súkkulaði-egg á páskunum!
— Ég ætla að geyma snjókarlinn
minn þangað til í sumar.
— Mamma, ég get ekki farið i skól-
ann í dag.
— Hvers vegna?
— Mér líður ekki vel.
— Hvar liður þér illa?
— I skólanum.
„Góðan daginn, góðan daginn, frú
Svensen. Hvernig líður yður?
„Síld og kartöflur og graut! — En
livernig líður yður?
„Þökk fyrir. Buff, rjómaís og jarð-
arber!“
„Þvi verður trúað, sem ég segi hér
eftir,“ hugsaði hann með sér. Hann
bafði ekki gleymt því liðna og Iiann
hafði hvorki gefið sjálfum sér né öðr-
um nein loforð. Enginn liafði krafist
loforða, enda var það óþarfi. Það var
nóg að honum yrði trúað. *