Fálkinn


Fálkinn - 05.03.1954, Síða 11

Fálkinn - 05.03.1954, Síða 11
FÁLKINN 11 RTTSTJÓRI: RAGNHEIÐUR ÁRNADÓTTIR. J)rpna3tr hanskar Góð dægrastytting. Hvers kyns prjónaðir hanskar eru nú mjög í tísku, en hanskar þeir sem hér um ræðir eru nokkuð gisnir og því heppilegastir til sumarnotkunar. En ekki er ráð nema í tíma sé tekið og salcar ekki þótt gripið sé til að hafa slíka hanska á prjónunum í skammdegisnepjunni. Efni: 1 hnota (ca 50 gr.). D. M. C. bómullargarn. Prjónar: 4 sokkaprjónar nr. 9. Stærð: Ca. 6% —6%. AÐFERÐ. Hægri hanski: Fitjið upp 00 1. á einn prjón og prjónið 0 prjóna slétt fram og aftur. Prjönið siðan lykkj- urnar yfir á 3 prjóna og prjónið í hring. Munstrið er prjónað á eftirfar- andi hátt: 1. umf. Bregðið um prjóninn * 2 I. brugönar saman, 1 1. brugðin, 1 slétt 1. snúin, 1 I. brugðin, 2 1.. brugðnar saman, bregðið siðan tvisvar um prjóninn * endurtakið frá * til * en ljúkið með að bregða einu sinni um prjóninn. 2. umf. Brugðin lykkja prjónuð brugðin og snúin 1. prjónuð snúin, lykkjurnar sem brugðið var um prjóninn i siðustu umf. eru brugðnar í þessari umf. og þar sem þær eru tvær saman þar eru þær prjónaöar á eftirfarandi hátt: Fyrri lykkjan brugðin á venjulegan hátt en farið er inn i þá siðari að aftan og siðan prjónuð brugðin. Þessar tvær umf. mynda munstrið. Þegar fitin er orðin 3 cm. að lengd eru 10 lykkjur teknar úr með jöfnu millibili af þeim 32 sem lófann mynda. Lykkjurnar 22, sem eftir eru lófa- megin, eru prjónaðar 1 sl. og 1 br. á vixl á næstu 20 umferðum, en síðan eingöngu sléttar. í 7. sléttu umferð- inni er byrjaö á þumalfleygnum þannig: 1. umf: 2 sl. bregðið um, (slegiÖ upp á), 20 sl. 2. umf.: 2 sl. bregðið um, 1 sl. snú- in, bregðið um, 20 sl. 3. umf.: 2 sléttar, bregðið uin, 1 brugðin, 1 snúin slétt, 1 brugðin, bregðið um, 20 sl. 4. umf.: 2 sléttar, bregðið um (slegið upp á), 2 brugðnar, 1 snúin slétt, 2 brugðnar, bregðið um, 20 sléttar. 5. umf.: 2 sl., bregðið um, 3 brugðn- ar, 1 snúin slétt, 3 brugðnar, brugðið um, 20 sléttar. 0. umf.: 2 sl., 4 br., 1 snúin sl., 4 br., 20 sl. 7. umf.: 2 sl., bregðið um (prjón- inn), 2 brugðnar saman, 2 br., 1 snúin sl. 2 br., 2 brugðnar saman, brngðið um, 20 sl. 0. og 7. umf. endurteknar á vixl á þessum 9 lykkjum þumalfléygsins, þar til búið er að prjóna 25 umf. í allt. Ilragið síðan þessar 9 á band og fitjið aftur upp 9 í næstu umferð. Prjónið þær lykkjur sléttar. í 3. og 5. umferð frá þumalopi takist 2 I. saman hvoru megin fleygsins. Þegar búið er að prjóna 3 cm. frá ])umalfinguropinu er byrjað á litla fingrinum. LITLI FINGUR. Hann er myndaður úr 7 1. af handar- baki, 6 1. af lófa og 4 I. sem fitjaðar eru upp milli lófa og handarbaks. (Hinar lykkjurnar geymdar á bandi eða nælu). Þær 7 lykkjur sem eru af handarbakinu prjónist með munstri á eftirfarandi hátt: 1. umf.: Bregðið um prjóninn, 2 1. brugðnar saman, 1 1. brugðin, 1 I. snúin slétt, 1 I. brugðin, 2 1. brugðnar saman, bregðið um, hinar sléttar. 2. umf.: 3 1. brugðnar, 1 1. snúin s'.étt, 3 I. sléttar, hinar sléttar. Þessar tvær umferðir endurtakist siðan á víxl á 7 munsturlykkjum þessa fing- urs og þrem næstu fingrum. Þegar litli fingurinn hefir náð þeirri lengd, sem óskað er, er fellt þannig af: 1. umf.: 7 munsturlykkjur, 2 1. saman, 0 1. sléttar, 2 1. saman. 2. umf. og allar umferðir sem ber tipp á jafna tölu eru úrtökulausar. 3. umf.: 2 1. brugðnar saman, 1 brugðin. 1 1. snúin snétt, 1 brugðin, 2 1. brugðnar saman, 2 I. sléttar sam- an, 4 sléttar, 2 I. sléttar saman. 4. umf. eins og 2 umf. 5. umf.: 2 1. br. saman, 1 1. snúin sl., 2 br. saman, 2 sl. saman, 2 sl., 2 sl. saman, klippið frá og dragiö bandið í gegnum lykkjurnar. Siðan eru lykkjurnar, sem geymdar voru. teknar á 3 prjóna og ennfremur lykkjurnar 4 sem teknar voru upp á millibilinu við litlafingur. Prjónaðar eru þrjár munsturumferðir með lykkj- unum setn eftir eru af handarbakinu og tvisvar sinnum 2 1. saman á litla- fingursfitinni i annarri umferð. Baugfingurinn er prjónaður úr 7 1. af handarbakinu, 7 1. af lófanum og 2 1. frá lilla fingri og 4 1. sem fitjaðar eru upp löngutangar megin. Af baug- fingri er fellt á eftirfarandi hátt. 1. umf.: 7 munsturlykkjur, 2 1. saman, 2 1. saman, 5 sléttar, 2 1. sam- an, 2 1. saman. 2. umf.: slétt. 3. umf.: 7 munsturlykkjur, 2 1. sam- an, 5 sléttar, 2 1. saman. 4. umf. slétt. 5. umf.: 2 brugðnar saman, 1 br., 1 1. snúin sl., 1 br., 2 br. saman, 2 sl. saman, 3 sl., 2 sl. saman. 6. umf.: Slétt. 7. umf.: 2 I. br. saman, 1 lykkja snú- in sl., 2 br. saman, 2 sl. saman, 1 sl., 2 sl. saman. Felliö af. Langatöng: 7 1. af handarbaki, 4 1. frá millibilinu við hvorn næstu fingra og 5 1. af lófanum. Vísifingur er prjónaður úr lykkj- unum sem eftir eru að viðbættum 4 I. frá fitinni að löngutöng. Fellt af á sama hátt og á baugfingri. Þumallinn: Teknar eru upp 9 1. af bandinu eða prjóninum á fleygnum og einnig hinar 9 I. sem fitjaðar voru upp er þumalfleygurinn var prjónað- ur, jafnframt er bætt við 1 1. í hvoru viki. Prjónið sléttar 11 I. og svo munstrið eins. og á þumalfleygnum. Tekið úr á eftirfarandi hátt: 1. umf.: 9 munstur 1., 2. 1. saman, 7 sl., 2 1. saman. 3. umf.: 2 br. saman, 2 br., 1 snúin sl„ 2 br„ 2 br. saman, 2 sl. saman, 5 sl„ 2 sl. saman. 5. umf.: 2 br. saman, 1 br„ 1 snúin sl„ 1 br„ 2 br. saman, 2 sl. sarnan, 3 sl„ 2 sl. saman. 7. umf.: 2 br. saman, 1 snúin sl„ 2 br. saman, 2 sl. saman, 1 sl„ 2 sl. sam- an. Fellið af. Vinstri hanskinn er prjónaður á sama hátt, en öfugt. Að lokum er gengið vel frá öllum endum og saumað þar sem þess gerist þörf. * Tiýlí íslmskí ullargarn Ullarverksmiðjan Gefjun á Akur- eyri liefir nú hafið framleiðslu á nýrri tegund af ullargarni, sem blandað er svissneska gervivefjarefninu Grillon. Gefjun héfir undanfarið gert marg- víslegar tilraunir með blöndun með Iiinum nýju vefjarefnum, sem nú ryðja sér til rúms víða um heim, og hið nýja Grillon-Gefjunargarn er ein niðurstaða þessara tilrauna. Ullargarn blandað Grillon hefir til að bera bestu eiginleika beggja efna. ÍSLENSKA ULLIN. Eins og flestum mun kunnugt, er íslenska ullin mjög fjaðurmögnuð og því halda nærföt, sokkar og fleira, sem unnið er úr henni, í sér miklu lofti. Gerir það fatnaðinn sérlega hlýjan — jafnvel hlýrri en samæri- legan fatnað úr erlendri ull. SVISSNESK UPPFINDING. Grillon efnið er svissnesk uppfynd- ing, og hefir það ýmsa kosti til að bera. Það er mjög sterkt og endingar- gott og stenst að þvi leyti fyllilega samanhurð við nylon, og hefir þann lcost fram yfir það að taka venjulega ullarliti. Erlendis er Grillon mjög not- að í hvers kyns iðnaði til framleiðstu á sokkum, prjónavöru og vefnaðar- vöru, og jafnframt í tæknilegum iðn- aði t. d. til netagerðar og í slöngur og kaðla. Grillon er ýmist notað eitt sér til iðnaðar, eða blandað öðrum hráefn- um, og þegar um hið siðarnefnda er að ræða eykur Grillon efnið heildar- gæði vörunnar, án þess þó að rýra á nokkurn hátt gildi þess efnis sem notað er með þvi. GEFJUNARGARNIÐ NÝJA. Af þessu má draga þá ályktun að hið nýja Grillon-Gefjunargarn sam- eini hlýleika íslensku ullarinnar, styrkleika Grillon-efnisins, flikur, sem úr þvi eru prjónaðar, ættu þvi að v.era i senn hlýjar, mjúkar og endingargóð- ar. íslenskar húsmæður munu án efa færa sér þessa nýjung islensks iðn- aðar í nyt, og öll viðleitni iðnfyrir- tækja sem miðast við það að tileinka sér nýjungar á erlendum markaði til hagsbóta fyrir íslenskan iðnað og nýtingu íslenskra hráefna, er sannar- lega spor í rétta átt. Af hinu nýja garni eru þegar komnir 14 litir á markaðinn. • Úr ástarbréfi. „.... þegar þú lest þessar línur ligg ég steindauður á liafsbotni og það er þér að kenna. Ég get ekki lifað án þín! — Svaraðu mér um hæl.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.