Fálkinn


Fálkinn - 12.03.1954, Síða 9

Fálkinn - 12.03.1954, Síða 9
FÁLKINN 9 fann liann aö Olga var alls ekki til augnayndis. Hún var ekki svo liölvuð í laginu, hnellin en þó ekki feit, flöt ura magann, brjóstamikil — en allt hitt! Nei! ■—■ Heyrðu, hvað hefirðu gert við tennurnar i þér. — Ég hefi haft tannkaup. — Tannkaup? — Já, tannlæknirinn fékk þcssar sem í mér voru •— og svo fæ ég aðrar i staðinn eftir þrjár vikur. — Hvað kostar það? — Tvö hundruð krónur. ívar blánaði í framan. — Hver á að borga þetta? spurði hann skjálf raddaður. — Til dæmis þú — finnst þér það of mikið — ég hefi þrælað hérna !ijá þér í fimm ár — og aldrei fengið svo mikið sem hettuklút lijá þér — svíð- ingurinn! ívar japlaði góða stund áður en hann gal komið upp orði. — Þú hefðir að minnsta kosti getað spurt mig. — Spurt þig. Þú hefðir svarað: — Við sjáum nú til. Annars þurfa kon- urnar ekki að spyrja mennina sína um það sem þær þurfa. — Ekki erum við gift. — Nei, það er alveg satt. Ég var búin að gleyma því. ívar fór út, skellli á eftir sér liurð- inni. Nú var liann reiður. Og hann hugsaði sér gott til glóðar- innar. Hann ætlaði að fá sér nýja ráðskonu. Jafnvel þó að liún yrði dýr- ari. Ákveðið mál! Hann las auglýsing- arnar í blaðinu með enn meiri athygli cn áður, auglýsingar höfðu ])ó alltaf verið hans uppáhaldsbókmenntir, en hann sá ekki neitt sem honum leist á. Kröfurnar voru svo miklar hjá öllum ráðskonunum. Olga reyndi stundum að fá hann iil að segja eitthvað á kvöldin er hann sat við auglýsingalesturinn — þvi að enn var vopnahlé hjá þeim — en ívar svaraði engu nema urri. Eitt kvöldið spurði hún: — Jæja, hvað verður úr þessu — ætlarðu að kaupa Suðurkotið? Það var nýlega orðið laust vegna þess að ábú- andinn sálaðist og var til sölu, þvi að ekkjan gat ekki fengið neitt hjú. Húsin voru léleg en túnið í sæmilegri rækt, og það var næsta kot við Tobbakot. Ef þessum kotum væri slegið saman gat orðið úr þeim sæmilegt býli. — Við sjáum nú til, muldraði ívar. — Þú hefir nú séð til í liálfan mán- uð, og nú fer að verða liver siðastur, því að búið er að gera boð i kotið. — Jæja, það hefi ég ekki heyrt. Ojæja. ívar hélt áfram að lesa anglýs- ingarnar. Olga hafði breytst mikið í öllu sínu háttalagi, hún fór sinu fram og fór hvað eftir annað i bæinn án þess að láta ívar vita af því, svo að hann fékk ekki mat þegar hann kom heim á kvöldin úr skóginum. Nei, þetta var augljóst mál — hann varð að fá sér aðra ráðskonu. Og svo var það einn daginn að hann las auglýsingu í blað- inu, sem honum leist vel á, svo vel að hann varð lafineyrður þegar hann las hana. Hún hljóðaði svo: „Góð og gild miðaldra stúlka óskar eftir ráðskonustöðu hjá einhleypum, ráðsettum karlmanni, helst kotbónda eða skógartómthúsmanni. Engin krafa gerð til friðleika. Hjúskapur ef um semst. Getur lagt 25.000 krónur i búið.“ — 25.000 krónur! Nei, það var of gott til að geta verið satt, svona gull- fuglar mundu aldrei hreiðra um sig í kotinu hans. En ráðsettur var liann og einhleypur var liann og skógar- höggsmaður var hann — og engin krafa gerð til fríðleika — það var þó alltaf einhver von. Fyrst datt honum í húg að hann skyldi „bíða og sjá til“ en svo hélt hann áfram að liugsa og þvi meira sem hann hugsaði þvi á- kveðnari varð hann. Og svo tók hann ritfærin og klóraði svar. — Hverjum ertu að skrifa? spurði Olga. •— Henni systur minni sem er í Ameríkunni, svaraði ívar, — annars kernur þér það ekkert við. Nei, vitanlega kom ekkert svar, gullfuglinn ætlaði að hreiðra um sig annars staðar. Vika leið en eitt kvöldið þegar hann kom heim úr skóginum var komið bréf lil hans. Það var skrautritað með fallegri skólatelpuhönd og hljóðaði: „Af þeim fjölda svara, sem ég fékk við auglýsingunni minni, leist mér best á yðar. Ég gat séð á rithöndinni að þér haldið fimlega á öxinni og sög- inni í skóginum, og að þér eruð ráð- settur og ábyggilegur — og ég hugsa að ég kunni vel við mig í Tobbakoti. Ég hefi einu sinni farið þar hjá í berjatúr og mig minnir að ])að liggi vel við sól. Af því að þér eigið sjálf- sagt erfitt með að komast í höfuðstað- inn er best að við mætumst á miðri leið og ég komi til móts við yður í Sandvik og að við liittumst fyrir utan veitingahúsið „Breiðablik" á föstu- dagskvöldið klukkan 7. Til þess að ég þekki yður er besl að þér verðið n)eð blómvönd í hendinni." ívar fékk hjartslátt. Föstudag — það var á morgun. Það var ágætt þvi að Olga hafði aldrei þessu vant lálið hann vita að hún færi í bæinn á morg- un, og þá mundi hún ekki vita annað en hann færi í skóginn eins og liann var vanur. Svo að hann gæti þvegið sér og greitt sér og týnt blóm i næði. En svo komu vonbrigðin. Hann stóð þarna eins og frávillingur fyrir utan „Breiðablik" og góndi á allar kvensurnar sem komu, en engin þeirra virtist eiga erindi við hann. Einu sinni liafði honum sýnst kvenmaður með eilifðarkrullur gægjast út úr bifreið og lita á blómin hans, en svo ók hún áfram. „Engin krafa gerð til friðleika". — Nei, ónei, en liklega hafði hún hætt við allt saman, þegar hún sá fríðleikann á honum. Klukk- an varð hálfátta, og bæði ívar og blómin hengdu hausinn. Fari það allt til fjandans! sagði ívar loksins og fleygði blómunum og labbaði burt. Þegar heim kom sat Olga i stofunni, en þetta var ekki sú venjulega Olga. Það var Olga í nýjum sumarkjól, með farðaðar kinnar og roðaðar varir, ei- lífðarkrullur og svo skein í mjallhvit- ar tennur þegar hún brosti. — Jæja, tókst þér að selja þau? — Selja — hver? — Blómin, vitanlega — mér sýnd- ist þú standa fyrir utan „Breiðahlik" og bjóða blóm til sölu þegar ég ók þar hjá. En það ér víst erfitt að selja blóm núna — það er svo mikið af þeiin. — Hvað er að sjá þig? sagði ívar, en mildaðist er hann horfði betur á hana og sá hvað liún var lík stúlku, sem hann liafði þekkt fyrir tuttugu árum og hét Olga. — Já, nú ætla ég að flytja mig, sagði liún og benti á nýja handtösku á gólf- inu. — Ilvert? — Að Suðurkoti — ég er búin að kaupa það. ívar góndi á hana. Honum fannst allt hringsnúast. — Hefirðu eignast peninga? spurði hann. — Já, ég vann 25.000 í happdrættinu í mánuðinum sem leið. — 25.000 — svo að það varsl þá þú sem auglýstir? — Já, eitthvað verður maður að gera sér til skemmtunar, það má ekki minna vera fyrir öll þessi ár. — Já, en — Olga, sagði ívar og færði sig nær lienni, — þá- er þetta allt í lagi —- „hjúskapur ef um semst“ slóð i auglýsingunni. — Já, en það er víst enginn sam- komulagsvilji fyrir hendi.“ — O sei-seijú, Olga — sei-sei-jú. — Við sjáum nú til. En nú flyt ég að Suðurkoti — og svo getur þú komið og heimsótt mig — en mundu það, ívar, að þú verður að hafa með þér blóm, biðlarnir í ástarsögunum gera það alltaf. Og þú verður að kaupa þér gítar og læra á hann og koma svo á kvöldin og spila eitthvað sem þeir kalla „serenade“ fyrir mig_— þeir gera það á Spáni. — Vertu ekki að þessu bulli, Olga! — Má ég ekki bulla — ríkl fólk eins og ég hefir efni á að bulla. — Nú fer ég lil prestsins strax á morgun, sagði ívar. — Já, gakktu til prestsins, ívar, þér veitir ekki af að fermast aftur. —- Ég bið um lýsingu. — Biddu um lýsingu, en ekki fyrir mig. — Hvernig ertu orðin, Olga, — peningarnir hafa stigið þér til höfuðs. Við skulum tala skynsamlega um þetta — komdu með skírnarattestið þitt! — Já, já — úr því að þér liggur svona mikið á — alltaf skuluð þið vera svona bráðlátir, karlmennirnir. Þú verður að læra að fara þér hægt, ívar — þú verður að hlaupa af þér hornin, annars iifir þú ekki lengi — þú sálast úr flýti. Mér finnst við ættum að bíða og sjá til, ívar. — Nei, fjanda korninu ef ég bíð lengur — ég liefi biðið meira en nóg. — Jæja, það er kannske eitthvað í því, sagði Olga og rétti honum skirnar- arseðilinn. * Tannlæknirinn: — Hvar er veika tönnin? Húseigandinn: — Á neðstu hæð til vinstri. Á reikningi frá málaflutningsmanni stóð þessi liður: „Vaknaði aðfaranótt 1. okt. og liugsaði málið .... kr. 20.00 LITLA SAGAN: Honn stytti sér leii! Ingiríður liin ljóshærða leit ólund- íirlega á unnustann. — Nei, Egill, við getum ekki hugsað til að giftast fyrr en við vitum hvort þú ert maður til að komast áfram í heiminum. Það eru tvö ár siðan þú byrjaðir sem skrifstofumaður, og þú erl það enn. Skilurðu ekki að þú verður að taka starfið alvarlega, ef þú átt að komast áfram? Líttu á hann Jón! Hann geklc á námsskeið á kvöld- in og nú er hann orðinn skrifstofu- stjóri. EgiII var með ólund lika. Hann var orðinn hundleiður á þessu sífellda masi. I marga mánuði hafði hann orð- ið að hlusta á lirókaræður um hve duglegir aðrir menn væru og hve ríkir ])eir yrðu. — Þú skilur, Inga mín, að ég get ekki orðið skrifstofustjóri eins fljótt og þú vilt. Sá núverandi er litlu eldri en ég, og hefir sjálfsagt ekki hugsað sér að dej'ja í bráð. — En þá hann Vikmann, sem á fyr- irtækið. Hefirðu athugað hve lengi hann getur stjórnað þvi, kominn yfir sjötugt? Hann hættir þá og þegar. Hann á engan son til að taka við, bara dóttur, sem — ég skal viðurkenna að hún er lagleg, en ekki getur hún sljórnað verslunarfyrirtæki. — En þú álítur þá að ég geti tekið það að mér? — Einmitt! En þá verðurðu að herða þig! Það dugir ekki að hverfa af skrif- stofunni undir eins og klukkan slær 4 og hugsa ekki um annað en hvernig við eigum að skemmta okkur á kvöldin. — Það er naumast þú liugsar hátt, Inga. Það eru talcmörk .... — Það eru engin takmörk fyrir hve langt maðurinn getur komist ef hann bara vill. Fyrst áttu að fá námskeið í tungumálum. Þú ert of illa að þér í málum. — Nei, þegiðu á meðan, ég þoli ekki mótmæli, og það er best að þú byrjir námskeiðin undir eins. Við megum ckki hittast eins oft og liingað til. Þú verður að sitja lengur á skrif- stofunni en allir aðrir, og reyna eins og þú best getur að komast í sem nánast sambandi við Vikmann sjálfan. Það er þess konar sem cr framavegur, skilurðu það? — Já. — Segirðu já? Ætlarðu að gera eins og ég segi? — Já, ef þú elskar mig svo mikið að ég eigi á hættu að missa þig, ef við verðum minna saman en áður. — Nei, mér þykir enn vænna um þig ef þú gerir þetta. Hún kyssti liann og svo byrjaði hann á námsskeiðunum daginn eftir. Hann vann alltaf yfir timann án þess að hafa orð á því, og tókst svo vel með tvo sámninga sem hann hafði gert við útlend firmu, að Vikmann kallaði hann inn til sin til að hrósa honum. Svona liðu nokkrir mánuðir. Hann vann fram yfir á hverjum degi og sótti námsskeið á kvöldin. Þau Inga sáust bara um helgar. Svo lauk hann tungumálanámsskeið- únum en Inga var ekki ánægð. — Ef þú tekur námsskeið i bókfærslu ferðu fram úr skrifstofustjóranum og öllum hinum, sagði hún. — Mér dettur það ekki i hug, sagði Egill. — Nú liefi ég fengið 300 króna kauphækkun á mánuði og við getum gifst upp á það. Frh. ó bls. 10.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.