Fálkinn


Fálkinn - 12.03.1954, Síða 11

Fálkinn - 12.03.1954, Síða 11
FÁLKINN 11 RITSTJÓRI: RAGNHEIÐUR ÁRNADÓTTIR. Á kaffiborðið KALAKÖKUR: 300 gr. smjörlíki. 350 gr. hveiti. 60 gr. sykur. 1 egg. Möndlumauk: 150 gr. möndlur, 150 gr. sykur, 2 eggjahvítur. Deigið: Hveiti og sykri biandað saman, smjörlíki mulið saman við og siðast er vætt í með egginu. Deigið linoðað. Möndlumauk. Möndlurnar flysjaðar og saxaðar (í möndlukvörn), sykri blandað saman við og nokkrum drop- um af vatni. Siðast er þeyttum eggja- hvítunum hrært saman við. Ef óskað er má lita möndlumaukið grænt með ávaxtalit. Deigið er flatt út í ferhyrning, sem má vera aðeins breiðari á annan veg- inn. Möndlumaukinu er síðan smurt ofan á, deigið vafið upp á sama hátt og slöngukaka og látið standa góða stund á köldum stað (gjarnan yfir nótt). Deiglengjan er síðan skorin í ca. 1 cm. þykkar sneiðar og þær bak- aðar við jafnan hita. EPLAKAKA: 225 gr. hveiti. 60—70 gr. sykur. 1 tesk. lyftiduft. 120 gr. smjörlíki. 1 (4 dl. mjólk. ca. 2 dl. rifin epli blönduð 75 gr. af sykri og %—1 tesk. kanel. Hveili sykri og lyftidufti blandað saman, smjörlíki mulið saman við, síðast er mjólkinni bætt í. Deigið hnoðað og látið standa klukkustund á köldum stað. Um það bil helmingur deigsins er flattur út í ferhyrning, sem síðan er látinn á smurða plötu. Eplum, kanel og sykri hrært saman og smurt yfir. Það sem eftir er af deiginu er flatt út og skorið með kleinujárni eða liníf í ræmur, sem eru lagðar með stuttu millibili langs og þvers yfir alla kökuna. Kakan síðan bökuð í ca. hálfa klukkustund við góðan hita. Siðan cr hún skorin í ferhyrnda bita. Einnig má búa til tvær kökur úr deig- inu og bera á borð f heilu lagi. Þessi kaka er bragðgóð með kaffi og te og má bera rjóma með henni. Jafn- framt hefir hún þann kost að ekkert egg þarf í hana og stundum getur kom- ið sér vel að hafa slika uppskrift við liendina. SKÍÐASNJÓRINN ER KOMINN. — Þessi mynd sýnir nýjustu tísku varð- andi skíðafatnað. Yfirhafnir þessar eru úr vattfóðruðu efni. Hinar áföstu hettur minna á höfuðbúnað Eskimóa, og er spáð að þær nái miklum vinsæld- um, enda hljóta þær að vera mjög hlýjar og þægilegar. r-—------------------------------ MARY CASTLE er frægust fyrir það hve Hk hún er Ritu Hay- worth. Og svo á hún lika hest, sem heitir Ali Khan. Þetta þótti mjög grunsamlegt, og nú gengur það fjöllunum hærra, að Ali Khan — maðurinn en ekki hesturinn — hafi frétt að Mary væri lík Ritu, og farið að veita henni at- hygli l)egar Rita brást. Og það er fullyrt að hann hafi gefið henni hestinn. Við seljum þetta ekki dýrara en við keyptum, en liérna er mynd af Mary, og svo geta þeir sem þekkja Ritu — og það gera ailir — dæmt um hvort þær eru ekki svo líkar, að Mary hafi átt skilið að fá hest fyrir það. En svo mikið er vist, að hún var i upphafi ráðin í k'vik- mynd sem „stand-inn“ eða vara- skeifa fyrir Ritu. ----------------— Þú ræður hvort þú trúir þessu. Konon í dyrunum ÞEGAR ég var barn átti ég heima hjá afa mínuin og önimu uppi í sveit, 7—8 kílómetra fyrir utan Stavanger. Húsin voru nær hundrað ára. Nokkur liundruð metra frá ibúðarhúsinu var lágt útihús. Það var úr höggnu grjóti með timburþaki. Þarna var geymt alls konar gamalt rusl, ónýt búsáliöld, tunnur, kassar og járnarusl. Það var einkennileg lykt þarna, og dimmt var inni, því að enginn gluggi var á veggj- unum. Við krakkarnir fórum sjaldan þarna inn, ekki einu sinni um há- bjartan daginn, þvi að amma sagði að þar væri draugagangur. Hún trúði á drauga, oft hafði hún séð húsið opn- ast á kvöldin og út kom einhver vera, sem gekk út á túnið og varð að þoku- hnoðra sem hvarf. Einu sinni var glaða tunglsljós er hún sá þetta út um eld- húsgluggann, svo að ekki kom til mála að veran liefði horfið út í myrkrið. Innan við dyrnar í skemmunni var autt rúm á gólfinu, sem hafði verið notað til að láta líkkislur standa á, svo lengi sem fótk mundi, meðan Hk voru látin standa uppi, en það var oftast í viku. Amma hélt að þau mundu ekki fella sig við að vera þarna og þess vegna gengju þau aftur og opnuðu dyrnar á kvöldin. Það var sérstaklega ein gömul kona, sem sást oft. Var skrafað að hún mundi hafa verið kviksett. Gamla konan sást oft inni í húsinu líka. Amma hafði séð hana standa við rúmið sitt eina nóttina, en þegar hún vakti afa leið konan upp gegnum loftið og hvarf. Við bróðir minn sváfum saman í herbcrgi uppi á lofti í öðrum enda hússins. Þar var aðeins þetta eina herbergi, en að öðru leyti óinnréttað framloft, sem við urðum að ganga um, því að stiginn var i hinum endanum. Engin liurð var á iierbergi okkar, en við höfðum hengt brekán fyrir dyrn- -j ar, svo að þarna var vistlegt, þrátt fyrir dimma loftið fyrir framan. Eina nóttina vaknaði ég við óp. Þegar ég settist upp i rúminu heyrði ég krampagrát í bróður mínum, sem svaf í rúminu á móti mér. Dauft tunglsljós var, svo að ég sá að hann hafði dregið yfirsængina upp yfir höfuð. Eg þreifaði fyrir mér eftir eld- spýtum, kveikti á lampanum og sptirði hvað væri að honum. — Það stóð gómul kona þarna við brekánið i dyrunum, hikstaði hann. Eg hélt að það væri hún amina og fór að taíá við hana. Hún svaraði ekki og þá spurði ég aftur: „Ert það þú, amma?“ Hún svaraði ekki en leið inn á gólfið að rúminu mí'nu. Þá æpti ég og liún hvarf út gegnum brekánið. Ég var fimmtán ára og hafði lesið ýmsar bækur um skynvillur, svo að ég reyndi að útskýra fyrir honum að honum hlyti að hafa missýnst og þetta væri imyndun. Þessar sögur sem amma hefði verið að segja okkur hefðu geymst í undirmeðvitund hans og haft þessi áhrif — og þar fram eftir göt- unum. Svo leið vika. Þá var það eina nótt- ina að ég glaðvaknaði allt í einu við að kaldur gustur lék um andlitið á mér. Fyrst datt mér í hug að við mundum hafa gleymt að loka glugg- anum og ég settist upp í rúminu. En þá var líkast og blóðið væri að stirðna í æðunum á mér, því að frammi við tjaldið stóð gamla konan, með stórt sjal á herðunum. Ég varð sannast að segja agndofa af liræðslu. Nú reyndi ég hvað það er, að verða svo hræddur að maður geti ekki hljóðað. Það var mjög skuggsýnt í herberginu, en tunglsljósið lagði á ská innum' litlar rúðurnar og myndaði sex lilla fer- hyrninga á gólfið, ekki fullan hálfan metra frá gömlu konunni. Aldrei sagði ég neinum frá þessu, þvi að ég hefi alltaf haldið því fram að draugar væru ekki tií, svo að mér þótti ekki viðeigandi að fara að segja fró þvi sem ég hafði séð. * Töframaðurinn hefir beðið lítinn dreng í áhorfendasalnum að koma upp á pallinn, hann ætlar að reyna á honum einhver brögð: — Við höfum aldrei sést áður, drengur minn, er það? — Nei, pabbi. Hún: — Hvers vegna hefir þú þenn- an kjaftastól með þér — við sem ætl- um út að ganga? Hann: — Þú sagðist ætla að lita í búðargluggana í leiðinni, en ég er ekki maður til að standa í marga klukkutima.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.