Fálkinn


Fálkinn - 19.03.1954, Blaðsíða 7

Fálkinn - 19.03.1954, Blaðsíða 7
FÁLKIN N 7 PARÍSAR-ÍS. — Það er líkast og veðráttunni hafi verið snúið við í Evrópu í vetur — hlýtt nyrst og kalt þegar sunnar dregur. I París voru tjarnir lagðar um nýárið en ísinn þó ekki orðinn manngengur þegar þessi mynd er tekin, eins og sjá má af ungu Parísardöminni, sem er að reyna hann Helen sæi ekki til hvers Martin not- aði liann. Toby sökk til botns í flóan- um við St. Cast, og brátt voru rák- irnar, sem mynduðust á vatnsfletin- um, einustu menjar tilveru hans. ÞaS er venjan að segja aðeins gott um þá sem dánir eru, cn mér þótti síst vænna um hann eftir dauðann cn mér hafði þótt meðan liann lifði. Það var ekki nóg með það að hinn ótímabæri dauði hans hefði komið i veg fyrir, að Hel- en segði mér sannleikann, heldur hafði hann einnig breytt Iienni úr glaðri og lieilbrigðri stúlku í titrandi taugasjúkling. Við reyndum að hugga hana með því, að hann hefði hvort sem er vcrið farinn að eldast, og auk ])ess hefði dauði lians verið kvalalaus, en Helen svaraði okkur alls ekki. Okkur kom sorg hennar og geðshræring vissulega kynlega fyrir sjónir, en það varð að taka tillit til þess, að hundurinn hafði verið félagi hennar talsverðan hluta ævinnar, hann hafði jafnvel tekið þátt í dvöl hennar á heilsuhælinu. Mér gramdist að Július skyldi vera í París, Helen hafði aldrei haft meiri þörf fyrir nærveru hans en nú. Suzy beið okkar, er við komum heim tii Bláskóga. „Hvert fóruð þið?“ spurði hún. „Ég hefi leitað ykkar um allt.“ „Við fórum til St. Cast. Það var ekið yfir Toby,“ sagði ég. „Hann er dauður.“ „Dauður?" endurtók hún lágri röddu. Hún gleymdi gremju sinni yfir fjarveru okkar, svo mjög varð henni um þessa frélt. Hún harkaði af sér, gekk til Helen og lagði handlegginn utan um hana. „Vesalings Helen min,“ sagði hún. „Ég samhryggist þér innilega.“ Óvæntur atburður skeði. Helen hristi hana harkalega af sér, fór upp stigann til herbergis síns, og við heyrðum, að hún aflæsti herbergis- dyrunum. „Það er ekki til neins að skipta sér af henni,“ sagði Martin. „Það er ef- laust best að láta hana í friði, meðan hún er að jafna sig.“ Rödd hans bar með sér, að hann skorti þolinmæði til að umbera slíkan óhemjuskap. Honum fannst eðlilega sjálfsögð skylda hvers eins, sem tók ástfóstri við dýr á þennan hátt, að gera sér grein fyrir þeirri staðreynd, að þau lilytu að deyja fyrr eða síðar. Suzy leit á hann, opnaði munninn, eins og til að segja eitthvað, en hætti við það og hljóp út úr húsinu út i garðinn. „Hamingjan góða, eru allir í þessu húsi gengnir af göflunum?" hrópaði Martin. „Góða Rosalind, lielltu í glas handa mér, mér er ekki vanþörf á að fá einhverja hressingu!" Ég hellti í glös handa okkur báðum, og við drukkum úr þeim og meira til, þá klukkustund, sem Súzy var úti í garðinum. Þegar hún kom inn aftur virtist hún róleg og í jafnvægi. „Við verðum víst að finna okkur eitthver snarl að borða,“ sagði hún. ,,Ég veit ekki livað ég gæti gert við þau Pierre og Josephine, ef ég næði til þeirra. Ég verð að útvega einhverja húshjálp á morgun.“ Hún raðaði matarílátum á bakka handa Helen. „Ég ætla að fara upp til hennar með þetta,“ sagði hún. „Henni líöur betur, ef hægt er að fá hana til að borða. Hún læsti dyrunum, en það er enginn lykill að hurðinni á milli herbergja okkar.“ Hún kom að vörmu spori niður aftur. „Hún hefir látið snyrtiborðið fyrir hurðina að herbergi mínu.“ „F.n það uppátæki!“ sagði Martin. „Það er best að ég tali við liana.“ „Nei, ég skal gera þaÖ,“ sagði ég. „En það liggur ekkert á þvi. Við skul- um lofa henni að vera i friði svolítið lengur.“ Við vorum nýsetst við mathorðið, þegar Sebastian Guavara kom. Hann gekk rakleitt inn i liúsið eins og hann ætti það sjálfur. Hann var mjög hár vexti, þeldökkur og svarteygður. Það leyndi sér ekki að hann var fokreiður. Hann starði illilega á Suzy án þess að virða okkur viðlits. »Ég var að frétta að þau Josephine og Pierre væru farin,“ sagði hann. „Er það satt?“ Suzy svaraði þreytulega, án þess að líta á hann. „Já, það er satt.“ „Hvað á það að þýða að mér er ekki skýrt frá því. Mér er aldrei sagt frá neinu sem gerist i þessu húsi.“ Ég skildi ekki hvað hann varðaði um það, sem hér skeði! Bláskóga- luisið var nú i eigu Denis, og öllum var Ijóst að hann hafði megnustu fyrir- litningu á Sebastian. „Toby er dáinn!“ sagði Suzy,- einn- ig án þess að líta upp. „Dáinn?“ éndurtók bann. Mér til mikillar undrunar, sá ég að honum varð um þessa fregn. Suzy hafði litið upp og starði nú á hann. Þau þögðu bæði um stund. Síðan sagði hann í skipunarrómi: „Komdu með mér út í garð, ég þarf að tala við þig.“ Þess hefði mátt vænta, að Suzy gremdist heimtufrekja hans, en svo var þó ekki. Hún hlýddi umyrðalaust. Ég dró af þvi þá ályktun, að atburðir dagsins hefðu svipt hana öllum mót- stöðukrafti. Við Martin sátum ein eftir yfir matarleifunum. „Jæja, það er víst best að halda áfram að borða,“ sagði liann. „Okkur veitir ekki af að halda óskertum lífs- og sálarkröftum ef rás viðburðanna heldur áfram með óbreyttum hraða.“ „Mér sýndist einhver vera að koma,“ sagði ég. „Skyldi ])að vera Boudet? Ég neyðist til að segja hon- um að herbragðið hafi misheppnast. Raunar var sumt af þvi sem Helen sagði athyglisvert, mér virtist hún að minnsta kosti viðurkenna að hún væri dauðhrædd við Josephine, og mér er minnisstætt, hversu henni létti. þeg- ar hún heyrði að þau Josepliine og Pierre væru farin.“ EN það var ekki Boudet sem kom, heldur var það ofur hversdagslegur ungur maður. Við störðum bæði undrandi á hann. Ilann brosti kunnuglega. „Góðan daginn,“ sagði hann. „Góðan daginn," svöruðum við hik- andi. Allt í einu bar ég kennsl á hann. „Auðvitað,“ sagði ég. „Dansleikur- inn! Eruð þér ekki Edgar?“ „ROSIE“ ER ALLTAF SAMFERÐA. — í smáþorpi í Englandi býr maður, sem nú er orðinn 72 ára og heitir Sargent. Fyrir þremur árum bjargaði hann asnanum Rosie frá því að lenda hjá slátraranum, og síðan eru þeir óaðskiljan- legir. „Rosie“ fcr meira að segja með eiganda sínum inn í búðirnar, í stað þess að bíða fyrir utan. MATREIÐSLUBÓIv BLINDRA. Þýski matsveinninn Emil Joerns frá Braunschweig, sem missti sjónina í orrustunum í Póllandi 1944, hefir gefið út stóra matreiðslubók í tveim- ur bindum, með blindraletri, ætlaða blindum húsmæðrum. Joerns rekur nú matreiðsluskóla. Hér sést hann lesa fyrir matreiðsluuppskriftir. „Þekktuð þér mig ekki?“ spurði Edgar undrandi. Nei, við höfðum sannarlega ekki þekkt hann. Dvöl okkar i Jersey var jafn fjarlæg og óljós og löngu liðinn draumur. „Er Suzy heima?“ spurði Edgar. „Hún er ekki viðlátin i svipinn," sagði Martin. „Þér verðið að hinkra við.“ „Þá það,“ sagði Edgar rólega. Hann settist á stól við gluggann og horfði vonaraugum á borðið. Á því stóðu enn jarðarber, sykur og rjómi. Ég sótti disk handa honum. „Kærar þakkir," sagði Edgar bros- andi. „Hafið þér i hyggju að dveljast hér lengi?“ spurði Martin. „Aðeins til morguns. Ég kom með snekkju vinar míns. Við ætlum að sigla með ströndum til Biarritz. Dvelj- ið þér hjá frú Frenier?" Við störðum á hann orðlaus af undrun. „Hvað er að?“ spurði liann. Við áttum bágt með að trúa því að hann væri svo fáfróður. Martin sagði honum, að frú Frenier væri dáin. „Dáin!“ endurtók Edgar feimtraðbr. „Hamingjan góða! Það þykir mér leilt að heyra. Hún var auðvitað lalsvert feitlagin, og konum með likt holdar- far hættir til að deyja snögglega.“ „Sú var ekki dánarorsökin í þetta skipti,“ sagði Martin. Við sögðum honutn alla málavexti. Honum varð svo mikið um, að liann gat ekki sagt orð í samhengi næstu fimm minúturnar. „Hver gerði það?‘ spurði hann. ,.Ég hefi ekki séð nein ensk dagblöð, og ég les ekki frönsku. Hcfir lögreglunni ekki tekist að finna morðingjann?" Rétt i þessu komu þau Suzy og Sebastian inn aftur. Edgar spratt á fætur, þrýsti liendur Suzy og sagði cilthvað við hana, sem ég ekki hcyrði. Ég sá að Sebastian var sótsvartur af gremju. „Hvaða náungi er þetta og hvað er hann að vilja?“ spurði hann Martin. „O, þetta er aðeins einn af átján, aðdáendunum hennar Suzy!“ Þetta var vissulega illkvittnislega mælt, enda varð svipurinn á Sebasti- an hálfu verri eftir. En nú tók Suzy til sinna ráða. Framhald í næsta blaði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.