Fálkinn


Fálkinn - 19.03.1954, Blaðsíða 10

Fálkinn - 19.03.1954, Blaðsíða 10
• 10 FÁLKINN Vitið þér...F að farið er að smíða tankskip með kafbátalagi? Tank-kafbátarnir eru notaðir af herflola Bandaríkjanna og geta dælt olíu inn d venjulega kafbáta niðri i sjónum, og jafnvel þó að skipin séu á ferð. Því er iialdið leyndu hvernig umbúnaðurinn er á þessum skipum. Á myndinni sést einn af þessum oliu- kafbátum. Geymarnir með olíunni eru i báðum hliðum skipsins. '\- '0 » n að samanlagður kraftur hinna háþöndu strengja í nútíma slag- hörpu er um það bil 30 smálestir? M. ö. o. járngrind slaghörpunnar verður að vera svo sterk, að hún geti þolað það, án þess að svigna, að stór járnbrautarvagn væri hengdur neðan í hana. að alheimssamvinna er nú um að segja fyrir um þrumuveður? Með sérstökum áhöldum er hægt að mæla fjartægð og stefnu þrumuveð- ursins þegar það nálgast, og þessi tæki eru svo næm að hægt er að gcra staðarákvörðun þrumuveðursins í. 1500 kílómetra fjartægð. Nú á að koma á heiidarkerfi með athugunar- stöðvum sem nota þessi tæki til að fylgjast með þrumuveðrunum. Þessar athuganir eru mjög mikiisvarðandi, ekki síst fyrir flugið. HELLISMENN. Framhald af bls. 5. hluta þessarar greinar, fyrir hálf- um mánuði. Dýptarmetið í helli hefir verið flutt niður í 728 metra. Fjórir af- hellar fundust úr aðaihellinum, sá stærsti miklu stærri en Marcel- hellirinn. Casteret segir að þetta muni vera stærsti h dlirinn, sem vitað er um í heiminum og eflaust sá dýpsti lika. Hann hefir verið skírður Verna-hellir, eftir Verna- hópnum svokallaða, frá Lyon, sem gekk vel fram í rannsókn- unum. Loftið í þessum helli er eins og hvelfing, veggir og gólf slétt. og slípað, en víða eru hrúgur úr stórgrýti. Eftir hellisgóifinu renn- ur stórt, lygnt fljót. Loftið er hreint og rakt og hit- inn 4 stig á Celsius. Hitinn í ánni er heldur minni. Þessi hellir skipt- ist í sjö minni hella, og á milli þeirra eru göng, misjafnlega löng en mörg kringum 30 metra há. Alls staðar í hellunum og göng- unum er stórgrýti, svo að erfitt er að komast áfram. Casteret sagði mér að „þetta væri mjög hættulegt viðfangsefni.“ Áður en þeir komust inn í innsta hellirinn varð fyrir þeim tuttugu metra hár foss, en frá honum flæddi áin inn í síðasta hellinn og hvarf þar gegnum op í gólfinu. Nú er verið að sprengja göng gegnum fjallið til að leita að upp- tökum árinnar. Hún segir til þess sjálf og niðurinn í vatninu heyrist gegnum bergið. Þetta vatn á þegar fram liða stundir að snúa sterkari rafölum, en nú eru notaðir í Frakklandi. En hellisopið er svo nærri landamærum Spánar, að Spán- verjar halda því fram að hellir- inn sé undir spánsku landi og þess vegna eign þeirra. Ilreingerningakonurnar i Metro- politan Opera House fundu á síðast- liðnu ári 80 kíló af hönskum, sem gestir höfðu gleymt. * í Utrecht í Hollandi kom nýlega á markaðinn lyf, sem breytir gráu háru í sinn upprunaiega lit. En það litar ekki. PÍNfl, PUSI OG SIGGI SVARTI 1. mynd: Pina og Pusi ern svo hrædd við gæsina, að þau fela sig bak við vegg. — 2. mynd: Litlu siðar gægjast þau fyrir hornið og þá er gæsin farin burt. — 3. mynd: „Sjáðu, Pína liað byrjar að rigna,“ segir Pusi. -— 4. mynd: Hvert eigum við að fara til að komast í skjói?“ segja þau bæði. — 5. mynd: Hér er skúr, segir Pina, við skulum fara inn í hann. — 6. mynd: „Hvað er þetta? Er einhver að kalla?“ — 7. mynd: Pína heldur, að það sé hinu megin við skúr- inn. — 8. mynd: Þau gægjast fyrir hornið. „Hvað skyldi þetta svarta vera?“ segir Pína. „Ætli það sé eitthvert dýrl“ — En þer getið ekki hugsað yður hve hræðilegt það var í fyrstu meðan þeir dýfðu þeim í eitur. — Já, þetta er bankinn. Það er eitt- hvað að loftrásarkerfinu, sem þér settuð hérna hjá okkur!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.