Fálkinn


Fálkinn - 04.06.1954, Qupperneq 8

Fálkinn - 04.06.1954, Qupperneq 8
8 FÁLKINN RAJA RATNAM: Tígrisdýrið ATIMA fann svalt, gult vatnið í ánni leika um sig. Það var með bjarma, líkt og af brenndu gulli, í kvöldroð- anum. Hún mældi árbakkann með augunum og óð lengra út, þangað til vatnið tók henni í mitti. Votur kyrtillinn límdist að holdmiklum, brúnum líkamanum, svo að mót- aði skýrt fyrir brjóstum og maga þungaðrar konu. Kringluandlitið með breiðu kinnbeinunum, sem eru svo sérkennileg fyrir Malaýa, var ekki með hinum dimma til- finningasvip lengur, en dreym- andi dapurlyndi skein þó úr svört- um skásettum-augunum. Það var líkast og hún mændi til leyndra krafta inni í sjálfri sér. — Hún kastaði höfði og gljásvarta hárið losnaði og vindurinn lék sér að því. Þar sem hún stóð gat hún hvorki heyrt eða séð þorpið, sem var í felum bak við tré og vafn- ingsviðinn á oddanum, sem stóð út í ána. Framundan henni var bambusinn eins og múr, og þéttur laufskógur. Við og við rauf ein- mana vaðfugl næturkyrrðina, eða garg heyrðist í uglunum, sem voru sofandi ennþá. Stundum hoppaði rotta út í ána svo að skvampaði í, en hrædd smákvik- indi skutust gegnum stargresið og flækjujurtirnar. Loftið var mett- að af villiblómum, forarlykt og remmu úr kjarrinu. Allt í einu setti að henni angur og hugleysi. Svona hlaut það að hafa verið dagana sem verið var að skapa jörðina, og hún var eins og rjúk- andi grautur með feiknastórum frumdýrum á sundi. Þessi kennd var enn sterkari er hún heyrði urrið í tígrisdýrinu. Og svo rak það upp grenjandi öskur. Eitt augnablik fannst henni að dýrið ætti heima í þess- um lifandi draumi, sem hún hrærðist í. Tilfinningar hennar sveifluðust eins og pendúll í klukku, þangað til draumurinn bliknaði og skilningarvitin gátu sannað henni, að tígrisinn væri ekki neitt hugarfóstur. Hún sá hausinn og herðablöðin á stóru dýrinu niðri á árbakkan- um, í umgerð bambusins — ekki mei’ra en tuttugu metra undan. Sólin gaf augum dýrsins illsku- fullt, gult leiftur og eyrun lögðust aftur á við. Tígrisinn leit sitt á hvað og urraði, sleikti sig með rauðri tungunni og vígtennurnar voru eins og spjót. Vonlaus skelfing greip Fatimu. Það var eins og klaki legðist að sál hennar er hún sá starandi augu dýrsins og heyrði þögnina allt í kring. Hún þorði ekki að hreyfa legg né lið og ekki heldur að líta af dýrinu, sem einblíndi á hana. Það virtist hafa orðið agndofa yfir því að sjá manneskju svona óvænt. Fatima og tígrisdýrið horfðust í augu. Hún varð hrædd og það varð athugulla. Að undanskildu urrinu, við og við — að það varð lægra er frá leið — sýndi tígris- inn engin merki þess að hann ætl- aði að ráðast á hana. Þvert á móti virtist hann hugsa minna um hana en áður. Hann teygði fram lappirnar og hjó klónum í grasið öðru hverju. En þegar hún hreyfði sig virtist hann hafa gát á henni. Gljáinn hvarf úr augun- um en í staðinn skein úr þeim eitthvað letilegt og líðandi. Fa- timu þótti skrítið að sjá þessi geð- brigði endurspeglast í augum dýrsins. Nú hafði myrkrið læðst yfir ásana og hin fögru litbrigði sólar- lagsins frá því rétt áðan, höfðu máðst út. En i staðinn voru gráir skuggar komnir yfir landið, og þeir urðu dekkri og dekkri. Iskr- andi vællinn í skortítunni og ugluvællinn í fjarska báru með sér að nú var dagurinn að breyt- ast i nótt. I j | , Eftir að mesta hræðslan við tígrisinn var afstaðin, fór Fatima að finna þreytuna koma yfir sig. Hún skalf af kulda, og þegar tígr- isinn sýndi ekki neitt fararsnið á sér, féllst henni hugur við tilhugs- unina um að eiga að verða að standa þarna um alla eilifð, nötr- andi af kulda í ánni, og gustinum, sem lagði uppeftir henni. Hún strauk höndunum um kvið sér, og er hún gerði sér ljóst að það voru tvö mannslíf sem hún bar ábyrgð á, afréð hún að flýja. 1 rökkrinu gat hún enn greint hvar tígrisdýrið var. Fatíma hafði haft nánar gætur á því, og hafði fundist að það hefði augun af henni annað veifið. Hún beið, rétti úr sér í vatninu og hættan jók henni þor. Svo herti hún upp hug- ann, stakk sér í kaf og synti með botninum áleiðis til lands. Fatima stefndi á hinn árbakkann og kom aðeins upp úr vatninu þegar lung- un voru að springa af loftleysi. Úti í miðri ánni fékk hún svima og hélt að síðasta stund sín væri komin, og þegar hún heyrði tígrisinn öskra í fjarska varð hún enn hræddari, en hún hafði verið meðan hún var nær honum. Hún synti til lands eins og hún ætti lífið að leysa, og loks rankaði hún við sér er hún sá ljósin frá olíu- lömpunum í þorpinu og heyrði mannamál. ■ AÐ fór geigur um alla þorps- búa er móðir Fatímu gekk á milli hreysanna og gaf hræði- lega lýsingu af því, sem Fatíma hafði upplifað. Hún var sannköll- uð plága hvað það snerti, kerling- in. — Drottinn minn! hrópaði hún, og Drottinn minn! andvarpaði hún og flýtti sér á milli bæjanna og lét dæluna ganga. Kvenfólkið gaggaði eins og hænur, sem hafa komið auga á hauk. Þær söfnuðu krógunum sín- um að sér. Þær læstu hurðarlás- unum og hrópuðu til karlmann- anna að þeir yrðu að láta hendur standa fram úr ermum og ganga milli bols og höfuðs á þessum tígrismorðingja. Og þarna voru karlmennirnir eins og þeytispjöld, þeir voru svo hræddir um kýrnar og geiturnar, en bölvuðu öllu arg- inu í kvenfólkinu. Karlarnir tuggðu betelrót og spurðu hvern- ig stæði á öllum þessum bægsla- gangi. Fatíma lá magnþrota á sef- mottu þegar höfðinginn í þorpinu kom í fylkingarbroddi síkjaftandi þorpsbúa, til að spyrja hana spjör- unum úr um tígrisdýrið. Móðir Fatímu hóf nú mjög áhrifamikla frásögn um fund dótturinnar og þess „hærða“ sjálfs. En höfðing- inn benti henni ónotalega, og skip- aði gömlu konunni að halda sér saman um sinn. Það var auðséð að hún gerði það með ólund, því að hún þóttist viss um að dóttir hennar mundi spilla sögunni. Nú fór höfðinginn að spyrja Fatímu. Hún svaraði spurningum hans ólundarlega. Það var svo að sjá, sem hún væri ekki nærri eins hrædd og fólkið kringum hana, og að henni væri á móti skapi að tígrisinn yrði drepinn. Höfðing- inn tók eftir hve ófús hún var á að svara spurningunum, og hann hnyklaði brúnirnar og fór að síga í hann. — Allah, sagði gamla konan, og reyndi enn einu sinni að verða sú persóna sem mestu skipti í þessum hóp. — Það var forsjón Allahs, sem hreif dóttur mína út úr gininu á sjálfum „hærða“. Hún baðaði út handleggjunum, sem voru lítið annað en bjór og bein, og þakkaði Allah. En höfðinginn yppti bara öxl- um. — Getur verið, sagði hann, — en ekki er það víst að Allah verði eins náðugur í næsta skipti. Tígr- isdýr getur orðið heillað af mannakjötsþef, og þá er ekkert gaman að hafa það í nánd við þorpið. Til þess að róa fólkið og tryggja konur og börn verðum við að hefjast anda um að drepa dýrið, þegar í stað. Hann horfði rannsóknaraugum á fólkið í kring. Það gerðist hljótt en því var órótt. öllum var ljóst að það var hættuspil að leggja í tígrisveiðar að nóttu til. Sér- staklega ef dimmir bambusskugg- arnir krefðust þess að maður þyrfti að fara nærri rándýrinu. Þá var ekki auðvelt að forða sér undan .... — Jæja? sagði höfðinginn. Karlmennirnir góndu á tærnar á sér. Það komu kippir á andlit höfðingjans, og hann ætlaði að fara að úthúða þeim fyrir rag- mennsku, en þá kom Mamood inn. Áhuginn ljómaði úr ungu andlit- inu og byssan hékk í ól á öxlinni. — Hvað er verið að segja mér? spurði hann ákafur. — Kvenfólk- ið segir að stórefnis tígrisdýr hafi ráðist á hana Fatímu. Er það satt? Brúnin lyftist á höfðingj- anum er hann sá piltinn, og nú sagði hann honum alla söguna af því, sem gerst hafði. Mamood þuklaði á nýju tvíhleypunni sinni og virtist óþolinmóður. Það var auðsjáanlega veiðihugur í honum. Þetta var eitthvað annað en að eltast við villidúfur og villisvín. Hann langaði til að leggja í tígrisinn undir eins, blátt áfram af því að hann elskaði dýraveiðar. Og úr því að tígris var í boði varð hann enn áfjáðari. — Þetta er þá dagsatt, sagði Mamood er höfðinginn hafði skýrt honum frá málavöxtum. Við verðum að hugsa um konurnar og börnin. Þau mundu ekki þora að fara út fyrir hússins dyr, veslingarnir fyrr en þau væru viss um að tígrisinn væri dauður. Það er skylda karlmannanna að vernda konurnar og smælingjana. — Jæja, hver vill fara með Mamood og hjálpa honum til að drepa tígrisdýrið, hrópaði hann. — Svo sannarlega sem ég er son- ur móður minnar skulum við koma heim með hræið af þvi áð- ur en dagur rís, ef einhver vill hjálpa mér. Þeir hikuðu um stund, en svo gáfu sig eitthvað tólf fram, sem höfðu komist í vígahug við orð Mamoods. Þeir vissu að hann var góð skytta. — Gott, sagði Mamood og strauk fingrunum um hlaupið á byssunni. — Ég vissi að ég gat treyst ykkur. Og svo fór hann og hinir með honum. — Treystu mér, dóttir, sagði gamla konan um leið og hún skaut

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.