Fálkinn


Fálkinn - 04.06.1954, Blaðsíða 11

Fálkinn - 04.06.1954, Blaðsíða 11
F ALKINN 11 LITLA SAGAN RUZICKA: Bœði m Homingjusöm LJA.NS liafði gengið við hliðina á Elly um stund og horft lengi á vangann á henni. Svo fór hún dálítið fram úr lionum, en hann komst von bráðar á lilið við hana aftur. „Nú bítur hann á,“ hugsaði unga stúlkan með sér, hálf ergileg, og greikkaði sporið. Og alveg rétt — nú var hann svo nærri henni, að maður liefði getað haldið að þetta væru ný- gift hjón. Elly herti enn meira á sér. — Hans líka. „Ef þessu lieldur áfram kemst lirað- inn á okkur bráðum upp í fimmtán kílómetra á klukkustund,“ sagði hann. „Það er mikil mildi að lögreglan skuli ekki hafa sett hámarkshraða á gang- andi fólk.“ „En það er liins vegar takmark fyr- ir þolinmæðinni lijá mér,“ sagði hún snefsin. „Farið þér burt!“ „Ja, en ef ég segi yður, að þér eruð „vona minna bjarmi" og að ég heiti Hans,“ byrjaði pilturinn, en komst ekki lengra, þvi að hún tók fram í — og nú var liún reið: „Ekki get ég gert að því. Ég kynni mig aldrei ókunnugu fólki úti á götu — að þér vitið það!“ „Þetta segir liún frænka mín líka. En ef ég bæði yður um að dansa við mig langó hérna á gangsstéttinni, þá munduð þér gera það?“ „Þér eruð hrút-leiðinlegur,“ sagði unga stúlkan þóttafull, „viljið þér gera svo vel að láta mig í friði!“ „Ágætt!“ sagði pilturinn með ör- væntingarhreim. „En ég verð fyrst að benda yður á, að það er gat á báð- um nylonsokkunum yðar.“ Elly hrökk í kuðung. „Það er ekki satt!“ „Jú, svei mér þá!“ Unga stúlkan fór að athuga á sér rennilegar lappirnar. „Dálítið ofar,“ sagði Hans drumbs- lega. Elly roðnaði og dró stuttpilsið ósjálfrátt ofurlítið neðar. „Hvað á ég að gera?“ spurði liún vandræðalega. „Umfram allt að vekja ekki athygli. En þarna e'r kökubúð. Má ég bjóða yður kaffibolla?" „Þér eruð voðalegur maður,“ sagði hún með áherslu og andvarpaði er hún fór með honum inn. Þegar þau höfðu beðið um kaffið fór Elly með töskuna sína fram, til að athuga tjónið, sem orðið liafði á spánýjum sokkunum hennar. Hún var fokvond er hún kom til baka. Hans lét hausinn siga niður á milli axlanna og beið eftir reiðar- slaginu. „Yður finnst ekki nóg að koma mér í vandræði með lygunum yðar. Þér luguð því að göt væri á sokkunum. Þér ættuð að skammast yðar. Nú fer ég!“ „Bíðið þér augnablik!" bað Hans. „Þér höfðuð svo stcrk áhrif á mig að ég varð að kynnast yður með ein- hverju móti. En ég laug ekki. Það er eitt gat á hvorum sokk.“ „Hvar, má ég spyrja?“ „Þarna — að ofan. Ef gatið væri ekki þá nmnduð þér ekki koma fót- unum i sokkana.“ „Finnst yður þetta fyndið?“ and- varapði Elly. „Þjónn, viljið þér taka við borguninni?" „Eitt augnablik enn,“ sagði Hans. „Þér megið ekki vera svona harð- GÖNGUBÚNINGUR samsettur af Jirem hlutum, einföldu og látlausu pilsi, jakki meö vestislmepp- ingu og víöri stuttkápu bryddaöri persianskinni. EfniÖ í búningnum er blágrátt aö lit og hann er teiknaöur af Jeanne Lanvin. brjósta við mig. Mig langar skelfing til að hitta yður aftur.“ „Mér dettur það ekki i hug.“ „En má ég ekki gefa yður sima- númerið mitt?“ spurði hann, og tók upp veskið sitt. „Kannske þér símið til mín við tækifæri.“ „Já, áreiðanlega!" sagði hún í hæðnitón, „strax á morgun!" „Það væri ágætt, svona um 2-leyt- ið,“ sagði hann og skrifaði einhverjar tölur á miða, sem hann braut svo saman eins og tombóluseðil. „Ég liefi því miður ekki nafnspjald, ]jér fáið þetta í staðinn.“ Elly tók við miðanum til að friða hann og stakk honum í töskuna án þess að líta á liann. Svo stóð hún upp og fór. Stundvislega klukkan tvö liringdi siminn á borðinu lijá Hans. „Halló, ungfrú Elly!“ svaraði ungi maðurinn. „Hvernig datt yður í lmg að skrifa símanúmerið yðar á 50 króna seðil,“ spurði hún og röddinn var ekki óvin- gjarnleg. „Ég tók elcki eftir þessu fyrr en ég var komin heim.“ „Af þvi að ég vonaði að þér nmnd- uð síma,“ sagði Hans og reyndi að láta sem minnst á því bera að hann væri glaður. „Ég skila yður vitanlega peningun- um aftur við fyrsta tækifæri,“ liélt hún áfram. „Getið þér hitt mig kl. 8 á Central?" Elly hafði söðlað um — algerlega. „Ef maður hættir 50 krónum i stúlku, sem hann þekkir ekkert,“ hafði hin lifsreynda móðir hennar sagt, „þá er hann i fyrsta lagi ekki blankur og i öðru lagi er hann verulega ástfang- inn. Svo að þér er óhælt að liitta ....“ Þetta varð skemmtilegasta kvöld. Þegar hann fylgdi lienni heim um lágnættið, leiddust þau og það var ekki naglarþykkl á milli þeirra. „Ég varð svo sæll þegar þú komst,“ hvíslaði Hans, „af því að .... af því að ....“ Hann kyssti hana. „Af því að þú getur ekki lifað án mín,“ hugsaði Elly með sér og var hrærð. „Af því að ég hefi ckki hugmynd um hvernig ég liefði átt að komast af án fimmtíu krónanna," liugsaði hann með sér. Og bæði voru hamingjusöm. Stjörnulestur Eftir Jón Árnason, prentara. Nýtt tungl 1. júní 1954. Alþjóðayfirlit. Vatns- og aðalmerkin eru yfirgnæf- andi í áhrifum. Tilfinningarnar eru mjög áberandi þáttur i rekstri heims- málanna og þvi er líklegt að skakkar ákvarðanir verði teknar í sunmm mál- um og misbeiting komi upp sem hefir truflandi áhrif. Þó er framtakssemi þróttmikil og áberandi. Árekstrar gætu komið ti! greina. Styrjaldarund- irbúningurinn lieldur áfram og liræðslan minnkar ekki enn. Júpíter og Merkúr i hádegisstað ís- lenska lýðveldisins. Umræður miklar gætu átt sér stað um stjórnarferil landsins og ágreiningur mun allveru- legur um það. Aftur á móti ættu fjár- hagsmálin að vera undir skárri áhrif- um, jafnvel þó að truflandi áhrif gætu átt sér stað frá andstöðuöflunum. Lundúnir. — Nýja tunglið i 1. húsi. — ýms vandamál á dagskrá, sem vekja almenna athygli. Góð áhrif frá Venusi koma til greina sem mun lialda jafn- vægi í fjárhagsmálum. Truflanir frá verkamönnum. — Júpíter, Merkúr og Venus í 2. húsi. Fjárhagsafstaða al- mennings ætti að vera sæmileg. Banka- starfsemin og verðbréfasala góð. — Úran i 3. húsi. Samgöngur undir at- liugaverðum áhrifum. Sprenging gæti átt sér stað i flutningatæki og verk- fall gæti átt sér stað í prentverki, bókaútgáfum eða blöðum, pósti og sima. — Satúrn og Neptún í 6. húsi. Slæm afstaða fyrir verkamenn og flotann. — Mars í 8. húsi. Dánartilfelli í járn- og málmiðnaðinum. Berlín. — Nýja tunglið í 12. húsi. Góðgerðastarfsemi, spítalar, vinnu- liæli, betrunarhús undir áberandi á- hrifum. Eitthvað ætti að vera hlynnt að þessum stofnunum. Þó gætu svik komið upp í sambandi við þessi mál. — Venus og Úran i 2. húsi. Fjárhags- málin, bankar og verðbréfaverslun ættu að vera undir sæmilegum áhrif- um. Þó gæti snrenging átt sér stað í bankastofnun, sem veldur slysi. — Júpíter og Merkúr í 1. liúsi. Ætti að vera góð áhrif á afstöðu almennings og lieilsufar gott. — Neptún í 5. húsi. Leikhús og leikarar undir athugaverð- um áhrifum. Fjárhagsörðugleikar koma til greina. — Satúrn í 6. húsi. Slæm afstaða fyrir verkamenn, tafir i málameðferð gætu átt sér stað. Moskóva. — Nýja tunglið i 12. húsi. Betrunarhús, spítalar, vinnuhæli og góðgerðastarfsemi undir áberandi á- hrifum. Misgerðir gætu komið í Ijós í rekstri þessara fyrirtækja. — Úran í 1. húsi. Þetta er athugaverð afstaða. Uppivaðsla, undirróður, sprengingar gætu átt sér stað og valdið slysum. — Neptún í 5. húsi ásamt Satúrn. Slæm áhrif á rekstur leikhúsa og misgerðir gætu komið í ljós í rekstri þeirra. Urgur meðal leikara. Tafir nokkrar i framkvæmdum. — Mars í C. llúsi. Athugaverð afstaða meðal verka- manna og þjóna og órói og óánægja meðal hermanna á flotanum. Tokýo. — Nýja tunglið i 9. húsi. — Utanlandssiglingar mjög á dagskrá og veitt athygli. Þó gætu truflanir nokkr- ar átt sér stað vegna óhagstæðra pen- inggmála og undargröftur gæti komið í ljós og verkföll. — Júpíter, Merkúr, Venus og Úran í 10. liúsi. Afstaða stjórnarinnar undir mjög áberandi á- hrifum. Afstaðan er fremur góð og í rauninni mjög sterk fyrir stjórnina, þó að smáurgur og gagnrýni gæti átt sér stað. — Mars i 4. liúsi. Barátta gegn stjórninni mun áberandi. Slæm afstaða fyrir bændur. Hitar gætu gert skaða í gróðri. — Satúrn og Neptún í 2. húsi. Slæm afstaða í fjárhags- málunum. Washington. — Nýja tunglið í 4. húsi. Landbúnaðurinn og viðfangs- efni lians mjög á dagskrá og útlit sæmilegt, líklegt að kunnur landbún- aðarfrömuður deyi. — Júpíter og Merkúr í 8. húsi. Leiklnis og leiklist og leikarar undir góðum áhrifum og hagnaður mikill af rekstri skemmti- staða. — Venus og Úran i 6. liúsi. Sæmileg aðstaða verkamanna og þjóna og hermanna. Þó gæti sprenging átt sér stað í herskipi. — Mars í 12. húsi. Slæm afstaða til sjúkrahúsa, vinnu- hæla, betrunarhúsa og góðgerðarstarf- semi. Svik gætu komið til greina í rekstri þessara stofnana. — Satúrn og Neptún í 8. húsi. Háttsettur, gamall embættismaður mun deyja. En liið opinbera mun ekki eignast fé að erfðum. í s 1 a n d . 12. hús. — Nýja tunglið í húsi þessu. — Góðgerðastarfsemin, betrunarhús, vinnuhæli og sjúkrahús undir áber- andi áhrifum og þeim veitt sérstaklega mikil athygli. Endurbætur gætu kom- ið til greina, en þó er liætt við að svik gætu einnig komið upp úr kafinu. 1. hús. — Merkúr ræður húsi þessu. — Auknar kröfur um fræðslu og fræðslufyrirkomulag og breytingar á þvi. — Heilbrigði ætti að vera sæmi- legt. Þó gæti farsótt gert vart við sig. Órói nokkur meðal almennings. 2. hús. — Júpíter í húsi þessu. — Fjárhagsmálin undir sæmilegum á- lirifum og peningaverslunin glæðist. Þó gæti slæm afstaða frá Mars í 9. húsi, utanlandsviðskiptum og sigling- um, spillt hinum betri áhrifum. 3. hús. — Venus í lnisi þessu. — Flutningar og ferðalög ættu að ganga sæmilega; þó mætti búast við að bóka- útgáfa og blaða yrði fyrir truflunum nokkrum vegna slæmrar afstöðu frá Úran. 4. hús. — Úran í húsi þessu. — At- hugaverð afstaða fyrir bændur og búalið. Andstaða stjórnarinnar mun færast i aukana og sprenging gæti átl sér stað i opinberri byggingu. 5. hús. — Tungl ræður lnisi þessu. Breytileg áhrif koma hér til greina, tröppugangur í framtaki í leiklist, leikhúsarekstri og aðstæðum leikara. Viðfangsefnin nokkuð óákveðin. 6. hús. — Plútó, Satúrn og Neptún i húsi þessu. — Slæm afstaða fyrir verkalýðinn. Tafir og hindranir koma í ljós og saknæmar tiltektir gætu áti sér stað. 7. hús. — Júpíter ræður húsi þessu. — Afstaðan í utanríkismálunum ætti að vera góð, þó að truflanir gætu átt sér stað frá utanlandssiglingum. 8. hús. — Júpiter ræður húsi þessu. Hugsast gæti að ríkið eignaðist verð- mæti sem gjöf eða að erfð. 9. hús. — Mars i húsi þessu. — Slæm afstaða fyrir utanlandssiglingar. Lik- legt að urgur og barátta komi í ljós i siglingaflotanum og verkfall gæti komið til greina. 10. hús. —• Mars ræður húsi þessu. — Miklir örugleikar steðja að stjórn- inni og hún á ekki gott um vik. Vanda- málin steðja að úr ýmsum áttum og eru örðug viðfangs. 11. hús. — Mars ræður einnig liúsi þessu. — Barátta og urgur út af til- tektum stjórnarinnar og ákvörðunum þingsins. Ritað 26. maí 1954.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.