Fálkinn


Fálkinn - 18.06.1954, Blaðsíða 2

Fálkinn - 18.06.1954, Blaðsíða 2
2 / FÁLKINN garðurinn okkar Grasið grœr, og skordýrin koma á kreik. Blóm og skordýr eru sköpuð livort fyrir annað. Ðlómin beinlínis lialda sér til fyrir skordýrunum og nota til þess bæði ilm og fagra liti. Skordýrin koma hins vegar til blómanna i ætis- leit — og finna þar hunang og frjó- korn. Jafnframt bera þau frjóduft, sem við þau iímist milli blómanna og að- stoða þannig — sjálfsagt óafvitandi — við frjóvgun og fræmyndun. Þannig sér náttúran vel fyrir öllu. Ýms aldin eru lika fögur á að líta og girnileg til f'róðleiks. Það er líka með ráði gert. Fræin innan í aldinum meltast venjulega alls ekki, heldur ganga ó- slcemmd niður af dýrunum og dreifast þannig. Hafa víst flestir séð hrafn á berjamó. En til eru líka mein-skordýr eins og t. d. kálflugan, sem verpir við kálið, til þess að kálmaðkurinn, er úr eggjunum skríður, geti nagað rótina sér til lífsbjargar, en garðræktar- mönnum til ills og fyrirhafnar. Kálflugan er nú byrjuð að verpa sums staðar og þurfa kálræktarmenn að vera á verði tilbúnir að nota varn- arlyfin. Nýlega lyfið Rotmakk Kværk er ekki eitrað og er það mikill kostur. Notkunarreglur eru á umbúðum. Talsvert ber á álmlús á álmi, eink- um þar sem ribs vex í grenndinni. Skógarmaðkarnir eru í essinu sínu i góða veðrinu og liafa víða nagað svo, að sums staðar er lítið eftir af laufi á viði o. fl. D. D. T. dugar vel gegn þeim og svo ýms sterk eiturlyf, sem vandfarið er með, og kunnáttumenn einir ætlu að nota, t. d. Paratox og Bladan. Arfaolíur eru lientugar til arfaeyð- ingar í gulrótareitum. Jurtirnar þurfa að vera vel þurrar, þegar farið er að úða olíunum (með góðri dælu — sjá nánar í Garðyrkjuritinu). Heggurinn stendur þessa dagana al- blómgaður — í hvitum skrúða — í nokkrum görðum i Reykjavík og er mjög fallegur. Byrjaði að blómgast í júníbyrjun. Heggurinn er frægur fyrir vorskrúð sitt viða um lönd. Einna tilkomumesta heggtréð stendur við Tjarnargötu 11, en fagrir heggir eru líka i blómagarði á Grundarstíg 15, við Ingólfsstræti 23 og i horni Sól- vallakirkjugarðsins. Um hegginn og vorið var kveðið (Lag: í heiðardaln- um er lieimbyggð mín): Sig færir lieggur i fannhvítt skraut. Nii fagna vori blóm i iiaga. Vel búnast þröstum í birkilaut þeir blessun syngja alla daga. í dag er sólskin og sunnanblær mót sumarylnum jörðin gjöful hlær. Ó, sólartíð, lilý, björt og blíð þú besti vinur alls sem lifir. Ing. Dav. Mr. A. Tliortup frá Buffaló í USA gekk með lukkupening í vasanum í herrans mörg ár, og liafði grafið fangamarkið sitt á hann. En svo varð honum það á að borga með honum i ógáti og sá hann aldrei aftur. Hafði hann þá trú að hann hefði týnt lifs- láninu um leið og honum hvarf lukku- peningurinn. Fyrir skömmu var dótt- ur-dóttir þessa manns, Esther Klein- felder, að kaupa eittlivað fyrir móður sína. Og í peningunum sem hún fékk til baka fann hún lukkupeninginn með fangamarki afa síns. Haiin hafði verið 35 ár að komast á rétla staðinn aftur. ---- Kgl. bifreiðaklúbburinn i London svarar fjölda af fyrirspurnum frá út- lendingum, sem hyggjast fara í bif- reiðum sínum um landið og fá leiðar- lýsingar. Nýlega kom bréf frá for- stjóra útfararfélágs í Ameríku. Hann ætlaði í bíl frá London til Liverpool og bað um fararáætlun lianda sér, þannig gerða að liann gæti séð sem flesta kirkjugarða í leiðinni. Annar spurði um hvar hann gæti skotið seli, og þriðji livar hann gæti tint hrein- dýramosa. langar yður til að eijnnst svona bíl! í bíla, bdtð tg búnaðanréla- HAPPDRÆTTI MirltdMlis aldraðra sjómanna verður dregið um (HEVROLET-FÓLKSBIFREID model 1954 mánaðarlega næstu 6 mánuðina, í fyrsta sinn 3. júlí n. k. Vinningar einnig eftir það: Trillubátar, Traktorar o. fl. Happdrættisárið verður frá 1. maí til 1. mai, því 10 flokkar þetta fyrsta happdrættisár. SÖLUVERÐ MIÐANS TlU KRÓNUR. — ENDURNÝJUNARVERÐ TÍU KRÓNUR. — ÁRSMIÐINN 100 KRÓNUR. Allt heilir hlutir. Sala hefst um land allt öllum ágóða varið til byggingar Dvalarheimilis aldraðra sjómanna. > >>■>>> >>->->>>->->->->>->-vv>->->->->->->>->->->>->->->->->-->-> >>>>>>>> »->» > > > > >. v

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.