Fálkinn


Fálkinn - 18.06.1954, Blaðsíða 13

Fálkinn - 18.06.1954, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 koma fyrr en um seinan til að bjarga henni. Ekki svo að skilja að henni félli ekki vel við Bill Crane, en hann virtist bara vera full kærulaus. Þetta mál sem þau voru að fást við var alvarlegt mál — Richard March og John March báðir dánir af bílagasi og Carmel sök- uð um morð tengdaföður síns. En Bill hagaði sér eins og þetta væri bara leikur. Hann........... „Hérna er mjólkursalan, ungfrú.“ Það var bílstjórinn. Ann brosti er hún sá litla hvíta húskass- ann. Þarna var ekkert dularfullt að sjá. En einhvers staðar varð hún að byrja, og hún brosti sparibrosinu sínu til unga afgreiðslu- piltsins um leið og hún bað um mjólk og rjóma. I öðru bréfinu frá Deliu til Richards stóðu orðin: „Láttu vita í mjólkursölunni". Bréfið hlaut að vera skrifað fyrir tveim sumrum, því að Richard hafði verið dauður í níu mánuði, og það var engum erfiðleikum bundið að fá piltinn til að leita i bókunum og finna hverjir höfðu afbeðið mjólk í síðari helmingi júlí- mánaðar það sumar. Hann ieitaði og sá að Raymond Maxvell, February Lane 12, Brook- field, hafði afbeðið mjólkina 19.—20. júlí. Ennfremur gat hann sagt Ann að húsið í February Lane væri eign fasteignasalans Charles G. Jameson í Brookfield, og hann fann líka bréf frá frú Maxwell með beiðni um að byrja að senda mjólk. Ann kipptist við þegar hún sá fjólubláa bleklitinn og rit- hönd Deliu. Þétt trjáröð var meðfram ósléttum vegin- um til Brookfield, svo að það var líkast og að aka gegnum jarðgöng. Crane sat álútur og var að hugleiða fyrirlesturinn, sem Ann hafði haldið yfir honum um hættur áfengisnautn- arinnar. Það var margt vitlausara en að hug- leiða það sem hún sagði stundum. Að minnsta kosti hafði henni tekist vel að kom- ast á sporið eftir Deliu. „Það er víst svo komið að ég skulda þér flösku af mjólk,“ sagði hann. „Kampavíni," sagði Ann. „Alveg rétt. Hvers konar kampavín viltu?“ „Demi-sec .... magnum.“ „Það skaltu fá,“ sagði hann og svo fór hann að segja henni hvað hann hefði heyrt í vrnstofunni — hvernig aðkoman hefði verið að líki Richards, og það hefði verið varalitur á andlitinu á honum og gardeníu-lykt af jakk- anum hans. Þau töluðu um hvað mundi hafa vakað fyrir Talmadge March er hann var að reyna að fá Carmel til að tala af sér. Hafði þetta bara verið gaman eða . ... ? „Ég fer að halda að eitthvað hafi verið milli Richards og Carmel,“ sagði Crane. „Það hefir verið stolið frá mér. Hvar er þjófurinn?“ „Að hún hafi látið frænda mannsins síns halda við sig?“ sagði Ann. „Það er hugsanlegt.“ Nú voru þau komin út á skóglaust svæði. Þarna voru víðir akrar með maís-stökkum báðum megin vegarins. „Taktu bara eftir Peter,“ hélt Crane áfram. „Það verður ekki annað séð en hann og Carmel séu mestu mátar.“ „Já, hann sagði mér að hann vildi ná í bréfin til að vernda mannorð ungrar dömu,“ sagði Ann. „Og ýmislegt sem hann tæpti á, benti á það að þessi dama gæti verið Carmel og að bréfin væru mjög áríðandi." Svo renndi hún augunum til hans. „Og þá datt mér ráð í hug.“ „Þú ert snillingur," sagði Crane. „Nú verðurðu að vera alvarlegur. Hvað mundir þú gera ef þú værir giftur Carmel og uppgötvaðir að hún væri í þingum við Ric- hard?“ „Ég mundi auðvitað hata Richard." „Einmitt.“ „Fari það í heitasta!" Crane starði á hana uppglenntum augum. „Þú heldur vist ekki að John hafi drepið hann?“ „John hefði getað séð Carmel í bílnum hjá Richard (Það kemur heim við gardeníu-ilm- inn), látið hana fara inn í klúbbhúsið og síðan drepið Richard.“ „Hvernig?“ Ann brosti. „Ég er ekki komin svo langt ennþá.“ „Mér dettur nokkuð í hug,“ sagði Crane og stakk vindlingi í munninn, „og ég skal segja þér hvað það er, ef þú lofar að hætta að verða reið við mig.“ „Ég er ekki vitund reið við þig. Eg vildi bara óska að þú fengir þér ekki svona mikið í staupinu.“ „Gott og vel. Hlustaðu nú á.“ Og nú lýsti hann hugsmíð sinni að morðinu (ef um morð hafði verið að ræða) fyrir henni. Richard, sagði hann, hafði sofnað við stýrið, og svo hafði John, eða einhver annar, fest gúmmislöngu við útblástursrörið á bíln- um og stungið hinum endanum inn um glugg- ann á bílnum, um rifu með rúðunni. Og síðan hafði hann sett hreyfilinn í gang. Þegar Ric- hard var dauður tók morðinginn slönguna burt. „Þetta er bráðsnjöll hugmynd," sagði Ann hrifin. „Hún er ekki afleit.“ En svo bætti hann við hugsandi: „En við erum engu nær um hver það var sem drap John.“ „John fyrirfór sér. Samviskubit!“ Crane horfði á hana með lotningu. „Þetta gæti maður vel hugsað sér. En March gamli er sannfærður um að Carmel hafi framið bæði morðin." „Og það er lika góð tilgáta." Crane hafði dottið annað nýrra í hug. „Kannske Carmel hafi notað nafnið Delia þegar hún var að skrifa Richard?" „Nei, rithönd Carmel er öðru vísi.“ „Þú hefir komið ýmsu í framkvæmd í morgun?“ „Annað hvort okkar verður að vinna.“ Það væri dálaglegt ef henni tækist að leysa gátuna upp á eigin spýtur, hugsaði Crane með sér og varð órótt. Þá sneypu mundi hann aldrei ná sér eftir. Það setti hroll að honum er hann fór að hugsa til þess að hann yrði að fara að láta hendur standa fram úr ermum. Þau óku nú fram aðalgötuna í Brookfield- þorpinu, og Ann lagði bílnum fyrir utan hús með stórum rúðum á neðstu hæð, og á ann- arri þeirri stóð nafnið Charles G. Jameson. Þarna bjó fasteignasalinn. Þau hittu gamlan mann inni í skrifstof- unni, — hann var í inniskóm og var að fást við útvarpstæki. Hann var í jakka og buxum Framhald í næsta blaði. FÁLKINN - VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM - Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út á föstudögum. Áskriftir greiðist fyrirfram. - Ritstjóri: Skúli Skúlason. Fram- kv.stjóri: Svavar Hjaltested. - IIERBERTSprent. ADAMSON Adamson er viðbúinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.