Fálkinn


Fálkinn - 18.06.1954, Blaðsíða 14

Fálkinn - 18.06.1954, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN Lárétt skýring: 1. ber, 4. þunnur vökvi, 10. aftur- hlutar, 13. ríki í Asíu, 15. ríki í vestur- álfu, 16. skýjarof, 17. missir, 19. is- lenskur matur, 21. bland, 22. iðja músa, 24. skökk, 26. maður úr öðru iandi, 28. iíffæri, 30. á, 31. blekking, 33. fæði, 34. mat, 36. raska ró, 38. bók- stafur, 39. mjög, 40. spotti í kiyfbera, 41. upphrópun, 42. þungi, 44. á neti, 45. tónn, 46. upphrópun, 48. fjas, 50. greinir, 51. goðsagnavera, 54. óvinur (fornt), 55. fjör, 56. anga, 58. blóm, 60. farveganna, 62. íbúar lands i norður- álfu, 63. rangt, 66. hluta af íbúð, 67. venju, 68. fuglar, 69. fara á veiðar. Lóðrétt skýring: 1. sé, 2. pláneta, 3. guðspjaliamað- ur, 5. nár, 6. fangamark ijiróttakenn- ara, 7. Freyja, 8. biómaverslun í Rvk, 9. dráttur (erfiður), 10. hvasst, 11. skapstygg, 12. ílát, 14. pár, 16. létu af hendi, 18. fjárframlög, 20. varð- sveit, 22. samhijójSár, 23. fjaiiaiækur, 25. hyggjuþungur, 27. flæmið (þolf.), 29. hérað, 32. kapp, 34. annboð, 35. mál, 36. bragð, 37. snörp, 43. formað- ur, 47. hætt, 48. lesara, 49. fyrirtæki, 50. sælustaður, 52. vík, 53. graslaus Sk. jörð, 54. nískur maður, 57. árið, 58. gyðja, 59. möguleikar, 60. fæða, 61. eidavél, 64. tónn, 65. þingeyskt skáld. LAUSN Á SÍÐUSTU KROSSGÁTU. Lárétt ráðning: 1. tap, 4. Badseba, 10. lag, 13. ólæs, 15. umtal, 16. sáru, 17. nektar, 19. ýsu- roð, 21. firð, 22. róa, 24. trén, 26. tág- kúrulegt, 28. kal, 30. mar, 31. tón, 33. ef, 34. Una, 36. kná, 38. læ, 39. krung- ur, 40. dagatal, 41. K. E., 42. guð, 44. mer, 45. fa, 46. sko, 48. les, 50. ein, 51. skipaskoðun, 54. stöð, 55. stó, 56. ungi, 58. derrin, 60. trilla, 62. ólag, 63. opnar, 66. rall, 67. man, 68. stígvél, 69. rit. Lóðrétt ráðning: 1. tón, 2. alef, 3. pækill, 5. aur, 6. dm, 7. stjórar, 8. E. A., 9. blý, 10. lárétt, 11. Aron, 12. guð, 14. strá, 16. surg, 18. aðgöngumiði, 20. Steingerð- ur, 22. rúm, 23. aur, 25. skekkst, 27. Snæland, 29. afrek, 32. Ólafi, 34. ung, 35. auð, 36. Kam, 37. áar, 43. festing, 47. ostran, 48. las, 49. skó, 50. englar, 52. körg, 53. unir, 54. sela, 57. illi, 58. dóm, 59. not. 60. tré, 61. alt, 64. pí, 65. A. V. heimi, meiri en nokkur sem lifað hefir eða fæðast mun“. Einu sinni varð hann veikur og þótt- ist viss um að hann mundi deyja. Hann kallaði stórvezírinn og aðra ráðgjafa til sín og fór að ræða við þá um „mestu útför í heimi“. Ekkert skyldi spara og of fjár fór i undirbún- inginn, en soldáninn náði sér aftur og stórvezírinn varð hamslaus yfir því að ekkert yrði úr útförinni og tók um kverkar soldáninum og kirkti iiann. Nú liggur hann til hægri handar „svarta soldáninum" og „Morgunsól- inni“ í lítilii steinkistu, sem dollara- túristarnir traðka á þegar þeir ganga um Chella. Eftir daga Abús Inans missti Mar- okko mikil lönd svo að ekki varð eftir nema lítil skák kringum Fez. Stjórn- leysi og borgarastyrjöld hrjáði þjóð- ina, og Spánverjar og Portúgalar not- uðu tækifærið og náðu víða í bæki- stöðvar. Það var ekki fyrr en á 17. öld, undir stjórn Moulay Ismails, sem Marokko fór að rétta við aftur. „Svarti soldán- inn“ hafði stofnað borgina Fez, „blóðugi soldáninn", sem Isniail var kallaður, byggði Meknes og lét kristna þræla vinna að borgarsmiðinni. Hann átti ekki færri en 3000 konur, og þær óttuðust hann eins og guð, að því er Englendingurinn Windus segir. Hon- um tókst að strjúka úr þrælahaldinu. „Konurnar héldu að allt sem frá hon- um kom mundi hjálpa þeim til að varðveita hylli lians, og þess vegna söfnuðu þær hrákum hans og saur i smádósir," segir Windus. Soldáninn sneri sér til Lúðviks XIV. og bað Cohti prinsessu og varð sár- gramur er hann fékk liryggbrot. Það var ekki að ástæðulausu sem liann var kallaður „blóðugi soidáninn", því að hann drap sjálfur ýmsa kristnu þræl- ana sem byggðu Meknes og aðra lét hann grafa lifandi. Fangarnir komu til hafnarbæjarins Salle, rétt fyrir neðan Chella. Þangað kom úlfaldalest með auðævi sunnan úr Afríku, úr liöfninni í Salle lögðu skipin með svarta sjóræningjaflagginu í haf og komu aftur lilaðnar herfangi. Og fang- arnir voru látnir standa í röð á hafn- argarðinum, þar sem sjómennirnir sitja og bæta netin sín núna. Fang- arnir voru seldir á uppboði og urðu að fleygja sér á hné fyrir kaupand- anum. RÓSIR OG ÞISTLAR f MAROKKO. Framhald af bls. 3. og fyllir rúmið milli tiglóttra veggj- anna, skapar einkennilega iiamning. Hér er eigi aðeins lielgur staður, hér er vitnisburður um að Marokko á sögu. Því að i miðjum musterisrúst- unum er „Svarti soldáninn“ grafinn. Hann hét réttu nafni Abú Hassan og rikti frá 1331 til 1348, en það var merkt tímabil í sögu Marokkós. „Allur heimurinn frá hafinu til iandamæra Egypta er minn,“ skrifaði hann sol- dáninum í Kairo. Þá var Marokko orðið stórveldi, og „svarti soldáninn", sem kvað hafa verið svo sterkur að hann gat mölvað múrstein með linef- anum, beitti orku sinni tii þess að gera Marokko stærra. Hann lagði undir sig lönd austur að Tripolis og suður að Niger, lagði undir sig Gibraltar og ýmsa spánska bæi. Til þess að verjast árásum kristinna manna reisti hann varðturna frá At- lantshafi til Alzis, og hann víggirti Gibraltar „svo að fjallið var girt múrum, eins og máninn hring sínum“. En 1340 hætti hann sér of langt. Her hans lagði til orrustu við Alfons XI. hjá Saldó-ánni, og „svarti soldán- inn“ beið ósigur. 'Þá var brotið blað í sögu Spánar, því að nú hefst undan- haid Mára á Pyreneaskaga. Við lilið steinkistu soldánsins er annar legsteinn minni. Undir lionum liggur konan sem hann unni mcst, og hún var lieldur enginn miðlungur. Enginn veit hvað hún hét réttu nafni, en víst er að liún var Evrópukona, líklega herfang eins af sjóræningja- skipum soldánsins. Vegna hörunds- litarins var hún kölluð „Morgunsól". Abú Inan sonur þeirra erfði veik- leika föður sins fyrir konum og ilm- vötnum og vildi ekki bíða eftir völd- unum þangað til faðir hans hrykki upp af, en þvingaði hann til að afsala sér þeim. Ilann gortaði af að hafa getið börn með 325 konum á sex árum og lýsti sjálfum sér þannig: „Göfugasti, gáfaðasti, listfengnasti ,frjósamasti, réttlátasti og liygnnasti maðurinn í Það er drungalegur svipur yfir Salle þó að margt hafi breyst síðan á dög- um þrælaskipanna. Gömlu höfninni hefir verið lokað og hún þurrkuð upp, og Daniel Defoe, höfundur „Robin- sons Crusoe", sem einu sinni var fangi hérna, mundi varla þekkja stað- inn aftur. Innri hluti liafnarinnar er nú orðinn aðsetur Gyðinga með al- skegg og svarta kollu á höfðinu. Önn- ur bæjarhverfi eru með Evrópusniði. En það væri fölsun að nota Salle sem dæmi um grimmd marokkobúa og halda þvi fram að enn sæti í gamla farinu, ef Frakkar hefðu ekki komið til sögunnar. Ýmsir sjóræningjarnir voru Evrópumenn, sem gengið höfðu í þjónustu soldánsins. Og kristnir menn settu ekki upp silkihanska er þeir voru að hefna í Salle og Chella. * DríkkiJ® Cfííú (Spur\ OXV.KK SÓLMYRKVINN í JÚNÍ verður mesti viðburður þessa árs hjá stjörnufræð- ingunum, sem þegar hafa gert mikinn undirbúning að því að gera sem víð- tækastar rannsóknir í sambandi við hann. I Galtö í Svíþjóð verða stjörnu- fræðingar og eðlisfræðingar frá ýms- um þjóðum samankomnir, þar á meðal þessir tveir þjóðverjar, sem að vísu ekki eru lærðir stjörnufræðingar en þó svo duglegir, að þeir fá að taka þátt í þýska vísindaleiðangrinum. Egils áváxtadrykkir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.