Fálkinn


Fálkinn - 25.06.1954, Page 3

Fálkinn - 25.06.1954, Page 3
FÁLKINN 3 Mannfjöldinn á Austurvelli. Ljósm.: Ólafur K. Magnússon. Islenska lýðveldið tín ára Hinn 17. júní s. 1. var 10 ára afmælis íslenska lýðveldisins minnst með há- tíðahöldum um gjörvallt land og fóru þau liið besta fram. Hátíðahöldin í Reykjavík voru nokkru fjölbreyttari en venjulega og strax eftir hádegið safnaðist mikill fjöldi fólks saman í miðbænuni, enda þótt veður væri þá ekki sem ákjósan- legast. Eftir þvi sem á leið daginn batnaði veðrið til muna. Skreyting bæjarins var hin prýði- legasta i alla staði. Mest var skreyt- ingin í miðbænum, bæði á Austurvelli, í Lækjargötu, á Arnarhóli og í Austur- stræti. Landssímahúsið var að venju fagurlega skreytt. Sölutjöldum og skálum var komið skipulega fyrir við Lækjargötu, Lækjartorg og Arnarhóls- tún og víðar og pöllum fyrir hijóm- sveitir og aðra skemmtikrafta. — Gluggar verslana voru hvarvetna fag- urlega skreyttir fánum, myndum, blómum og ýmsu fleiru. Víða var á- skorun til landsbúa, um að minnast skuldarinnar við landið og efla land- græðslusjóð, fléttað inn í skreyting- una á mjög smekklegan hátt. Að þessu sinni byrjuðu hátíðahöld þjóðhátiðardagsins fyrir liádegi. Söng- flokkur og iúðrasveit fór um bæinn og staðnæmdust á sjö stöðum, um 20 mínútur á hverjum stað, til að skemmta börnum. Ferðadagskráin liófst á Laugateigi kl. 0,15, en henni lauk við Landakotstún. Eftir hádegið hófust skrúðgöngur að Austurvelli frá þremur stöðum í bænum, Melaskólanum, Skólavörðu- torgi og Hlemmtorgi. Laust fyrir ki. tvö setti formaður þjóðhátiðarnefndar hátíðina, en síðan var kirkjuklukkum hringt um land allt og alger þögn að svo lninu. Laust eftir kl. 2 hófst guðsþjónusta í Dómkirkjunni, þar sem sr. Bjarni Jónsson vígslubiskup prédikaði. Að ivenni lokinni lagði forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Síðan flutti Ólafur Thors forsætisráðherra ræðu af svölum Alþingishússins, en Fjallkonan ávarpaði þvi næst þjóðina. Forseti íslands og forsætisráðherra ganga frá minnisvarða Jóns Sigurðs- sonar eftir að hafa lagt biómsveig að fótstalli hans. - Ljósm.: Ól. K. Magn. Næsti þáttur liátíðahaldanna fór fram á iþróttavellinum og hófst með skrúðgöngu íþróttamanna. Forseti ís- lands, herra Ásgeir Ásgeirsson, sem er verndari í. S. í., flutti ræðu og af- henti forseta í. S. í. bikar sem keppa skal um í frjálsum íþróttum, en síðan liófst fjölbreytt íþróttadagskrá. Klukkan fjögur hófst útiskemmtun fyrir börn á Arnarhóli og kynnti Ól- afur Magnússon frá Mosfelli skemmti- söngvararnir Guðrún Á. Simonar, Guðmundur Jónsson og Magnús Jóns- son komu fram. Þjóðhátiðarkórinn söng undir stjórn dr. Páis ísóifssonar og fréttamaður átti viðtal við Hall- veigu Fróðadóttur og Ingólf Arnarson í gamni og alvöru. Að kvöldvökunni á Arnarhóli lok- inni hófst dansinn. Dansað var i Lækjargötu sunnanverðri, á Lækjar- torgi og á horni Austurstrætis og Að- Hallveig Fróðadóttir (Anna Guðmundsdóttir) ^)g Ingólfur Arnarson (Bryn- jólfur Jóhannesson) á Arnarhóli. Ljósm.: Þórður Bjarnar. atriðin. Skemmtigarðurinn Tivoli var opnaður um sama leyti, en þar voru mörg nýstárleg skemmtiatriði. Næsta atriði hátiðahaldanna var samkoma við Austurvöll, þar sem blandaðir kórar sungu. Fulltrúi Vest- ur-íslendinga, prófessor Richard Beck, fluíti þar einnig kveðju frá Vestur- íslendingum. Iívöldvaka við Arnarhól, sem nú er orðinn fastur liður í hátíðahöldum þjóðhátíðardagsins, hófst kl. 8 um kvöldið. Friðjón Þórðarson, ritari þjóðhátíðarnefndar, setti kvöldvök- una, en aðalræðu kvöldsins flutti Gunnar Tlioroddsen borgarsljóri. Með- al skemmtiatriða var t. d. bæði kór- söngur og einsöngur, þar sem ein- alstrætis. Enda þótt nokkur rigning væri á köflum, var veður milt og gott og dansinn stiginn af miklu fjöri. Kl. 2 eftir miðnætti sleit Þór Sandholt, formaður þjóðhátíðarnefndar hátiða- höldunum, sem höfðu farið hið besta fram í hvívetna. Á þessu merkisafmæli islenska lýð- veldisins staldrar þjóðin við, minnist aiis þess, sem síðustu 10 árin hafa fært henni í skaut, og hugar einnig að þvi, hvernig henni inuni vegna i framtíðinni. Þótt saga síðustu ára hafi á margvíslegan hátt sannað lífsmátt sjáifstæðrar íslenskrar þjóðar og fært öðrum þjóðum heim sanninn um, að Framhald á bls. 4.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.