Fálkinn


Fálkinn - 25.06.1954, Page 5

Fálkinn - 25.06.1954, Page 5
FÁLKINN 5 STRASBOMG - „höfuðborg Evrópu“ Hefir verið þrisvar þýsk og þrisvar frönsk borg. LSÁSS hefir löngum verið þrætu- epli Þjóðverja og Frakka og landamæri þessara stórvelda hafa ýmist legið austan Elsass eða vestan. í styrjöldinni 1870—71 tóku Þjóðverj- ar Elsass og Lotringen af Frökkum, en í lieimsstríðinu 1914—18 náðu Frakkar þessum löndum aftur. í síð- ustu styrjöld tóku Þjóðverjar aftur Elsass og skylduðu landsbúa til að berjast með sér, því að þeir væru gamlir þýskir borgarar. Elsassbúar voru einkum sendir á austurvígstöðv- arnar — þeir löldu sig yfirleitt franska og þess vegna var varbugavert að senda þá á móti frönskum her. Á tveimur mannsöldrum befir Elsass skipt um þjóðerni fimm sinnum. Strasbourg er liöfuðborgin i Elsass. Síðustu árin er sú borg oft nefnd, því að hún var valin til þess að verða aðsetur Evrópuráðsins. Og ef banda- lag Evrópu kemst nokkurn tima í framkvæmd er sennilegt að þessi borg verði aðsetur þess og „höfuðborg Evrópu“. KEIMLÍK VENEZIA. Það liggur nærri að bera síkjaborgir saman við Venezia. Og það er langt síðan Strasbourg var líkt við hina frægu borg í Adríaliafsbotni. Eneas Silvo, sem síðar varð páfi undir nafn- inu Píus II. og ferðaðist víða um Ev- rópu á 15. öld segir um borgina: „Strasbourg, með öllum sínum síkjum og sundum, er eftirmynd Venezia, og hið rennandi vatn í síkjunum liér, er miklu beilnæmara en í fúlu lónunum i Venezia. Hús borgaranna og prest- anna eru svo góð að þar gætu furstar búið.“ Margt befir vitanlega breytst síðan, í þessari borg, og stjórnmálarefjar og orrustur hafa látið eftir sig um- merki öld eftir öld, og í dag virðist hæpið að likja Strasbourg við Venezia. Að vísu eru síki i Strasbourg, en þó ber ekki svo mikið á þeim, að þau þoli samlíkingu við Venezia. En þó er enn hægt að sjá við hvað liann átti, þessi gamli kirkjuhöfðingi, er maður gengur um elsta borgarhlutann í Strasbourg, þar sem gömul húsagerð- arlist og lágar bryggjur endurspegl- ast i svörtum síkjunum. Þar er dóm- kirkjan fræga á litlum hóbna á leirum árinnar 111. Göturnar eru þröngar eins og gerðust á miðöldum, og marg- ar þeirra enda við bryggju eða brú yfir siki. KELTNESKIR FRUMBYGGJAR. Á einni eyjunni i ármynninu var mikil fiskveiði til forna og dró fólk að. Þarna var einnig mikill gróður og i skógum og kjarri alls konar veiði- dýr. Þarna námu hinir keltnesku Gallar land og byggðu sér hýbýli kringum vígðan lund með þremur há- um beykitrjám. Þar liöfðu drúidarnir, keltnesku prestarnir, bækistöð sína. Sagan segir að þegar Rómverjar kom- ust á þennan stað, er þeir voru að leggja undir sig Gallíu, hafi Gallar verið horfnir þaðan. Þeir höfðu orðið að flýja undan Germönum, sem sett- ust nú þarna að og settu hof sitt i lundinn helga og tignuðu þar Óðinn. En nú urðu þeir að flýja fyrir Róm- verjum, sem reistu þarna skrautlegt rómverskt musteri. Enn breyttust tímarnir og goð Rómverja urðu að vikja fyrir Hvíta- Kristi. Og nú stendur hin fræga dóm- kirkja þar sem áður stóðu hof og musteri. En það hefir oltið á ýmsu fyrir Strasbourg síðan, ög þarf ekki að leita langt aftur í tímann til að sjá að borgin Iiefir verið tvivegis þýsk og þrivegis frönsk. Strasborgarar eru fyrst og fremst Elsassþjóð, en í dag telja þeir vitanlega Fraklca vera sér skyldasta. TUNGAN. Elsass og Strasbourg eru glöggt dæmi þess að tunga og innræti fylgist ekki alltaf að. Óvíða liittir maður fyrir einlægari franska ættjarðarást en i Elsass, og þó talar nær öll þjóðin mállýsku, sem líkist þýsku, og skilur þýsku miklu betur en frönsku — að minnsta kosti sveitafólkið. Blöðin eru gefin út á báðum málunum og til- kynningar og opinber plögg eru gefir. út á þýsku eða mállýskunni, engu síð- ur en á frönsku. Kringum litlu borðin á veitingalnis- unum, í sporvagninum og heima hjá sér talar fólk sín á milli mállýsku, sem minnir helst á „Schwyzerdutsch“. Fyrir útlendum eyrum hljómar þetta likt og þýska með frönskum orðum og orðatiltækjum. En jietta gildir þó ekki i Strasbourg. Þar verður gestgjafinn, sporvagnsþjónninn eða kaupmaðurinn reiður ef maður talar þýsku við liann. Ef til vill notar gestgjafinn tækifær- ið til að sanna útlendingnum að Stras- bourg sé frönsk — ekki þýsk. „Elsass okkar hefir lagt franska hernum til 250 hersliöfðingja, en þýska hernum aðeins einn, og þessi eini var sendur eingöngu vegna þess að Wilhelm II. heimtaði að hersliöfðingi frá Elsass væri til i jiýska hernum.“ ÞÝSKA STJÓRNIN. Skýringin á tungu þjóðarinnar er sú, að Elsass er upprunalega þýskt land og var ekki innlimað i Frakk- land fyrr en í tíð Lúðvíks XIV. En Frakkar gerðu ekkert til þess að gera Elsass franskt. Það var eiginlega ekki fyrr en á Napoleonstímunum, sem Elsassbúar fóru að telja sig franska, því að þeir voru lirifnir af byltingunni og Napoleon. Það var engin tilviljun að Rouget de Lisle orti „Marseillaise" i Strasbourg, eða að Kleber hershöfð- ingi, sem lagði Egyptaland undir Frakka, var fæddur þar. Árið 1871 varð Elsass þýskt aftur, en nú var orðið of seint að slita menn- ingartengsl Elsassbúa við „la Patrie“. Þýsku embættismönnunum tókst það ekki. Og fögnuðurinn varð mikill i Elsass er landið varð franskt aftur eftir fyrri heimsstyrjöldina. En 1940 komu Þjóðverjar aftur. Elsassbúar voru nú taldir „volks- deutsche", mcð þeim skyldum sem því fylgdu. Karlmennirnir voru innritaðir i þýsíca lierinn. Um sjötti liluti af íbú- um Strasbourg var fluttur úr landi og meira en tuttugu þúsund ungir Elsas- Framhald á bls. 14. Gata meðfram ánni 111. Húsmæðurnar þvo þvottinn sinn í ánni, svo að hún er sannkallaður „bæjarlækur“. Efst: Úr gamla bænum í Strasbourg. Húsin múruð upp í binding, eins og fyrrum var tíðast í Mið-Evrópu. — Neðst: Elsassbúar hafa þjóðbúningana í heiðri. Þessi sem sést á myndinni virðist mjög svipaður íslenskum upp- hlut, reimaður saman með festi að framan.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.