Fálkinn


Fálkinn - 16.07.1954, Qupperneq 6

Fálkinn - 16.07.1954, Qupperneq 6
6 FÁLKINN HÚN HEITIR KARIN. — Karin ligg- ur á maganum í fjörunni og sólbakar sig, en á meðan hefir vinkona hennar gert henni þann grikk að mála nafnið hennar á bakið á henni með varalit. Og þess vegna vita allir nærstaddir baðgestir að hún heitir Karin, þvi að hún gengur með nafnið á bakinu, án þess að vita af því. BRÚÐUR MEB HUND. — Það er ekki algengt að sjá hunda í kirkjubrúð- kaupi. En þó kom það nýlega fyrir í London. Brúðurin kom í kirkjuna með rakka, sem brúðguminn hafði gefið henni. Vitanlega vakti þetta at- hygli, enda mun leikurinn hafa verið til þess gerður. HVOLPURINN hefir fundið sér til- kjörinn stað í morgunskó og virðir fyrir sér umhverfið þaðan. FRAMHALDSSAGA. ÍIO) í skugga Jortíiorinnor Spennandi ástarsaga eftir Mary Howard. „Hrædd?“ Pamela hló. „Já, morð eru alltaf óhugnanleg, finnst yður það ekki lika? Það gegnir allt öðru máli, þegar raunveruleikinn er annars vegar. Hópur óþokka og bjálfa er í þann veginn að ráðast gegn saklausum manni .........“ „Saklausum!“ sagði frú Cliandler skelkuð. „Hvernig dettur yður í hug að segja það? Þér komuð heim i gær- kvöldi í rifnum og tættum fötum eftir .......“ „Eftir hvað? Ég sagði ekki neitt. Eg grét bara — svona.“ Hún lét fallast niður á bekkinn og kjökraði ofboðs- lega. Síðan stóð hún upp aftur. „Slikt er ekki mikill vandi þegar leikkona á í hlut.“ „En við héldum öll, að það væri hans sök, vegna þess að hann fylgdi yður heim, og vegna þess hvernig liann lítur út.......“ „Hafið þér nokkurn tímann séð •hann?“ spurði Pamela. „Victor Dray- cott,“ sagði hún drafandi röddu, „er glæsilegasti karlmaður i heimi. Og þótt allt sem sagt er um liann væri satt, væri liann engu að síður mörgum sinnum fremri öllum öðrum...........“ Chandler glotti skyndilega og svip- ur hans bar skyndilega vott um skort ú virðingu fyrir Pamelu Mitchell. „Hann hefir ef til vill ekki viljað láta veiða sig. Þess vegna tölduð þér kon- unni minni trú um þetta — er ekki rétt til getið?“ „En Betli-Anna var þó myrt í dag,“ sagði frú Chandler. „Já, en Victor var í London i allan dag — ég var á járnbrautarstöðinni og sá, þegar hann steig út úr lestinni .... ég átti að liitta manneskju, sem var með lestinni með þúsund pund handa mér.“ Hún opnaði tösku sína og tók seðlabunka upp úr henni. „Systir Victors sá hann einnig.“ „Systir hans kom hingað í kvöld, þegar mennirnir voru farnir að hóp- ast hérna fyrir utan, en hún nefndi ekki einu orði að hr. Draycott hefði farið til London. Hún skýrði þeim Sam Marlett og Collins frá því, að allar likur bentu til að bróðir hennar væri morðinginn, hins vegar hefði hún ekki skýrt frá sálarástandi hans fyrr vegna móður sinnar. „Hún sneri sér að Pamelu. „Og nú drepa þeir hann, og þér eigið sök á því.“ PAMELA liorfði á hana um stund, siðan lagði hún peningana í töskuna aftur og gekk í áttina til dyranna. Henni var ekki fyllilega ljóst hvað hún ætlaðist fyrir, lnin vissi aðeins að liún varð að ná mönnunum, áður en þeir fyndu Victor. Hún gekk út i þokuna og myrkrið og hljóp upp veginn. Hún var umhverfinu vel kunnug frá fyrri árum og hún mundi að það var hægt að stytta sér leið eftir einstigi til kofa Carters. Hún sá ljósker mannanna og heyrði hróp og fóta- stapp .... Skyndilega var hún kom- in i bjarmann frá ljóskerunum. Hún hrópaði, en enginn heyrði til liennar. Hún tók stökk og þreif í handlegginn á einum mannanna, en hann sneri liana af sér og skundaði áfram. Hún sá þau Eric og Mildred, en þau hröð- uðu sér framhjá og virtust ekki sjá hana. Henni varð fótaskortur og hún datt, en stóð samstundis upp aftur og hugðist gera úrslitatilraun til að komast að kofanum, en rétt í þvi kom skugginn af manni fram undan kjarrinu að baki hennar og grófar, sterkar hendúr lukust um háls hennar. 8. KAFLI. Eric og Mildred höfðu setið að lokn- um kvöldverði og lilýtt á útvarpið á- samt Draycott. Þau sátu bæði þögul en í áköfum taugaæsingi og forðuðust að líta hvort á annað — Mildred, vegna þess að bún var niðursokkin í skýjaborgir sínar, og Eric, vegna þess að útlit og framkoma Mildred bar það með sér, að frá því kvöldið áður, var hún ekki með öllum mjalla. í fyrstu er hann heyrði ráðagerðir hennar hafði honum að visu fundist þær harðneskjulegar — en ekki brjáisemiskenndar. Nú virtist honum aftur á móti öll fyrirætlun hennar hreinræktað brjálæði. En það var of seint fyrir hann að draga sig í lilé — og þegar allt kom til alls vildi hann það ekki sjálfur, þvi að frá því um morguninn hafði hann óskað eftlr dauða bróður síns. Stríðið hafði varpað Victor í hyldýpi örvæntingar- innar, og Mildred hafði öll árin eftir það séð um að koma honum æ lengra niður á við, en þrátt fyrir það hafði hann endurfæðst í sinni fyrri mynd og unnið sinn mesta sigur: náð ástum Bridget. Hann hafði lesið það i aug- um liennar. Ef það hefði ekki bætst ofan á allt annað, hefði liann séð að sér, hugsaði hann. Og nú komu þorps- búar i hópum til þess að drepa Victor, og hann liafði ekki hugsað sér að koma í veg fyrir það! Sem svar við hugsunum hans barst ómúrinn af hrópum og köllum inn í stofuna. Hann skotraði augunum til Mildred sem sat teinrétt með leiftr- andi augu. „Nú eru þeir að koma,“ sagði hún. Frú Draycott leit upp frá saumun- um. „Hverjir eru að koma? Við eig- um ekki von á neinum — nema Brid- get og Victor, ef til vill. Æ, ég vildi óska að Bridget færi að koma, ég er svo hrædd við þokuna.“ Rétt í því heyrðist ýskur í hemlum. „Hún er að koma!“ hrópaði Dray- cott, og auðheyrt var að henni létti. „Hún ætti samt ekkí að aka svona ógætilega hratt.“ „Ég var að vona að hún kæmi lield- ur seinna.“ „Eric þó,“ sagði frú Draycott ásak- andi. „Hvernig dettur þér í liug að segja þetta?“ Nú fyrst rann upp fyrir henni, að eitthvað illt væri á seyði. Hún leit á þau Eric og Mildred ú vixl og sá æsinginn í svip þeirra, og varð á CHAPLIN YNGRI. — Charles Chaplin yngri, sonur hins fræga Chaplins var nýlega á ferð í Þýskalandi. Ljósmynd- arar náðu þessari mynd af honum þar sem hann er á gangi með 22 ára gam- alli leikkonu, sem heitir Susan Cook, og segir sagan að þau séu trúlofuð. — Ungi Chaplin hefir fetað í fótspor föður síns og leikur bráðlega Ame- ríkumann í gamanmynd einni. svipstundu gripin skelfingu. Eric lok- aði útvarpinu. Þögnin, sem þá ríkti i herberginu, gerði að verkum að þau lieyrðu óminn af mannamáli fyrir ut- an og siðan létt fótatak, sem fjar- lægðist húsið. Mildred stökk upp úr stólnum. „Hún kemur ekki inn. Hún hefir farið til þess að aðvara hann. Þú verður að koma i veg fyrir það!“ Eric varð fölur sem nár. Bridget hafði lagt af stað ein gegnum skóginn — án þess að nokkur ótti kæmist að hjá henni fyrir tilhugsuninni um hættuna, sem vofði yfir Victor. Færi hann ekki á eftir henni, gæti farið svo, að hún yrði myrt á sama liátt og beltikerlingin! En hann var hrædd- ur, eins og hann hafði alltaf verið — hræddur við myrkrið, æstan skrilinn, og sjálfan sig ......... Mildred fór fram og opnaði dyrnar. Háværar ógandi raddir færðust æ nær. Gladys stóð skelkuð í ganginum og hlustaði. „Var frú Bridget að koma?“ spurði Mildred. „Hvers vegna kom hún ekki inn?“ Stúlkan svaraði ekki. „Svarið mér!“ Mildred reiddi upp liöndina, eins og til höggs. Gladys liörfaði undan. „Frú Bridget fór til þess að aðvara hr. Victor — ég þorði ekki sjálf gegnum skóginn. Ég sagði henni að þér hefðuð ekki beðið um lögregluvernd fyrir hann.“ „Fór liún til vitfirringsins þess arna!“ æpti Mildred. „Hvernig dirfist þér að skipta yður af málum annarra? Snáfið þér burtu úr húsinu." Gladys sagði skýrt og skorinort. „Ég væri farin héðan fyrir löngu, hefði frú Bridget ekki verið hér .... ]>að er ekki hr. Victor, sem er vitfirring- urinn í þessu húsi!“ Skyndilega heyrðist þungt fótatak rétt við dyrnar, og síðan var barið harkalega að dyrvim. „Hvað vilja þeir?“ sagði frú Dray- cott skelfd. „Hvað er á seyði?“ Mildred reif dyrnar upp á gátt og stóð teinrétt, Iiátíðleg á svip, rétt eins og hún væri að taka ú móti gestum. Fyrir utan stóð hópur tuttugu-þrjú- tíu manna með ljósker og byssur. Collins póstur var fremstur í flokknum. Við hlið hans stóð Sam Martlett tryllingslegur til augnanna

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.