Fálkinn


Fálkinn - 16.07.1954, Síða 7

Fálkinn - 16.07.1954, Síða 7
FÁLKINN 7 MÓÐIR HERSHÖFÐINGJANS. Móðir hins nýja yfirmanns Hjálp- rœðishersins, Wilfreds Kitchings, er enn á lífi. Hún er 86 ára og hefir ver- ið í Hjálpræðishernum síðan hún var á tíunda árinu. Og maður hennar, sem dáinn er fyrir 25 árum, var ritari hjá stofnanda Hjálpræðishersins, William Booth. — Hér er frú Kitching með eitt af barnabarnabörnum sínum. og með viprur um munnvikin. Eric fannst hann sjá í augnaráði lians eins konar endurspeglun af þvi, sem hann sá í augum Mildred, dulda brjálsemi, sem brotist gat út á hverri stundu. „Ungfrú Mildred,“ sagði Collins vandræðalega. „Við erum hingað komnir til að sækja hr. Victor.“ „Þau hafa vitað það frá uppliafi!“ æpti Martlett skyndilega skerandi röddu. „En livað munar Draycott fjölskylduna um morð við og við? Við verðum að hafa hendur i hári hans og hengja hann! Engin kona er óliult meðan hann gengur laus.“ Eric stökk snögglega til þeirra og þreif i handlegg Martlett. „Vitið þér það ekki, maður, að konan min er lijá honum! Hann er í kofa Carters. Við verðum að hraða okkur þangað.“ Mennirnir þrömmuðu gegnum skóg- inn og þau Mildred og Eric í liumátt á eftir þeim. Þeir námu staðar við limgerðið hjá kofanum og svipuðust um eftir forsprakkanum Martlett, en liann var skyndilega á bak og burt. „Áfram nú, Collins," hrópaði ein- hver. „Við verðum að brjótast inn og sækja hann!“ „Ef við höldum vörð hér,“ sagði Collins hikandi, „kemst hann ekki undan. Það væri ef til vill réttast að lir. Eric sendi eftir lögreglunni." Rétt i þvi opnuðust kofadyrnar og þau Victor og Bridget komu út. Auðheyrt var' á andardrætti mann- anna að þeim brá mjög. Þeim hafði að visu ekki verið fullljóst við hverju þeir bjuggust, sennileg froðufellandi ófreskju, að minnsta kosti höfðu þeir alls ekki búist við að sjá há- vaxinn, glæsilegan og þróttmikinn karlmann, sem gekk rólega að lim- gerðinu til móts við þá! Skyndilega leiftruðu blá augu Victors af glettni — eins og ævinlega þegar hann átti erfiðleika eða hættu framundan. „Gott kvöld,“ sagði hann kurteislega með djúpri, hljómmikilli röddu. „Frú Brid- get Draycott var þegar búin að skýra mér frá, að von væri á sendinefnd, sem ætti erindi við mig. Segið mér hvað ég get gert fyrir ykkur?“ Þeir virtu hana þögulir fyrir sér. Victor teygði sig og rýndi yfir þá út i myrkrið. „Mildred! Eric! Mér fannst ég sjá ykkur? Hvað vilja þessir menn mér?“ Mildred ruddist fram úr þyrping- unni. „Látið hann ekki leika á ykkur,“ sagði hún kuldalega. „í honum búa tveir menn — og annar þeirra er vit- firringur." í einu vetfangi sveiflaði Victor sér yfir limgerðið og stóð við hlið liennar. „Þú ert ekki með sjálfri þér! Hvað er að þér Mildred?“ „Það var myrt kona i dag.“ „Já, en ég var í London. Það er mér óviðkomandi. Bridget, klæðskerinn, járnbrautarvörðurinn, þú sjálf og Pamela Mitchell, þið sáuð mig öll og getið borið vitni um það.“ „Frú Mitchell!“ hrópaði Collins. „Hún nefndi það ekki einu orði.“ Þá var það að skerandi neyðaróp heyrðist úr skóginum. VEÐRIÐ var dungalegt og kuldalegt daginn, sem Bridget steig á skipsfjöl ásamt frú Draycott. Morguninn eftir hina hræðilegu nótt hafði Eric farið til klúbbs sins i London. Bridget hafði reynt að ná tali af honum, en öll sú viðleitni hafði verið unnin fyrir gýg. Að lokum tók hún það ráð að senda honum farseðilinn í pósti merktan dagsetningu og brottfarartima. Kæmi hann ekki hafði hún til einskis fært fórn sina. Hún gat varla sagt að hún hefði séð Victor síðan. Hún fann ekki leng- ur til liinnar heitu ástar á honum, i stað þess var liugur hennar þrunginn undarlegum tómleika og óljósri þrá. Hún hafði ótrautt búið sig undir brottförina, í trausti þess að Eric kæmi með. Eftir því sem hún gat best séð var Eric ekki á bryggjunni. Hún fór því, ásmt frú Draycott, undir þiljur og sýndi lienni vistlegar káeturnar. „Það er svo óralangt síðan ég hefi ferðast með svona stóru og veglegu skipi,“ sagði tengdamóðir hennar glöð í bragði. „Við höfum nógan tíma til að snyrta okkur fyrir kvöldverðinn,“ sagði Bridget brosandi. „Fáðu þér tesopa i borðsalnum, ég kem þangað til þin eftir stundarkorn.“ ÞEGAR Bridget var orðin ein snyrti hún sig og tók síðan skartgripaöskj- una til þess að finna brjóstnól, sem hún ætlaði að næla í jakkaliornið á göngubúningnum sinum. Hún opnaði öskjuna — og minntist þess um leið, að það var i fyrsta skipti, sem hún gerði það, síðan hið furðulega kvöld- verðarboð var lialdið á Bededown. Hún leit i efsta hólfið og sá mjóu gullkeðjuna, en stóra demantinn, sem átti að 'hanga i henni, vantaði. Á þeirri stund skildi hún loks hvað Pamela hafði átt við, þegar Victor bjargaði henni úr greipum Sam Martletts, sem var á góðri leið með að kyrkja hana. Hún hafði hrópað kjökrandi og stynjandi: „Það var ekki satt. Allt sem ég sagði var upp- spuni.“ Hún liafði bent á þau Eric og Mildred. „Þau keyptu mig til að ljúga ........“ Bridget grúfði andlitið i höndum sér, gagntekin skelfingu og viðbjóði, þegar Eric kom inn. Hann gekk hægt i áttina til hennar og hafði ekki aug- un af opinni skartgripaöskjunni. Sið- an rétti hann fram hendina, án þess að mæla orð frá vörum, og lét dem- antinn detta niður í hólfið. Bridget kom ekki upp nokkru orði. „Pamela skilaði peningunum aftur,“ sagði liann. „Ég keypti demantinn aftur.“ Hún fékk skyndilega aftur kjarkinn — og málið. „Ég svipaðist um eftir Niðurlag í næsta blaði. HERRA SAMGÖNGUMÁLANNA. Þýski myndhöggvarinn Josef Limburg í Berlín hefir gert þetta uppkast að minnismerki, sem á að tákna vald mannkynsins yfir samgöngunum. En stundum eru það nú samt mennirnir, sem verða undir hjólunum. BRÉF MEÐ 1625 FRÍMERKJUM. — í Hamborg hefir verið boðið til sölu bréf, sem er nokkuð einstakt í sinni röð, því að á því eru 1625 frímerki og 942 stimplar. Þetta er ábyrgðar- bréf og var á sínum tíma sent frá Alexandrovsk í Ukraine til Steyr í Austurríki. Þetta var á miklum geng- isfallstíma, svo að burðargjaldið hafði orðið 460.250 rúblur, en engin frí- merki voru til hærri en 250 rúblur svo að póstmaðurinn varð að líma 4 metra langan og '/2 metra breiðan pappír við bréfið til að koma frímerkjunum fyrir. Nú er þetta bréf talið um 500 sterlingspunda virði. FYRSTA SJÓBAÐIÐ á vorinu er það, sem þessi telpa er að koma úr. Hún er að þurrka hárið á sér eftir baðið. SKYLDI ÞAÐ TAKAST? — Það er fallegt að sjá systkini hjálpa hvert öðru, og þess vegna ekki nema gott að stóribróðir skuli bjóðast til að klippa ennistoppinn á litlabróður. Hann notar gamalreynda aðferð: að klippa meðfram brún á skál, sem hann hvolfir á höfuð bróður síns. Vonandi verður árangurinn góður. KONUNGLEGT SÆLGÆTI. — Þegar Elízabcth Englandsdrottning kom í heimsókn til Gibraltar ásamt börnum sínum, fengu þau vitanlega að sjá ap- ana þar, en þeir eru einu aparnir sem lifa í frelsi í Evrópu. — Hér sést Anne prinsessa vera að gefa öpunum hnetur. MARGHENT? — Það gæti stundum komið sér vel að hafa fleiri hendur en tvær en þó að annað sýnist þá hef- ir þessi stúlka ekki nema tvær hend- ur. Hinar eru á öðrum leikfimistúlk- um, sem standa bak við hana á mynd- inni.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.