Fálkinn


Fálkinn - 20.08.1954, Blaðsíða 2

Fálkinn - 20.08.1954, Blaðsíða 2
2 FÁLKINN Hin nýja bensínstöð við Reykjanesbraut. Shell tpnor nýjo bensínstöö Uni síðustu lielgi opnaði H.f. Sliell á íslandi nýja bensínstöð í Öskjuhlíð. Stendur lu'in við Reykjanesbraut, gegnt Þóroddsstöðum. Innan skamms lœtur félagið einnig reisa þar smur- stöð. Útbúnaður stöðvarinnar er allur hinn besti og öllu er þar smekklega fyrir komið. Bensíngeymar eru tveir, og taka þeir 28 þús. lítra, en auk þess er 7 þús. lítra dieselolíugeymir. Á þvottaplaninu, sem er hið stærsta i bænum, er bæði heitt og kalt vatn og auk þess sérstök tæki til notkunar, ef ]>rýstingur á vatninu er lítill eða ó- hreinindi á bílnum sérstaklega föst. Átta slcingur eru til afnota fyrir bíl- þvotta og 10 bílar komast vel fyrir á planinu i einu. Þór Sandholt arkitekt teiknaði hina nýju stöð, en Guðmundur Jóhannsson húsasmiðameistari hafði umsjón með byggingunni. Málun annaðist Pétur Hjaltested, raflagningu Júlíus Björns- son og Emil Hjartarson um innrétt- ingar. Litasamsetningu i afgreiðslusal réð Hörður Ágústsson listmálari. Hallgrímur Fr. Hallgrimsson for- stjóri tilkynnti við opnun stöðvarinn- ar, að 1. september næstkomandi mundi bensínstöð Sliell við Lækjar- götu verða lögð niður, í samræmi við ósk bæjaryfirvaldanna um að rýma til i miðbænum vegna hinna auknu umferðarþrengsla. * BAHCO - lyhla-sflmstffiður BAHCO Minor Nr 1731 (mm) Nr 1733 (tum) bifreiða-lyklar eins og öll BAHCO-verkfæri, eru gerðir úr besta stáli sem þekkist og af óskeikulli ná- kvæmni. Þeir endast betur en aðrir lyklar. Það er reynslan á Islandi, sem annars'staðar. heimsfrægu verkfæri eru búin til af A/B B. A. HJORTH & Co., STOCKHOLM. Umboðsmenn á íslandi: Þórður Sveinsson & Co. h.f. Reykjavík. BAHCO Scxtett Nr 1771 (mm) Nr 1773 (tum) ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»»

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.