Fálkinn


Fálkinn - 20.08.1954, Page 4

Fálkinn - 20.08.1954, Page 4
4 FÁLKINN Haugasund er hundrað ára - 1 en þó ellefu sinnum eldra Haugasund varð sögustaður sem legstaður Haralds hárfagra fyrir nær 1100 árum. En í nútímasögu fer staðar- ins ekki að gæta fyrr en eftir að bærinn varð kauptún og síðar kaupstaður fyrir 100 árum. Nú er Haugasund einn inesti útvegsbær í Noregi og kaupskipaflotinn þar er sá fjórði í röðinni, allra bæja í Noregi. Haugasund og Ála- sund eru þeir tveir bæir norskir, sem mest stunda útgerð við Island. „Haraldr konungr varð sóttdauðr á Rogalandi, er liann heygðr á Haugum við Karmtsund. í Haugasundi stendr kirkja, en við sjálfan kirkjugarðinn í útnorðr er haugr Harald konungs ins hárfagra; fyrir vestan kirkjuna liggr legsteinn Haraldz konungs, sá er iá yfir legi hans í hauginum, ok er steinninn hálfs fjögrtánda fets iangur ok nær 11 álna breiðr. í miðjum haug- inum var leg Haraldz konungs, þar var settr steinn annarr at höfði, en annarr að fótum, og lögð þar hellan á ofan, en hlaðit grjóti tveim megin útan undir. Þeir steinar standa nú þar í kirkjugarðinum, er þá váru i haugin- um ok nú var frá sagt“. Ef Snorri hefði eigi skrifað þessa frásögn mundi Haugasund ekki vera talinn sögustaður. En samkvæmt hinni glöggu tilvísun sagnaritarans gátu Norðmenn reist konunginum, sem gerði Noreg að einu ríki, minnismerki sem honum hæfði. Það gerðu þeir fyr- ir 82 árum. Haraldsstyttan var vígð 18. júli 1872, því að þá var talið að liðin væru þúsund ár síðan Hafurs- fjarðarorrusta var háð. Haugurinn er 5 metra hár og á honum miðjum ten- ingsmyndaður steinstöpull með lág- myndum úr bronsi, en á teninginum er 17 metra há steinsúla, mesti bauta- steinninn í Noregi, næst Vigelandssúl- unni í Frognergarði i Osló. En kring- um bautasteininn, í ferhyrning, standa 29 minni steinar, 2% metra háir, með nöfnum hinna 29 fylkja eða smákonungaríkja, sem Haraldur sam- einaði undir eina stjórn. En hinn blómlegi bær Haugasund er ungur bær. Slóðir þær, sem liann stendur á eru að vísu sögufrægar, því að hann stendur nyrst við Karmtsund, sem var ein fjölfarnasta víkingaleið til forna. í því sundi þótti gott að Ráðhúsið í Haugasundi, gefið bænum af Knut Knutsen skipaeiganda, er fallegasta ráðhús Noregs, utan Oslóar. frekari ástæða til að halda upp á 100 ár’a afmælið eftir tólf ár, en nú. Það réð vali Haugasunds að þar var hægt að gera ágæta höfn með litlum tilkostnaði. Nyrst í Karmtsundi aust- anverðu eru tvær litlar eyjar, Hasselöy og Risöy og milli þeirra og austurlandsins er þröngt og þráðbeint sund, um tveggja kilómetra langt en aðeins 100 metra breitt. Það heitir Smiðasund og þar er höfnin. Allmikil byggð er á eyjunum tveim- ur, en aðalbyggðin er þó á „megin- landinu“ meðfram sundinu austan- verðu. Talsverður halli er niður að sundinu og eru þvergöturnar frá höfn- inni upp i bæinn talsvert brattar. En þær eru að sama skapi stuttar, því að bærinn er ekki mikill um sig á breiddina. Hann liggur með endilöngu sundinu og aðalgöturnar í sömu stefnu og það, til norðausturs. Vitanlega heitir „Strikið“ í Hauga- sundi Haraldsgata, hún er Austur- gera óvinaskipum fyrirsát, því að erf- itt var að komast undan. Sundið er viðast ekki nema tveggja kilómetra breitt og miklu þrengra sums staðar og vestan að þvi er eyjan Iíörmt, sem oft er getið. Er eyjan rúmlega 30 kiló- metra löng og gott undir bú þar, enda átti Haraldur liárfagri eitt stórbúa sinna á Ögvaldsnesi, norðarlega á Körmt. En sunnar á eyjunni er Stang- arland, þar bjó Þormóður Torfason og skrifaði Noregssögu sína. Um 1840 kom til orða að stofna nýjan verslunarstað einhvers staðar milli Bergen og Stavanger. Helsti stað- urinn á þeim slóðum var Koparvik á Körmt, þar var góð höfn en sá galli var á, að ekki varð komist þangað nema sjóleiðis úr byggðarlögunum fyrir austan sundið, en þau áttu fyrst og fremst að hafa gagn af þessum nýja verslunarstað. Ýmsir bentu á Haugasund, austanvert við norðurenda Karmtsunds — í þá daga var staðurinn reyndar kallaður „Karmtsund" en ekki Haugasund. Þá áttu 13 fjölskyldur heima i þorpinu og þar voru 12 léleg hús. En Stórþingið neitaði að viður- kenna þorpið sem verslunarstað. Það var sildin sem þá tók í taumana og reið baggamuninn. Næstu árin varð mikil sildveiði þarna, svo að árið 1852 voru fjölskyldurnar orðnar 100 og húsin 61 og það varð úr að þingið lög- gilti Haugasund sem verslunarstað sumarið 1855, frá ársbyrjun 1855. En kaupstaðarréttindi fékk Haugasund ekki fyrr en 1866, svo i rauninni væri Brúin milli Risöy og meginlandsins var fullgerð 1939 og kostaðj eina milljón n. kr. Hún er alls 361,7 metra löng en aðal-hafið er 98 metrar og hæðin frá sjó, undir boganum 22,4 metrar. Islenski ræðismaðurinn í Haugasundi, Ragnar W. Mösen. stræti-Laugavegur Haugasunds og liggur áfram úr bænum alla leið norð- ur að Haraldsstyttunni. Vegna þess hve ungur bærinn er getur hann ekki sýnt neinar þröngar, hlykkjóttar götur með gömlum kumb- óldum, eins og t. d. Stavanger og Bergen. Og til áréttingar brann all- mikið af elstu húsunum i bænum til kaldra kola árið 1899. Má þvi með sanni segja að Haugasund er sköpun- arverk þessarar aldar. Eftir brunaun var farið að reisa fyrstu steinhúsin i Haugasundi og nú er nær eingöngu byggt úr steini þar. í Haraldsgötu skiptast á stór steinhús og lægri timburhús, alveg eins og á Laugaveg- inum, en Haugasund hefir það fram yfir, að þar standa sum gömlu húsin með gaflinn út að götunni, eins og á Bryggjunni í Bergen. Og hestakerrur eru meira notaðar i Haugasundi en i Reykjavík. Það eru brýrnar miklu yfir Smiðs- sund, sem einkum setja svip á bæinn, gamla brúin til Hasselöy og önnur til Risöy, nokkurra ára gömul. Þess- ar brýr eru svo hátt yfir sjó, að stór skip geta siglt undir þær, því að annars mundu þær loka höfninni. Og þess vegna gnæfa þær við himinn og sjást úr mikilli fjarlægð. Og nú er þriðja og stærsta brúin í smíðum, yfir sjálft Karmtsund, svo að innan skamms verður Iíörmt „landföst" við meginlandið. Þessi nýja brú heitir Salhusbrú og er skammt fyrir sunn- an bæinn. 1 Haugasundi er menntaskóli, vél- stjóra- og sjómannaskóli o. fk, en langfegursta bygging bæjarins er ráð- húsið, sem ein mesta stoð bæjarins, Knut Knutsen útgerðarmaður gaf bænum — einn. Sú gjöf var svo raunarleg, að Haugasund á nú lang- veglegasta ráðhús allra bæja i Noregi, að höfuðborginni einni fráskilinni. Knutsen var mesti skipaeigandi bæj-

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.